föstudagur, desember 30, 2005

EF MAÐUR ER EKKI ORÐIN SPENNTUR....

Cosmo
COSMOPOLITAN - Very fruity and sweet in a nice
cocktail glass.


WHICH COCKTAIL IS YOUR TYPE?
brought to you by Quizilla

....Efast um að þetta sé tilviljun eða spenningur - við skvízurnar erum að fara á cocktailatjútt annaðkvöld og munum við skála í Cosmopolitan og því ekki verra að velja þennan drykk, vonanst til að sjá sem flesta á tjúttinu annaðkvöld, verðum nú að hita virkilega upp fyrir áramótin og fagna þess að þetta er seinasti virki dagurinn á árinu!!

Annars eru gamlárs enn frekar óráðið en NÝÁRS gleðin er meira en planlögð...vá hvað verður gaman.

PS Kristín J.K Diego ástkæra vinkona mín eignaðist litla skvísu morguninn 27.des innilega til hamingju elskan mín, vonandi fæ ég að sjá prinsessuna sem fyrst ;o)....en þangað til, sjáumst í dansskónnum og í bros á vör annað kvöld!!

Sella Cosmo ;o)

laugardagur, desember 24, 2005

Jólakveðja...

* FELIZ NAVIDAD Y PROSPERO UN ANO NUVEO*

* GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR *

* MERRY CHRISTMAS AND A HAPPY NEW YEAR *

* GOD JUL OG GODT NY ÅR *

- langaði bara að óska ykkur öllum gleðilegra jóla og takk æðislega fyrir allt. Hlakka til að sjá alla hressa og káta sem fyrst....lofið að borða vel og mikið og njóta þess að vera til -

JÓLAKOSSAR OG ÞÚSUND KNÚS.
Sella...sem er orðin stuttklippt ;o)

fimmtudagur, desember 22, 2005

KOMIN HEIM...EKKI YNDISLEGT OG ÞAÐ FYRR EN ÉG ÁTTI VON Á...

Ákvað að koma minni ástkæru fjölskyldu á óvart og lenti á klakanum degi fyrr...er sem sagt búin að vera á klakanum í 18 tíma, kíkja á jólahlaðborð með múttu og stússast allrækilega fyrir jólin. Hlakka til að sjá ykkur öll ;o)

HEIMFERÐIN
Gærdagurinn gekk ekki snuðrulaust fyrir sig. Við stöllur ákváðum að leggja okkur í 2 tíma fyrir brottför frá Barcelona sem fór á þann veg að Kiddi vakti okkur klukkutíma og korteri eftir að við ætluðum að fara... get ekki lýst stressinu fyrir ykkur. Panik-panik og jaðraði við hjartaáfalli í taxanum á leiðinni út á flugvöll enda Spánverjar frekar easy going. Náðum þó að sækja Taxfree og næla okkur í ágætan finnskan strák sem checkaði sig inn með okkur. Engin yfirvikt þar á ferð enda var ég með fjórar handfarangurstöskur. Þegar við vorum búnar að bóka okkur inn hlupum við út í vél enda 10 mínútur í flugtak - eða það. Okkur tóskt nefnilega að seinka vélinni um 30 mínútur því farangurinn komst ekki fyrir og opna þurfti farangursrýmið fyrir hafurtaskið okkar.

Kaupmannahöfn var svo bara ágæt - sáum reyndar bara flugvöllinn þar sem við vorum með svo mikinn farangur og dauðþreyttar. Ákvað að freista gæfunnar og breytti flugmiðanum mínum til að koma heim í gær og það tóskt!! Við check in var heldur betur vesen, Salóme á standby miða og allir rukkaðir fyrir yfirvikt...þurfti að borga fyrir 7 kíló (700 danskar farnar). Frekar skondið að rekast svo á Ragnheiði á flugvellinum enda ákvað hún líka að hoppa en við ætluðum að fara saman í dag, og þessi elska tók líka fyrir mig handfarangurstösku.

Enn vorum við salmonellurnar stressaðar og fann ég 2 fulla stráka með hatta til að taka tölvutöskuna mína og Salóme nappaði fullan strák til að bera farangur fyrir sig... en vá hvað var yndislegt að komast inn í vel og fara í loftið. Heimkoman varð að veruleika... náði að bjalla í mömmu til að sækja mig og við heimkomu ákváðum ég og brósi að vikta handfarangurinn minn - 48 kíló í handfarangri TAKK FYRIR. Ekki furða að vöðvabólga sé farin að segja til sín en samt æðislegt að vera komin heim!!

miðvikudagur, desember 21, 2005

ADIOS BARCELONA...

Sá dagur er runninn upp sem ég hélt að kæmi aldrei... því eftir 3 tíma þarf ég að skunda af stað með 11 ferðatöskur. Ég og Salóme erum komnar með Lambrusco í hönd með þá vonarglætu að finna aukahendur fyrir þetta líka yndislega ferðalag.

Alveg magnað að vita til þess að maður geti verið með svona mikið dót þar sem við stöllur (Salmonellurnar) sendum 18,5 kíló í flugpósti í morgun.... er ekki í lagi. Vonandi sleppir tollurinn okkur því þeir halda að við séum hluti af stuðningshóp fyrir kaupsjúka!!

Við vonum innilega að fá yndislegan tíma í Kaupmannahöfn á morgun og vá hvað verður skrítið að kveðja Salóme þegar hún fer heim og ég fer ein á vit ævintýranna í Dejlig Danmark í einn dag. Hlakka allavegana rosalega til að sjá ykkur öllsömul sem fyrst...lendi fimmtudagskvöldið kl. 22:20 og gleðileg prófalok alle sammen ;o)

PS. Okkur vantar meðferðartöskur - heheheh
PPS. já kommentakerfið bítur ekki - endilega segið mér ef þið skoðið eða er ég bara að tala við sjálfa mig :(

sunnudagur, desember 18, 2005

Í jólaskapi dúdúrúúúúúú

Í dag er komin fjórði í aðventu og ekki seinna vænna að finna jólabarnið í sér. Ég hef gert allt til að finna jóla í mér og hefur það tekist ágætlega - búin að setja upp rauða jólaseríu, borða súkkulaði úr jóladagatalinu mínu á hverjum degi - kaupa allar jólagjafir - senda jólakortin og kíkja á jólaösina hérna í bænum en allir dagar eru eins og Þorláksmessa...svolítið mikið og stessandi til lengdar, aðallega því að með hverri skoðunarferðinni þyngist farangurinn (ætli ég sé kaupsjúklingur??)

En vegna þess að yndislegu jólin eru að skella á ætla ég að auðvelda ykkur lesendur góðir verkið og gefa upp heimilisfangið mitt svo þið vitið hvert jólakortið góða á að fara:
Sella (eða ráðið hvernig þið stílið það)
Álfaland 5
108 Reykjavík
Iceland/ Islandia

...en ekki meira í bili yndin mín... segi bara "ég hlakka svo til, ég hlakka alltaf svo til..."
kveðja litla jólaljós

laugardagur, desember 17, 2005

.... AHA eru þið að trúa því?

Það er allt of stutt til jóla og það sem meira er í þessum töluðu orðum eru 139 klukkustundir í heimkomu á hinu farsælda fróni. Ég verð bara að viðurkenna það að ég er AÐ DREPAST ÚR SPENNINGI ;o)

Í dag var seinasti stærðfræðitíminn fyrir prófið í janúar og við tók bara að pakka niður - fáránlegt að hugsa til þess að á mánudaginn þarf ég að skila lyklinum á krúttilegu spænsku íbúðinni minni hér!! ohh best að taka fleiri myndir, kvöldið í kvöld er annars bara búin að einkennast af Bachelorglápi, Salóme eldaði lasanga fyrir okkur og ísinn og snakkið voru hérna - ekki laust við að maður sé að verða eins og tíbýsk fiskibolla, meira að segja það hvít að ég líkist ORA....en mun bæta úr því, ljós á morgun enda roði í kinnum og smá tan málið fyrir jóladressið.

Hlakka annars til að sjá alla... ætla að nýta helgina í lærdóm og skoða seinustu staðina hér fyrir jól, mun bara taka svo vægt tripp í Barcelona með brósa!

miðvikudagur, desember 14, 2005

white guy
yup you like the beach boys with a nice fit body!


What would your dream boyfriend look like?(has been improved)
brought to you by Quizilla

PRÓFID BÚID OG EKKI FLEIRI FYRIR JÓL :)
Já ánaegjuefni med meiru, prófid búid og gekk tad bara tokkalega vel held ég.... krossa bara fingur upp á tad. Tad borgar sig allavegana ad eiga andvökunaetur fyrir tetta fag, lagdi mig hjá Salóme í nótt eda um 06:45 og skóli kl. 11:00

Naestu dagar einkennast af SJOKKI... á eftir ad taka til og ganga alveg frá íbúdinni, laera fullt fyrir heimkomu og kaupa sittlítid af hverju

En tangad til naest, faridi vel med ykkur.

PS Litla ljósid hún Tinna Sif fraenka mín er 20 ára gömul í dag....njóttu dagsins til fulls elskan og mundu, tú ert komin á thrítugsaldurinn ;)

þriðjudagur, desember 13, 2005

ÉG ER AÐ RIFNA ÚR GLEÐI.....

Það skemmtilega er að JÓNAS bróðir keypti sér flugmiða hingað til Barcelona í byrjun janúar og mun því verða hérna í sex daga frá 6.jan-12.jan. Get varla lýst ánægju minni :) jibbý jey :)

Erum strax farin að plana hvað við ætlum að gera og er stefnan sett á fótboltaleikinn Espanyol- Barcelona þann 8.jan.

Önnur gleði er sú að núna er ég búin að senda öll jólakortin forvitnilegt að sjá hvað þau verða lengi á leiðinni... og það sem meira er, það er ódýrar að senda jólakortin frá Spáni til Íslands, heldur en innanlands heima - hehhe

En styttist í heimkomu - ætla að halda áfram að læra undir prófið á morgun.
Hasta pronto

mánudagur, desember 12, 2005

JAEJA PRÓFID BÚID...

og óhaett ad segja ad ég sé mjög threytt...lagdi mig tó hjá Salóme í 1 1/2 tíma og endadi á ad taka taxa í skólann. Prófid gekk ágaetlega og mér til mikillar maedu er annad próf á midvikudaginn í sama fagi sem gildir 20%. Svo naestu dagar verda enn og aftur laerdómsdagar.

Langadi til ad óska Maríu Ósk og Óla innilega til hamingju med litlu prinsessuna hana Báru sem faeddist núna 8.des, bíd spennt eftir myndum af skvísunni

...aetla ad drífa mig adeins í baeinn, krossleggid fingur og taer fyrir Salóme enda 1 1/2 tími í próf hjá skvísunni...

ÉG GET SVO SVARIÐ ÞAÐ....
Klukkan hér á Spáni er 08:15

- ég og Salóme erum enn vakandi
- próf eftir þrjá tíma og heilaSELLURNAR uppfullar af RNN=PIB-RRN-RRE, S+T+M=I+G+X eða álíka kjaftæði...
- Hef ekki farið heim í kotið mitt alla helgina og það sem meira er...

*** Núna er litli þybbni kóreustrákurinn a.k.a Jin sem býr hér farin að brasa einhvað í eldhúsinu, saxar grænmeti á fullu og steikingarhljóðið farið að óma.... eða nei MAÐURINN ÞAUT Á KLÓSETTIÐ!!

...en þangað til næst, stutt í heimkomu og enn styttra í Lambrusco og Sangríu þamb hjá mér og Salóme ;)

sunnudagur, desember 11, 2005

SETTU NAFNIÐ ÞITT Í KOMMENTO HJÁ MÉR OG....
1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig

2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig

3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig

4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér

5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á

6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig

7. Ef þú lest þetta verður þú að setja þetta á bloggið þitt

Hasta pronto y un besito

PS. ég er búin að læra hérna á fullu í allann dag með Salóme, gisti hjá henni í nótt ef svo má kalla við vorum reyndar vakandi til kl. 7 í morgun á kjaftinu. Lærdómsdagurinn ógurlegi á morgun enda báðar að fara í próf á mánudaginn...en ekki meir í bili

föstudagur, desember 09, 2005

AHA ENN EIN HELGIN KOMIN...

Óhaett ad segja ad mér brá og blöskradi svolítid hér í Barcelona í dag - tegar ég taut í skólann snemma morguns til ad laera eitthvad í staerdfraedi....EN NEIII tad var frí enn einn daginn. Tetta sífellda frí og rólegheit er ég ekki ad skilja. Frí í skólanum fjóra daga í röd og svo helgi!!

Er tví bara búin ad dunda mér á netinu og láta góda strauma thjóta til Salóme enda skvísan í fyrsta prófinu sínu. Hef einnig ákvedid ad flytja heimili mitt tessa helgina yfir til Salóme - greyjid gráa komin med upp í kok á einveru og laerdómi og aetlum vid ad standa saman í tessum PRÓFALESTRI ALLA HELGINA. Hver veit nema vid klárum jólakortin, kíkjum eitthvad smá út, skundum í ljós og drekkjum okkur svo í baekurnar.

Alltof stutt í heimkomu og enn eftir ad gera fullt. Aetla samt ad nýta tímann sem mest til ad laera enda frí á fróni um jólin. Prófin svo hér 20 og 26. jan og einn áfangi til 26.jan...svaka skrítid ad hafa svona mikid stress í janúar.

Hlakka samt rosalega til ad koma heim og bíd spennt eftir djamminu og rólegheitunum um jólin. verid dugleg ad kommenta svaka leidinlegt ad sjá hversu margir kíkja á síduna en enginn segi ord :(

GÓDA HELGI ALLIR SAMAN

miðvikudagur, desember 07, 2005

SNILLLDDDD vala vala bing bang!!

Já tónleikarnir í gaer voru hrein og taer skemmtun. Black eyed peas eru snillingar med einu og öllu. Tvílíkt show í gangi og tvílíkt gód lög sem tau tóku...ekki verra tegar lög med Bob Marley, Franz Ferninald, Snoop Dog og fleiri gódum köppum hljómudu tarna.

Frekar mikid menningarsjokk ad fara á tónleika hér samt, tar sem medalaldurinn var mun haerri en ef hljómsveitin hefdi verid heima (sem sagt engar gelgjur í mínipilsum tarna). Tónleikarnir voru á frekar litlum stad og tví ca 2000-2500 manns á svaedinu, barinn opinn og lítid sem enginn trodningur. Fólk gat meira ad segja farid á barinn og rölt med glerglösin sín aftur fremst vid svidid....akkurt ekki tad sem saegist á Íslandi...bar og hvad tá glerglös ;o)

Fyndnasta lagid fannst mér tó vera..."No me gusta Señor Bush - es stupito, stupito, stupito - claro que sí" en fyrir tá sem ekki skilja tá er tetta "Mér líkar ekki vid herra Bush, hann er heimskur,heimskur,heimskur - thokkalega JÁ" Stemningin var frekar mikil og skondid med meiru.

Annars er svoköllud "brú" í dag tar sem var helgidagur í gaer og á morgun, svo engin skóli í dag....hlakka til tegar kerfid á Íslandi verdur svona.

Hvad segid tid um "BRÚ" frá torláksmessu yfir á gamlárs? eda bara svona góda "brú" um páskana...ég er til ;)

þriðjudagur, desember 06, 2005

Stjórnarskrárdagurinn og frí á Spáni

Já í dag hefur litið dagsins ljós enn einn frídagurinn og það sem meira er á fimmtudaginn er líka frí - Maríumessa. Því verður maður að nýta frídagana í eitthvað skemmtilegt og er ég á leiðinni á BLACK EYED PEASfiðringurinn er farinn að segja til sín og ég og Salóme með í mallakútnum af spenningi - lofa að taka nokkrar myndir fyrir fólkið.

Gangi ykkur samt bara vel í prófunum og afmælisbörn vikunnar til hamingju með daginn.
Ingibjörg 2.des - 24 ára
Guðrún Birna 3. des - 24 ára
Fjóla 5. des - 25 ára
Haddi 6. des - 25 ára
Stebbi 6. des - 25 ára

farið vel með ykkur og hlakka til að sjá ykkur.....þotin á Black eyed....

mánudagur, desember 05, 2005

Ekki ad trúa tví hvad tíminn lídur...

Já helgin var hin rólegasta, tók vel á tví í búdum med Salóme á laugardaginn og kláradi nánast öll jólagjafakaupin. Tetta er bara frekar skemmtileg lífsreynsla enda alltaf verid í prófum tanngad til 15 mínútum fyrir jól. Hinsvegar er mjög ljóst ad heimferdin verdur hreinasta snilld. Ég og Salóme erum med svo mikinn farangur ad aefingar á hvolpalúkki og gódlátumlegum raedum vegna hraedslu vid yfirvigt eru tegar hafnar.

Ákvad ad taka tessa helgi mjög rólega og laerdi allt laugardagskvöldid auk tess ad sá merki atburdur gerdist hér í gaer- Ég fór ekki út úr húsi...heldur sat bara med sveittan skallann yfir thjódhagfraedibókunum enda planid ad laera sem minnst heima í jólafríinu.

Spánverjar koma mér tó alltaf sífellt meira og meira á óvart. Verd ad deila med ykkur nokkrum stadreyndum.
- Já spaenskir krakkar fá sér oft 1.stk jónu ad reykja í frímínútum í skólunum, eins og ekkert sé sjálfsagdara.
- Tegar tú vilt máta skó hérna í tessu yndislega landi faerdu glaeran ruslapoka fyrir sokk.
- Spánverjar dýrka og tá meina ég dýrka sjónvarpsefnid sitt, teir hafa 24 tíma sýningu á táttum á netinu, umraedutaetti um taetti, svo taettina sjálfa og já bara allt um 1 tátt... SKONDID.
- Í jólaösinni eru adalbúdirnar med skemmtidagskrá, jólasveinar med bjöllur fyrir utan og sums stadar eru heilu hljómssveitirnar ad skemmta fólki! Ekki stress hér á ferd...

En annars langadi mig bara ad segja hvad ég hlakka til ad koma heim, farid ad kólna hérna og VÁ HVAD litla jólabarninu mér finnst skrítid ad vera ekki ad dúlla mér einhvad med múttu vid bakstur, skreytingar og allt. Mamma mín sakna tín mjög mikid :)

En stutt í heimkomu og tví mál ad drífa sig adeins í baeinn, skoda mig um og taka nokkrar myndir og halda svo áfram ad laera í kvöld. Kann ekki ad hafa desembermánud á laerdóms - held ad tad sé skárra en próf í janúar :S

Vitidi hvad er langt tangad til ég kem???

miðvikudagur, nóvember 30, 2005

LÍFID ER YNDISLEGT, ég geri tad sem ég vil....

Lífid gengur sinn vanagang hérna í Barcelona og átti ég ad t.d ad vera í tjódhagfaediprófi í dag, en sem skyndilega breyttist tar til 12.desember mér til mikillar ánaegju. Get tví verid duglegri auk tess sem ég hef planad ad taka smá próflestratörn á tetta fyrir janúarprófin – held tad verdi lítill tími fyrir próflestur í jólafríinu á klakanum.

Tad er ordid mjög kalt og vettlingar og húfa ordid daglegt braud. Búin ad finna ljósastofu og planid ad prófa hana enda málid ad hafa smá tan vid heimkomu!!

Tad sem er nú til stefnu hjá mér ádur en ég kem heim....

• Laera eins og ég get
• Klára ad versla jólagjafirnar
• Kíkja í Casa Battló og meira fródlegt (túristast)
• Taka fullt af myndum
• Klára einn kúrs í skólanum :o)
• Njóta lífsins í botn!!!
• Fara í raektina eins og ég get...búin ad vera alltof löt
• Fara á tónleika med Black eyed peas
• Kíkja í Tibidabo med krökkunum
• Föndra jólakort med Salóme
• Eiga tvo frídaga (enda Spánverjar fraegir fyrir alla helgidagana)
• Byrja ad pakka nidur
• Fá TaxFree – mikilvaegur hlutur í ferlinum (smá peningur fyrir jólatjúttinu)
• Kíkja á jólamarkad í Köben
• Koma heim til minnar yndislegu famelíu og eiga yndisleg jól
• ....aha bara 21 dagur í heimkomu

En ekki meira í bili – baráttu kvedjur til allra sem eru í próflestri, finn til med ykkur. Veit tó ekki hvort tad sé einhvad betra ad vera í prófum í janúar...

PS Stelpur ég er med fidring í maganum fyrir Cosmpolitan kvöldinu okkar tann 30. des – takk fyrir ad bjóda mér ;)

mánudagur, nóvember 28, 2005

ÍSLENSKT JÁ TAKK....

Greinilegt ad tad er svolítid flott og töff ad vera frá Íslandi midad vid Barcelona hérna seinustu daga.
Dagbladid já keypti mér dagbladid um daginn og tá var heil frétt um ad Björk vaeri ordin 40 ára, um alla diskana hennar, börnin og ég veit ekki hvad og hvad...
Verslanir FNAC er risastór búd sem selur CD,DVD, baekur og fleira... um daginn tegar ég kíkti tarna inn ómudu Sigurrós og fullur rekki af geisladiskunum teirra (gömlum og nýjum) ásamt CD´s frá Björk
Sjónvarp...tetta er nú ekki allt! Í gaer var ég ad horfa á sjónvarpid og viti menn - byrjadi heimildartáttur um Airwaves og vidtal vid Bigga Veiru í GusGus, Brúdarbandid, BangGang og fleiri góda kandídata, sýnt úr naeturlífinu og skondid ad sjá glitta í nokkur kunnuleg andlit (líkt og Ara Tómasar) í spaensku sjónvarpi.

En tetta er víst Ísland í dag - TÖFF TÖFF.

* Helgin var annars mjög svo róleg og taegileg, fór í verslunarleidangur med Salóme og Fanneyju og turfti ad fjárfesta í flugfreyjutösku til ad komast med hafurtaskid heim til Ísland. Horfdi á Bachelorinn - trátt fyrir ad hafa lesid úrslitin baedi hjá Möggu og Elvu. Bókudum köku og átum, versludum meira og horfdum á nýju Harry Potter. Fínasta helgi og... Gledilega adventu!

föstudagur, nóvember 25, 2005

JÍHAAAAA ¡ jólaljósin komin upp og helgin í startholunum!!

Já Spánverjar komnir í gírinn og tvílíkt flott jólaljós líta dagsins ljós. Ekki mikid hefur gerst í hversdagslíf mínu tessa dagana. Búin ad hanga mest megnis í skólanum og búdum til ad kaupa jólagjafir handa lidinu heima ;o)

Spaenskutímarnir eru SNILLD búin ad vera í hópverkefni med 2* ítölskum strákum tar sem vid áttum ad skrifa smásögu (aevintýri) Mjög svo forvitnilegt í alla stadi tví sagan endadi á tví ad vera um nornina Úrsulu sem bordadi börn tegar tad var fullt tungl. Einnig um 3 krakka sem hún gat ekki bordad tví tau voru búin ad vera ad synda í stóru vatni fullu af SANGRÍU og voru blindfull en hún drakk ekki! Forvitnilegt ad vita hvad kennarinn segir um tetta en tetta var meira upp á grínid tetta verkefni...GUDI SÉ LOF :O)

Lífid í metró er einnig alltaf jafn áhugavert í dag voru t.d vinir sem drógu upp 1.stk EDLU OG 1.stk MÚS fólki til mikillar maedu. Ávallt er nóg af hommum í metróinu (enda SanFransico Evrópu hér), kynskiptingarnir slaedast á milli og verd ég ad segja ad ég og Salóme skemmtum okkur konunglega ad fylgjast med tessu lidi í gaer.

En ekki meira í bili - mín býdur chillkvöld med KFS í kvöld med dýrindis kvöldverdi og spennandi hlutum. Góda helgi allir saman og sjáumst!!

...Endilega komentid nú einhverju til mín - ekki verra ef tad er SLÚDUR ;O)

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

aha svakastud í Barcelona

Alveg hreint magnad hvad vedrid getur breyst. Tegar ég fór í skólann í morgun var allt í einu komid tetta tíbýska haust. 11º og laufblöd fjúkandi út um allt - greinilegt ad kvartbuxurnar og hlýrabolirnir virka ekki lengur ;)Heldur kemur húfan sér vel sem mútta gaf mér og yfirhafnaleidangur hafin ad alvöru!!

Skólinn gengur sinn vanagang og er allt ad komast á fullt loksins núna (JÁ ÉG ER OFVIRK) finnst bara fínt ad hafa nóg ad gera. Var í fyrsta prófinu mínu í dag - staerdfraedi og gekk tad...tjaa sjáum til hvernig tad gekk. Tjódhagfraedipróf á midvikudaginn naesta tannig ad helgin verdur nýtt í laerdóm og jólatengdahluti.

Ég hef lítid gert af mér nema er á fullu ad skrifa smásögu í spaensku: "Érase una vez...Colorín colorado, este cuento se ha acabado!" endilega komid med tillögur af sögu fyrir mig!!

Tangad til naest... kossar og knús ;)

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

FÉKK TAD STADFEST...EKKI MÍN VIKA!!

Jahá tetta er svo sannarlega ekki mín vika, tad sem búid er. Í gaer fór ég í skólann, kíkti heim bordadi og dreif mig svo í raektina. Búin ad vera frekar slöpp en tar sem ég toli ekki ad vera veik hélt ég ad tetta vaeri bara aumingjaskapur. Raektin gekk sinn vanagang - hjóladi - hljóp - lyfti og viti menn... tegar ég var ad gera seinasta taekid fyrir magaaefingar kom madur til mín og spurdi hvort ég vaeri til í ad skiptast á í taekin... mér leid einhvad skringilega en sagdi vid hann ad ég vaeri ad gera seinasta. Tad naesta sem ég man var....hann greip mig tví tad leid yfir mig :( ekkert smá ótaegilegt en paeling mín svosem stadfest ad ég vaeri ekki alveg frísk!

Dagurinn í gaer var annars yndislegur, hér er komin svona jólafílingurinn, farid ad hausta og laufin farin ad detta af trjánum. Hitastigid komin nidur í 12º og rölti ég adeins um baeinn ádur en ég fór heim ad laera.

Hins vegar var byrjunin á tessum degi ekki eins gód - vaknadi til ad fara í skólann og taut í metróid ...en NEI NEI lestin biladi og tad var 20 mínútna seinkun svo ég missti af tímanum. Tví nýti ég bara tímann hér á netinu svo ég geti nád í Marco á eftir til ad fá glósur ;o) Annars bara laerdómur og raektin í dag...próf á morgun í Matemática Economica (staerdfraedi)

Veridi bless :) miss you all og hlakka ROSALEGA til ad koma heim!!

mánudagur, nóvember 21, 2005

GETUR FORVITNI NOKKUÐ FARIÐ MEÐ MANN??

Fyrir þá sem þekkja mig, vita hvað ég er óendanlega forvitin persóna og núna eru nágrannarnir að gera mig bilaða. Þannir er mál með vexti að við hliðina á mér búa mæðgurnar Carmen (ca 55 ára) og Eva (ca 27 ára) og nánast á hverjum degi fá þær nafnspjald frá kínverskum veitingastað (Shanghi – búin að kíkja á það) og núna upp á síðkastið bréf eða kvittanir með einhverjum upplýsingum fest á hurðina hjá þeim....sem sagt LEYNILEGUR AÐDÁANDI Á FERÐ og ég er að farast úr spenningi. Langar helst til að lesa skilaboðin - hef ekki gert það enn - eða sjá mr.leynilegan!!

Annars er allt gott að frétta héðan farið að kólna óstjórnlega og mín að verða veik held ég :( ,,Litlu jólin" hjá okkur heppnuðust meira en vel og var að til kl. 04:30 föndrandi, hlustandi á íslensk jólalög :o)

Í gær reyndi ég svo að byrja að læra sem tókst með eindæmum illa – eldaði með Salóme og kíktum svo “hin fjögur fræknu” saman á In her shoes...snilldarmynd á ferð og VAHÁ hvað er flott skóherbergið í myndinni (draumur minn!!) Núna sit ég svo heima á netinu að reyna að læra og komin í þvílíkan jólagír hlustandi á jólalögin á Létt 96,7.

Langaði til að nýta tækifærið og óska Önnu Jónu innilega til hamingju með 24 ára afmælið. Við erum búnar að vera vinkonur í 20 ár...hvorki meira né minna. Njóttu Harry Potter í kvöld í Baunalandi :o)

föstudagur, nóvember 18, 2005

Tad var tá sem....
... ég missti mig gjörsamlega í innkaupum á glingri og vitleysu. Já verd nú bara ad vidurkenna ad ég er eins og versta smábarn í nammilandi tegar ég stíg inn í PARTY FIESTA búd sem selur allt til alls fyrir hátídir og allskyns skemmtanir. Fór í dag til ad kaupa efni í jólakort med Salóme, fundum 4 haeda búd med nánast öllu. Tegar Saló fór hins vegar í skólann ákvad mín ad fara í límmidaleidangur.

Endadi med límmida í öllum regnboganslitum, lím, gullpenna, skraut á jólabordid heima og 3*pakka af servéttum, allskyns skrauti fyrir jólin og bordum med pálmatrjám, páfagaukum og sól fyrir sudraena sveiflu. Verd nú bara ad vidurkenna ad núna langar mig í Strawberry Daquiri.

Annars eru litlujólin í kvöld HÚRRA HÚRRA jólakaka, piparkökur, yndisleg íslensk jólalög munu óma og mandarínurnar á sínum stad. Kiddi aetlar ad vera svo gódur ad elda fyrir okkur skvísurnar, en tangad til naest.. eigidi góda helgi

HÓ HÓ HÓ merry...

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Tegar trölli stal jólunum....nei hvada tröll ertu?

Sá tetta á sídunni hennar Siggu og átti til med ad prófa. Skrítid ég er...



Partítröll


Þú ert nýjungagjörn, tilfinningarík félagsvera.


Partítröllið fylgist vel með nýjustu straumum og stefnum hvort sem um er að ræða föt, tónlist eða græjur. Það eru 74.5% líkur á því að það eigi iPod, 61% líkur á því að það eigi Fred Perry póló bol og 96% líkur á því að það eigi Adidas skó. Partítröllinu finnst The OC vera skemmtilegur þáttur. Partítröllið er vinsælt - eða telur sig að minnsta kosti vera það. Þótt margir laðist að því eins og flugur að mykjuhaug eru aðrir sem eru ónæmir fyrir þokka þess og enn aðrir sem hafa jafnvel ofnæmi fyrir því. Það eru þeir sem eru í eldhúspartíinu á meðan partítröllið hristir rassinn og baðar út öngum á dansgólfinu. Þegar gamaninu slotar er partígríman þó fljótt tekin niður og undan henni kemur viðkvæma blómið sem partítröllið raunverulega er.


Hvaða tröll ert þú?
Endilega setjid comment um hvada tröll tid erud!!!

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

...OG TAD KOM SÓL!!

Já mikil ánaegja ríkti hjá mér í morgun tegar ég sá sólina aftur, en hún hafdi gert gott hlé á veru sinni hér í Barcelona. Annars er allt fínt ad frétta, fékk vaekt sjokk í gaer tegar Salóme var ad rembast vid ad pakka fyrir Vidda en hann fór heim í dag.... vá vá hvernig á madur ad komast med allt heim??

Sem betur fer tóku mamma og pabbi nánast allt hafurtaskid mitt fyrir 3 vikum, en viti menn tad baetist samt alltaf vid tad... svo eru ad koma jól og jólafarangurinn eftir ad baetast vid ;o) tad verdur fródlegt ad sjá.

Annars fórum ég, Salóme og Fanney í FNAC í gaer og fjárfestum í MIDA Á BLACK EYED PEAS tann 6.des. Held tad verdi bara feyknarstud...tónleikar á naestu dögum.

Komst svo loksins á innranetid í skólanum og viti menn, Ó MEN hvad ég á eftir ad gera mikid. Fullt á katalónsku svo ég sé fram á uppflettingar í ordabók tessa helgina! sjálfsögdu munu litlujólin líka eiga sér stad og jólaföndur.... en tangad til naest

HASTA LUEGO ;O)

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

ENN EIN HELGIN FLOGIN FRÁ OKKUR...
Já bráðum koma blessuð jólin, ekki hægt að segja annað en að jólafílingurinn sé farin að segja til sín. Hér í Barcelona er orðið frekar dimmt, mikil umferð, jólaljósin farin að birtast þrátt fyrir að eigi eftir að kveikja á þeim og viti menn.... áramótakveðja er kominStórmerkileg þjóð hér á ferð.

Ekki verra að vita af því að það styttist í ,,litlu jólin” hjá okkur stelpunum hér. Ég, Salóme og Fanney erum búnar að ákveða að föndra jólakort, borða íslenska jólaköku og piparkökur um næstu helgi..... ekki verra að ég luma á jólalögum :o) Ekki halda að ég sé biluð er bara JÓLABARN!!

Annar var helgin hreinasta snilld.... föstudagurinn var tekinn rólegur byrjaði á því að kíkja í búðir með Chloé og Dafne úr skólanum. Salóme bauð mér svo í svakakjúlla og kvöldið einkenndist svo af maraþoni á íslensku sjónvarpsefni – horfðum á Bachelorinn, Ástarfleygið átum nammi og spjölluðum fram á nótt.

Laugardagurinn var mun hressari þar sem ferðinni var heitið í go-kartÞvílíkt flott innanhúsbraut risastór og ekki hægt að segja annað ein að fiðringur hafi farið um mann....en NEI 3 TÍMA BIÐ og því ekki annað í stöðunni að snúa við heim aftur. Stákarnir fóru að horfa á fótbolta en ég og Salóme kíktum í búðir...erum kaupsjúkar og ákváðum svo að taka kínverskan mat heim og borða saman stelpurnar. Sjálfsögðu fylgdi Lambrusco með. Um kvöldið þegar við vorum orðin frekar skrautleg, við búnar að stelast inn í eldhús til að fá okkur fullnæginu, (sko staupið) í vínglösum og lokað dyrunum á grey Jin sem býr með krökkunum....fórum við á TUNNEL. Diskótekið á horninu. Tónlistin var vægastsagt hræðileg á köflum og því ekki hægt að gera neitt nema gera nett grín af fólkinu þarna og dansa eins og vitleysingur, t.d upp á einhverjum hátalara :o)

Drykkjan var mikil, já mikil, enda barþjónninn meira en sætur.... og átti Sellan ekki fyrir seinasta drykknum enda búin að skoða barþjóninn vel. Salóme reddaði því og um 6 leytið drifum við okkur heim....sem betur fer bara 200 metrar. Þar sem mín var frekar skrautleg var ákveðið að ég svæfi í stofunni því eflaust hefði ég ekki ratað heim. Hélt uppi léttu stand-up fyrir stelpurnar og fórum við svo að sofa....1, 2 og 4

Sunnudagurinn var því frekar móðukenndur hjá öllum Íslendingunum. Þaut heim skipti um föt og spjallaði við múttu. Fórum svo á KFC til að sækja þynnkumat. Ég og Viddi gerðum spilamet með því að spila samfleytt í nokkra klukkutíma. Kvöldmaturinn einkenndist af þynnku þar sem við bökuðum súkkulaðiköku og borðuðum 2 lítra af ís. Tókum svo imbakvöld á þetta og gláptum á Four Brothers.... snilldarmynd....

...Aftur er komin venjuleg vika og skóli sem bíður manns. Verð að redda þessu með innranetið svo ég meiki einhvað hér – skil ekki bofs í katalónsku – og það er problem... en ég get, ég skal, ég vil. Mánudagurinn var mjög tíbýskur en um kvöldið römbuðum ég, Salóme og Viddi gjörsamlega á eitt bíó og ákváðum við á 5 mín að fara í bió enda myndirnar sýndar á ensku (og er það óvenjulegt). Horfðum á Constant Gardener, áhugaverð mynd og það fyndnasta sem ég hef séð að það stóð enginn upp fyrr enn allur trailerinn var búinn. Það vildi sko fá allt fyrir peninginn sinn.

En ekki meira að frétta frá mér... jólakveðjur frá rigningarborginni ógurlegu. Hættuástand í Catalunyu út af mikilli rigningu og 16º hita.. STEMNING :oS

föstudagur, nóvember 11, 2005

SMÁ TORTÝMING Á SÍDUNNI....

Já komin med upp í kok á útlitinu á tessari sídu en kann ekki ad breyta tví svo hún mun vera svolítid skrýtin naestu daga held ég. Annars er lífid hér í Barcelona bara mjög fínt, enn ein helgin komin...

Ég er ekki alveg ad meika skólann tessa dagana tar sem innranetid virkar ekki og ég er bara med eintómum spaenskum gelgjum í tímum. Kennarinn sífellt ad henda fólki út fyrir ad vera med laeti og svona... en tetta reddast. Mest af öllu finnst mér rosalega skrítid ad vera ekki heima vid bordstofubordid med heilarher af félögum (a.k.a Hönnu, Hadda, Elínu, Siggu, Gudrúnu Helgu sem daemi) med mér ad byrja ad laera undir próf í HÍ eda klára verkefni á seinustu stundu.

Helgin lofar gódu, matarbod hjá Salóme í kvöld enda Viddi í heimsókn, go-kart og fillerý á morgun og óvíst med planid á sunnudag - hver veit nema madur kíkji til Sitges??

Annars hafid tad bara gott um helgina og sjáumst fyrr en varir.

P.S Skondid nokk, rakst á Fannar ´82 og var í Réttó, hér í dag í H&M og viti menn hann og kaerastan hans búa hér! Snidugt ad rekast á ÍSlendinga gerist ekki oft...Kvedja frá kólnandi Spáni :oS

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

ROAD TRIP önnur tilraun – enn er nóg eftir að gerast....

DAGUR 3
Vaknaði með vott af hausverk en lét það ekki á mig fá og fór í sólbað. Heiðskýrt og þvílík sól.... en var ekki alveg að gera sig svo við stelpurnar fórum inn til að reyna að vekja Kidda og...
- fórum á svalirnar, sóluðum okkur, borðuðum popp og kók og spiluðum eins og við ættum lífið að leysa – kan/kan, fléttu, manna og skítakall.
- Tók nett rölt um hverfið og labbaði meðfram ströndinni í veðurblíðunni.
- Smakkaði próteinsúkkulaði hjá Salóme sem bragðaðist frekar eins og HESTASKÍTUR en súkkulaði OJ OJ OJ
- Tókum svo stefnuna til Benidorm.... tókum rúnt fram hjá Monika Holiday´s hótelinu sem ég var á 97, skondið að koma þangað aftur.
- Sársvöng skyldum við ekki hvað mikið væri lokað og klukkan átta. Föttuðum svo að klukkan var búin að breytast – DÖ – hún var bara 19:00
- Fundum snilldar ítalskan veitingastað og bar þjónninn okkur matseðilinn á íslensku. Greinilega ferðamannastaður. Þvílíkt góður og ljúffengur matur.
- Kíktum rölt um gamlabæinn og strandlengjuna. Skoðuðum sandlistaverk og kíktum í skranbúðir. Vegna ánægju á hvítlauksbrauðinu ákváum við að fara aftur á veitingahúsið og fá 2* pizzur til að taka með. Vorum svo sannarlega UMRÆÐUEFNI Á STAÐNUM, enda bara liðnir 2 tímar frá því við vorum þar áður.
- Salóme brussaðist aðeins en hún flaug inn í bíl, festi hælinn á skónum í einhverj en það skrítna var að þetta voru lágbotna skór.
- Þar sem pizzurnar voru geymdar í skottinu voru þær ekki kláraðar á leiðinni svo við borðuðum þær á nýju brautarmeti við komuna til Torrevieja um kvöldið.

DAGUR 4
Svekkjandi ekki nógu gott sólbaðsveður svo ákveðið var að kíkja í Nike Factory Store otra vez og freista gæfunnar enda með 10% afslátt eftir fyrri ferðina ;o)
- Keyrðum til Benidorm, fórum í búðir, borðuðum, en þá var sólin komin svo við fórum í sólbað!!!
- Það entist samt ekki lengi enda kom einhver kall og ætlaði að rukka okkur um 6 evrur fyrir hálftíma á bekk. Röltum því bara um, stelpurnar keyptu sér skó – ÓTRÚLEGT AÐ SKÓSJÚKLINGURINN ÉG KEYPTI EKKI.
- Skoðuðm villurnar hjá Benidorm, t.d eina sem Rod Steward átti einu sinni.
- Ákváðum að versla í matinn og elda kjúlla ofan í liðið á hótelinu. Brussan hún Salóme tókst að sprengja hnetupoka yfir sig í bílnum og þurftum við að þrífa hann eftir á....
- Borðuðum, gerðum svo met í nammiáti – ÓGEÐSLEGT- og að sjálfsögðu var litið við á barnum enda HALLOWEEN í gangi. Spánverjar komnir í kjóla með hatta og skykkjur, grasker fyrir utan og þvílík stemning.

DAGUR 5 – HEIMFERÐ
Einhvern tímann tekur allt enda... Vöknuðum snemma enda planið að renna við í Valencia og skoða eilítið. Vegna hárra vegatolla ákváðum við að taka N-332 þjóðveginn til Valencia sem var aðeins lengri en keyrðum í gengum litlu bæina í staðinn.
- Það var Mil Palmeras – Torrevieja – Alicante – Villajoyosa – Benidorm – Albir – Altea (þvílíkt flottur staður, langar í hús þar í framtíðinni) – Benissa – Gata de Gorgos – Ondara – El Verger – Oliva – Bellreguard – [framhjá Gandía] – [framhjá Xeraco] – Favara – [framhjá Cullera] – Sueca – keyrðum hjá Alubefera vatninu – og komum svo loksins til Valencia.
- Fengum okkur ekta paellu Valenciana þar, mjög góð, tókum svo rölt um miðbæinn, borðuðum McFlurry og tókum nokkrar myndir.
- Við tók svo keyrsla aftur heim.... 270 kílómetrar eftir.
- Lentum svo í klukkutíma umferðarhnút venga þess að risastór flutningabíll valt á hliðina á hraðbrautinni. Allt stopp, bílar í nokkra kílómetra og fram hjá okkur þutu 6-7 bílar með blikkljós....

Heimkoman var því um 12 leytið í Barcelona. SNILLDARFERÐ Í ALLA STAÐI... langar helst að fara aftur næstu helgi, aldrei að vita hvað manni dettur í hug ;o) Sorrý lengdina á þessu langaði bara að láta ykkur vita smá af lífi mínu hér á Spáni.!!!

Annars var helgin bara hin rólegasta, kíkti í búðir, lærði og lærði, horfði á Bachelorinn, History of Violence og spriklaði smá í ræktinni – átakið ,,Í kjólinn fyrir jólin” orðið að veruleika, ekki veitir af!!

mánudagur, nóvember 07, 2005

Tad eru komnar inn nokkrar myndir :o)

ROAD TRIPIÐ ÓGURLEGA..... ágætis lesefni svo ég segi sjálf frá

DAGUR 1
Lögðum af stað frá BCN á flottum nýjum VW Golf á vit ævintýranna til Alicante. Á leið útúr bænum rákumst við á frekar furðulegan hlut, en við þjóðveginn er þvílíkt hóruveldi. Sáum 13 hórur standandi útí vegarkanti að störfum og 3 tóma stóla, svo það var greinilega business í gangi – og það DAGUR. Eftir 515 kílómetra akstur og 40,5 evrum fátækari eftir vegatoll, komumst við til Alicante. Hringsóluðum þar í um 2 tíma að leit af Avenguida Francia, þar til vitringurinn ég ákvað að hringja á hótelið...HALLÓ það var ekki í Alicante heldur fyrir utan Torrevieja og við tók því klukkutíma akstur í viðbót.... og okkur sem tókst nánast að búa til þessa blessuðu götu með hjálp mishjálpsamra aðila.

- Geðshræringin var frekar mikil og hlógum við að öllu, allt gjörsamlega magnað fyndið og skondið þegar Fanney leitaði af götunni CV76-90 og Kiddi sagði pirraður: ,,Er ekki í lagi maður, þetta er hraðbrautarmerking fíflið þitt!!”.
- Það er greinilega business á Spáni því 9 fáklæddar þjónustustúlkur í hvítum plastgöllum eða öðrum múnderingum settu svip sinn á vegakantinn.
- Hótelið í Mil Palmeras var hreinasta snilld... íbúðarhótel með öllu tilheyrandi, sundlaugagarður og sætur lítill hótelbar. Ekki verra að KOKTEILARNIR KOSTUÐU BARA 4 EVRUR og voru þeir smakkaðir nokkrir í þessari ferð :o)
- Til að kóróna vitleysu dagsins, tókst mér að gleyma pin-nr á spænska símanum mínum og lokaðist hann. Því var notast við íslenskt símkort alla ferðina!!

DAGUR 2
Draumurinn var kórónaður þegar ég vaknaði í 27°hita og sól og það í lok október.... En þar sem við erum kaupóðar kellurnar hér var förinni heitið fyrst í Nike Factory Store. Þvílíkur spenningur enda ekki búin að koma þangað síðan ég missti mig þar í ágúst 1997.... og viti menn keypti ágætan slatta aftur þarna.
- Sleiktum sólina smá á meðan við borðuðum á litlum sætum stað í Alicante.
- Kíktum svo í Carrefour þar sem var haft orð á því að við værum eins og kýrnar sem væri hleypt út á vorin – eftir miklar vangaveltur við val á áfengi.
- Enduðum að kaupa í matinn og svo.... Bacardi Romm, Bailey´s, Piparmintulíkjör, 2*Lambrusco og Alize Wild Passion líkjör – auk blandi enda átti að kokteilast rækilega þetta kvöldið. Allt þetta kostaði 1500 kall ísl á mann <ÞAÐ ER DJÓK>
- Gleymdum að kaupa spilastokk svo aftur byrjaði fjörið.... Fundum loks stokk, sem reyndist vera spænskur spilastokkur með 40 spilum og furðulegum merkingum líkt og tarrot. WEIRD PEOPLE HERE.
- Því bara eina ráðið að fara í aðra Carrefour og redda spilastokk. Salóme hljóp inn og reddaði spilastokk á ránvirði og viti menn.... einhver vitleysingur lokaði okkur inni þegar við vorum að reyna að bakka. Góndi á okkur eins og við værum fávitar og fattaði ekki að það var hann sem var að gera allt vitlaust. Pissaði nánast í mig úr hlátri enda HEIMSKULEGASTA SEM ÉG HEF SÉÐ.... svona you have to be there, situation.
- Á leiðinni sáum við fáklæddar almennlegar stúlkur sem vildu selja hjálp sína á vegakanti og datt okkur í hug hvort einhver framtíð væri í slíku starfi. Í öllum fíflalátunum datt okkur í hug að stofna einkahlutafélagið ,,STROKUR OG STUNUR EHF. þar sm Salóme væri aðalatvinnugreinin og ég sæi um bókhaldin – þetta yrði fljót gróðaleið fyrir nýju road tripi.... en svona getur maður nú BULLAÐ.
- Kiddi eldaði fyrir okkur stelpurnar dýrindis svínalundir með rjómalagaðri sveppasósu og meðlæti. Nammi namm, Sjálfsögðu sötruðum við rautt og rósa Lambrusco.
- Kíktum í einn kokteil á barnum, fengum stelpurnar blóm í hárið hjá barþjóninum enda mikill vinur okkar ;o)
- Að sjálfsögðu voru frægu spilin dregin upp, kokteilar blandaðir og nokkrar fullnægingar smakkaðar (já drykkurinn dónarnir ykkar!!)
- Rétt upp úr tólf kom maður úr íbúðinni við hliðina á okkur og öskraði: ,,SHUT UP – BE QUIET” einn sem kann sko ekki að skemmta sér. Tíbýskur verkamannabreti sem varla skyldist. Létum þennan dóna þó ekki stoppa okkur og færðum bara fjörið af svölunum inn í stofu. Kíktum svo á röltið um hverfið eftir netta myndaseríu af sólgleraugnamyndum og fíflalátum.
- Salóme snillingur ætlaði að sýna nokkra loftfimleika en náði ekki betur svo hún féll kylliflöt á bakið í slow motion. Spurði mig svo; ,,Sella afhverju greipstu mig ekki?” og sagði svo ,,Ég hélt það væri mjúkt undirlag!!”.
- Við ströndina sáum við ljós og fyrir forvitnis sakir kölluðum við HOLA,HOLA og kíktum á ímyndaða strandpartýið sem reyndist svo bara vera veiðimenn frá Murcia og veiðistangirnar voru upplýstar.
- Fundum þó fjörið þar sem 6 strákar 15-21 árs voru með brjálað bílapartý, tónlist, drykki og þvílíkt fjör. Lærðum að dansa spænska dansa – sumir meira en aðrir ;o)
- Fórum svo aftur upp á hótel enda klukkan 05:30 og viti menn eftir 5 mínútna dvöl kom konan úr lobbýinu til að bera kvörtun til okkar frá nágrönnunum.....HALLÓ. Á sama tíma kom breska kellan fram á gang brjáluð, fullklædd og reif kjaft. Greinilega búin að bíða eftir heimkomu okkar. RUSLALÍÐUR og ekkert annað. Fórum því bara að sofa enda mikið fjör framundan.

.... Þetta er komið nóg í bili, vil ekki drekkja ykkur. Set inn restinni af ferðasöginni á morgun! Vonandi skemmtið ykkur við lesturinn. Kveðja frá ferðagarpinum ,,Selríði” (nýja nafnið sem Salóme gaf mér þetta kvöld – einhvað þoglumælt greyið :o)

föstudagur, nóvember 04, 2005

LOKSINS KEMUR SMÁ FÆRSLA

Fadir vor ég er í sjöunda himni,
Helgin fyrir stafni,
Búin ad fara í ríkid,
Vedrid er aedi
Sólin skin og hvergi ský á himni,
Búin ad panta súpu og braud,
Búin ad borga allar mínar skuldir
Svo sem engin ósköp sem ég á af skuldum nautum,
Er á leid í ofsaveislu,
Ætla ad láta öllum illum látum,
Tví ad tad er lífid, náttúran og dýrdin,
Ad eilífu GAMAN

Vildi bara óska öllum gódrar helgar, ROAD TRIPID var snilld, hef ekki tíma til ad segja frá tví núna en lofa ad setja inn myndir og skrifa nettaferda sögu um helgina.

Annars er lífid búid ad ganga sinn vanagang sídan á tridjudagskvöldid tegar vid komum aftur til Barcelona. Skólinn er á fullu, kláradi einn áfanga í gaer mér til mikillar gledi. Get tá kannski byrjad ad týda einhvad af 600 bls í tjódhagfraedi :o(

En ekki er haegt ad segja annad en ad madur rekist á allann fjárann hér í borg. Var til daemis á leid í skólann í gaer tegar ég maetti konu sem var í mestu makindum í göngutúr med ca 75 cm langt útskorid SVERD í hendinni ekki laust vid ad madur vaeri skellkadur. Fólk glápti heldur ekki á hana!! Auk tess tegar ég tók straetó úr raektinni í gaer var madur staddur tar sem greyid hefur frekar átt ad faedast GULLFISKUR en madur – tvílík útstaed augu hef ég ekki séd í mínu lífi....

....en bara smá helgarnesti frá mér, kem med öfluga faerslu vid taekifaeri elskurnar.

Un buen fin de semana :)

fimmtudagur, október 27, 2005

Merkilegt nokk....

Seinustu 3 daga hafa yfir 150 manns heimsótt síduna mína og bara eitt comment koma svo!!

Annars er vikan búin ad vera algjört yndi. Mamma og pabbi komu til mín med heilaferdatösku af Íslandi á sunnudaginn. Fékk skyr, kristal og trópí í tonnavís, fullt af flatkökum og hangikjöti, graflax, hardfisk, nammi, meira nammi og endalaust meira af nammi!! Get líka lesid moggann, sédogh, vikuna, nýtt líf og fleira.... var meira en gáttud.

Vid höfdum annars alveg yndislegan tíma hér saman, ég sýndi teim öll skúmaskot í litlugötum BCN, versladi fullt, heimsótti Camp Nou (fyrir tá sem ekki vita er tad leikvangur Barcelona) skodudum Gaudí hluti og FYRST OG FREMST versludum frá okkur allt vit!! Jólagjafirnar komnar til íslands eftir + 50 kílóa farangur m&p til Íslands í dag..... he he - núna get ég byrjad á byrjunarreit í verslunum enda allt hafurtask mitt komid á klakann ;o)

Rosalega er nú gott samt ad hugga sér vid bjór, sangríu, á tapasbar, med raudvín og osta, fínan mat og girnilega eftirrétti.... strax farin ad sakna tess.

Jólafílingurinn kominn í mann, byrjud ad plana allt sem ég og Saló aetlum ad bralla hér í adventunni, jólakortaföndur og ekki verra ad fá íslenskan jóla CD med í pakkanum. fyrst og frems takka ég m&p fyrir yndislega daga hér og vildi ad tau vaeru hér enntá

....en vid tekur nýtt aevintýri! Á morgun er ég nefnilega ad fara med Salóme, Kidda og Fanney (afmaelisbarni í dag TIL HAMINGJU) í ROADTRIP UM SPÁN í 5 daga. Lönghelgi enda enn ein fiestan hér og tví aetlum vid ad fara til Alicante, Valencia, Benedorm og fleira fram á tridjudag.... lítur vel út. Endilega verid samt dugleg ad segja mér einhvad snidugt, sakna ykkur guys!!

sunnudagur, október 23, 2005

ESTE FIN DE SEMANA

Já helgin er búin að vera meira en skemmtileg – búnar að missa okkur í búðum og hitinn um 25° og sól. Soffía og Guðbjörg misstu sig meira en aðrir. Náði samt að bæta 2 skópörum í safnið ;o) og gallabuxum.

EL VIERNES já sjálfur afmælisdagur Salóme þá kíkti ég í skólann, rakst á viðbjóðinn sem reyndi að ræna veskinu mínu í metróinu og hitti svo stelpurnar í búðum, drifum okkur heim og skiptum um föt enda planið að kíkja á DJAMMIÐ.

Þvílíkur kjúklingaréttur m/mangósóstu ala Fanney og Kiddi og heit súkkulaðikaka með ís í eftirrétt. Svo við yrðum ekki þyrst teiguðum við 3 Lambrusco og 2 hvítvín með matnum og þegar við horfðum á ísl.Bachelorinn. Misstum okkur yfir Silvíu Nótt en ákváðum svo að drífa okkur á djammið.

Graziano ítölsk gömul ást hjá Soffíu sagði okkur að koma á GetBack svo við villtumst aðeins áður en að við fundum staðinn. Týndum Soffíu á staðnum svo ég,Salóme og Fanney tókum nokkrar góðar sveiflur á dansgólfinu og Kiddi að deyja úr leiðindum greyið enda fáránleg tónlist... Fórum út til að kíkja á annan stað, Soffía komin í hópinn svo við fórum á c/Paris (heimili S,K&F) enda ölla að pissa í okkur og gleymdum okkur í spjalli. Dreif mig samt heim um 06:00. Mjög skemmtilegt kvöld

EL SÁBADO var tekinn snemma enda ákveðið að fara í GranVia 2 moll hérna í BCN til að versla meira. Fengum ekki nóg svo við skelltum okkur niður á Passeig de Gracía til að skoða og kaupa meira. Förinni heitið á Carpe Diem veitingastað sem Patrick Kluivert fótboltastjarna átti Guðbjörg seinkaði borðinu til 21:00 svo við þutum heim, skiptum um föt og komum svo í þvílíkum gír niður á staðinn.

Staðurinn var ekkert smá flottur, niður á strönd og við stelpurnar 6 (ég,Saló, Soffía, Guðbjörg, Guðrún og Kolbrún) Maturinn var mjög skondinn ekki hægt að segja annað þar sem við fengum okkur allar kjúlla og fengum bara hálfan unga á diskinn, með 1/3 af kartöflu og skrauti..... vorum því bara fljótar að panta okkur Sangríu de cava con fresas y kiwi ekki djók hvað þetta var ógeðslega gott. Keyptum líka 7 könnur – já 7 könnur af Sangríu ekki hægt að segja annað en að við fundum á okkur, eftir þetta.

Gleymdum okkur aðeins og fyrr en varði sátum við bara með Sangríuna okkar á miðju dansgólfinu..... Fengum reikninginn 2* enda þjónustugellan frekar hrædd um að við ætluðum að sleppa að borga 320 evrurnar sem við skulduðum. Eftir matinn tókum við flipp á dansgólfinu, kíktum á staði með hræðilega tónlist á ströndinni, rugluðum í spænskum gaurum frá San Sebastian og töluðum um Silviu de noche, römbuðum á eitt flottasta hótelið í BCN og sáum Porsch, Ferrari og BMW fyrir framan .... en drifum okkur svo á Catwalk.

Catwalk er þrususkemmtistaður og kostaði 18 evrur inn + einn drykkur. Ákváðum ósjálfrátt að dansa frá okkur allt vit, sumir í hösslmútinu og þvílíkt gaman enda tónlist sem maður fýlar þarna – ekki techno. Soffía og Salóme skutust á karlaklósettið, var hennt út þar mjög fyndið og ákváðum við að fara að drulla okkur heim.

Eftir Catwalk röltuðum við eftir ströndinni, Guðbjörg á tánum enda að deyja í fótunum og vorum við að deyja úr hlátri þegar hún sat á einhverjum staur, Soffía að klæða hana í skónna og hún flaug á hausinn, þá leit þetta út eins og Soffía væri að riðlast á stígvélinu hennar –fáránlega fyndið. Við kvöddum svo Guðbjörgu og ákváðum að rölta af stað heim. Á miðri leið hittum við 6 breska stráka og eina breska stelpu sem við röltum og skemmtum okkur með meira en hálfa leiðina.

Þá vorum við búnar að ljúga af því að Silvía Nótt væri hálfsystir Jesicu Simpson, endalaus lygi og viti menn Soffía skírði mömmu þeirra Þuríði Ólafsdóttur (Rúrý).... Fengum sannleikann um Nick einn gaurinn að hann væri með fjórar geirvörtur. Kíktum á einhvern hverfisbar þarna í einn öl, Soffía fór á kostum sem þvílíkur lygari....Soffía talaði um sjónvarpsþáttinn ,,rassaríðari” í umsjón Hemma Gunn fyrir bretunum. Hélt á því mómenti að ég myndi deyja úr hlátri enda fátt eins fyndið og þetta. Lugum að þeim að setningin ,,já maður” – ,,hombre” væri ,,rassaríðari” í íslensku og voru þeir farnir að segja þetta nokkrum sinnum.
Sögurnar voru mun fleiri, best að segja ekki frá þeim ;o) og þeir ólmir í að koma til Íslands – ákváðum svo að drífa okkur heim í taxa enda klukkan orðin hálf átta og allar að deyja úr þreytu.

EL DOMINGO Já dagurinn í dag er búin að vera hrein leti, lærdómur og tiltekt enda mamma og pabbi að koma eftir klukkutíma eða svo.... get ekki beðið eftir að fá þau, segi meira frá lífi mínu þegar þau fara aftur heim á klakann.

föstudagur, október 21, 2005

FJÚDD FJÚDD...

Salóme samferdakona mín í BCN á afmaeli í dag, til lukku med daginn. Ekki nóg med tad er kaupóda kellan hún Soffía komin og bíst ég vid tví ad tad verdi verslad....

Allavegana skemmtileg helgi framundan, afmaeli í kvöld, út ad borda á morgun og kíkja í búdir og svo verdur eldad íslenskt laeri á sunnudag en um kvöldid koma svo mútta og pabbi... jibbý

Enntá styttist svo í ROADTRIPID, plan komid á tad og bara VIKA til stefnu - get ekki sagt annad en LÍFID ER YNDISLEGT - OG SKÓLI HVAD ER TAD?????

Ps. ég fae bland í poka úr NAMMILANDI á sunnudaginn :o)

þriðjudagur, október 18, 2005

BÚIN AD DETTA ÚT ÚR UMHEIMINUM VEGNA NETLEYSIS....

Já ég skrifa hérna frekar sjaldan vegna netleysis míns hér í Barcelona. Annars er ég bara spriklandi spraek hér og lífid gengur sinn vanagang.

SEINASTA VIKA
Einkenndist af mikilli rigningu - haldidi ekki bara ad restin af fellibylnum hafi komid til okkar og tad RIGNDI SKO... 4 dóu í Girona úr ,,rigningu" og tvílíkt bras var med metróid, turfti ad loka einhverjum stoppum tví sums stadar var vatnid 2,5 metrar í undergroundinu....Mér fannst tetta tó bara vera tíbísk íslensk rigning og var lítid vör vid tetta enda rigndi adallega á nóttunum.

Ég var frekar mikid í skólanum enda byrjud í nýjum kúrsi med fullt af Erasmus nemendum.... snilldar ítölum í bekk sem gera bara copy/paste eftir öllu og fannst bara gaman ad vera tarna tví tad var svo mikid af stelpum. SKONDID.

Byrjadi ad kaupa jólagjafir, til ad létta lífid fyrir mömmu og pabba sem koma á sunnudaginn... ég og Salóme fundum nýtt moll hér í Barcelona og viti menn núna erum vid búnar ad grafa upp ALLAR H&M búdir í BCN og nágrenni.... en heppilegt

...tví frá 28.okt til 1.nóv er löng helgi í skólanum og erum vid búin ad plana ROADTRIP med Kidda og Fanney nidur til Alicante, kannski med stoppi í Valencia, tar sem verdur tjúttad, trallad og verslad.... náum kannski einhverri sól tar líka.

Skellti mér annars í bíó hér á sunnudagskvöldid "Una vida por delante" eda "unfinished life" med J-Lo, Morgan Freeman og Robert Redford mjög fín afthreyging og god tilbreyting.

Annars er Soffía og Gudbjörg ad koma á fimmtudag, Salóme á svo afmaeli á föstudag svo helgin mun vera SUKK OG SVÍNARÍ.... en hvad er ad frétta af klakanum....tell me MISS YOU GUYS :(

ps.... myndir koma inn eftir smá -LOFA TVÍ!!

mánudagur, október 10, 2005

ENN EIN HELGIN BÚIN..

Alveg hreint fáránlegt hvad tíminn lídur hér í úglandinu. Ádur en ég veit af verd ég komin heim á klakann.

Helgin
Var hin fínasta. Aldís vinkona Salóme er í heimsókn svo vid brölludum mjög mikid. Urdum tessir líka fínu ferdamenn - getum alltaf fundid meira til ad sjá hér í nágrenninu/ villst svolítid og skemmt okkur svo ;o)

FÖSTUDAGURINN var mjög fínn, fór í stödupróf í einu fagi sem byrjar núna á fimmtudag - trítladi um baeinn og verlsadi smá. Eldudum svo 5 saman, jöpludum á ostum og drukkum 6 léttvínsflöskur. Óhaett ad segja ad ég var frekar glöd :o)
LAUGARDAGURINN Drifum okkur í Tourbus um Barcelona - vildum skoda meira. Lentum óvaent í Fiesta Major de Sarría sem er hverfi hérna. Brjálad flott allir í dreka- og djöflabúningum ad dansa út á götu. flugeldadansar og tvílíkt fjör. Aetludum ad sjá dansandi fossa en misstum af tví og lentum aftur í óvaentri fiestu!! Kvöldid var mjog chillad tar sem vid fórum á Tapasbar í Gracía, sátum tar heillengi og drukkum tónokkud af Sangríu... yndislegt hvad áfengi er ódýrt hér!
SUNNUDAGURINN var lítid gert annad en ad laera, kíkja í raektina... já sem er frásögu faerandi tví tegar ég var ad hjóla get ég horft út á strönd og viti menn- ALLSBERIR KARLMENN spriklandi tarna um... skondid nokk, bara komin nektarströnd tarna fyrir framan eda einhvad. Ég, Saló og Aldís eldudum okkur svo kjúlla og skruppum út í búd til ad kaupa nammi og sátum svo í kósý fíling ad horfa á DVD allt kvöldid.
MÁNUDAGURINN já lítid búid ad gerast í dag nema skóli - fae út úr stöduprófinu á eftir.... hehe gaman ad sjá. Gulla fraenka á afmaeli í dag 27 ára skvísa. Til hamingju Gulla mín.

Annars er Soffía ad koma í heimsókn tann 20.okt og M&P koma 23.okt tá verdur mikid gaman.... en verd ad tjóta - tími ad byrja hér ;o)

sunnudagur, október 09, 2005

... OG HÚN VAR SKÍRÐ!

Langaði til að óska Bryndísi Ösp litlu frænku minni (dóttur Tinnu og Óla) innilega til hamingju með fína, sæta og eðlilega íslenska nafnið sitt. Hlakka til að sjá þig ástin!!

fimmtudagur, október 06, 2005

Komst nú í hann krappann í Barcelona á thridjudag!!
....Haldið þið ekki bara að einhver VIBBI hafi reynt að ræna veskinu mínu í gær!

Já þannig er mál með vexti að ég var nýkomin í metróið á leið í rækina með Salóme, þegar ég var að reyna að loka veskinu mínu í sakleysi mínu inn í lestinni. Er víst með allskonar miða og drasl í tví ad tað var erfitt....

Loka því á endanum og smelli því í hliðarhólf á íþróttartöskunni og allt í góðu. Við hliðina á okkur sat spúkí maður, (minnti helst á Gísla Rúnar leikara í einhverju gervi sínu, nema bara af mexikönskum uppruna),sem ég tók strax eftir – hann stóð upp við næsta stopp, fór úr jakkanum og laumupúkaðist að standa fyrir aftan okkur. Ég hélt í töskuna mína og viti menn....

... Allt í einu finn ég einhvern halda í töskuna mína og renna rennilásnum upp – í fljótfærni SLÓ ÉG Á HENDINA Á KALLINUM og hann náði engu. Get svo svarið það að hjartað tók örara að slá og HEPPNIN greinilega með mér.

Allavegana gott að vera var um sig og passa dótið sitt – má kallast heppin að vera forvitin og spá rosalega í fólkið í kringum mig, bjargaðist í tetta sinn og LITLI LJÓTI KALLINN hélt áfram tómhentur þegar við fórum út til að fara í gymið!!

miðvikudagur, október 05, 2005

:) Ekki lengur bílaeigandi :)

Já minn yndislegi bródir hjálpadi mér og núna er SVARTA MAFÍAN komin í eigu einhvers - glöd í bragdi get ég borgad skattinn sem ég skulda og lifad adeins afslappadri hér í Barcelona... kannski madur fjárfesti í einhverju snidugu???

Tíminn líður hratt á gervihnattaröld....

Já svo sannarlega, strax búin að vera hér í Barce í 32 daga. Finnst eiginlega fáránlegt að ég sé búin að vera hér í mánuð, enda skólinn rétt að komast á skrið núna og mikið chill búið að einkenna dvöl mína hér í útlandinu.

Annars var afmælishelgin mín sú yndislegasta. Byrjaði í nettri afslöppun þar sem ég svaf út/sleppti skólanum og beið eftir að Salóme kláraði sinn. Skelltum okkur svo í eitt moll sem við vorum búnar að geyma þar til á afmælinu mínu... já ég veit ég er biluð;o) Versluðum eilítið og til að segja frá þá er ég byrjuð að huga að jólagjöfum, er svo mikið jólabarn að ég get misst mig í gleðinni. Fórum svo heim og buðum Fanneyju og Kidda sem Salóme býr hjá í mat, dýrindis kjúklingarétt með hrísgrjónum og sjálfsögðu LAMBRUCSO med... okkar aðaldrykkur hér – Sigga erum orðnar sötrarar. Bökuðum (a.k.a pakkakaka) jarðaberja ostaköku og súkkulaðibúðing, smelltum á kertum og héldum lítið sætt afmæli, fékk að blása og allt... Takk æðislega fyrir öll afmælissímtölin/sms/kveðjur...

Á föstudeginum héldum við áfram í ,,afmælisgírnum” enda 25° hiti og sól. Fórum því í ræktina, sleiktum sólina og keyptum okkur svo ís ;o) Svo var komið að stofnunarfundi ,,Föstudagsklúbbsins” en í honum er ég, Saló, F&K. Höfum ákveðið að borða saman öll föstudagskvöld (elda eða fara út) sötra eitthvað gott léttvín og horfa á íslenska bacehlorinn eða annað fyndið sjónvarpsefni. Fórum á pizzastað hjá Sagrada Familia og misstum okkur svo í sófanum heima með ís, áfengi og bachelorinn í beinni.

Laugardagurinn var sko góður – viti menn....fékk risastóran blómvönd heim frá mömmu, pabba, Jónasi og Tullu. Lyktarmikill og æðislegur.... Veðrið orðið betra og því meira en vinna að eyða seinustu dögunum við sundlaugarbakkann. Kiddi bauðst til að elda fyrir okkur Lasanga sem við þáðum, þannig að við fórum bara í ræktina og mættum beint í mat heim ;o)

Ég og Salóme gleymdum okkur aðeins á netinu – en ákváðum um 2 leytið að breyta stefnunni, klára Lambruscoið og kíkja í bæinn enda Ella komin í heimsókn frá Madrid. Skvísan stödd á Placa Reial og við þangað. Fundum reyndar ekki staðinn sem hún var á bara einhvern gaur Morane frá Kanarí sem vildi ólmur hjálpa okkur að finna hana, heillaðist að mér, vildi bara leiða mig og helst giftast. Hann spurði alla til vegar, en við ákvaðum bara að grínast svolítið í greyinu. Heyrðum íslensku á Römblunni og létum hann kalla á eftir liðinu ,,Ísland”,,rassgat” og ,,typpi” Einstakur íslenskur húmor og vorum við fljótar að komast í spjall þarna, SKONDIÐ NOKK svo ég segi sjálf frá....

Lentum við heldur betur í raunum á römblunni. Stóðum í sakleysi okkar að bíða eftir símtali frá Ellu þegar við sáum hóp af svörtum stelpum sem voru að selja sig. Forvitnu spæjararnir ég og Salóme í essinu okkar, sáum þær grípa í tillann á breskum gaurum, spyrja hvort þeir vildu tott eða einhvað meir og sáum tvo gaura kaupa sér kellur og hverfa í húsasund... bara fáránlegt að heyra samtölin og allt – Í BARCE GERIST ALLT. Vorum því ekki lengi að forða okkur svo fólk héldi nú ekki að við stunduðum sömu iðju.
Fundum loks Ellu og ótrúlegt en satt var hún með bróðir sínum frá Venezuela og 8 Íslendingum sem allir búa hér í Barce. Gaman að hitta svona marga í einu, allir á sama aldri og við. Spjölluðum ekkert smá mikið og tókum röltið upp Römbluna, nenntum ekki að kíkja á einhvern Techno stað svo við fórum bara með Ljósbrá (ein íslenska stelpan) í átt að næturstrætóunum.... skiptumst á númerum, því viti menn. Þær ætla að reyna að hóa saman íslenskar stelpur sem búa hér – og halda eitt ÍSLENSKT STELPUDJAMM hljómar ekki illa. Heimkoma mjög seint og byrjað að rigna.

Sunnudagurinn fór því bara í leti, lærdóm og chill. Fór ekkert út enda vibbaveður og var í náttbuxunum allann daginn. Salóme kom heim til mín og við elduðum og svo var bara haldið áfram að læra. Dugnaðurinn.... núna mun vikan einkennast af skóla/ leggja lokahönd á val á fögum og svo kemur Aldís vinkona hennar Salóme á fimmtudaginn þá verður aftur fjör.

....Fréttir frá mér koma síðar – og verið nú dugleg að kommenta hjá mér, svo ég viti nú hver er fylgjast með ævintýrum mínum.... endilega segið mér eitthvað merkilegt ef gerist hjá ykkur – þið vitið að ég er forvitin

mánudagur, október 03, 2005

Að rækta líkama og sál í HOMMAPARADÍS
Það er eflaust verið að velta því fyrir sér hvað ég á við..... þannig er mál með vexti að ég er byrjuð að hreyfa mig hérna í Barce og viti menn, ræktin er hommanýlenda svo mikið er víst. Ég og Salóme erum nánast einu kvenmennirnir sem komum inn í tækjasalinn og allsstaðar eru 2& 2 karlmenn saman að æfa – eða reyna ætti maður að segja. Mestur tími þeirra fer að daðra, klípa nett í hvorn annan og skríkja eitthvað. Óborganlegt – okkur líður bara eins og í BAÐHÚSINU enda ekkert nema kvenmenn að okkar mati í ræktinni.

Tónlistin þar segir líka meira en segja þarf..... í eyrum okkar ómar 80´s tónlist, Like a virgin, Hot stuff, Foot loose og fleiri góður slagara með Streets of Philadelfia í fararbroddi. já ræktin er einn stór nýr heimur fyrir mig snilld fyrir litlu forvitnu Selluna ;o)

miðvikudagur, september 28, 2005

ÉG Á AFMAELI Á MORGUN....

JIBBÝ JEY... tá verd ég stór stelpa. Fyrir tá sem eru milljónamaeringar tá er peningur vel teginn.... endilega leggid inn á reikning minn:

0323- 26 - 30565
kt. 290981-3019

Kvedja fátaeki námsmadurinn!!

....annars er tad komid á hreint og ég búin ad kaupa flugmida heim um jólin. Flýg til Kaupmannahafnar tann 21.des og verd tar í eina nótt...áaetlud heimkoma 22.des kl. 22:20 Tid munid njóta naerveru minnar í heila 13 daga eda svo tví ég fer aftur til Koben tann 5. janúar í eina nótt og svo beint í útsolurnar og prófalestur til Barce 6.janúar.

PS - veit einhver um ódýra/fría gistingu fyrir mig og Salóme í Koben 21.des.... ef svo endilega látid mig vita!!

Svei mér þá ef Spánverjar eru ekki skrítnir
Já lífið hér í Barcelona hefur kennt mér margt. Menning milli landa er langt frá því að vera lík – langar því að segja ykkur frá nokkrum hlutum sem mér finnst óvenjulegir. Hvað finnst ykkur???

Á Spáni er ekki drukkið kalt vatn, það er drukkið heitt og telst maður skrítinn að vilja kalt vatn. Aftur á móti í ræktinni er innisundlaug, rosafín. Þar er sagan önnur. Í sundlauginni er vatnið kalt, já ískalt... hvernig í ósköpunum á maður að geta synt í ísköldu vatni.... algjörlega ómögulegt.

Annað sem ég skil ekki varðandi tískuna hér í Barcelona að minnsta kosti. Magabolir já það er einkar mikið um að stelpur séu með bert á milli og því minni bolir því betra. Þetta skil ég ekki og mun aldrei gera, því við skulum hafa það á hreinu þetta eru ekki bara grannar stelpur – nei þær feitu eru líka í magabol.

Allt fólk er mjög vingjarnlegt hér. Eitt skrítið í viðbót finnst mér að heilsa og kveðja fólk sem ég þekki ekki neitt. Hér heilsar maður strætóbílstjóranum, öllum í ræktinni, fólki úti á götu og já bara allsstaðar.

Greinilegt ad tad tarf ad kenna Spánverjum ad fara í raektina. Teir aeda í hvert lyftingartaekid á eftir odru.... og viti menn setja hradamet í hverju taeki fyrir sig. Tetta er eitt tad fyndnasta sem ég hef séd, tad er bara sest nidur, hoppad og skoppad á tvílíkum hrada og reynt ad gera tetta á innan vid 30 sekúntum.... skondid nokk.

.... og að lokum er það hræðsla Spánverja við rigningu. Við það sem við myndum ekki kalla einu sinni skúrir eru allir farnir að fela sig undir skýlum í húsasundum eða fljótir að draga upp REGNHLÍFAR enda eins og það sé eitur að fá regndropa á sig....

ótrúlegt fólk, get ekki sagt meira en þetta!! Skondið nokk :o)

þriðjudagur, september 27, 2005

ALLT að gerast.... heimsóknir, skólinn og afmælið mitt
AHA búin að fá heimsókn frá Siggu og talaði svo við hana og heyrist á henni að hún ætli að koma aftur.... Mamma og Pabbi ætla að láta sjá sig hér eftir mánuð, Jónas bróðir er að reyna að koma og svo hitti ég óvænt á Jón Þóri frænda hér núna. Soffía kemur í október, Aldís vinkona Salóme er á leiðinni í heimsókn eftir viku og Viddi hennar Saló mun koma í nóv. Hreint út sagt nóg að gera í túrista/djamm- og verslunarpakkanum hjá okkur – bara gaman.

Annars er skólinn að komast í fast horf. Búin að vera í viku að reyna að finna mér einhverja áhugaverða kúrsa sem ég fæ metna heima. Vona bara að þetta komi allt heim og saman sem fyrst. Ég er í tveimur deildum innan skólans sem eru staðsettar í sitthvorum hluta Barcelona – elska metró það bjargar þessu. Bíst við að taka 5 fög, (stærðfræði, fjármál, þjóðhagfræði, málfræði og málnotkun) öll á spænsku svo þessi önn í skólanum er ein STÓR áskorun. Gaman að sjá hvað maður getur, vona að ég komi sjálfri mér á óvart.

.... já svo styttist í að ég verði STÓR stelpa – ok kannski ekki stór en alla vegana eldri 24 ára skólastelpa. 29. september er flottur dagur. Ég og Salóme ætlum að skipuleggja einhvað sniðugt saman og fara út að borða....

Já ég var KLUKKUÐ eins og allir aðrir....

Verður maður þá ekki að týna til einar 5 staðreyndir um sjálfan sig? Dettur strax nokkrir hlutir í hug.

1. Er leyndardómsfull persóna og tjái ekki tilfinningar mínar..... það er einhvað sem verður að grenslast fyrir um. Virka mjög opin til að byrja með – en hægara sagt en gert að komast að hinni einu sönnu Sellu.
2. Ég er skó og fatasjúklingur með meiru. Gæti notið þess að vera í verslunum allan daginn – því góður tími hér í Barcelona núna, mikið af búðum, enn meira af SKÓM.
3. Mér er meinilla við tannlækna, aðallega eftir að ég datt niður stiga þegar ég var 4 ára og braut 9 tennur. Tel því tennurnar mínar eitt mesta lýti á mér :o(
4. Ég dýrka það og dái að ferðast. Er algjör ævintýra manneskja og langar rosalega til að búa erlendis í komandi framtíð..... þó mjög stollt af því að vera Íslendingur og mun ávallt enda heima á klakanum.
5. Fjölskyldan mín og vinir er það MESTA og BESTA sem ég á. Án fjölskyldunar get ég ekki verið og án efa er besti VINUR MINN ein besta manneskja í heimi Jónas bróðir. Sakna þeirra allra núna enda ég á Spáni og allir heima.

.... jæja þá þetta tókst. Að því tilefni langar mig til að klukka Salóme, Danna Tiger, Siggu, Hönnu og að lokum Tullu!! Krakkar komið nú með staðreyndir fyrir mig ;o)

mánudagur, september 26, 2005

+ SORGARFRÉTTIR +

Já ég er sorgmaedd hérna í Barcelona. Fékk taer leidinlegu fréttir ad amma Sigga hafi látist í gaer. Yndisleg gomul krúttilega kona sem ég dýrkadi. Langar mest af ollu ad vera heima hjá fjolskyldunni nuna - en tad er ekki allt haegt.

Ég hugsa til ykkar - og elsku pabbi fardu nú vodavel med tig. Samúdarkvedjur til ykkar allra..

Kv. Sella

sunnudagur, september 25, 2005

Komið að því sem fólk hefur kannski beðið eftir...

... Að heyra frá lífsreynslu minni hérna í Barcelona og fyrst og fremst fá að sjá hvernig ég bý, hvar og með hverjum ég upplifi öll ævintýri mín. Sigga var svo æðislega að joina mér hérna fyrstu dagana í sukk og svínaríi, en svo hefur Salóme snillingur tekið við – get ekki líst því hversu ánægð ég er með að hafa kynnst henni ;o)

Annars er vikan búin að vera mjög fín. Skólinn byrjaði á mánudaginn – nettur gaggó fílingur í nokkrum tímum enda (smábörn) þar á ferð. Frekar mikil upplifun að taka fyrsta árs kúrsa hérna. Andrúmsloftið er mjög gott í skólanum og mikil HÍ stemning enda skólastofurnar margar hverjar eldri en Reykjavíkurborg. Vikan einkenndist af skóla, ræktinni og búðarrápi.

Við tók helgin og viti menn FRÍ í skólanum á föstudag enda FIESTA – LA MERCÉ. Þetta er ein stærsta hátíðin hér í Barcelona, tónleikar á hverju torgi, fullt af götulistamönnum og endalaust af lífi.... Því erum við búnar að skoða mikið um, fara í matarboð hjá Kidda og Fanney og út á lífið með þeim. La Paloma ekkert smá flottur staður.... og viti menn,

.... ÉG FÉKK PAKKA Já mamma og pabbi sendu mér pakka með samstarfskonu mömmu – súkkulaði, nammi, flatkökur, skyr, Kristall + og svo kom Jón Þórir frændi með meiri Kristal + fyrir mig.... TAKK TAKK ÆÐISLEGA. Bara rétt búin að hitta hann er planið er kaffihús, út að borða eða einhvað ráp ;o)

Annars er það aðal sem búið er að gerast hér.... er að ÉG ER BÚIN AÐ SETJA INN MYNDIR. Já ég lét verða að því að búa til tvö myndaalbúm með líðandi stundum... endilega kíkið hér á.
Sella í Barcelona og Sella túristi.

Langaði svo bara til að segja – endilega kommentið á síðuna mína, miss you all og sjáumst hress, ekkert stress og VERIÐI BLESS!!

PS. Almennilegar sögur fara svo að koma inn með næstu dögum.

miðvikudagur, september 21, 2005

TIL HAMINGJU MED DAGINN ÁSTIN ;O)

Langadi til ad nýta tímann frá útlandinu til ad óska ástkaeru vinkonu minni henni Elvu innilega til hamingju 24 ára afmaelid og med daginn í dag - njóttu hans rosalega, bara fyrir mig :) Sakna tín mikid og góda skemmtun í afmaelis/innflutningsp...

Einnig langar mig til ad óska afmaelisbornum vikunar Brynhildi Tinnu (24ára), Helgu Rut (24ára) og Sibbu innilega til hamingju med afmaelin í vikunni, njótid tess ad vera ordnar stórar og sterkar!!

þriðjudagur, september 20, 2005

Betra seint en aldrei...

Tá er ég loksins búin ad baeta nokkrum gódum kandidotum á tenglalistann minn.... Hogni Alvar heidursmedlimur númer. 1 eftir mikinn seinagang. Litla saeta fraenka mín sem er ordin voda stór óskírd ólafsdóttir.

... og ekki má gleyma sjálfri señoritunni Salóme - sem er mín haegri hond hérna úti, tid getid skodad líf mitt og hennar á sídunum bádum ;o)

laugardagur, september 17, 2005

Já það er byrjað að rigna...

Byrjaði að rigna í gærkvöldi með þvílíkum látum og rignir enn, það góða við þetta er ekkert rok og um 20°hiti. Eitt fáránlegt sem ég tók eftir að Spánverjar gera er að þeir eru allir með regnhlífar en labba þó eins nálægt húsunum - og hrjúfra sig inn í húsaskot til að fá örugglega ekki á sig einn dropa.

við þrjóskumst enn við að kaupa regnhlíf en það kemur að því!!!

föstudagur, september 16, 2005

FERÐASAGA NÚMER 3
Seinustu helgi var mjög gott veður og ákváðum við því að eyða því í ræktinni – enda sundlaugar og sólbaðsaðstaða þar. Lágum kylliflatar þar heilan dag en þegar við ætluðum heim, fattaði Sigga að hún hafi skilið inniskónna sína fyrir utan fataskápinn sinn.... og viti menn ÞAÐ VAR BÚIÐ AÐ STELA ÞEIM löbbuðum um allt og leituðum en hún þurfti að kaupa nýja í gyminum... mjög fyndið.

Helgin var mjög spes í marga staði því það var í fyrsta skipti sem ég VERSLAÐI EKKI NEITT... góð tilfinning, enda nóg eftir.....Í eitt skipti um daginn fórum við á röltið um kvöldið til að skoða okkur um, kíktum á Placa Real, á römbluna, á dómkirkjuna og fleira.... fengum fullt af flyerum af börum og svona, svo við ákváðum að fara á Q- Bar. Sátum þar í mestu makindum þegar ég sá allt í einu RISA KAKKALAKKA við hliðina á mér..... ekki girnilegt, en Salóme tók sig til og stakk röri í hausinn á honum, hann var ekki lengi að skríða aftur undir sætið sem ég sat á – segi ekki meira en að stoppið á barnum var STUTT.

Á mánudaginn fórum við svo í Port Aventura.... Lestin átti að fara klukkan 14:55 og var það frekar brösuglegt að komast enda 5 metróstopp með sama nafni, hlupum því á milli og náðum að kaupa miða í lestina þegar var 4 mínútur í brottför. Þvílíkt STRESS – enn þetta tókst. Port Avengura garðurinn er risastór þemagarður með fullt af tivolítækjum. Fékk mikið adrenalínkikk í fallturni, Dragon Khan, vatnsrússibönunum, hermum, töfrateppi, bollum og svo bara að skoða í öllum Disneybúðinum. Eftir að hafa verið þarna í um 5 tíma ákváðum við að fara heim og ná næst seinustu lestinni heim.... Komum tímanlega út á lestarstoppustöð og biðum ásamt einhverjum öðrum spánverjum þar.

... en þegar lestin var orðin 25 mínútum of sein, kom spænsk stelpa að okkur og sagði að seinasta lestin til Barcelona væri farin og við þyrftum að bíða þangað til á morgun eða taka leigubíl. HALLÓ ÞETTA ERU 110 KÍLÓMETRAR Fengum vægt sjokk og fórum því upp á hótelið í garðinum og tékkuðum á þessu. Þetta var rétt. Tékkuðum á hvað nótt á hótelinu kostaði – því miður of mikið og því ekki annað en að taka leigubíl til Barce.....sem kostaði fjandans 12.000 kall ísl. Ævintýrin okkar hér ætla ekki að hætta.... við verðum bara fátækari!!

.... ég hef lítið sem ekkert mætt á katalónskunámskeiðið í skólanum enda skil ég ekki neitt. Algjörlega annað tungumál en spænska og ég á nóg með hana. Ákvað því að einbeita mér bara að henni í vetur í skólanum og nýta tímann með Siggu á meðan hún var hér... ekkert smá leiðinlegt að hún sé farin... SIGGA KOMDU AFTUR!!. Höfum þó skoðað skólann sem minnir meira á safn en skóla, ekkert smá flottur (súlur, styttur, veggteppi og útskorið allt) – fann hvar ég kemst á netið og get talað við ykkur vonandi bráðlega. Tölvurnar þó eins og frá 1975.... en ég ræð við það ;o)

...tetta reddast tó, tid fáid sogur frá mér fólk.

fimmtudagur, september 15, 2005

FERÐASAGA NÚMER 2
Já það er búið að vera mikið vesen með netið og þess vegna er komið að frekar langri færslu um líf mitt hér í Barcelona.

Frá því ég kom hef ég, Sigga og Salóme verið saman öllum stundum. Búnar að láta eins og sérstakir ferðamenn - með djammi, peningaeyðslu í fatabúðum, úti að borða og túristast. Kíktum á ströndina, í Passeig de Gracía sem er greinilega snobbhverfið enda búðir á borð við Gucci, Loius Vitton, Armani, Chanel og D&G á kantinum mjög gaman að skoða í búðarglugga og láta sig dreyma. Einnig fórum við í Parc Güell, sem er Gaudí garðurinn hérna í Barcelona, ekki hægt að segja meira en að þetta er meistaraverk.... orðin góður vinur Häägen Daz og Farggi ísbúðanna ;o)

Ég er búin að finna líka þessa fínu líkamsræktarstöð hér á ströndinni. TAKK SISSA fyrir ábendinguna Fínn tækjasalur, fín stundatafla, innisundlaug, 2* útisundlaugar og sólbaðsaðstaða og fullt annað. Búnar að spóka okkur vel í sólinni þar upp á síðkastið.
... skondið atvik um daginn fórum við og ságum viktir sem gefa þyngd og hæð og ákváðum að skella okkur á þær, mjög svo vanstilltar og enduðum við því ca. 8 cm minni en við erum og sem OFFITUSJÚKLINGAR. Skondið nokk ;o)

DJAMMIÐ hefur svo sannarlega átt sér stað hér hjá okkur stöllunum. Búnar að taka okkur til, elda hérna heima hjá mér dýrindismat og sötra hvítvín, rósavín og lambrusco (flaska kostar ca 190 ísl kr.) og svo bara skellt sér á djammið. Sigga dansari lét sjá sig, en fyrir þá sem hana þekkja dansar hún bara við hátíðleg tækifæri. Því snillda að vera með henni. Fimmtudags- og laugardagskvöldið tókum við ástfóstri við írskan bar við höfnina IRISH WIND þar sem við vorum mest megnis í fríu fillery í boði barþjónanna. Drukkum því vodka redbull, tequila, jarðaberjahlaup staup, bjóra, allskyns staup og rugl...má ekki gleyma kokteilbarnum og sangríu.

Kynntumst fjórum ítölum Fabio, Steffano, Ricarod og Jacoop.... komumst síðar meir að því að tveir voru 18 ára hreinir sveinar og hinir eins og gigaloar að finna stelpur til að afsveina þá.... ekki mjög spennandi en samt FYNDIÐ. Heppnin með mér svo það varð Ghanabúin ástafanginn af mér eitt kvöldið og vildi nánast giftast mér - nei takk Einnig voru nokkrir írar og bretar á kantinum, snilldar kvöld í alla staði.... Ekki má ég gleyma þremur spánverjum sem ég og Salóme hittum. Hommi, kynskiptingur og bysexual gaur.... einn að bíða eftir að fá brjóst og fannst mjög gaman að púðra á okkur nefið og kalla Lancomé (já maður lendir í ævintýrum í útlöndum!!) Man reyndar ekki mikið eftir laugardagskvöldinu eftir rauðahlaupið sem kveikt var í, fékk astmakast, ældi, Salóme fór að gráta af astma hræðlunni og kallaði AMBULANCE AMBULANCE, en allt reddaðist og við komum okkur bara heim, reyndar mjög seint bæði kvöldin :S

Ætla að láta þetta duga núna.... set inn færslu með öllu öðru sem hefur gerst á næstu dögum,

....en fyrir þá sem vilja kíkja til mín er 2 fyrir 1 á ferð til Barcelona og þið megið fá gistingu, nokkrar flugur í einuhöggi, versla, skemmta sér, hitta mig, koma í hitann og versla jólagjafir ;o)

þriðjudagur, september 06, 2005

Ferðasaga nr. 1

Jæja komin á vit ævintýranna... Sigga í heimsókn, brjálaður hiti, mikið búnar að versla og skoða okkur um. Hitinn er 28°og við að stikna. Salóme kom á laugardaginn, þá kíktum við á djammið - svaka stuð. Lítið búnar að gera annað en að labba, labba og labba og AÐ SJÁLFSÖGÐU versla. Lítið um drykkju enn sem komið er en bætum úr því. Tapasbar á eftir og nokkrir öl.

Byrjaði í skólanum á mánudaginn. Shæse hvað katalónska er ekki auðvelt mál - en þetta reddast. Fjórir tímar á dag, en fullt af fínum krökkum og skemmtilegur kennari. Ekki verra að skólinn er niðrí í bæ, stutt í H&M, römbluna og ekki mál að labba niður á strönd.

Annars er ég búin að fá mér nýtt númer ef þið viljið heyra í mér það er 0034 - 653582182 og svo er fólk ávallt velkomið í litlu sætu penthouse íbúðina mína, afar spænsk, með risa svölum og rosa kósý..... en ekki meira í bili, heyri í ykkur seinna. Veriði bless ekkert stress

PS. Túristinn bíður okkar - verðum að skoða okkur um, Sigga og Salóme bíða líka eftir mér ;o)

föstudagur, september 02, 2005

FLOGIN Á VIT ÆVINTÝRANNA...

Þá er komið að því.... flug eftir 3 tíma. Barcelona á eftir. Farið þið vel með ykkur. Ég mun lofa að láta einhvað vita af mér.... og LOFIÐ MÉR AÐ COMMENTA svo ég sé ekki að segja sjálfri mér ferðasöguna.

Símanúmer og heimilisfang birtist innan tíðar.... og munið, þið eruð ávallt velkomin í fría gistingu ;O)

fimmtudagur, september 01, 2005

ÞÁ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ....

að ég yfirgefi klakann. Förinni heitið eftir um 30 tíma og enn alltof mikið óklárað!! En þetta reddast.

Að því tilefni langar mig að BJÓÐA YKKUR Í KVEÐJUKÖKUR annaðkvöld/kvöld (fimmtudag) í Álfalandinu, á svo yndislega mömmu sem er búin að malla í nokkrar tertur...

Mér þætti voðavænt um ef þið vilduð kíkja á mig svona upp á final talk á klakanum.... allir velkomnar.

Kv. sólargeislinn Sesselja

annars er bara um að gera að fylgjast með FERÐASÖGUNUM HÉR

mánudagur, ágúst 29, 2005

ohhh yndisleg helgi búin....

... nánast komin með tár í augun við tilhugsunina að vera að fara frá ykkur öllum í alltof langan tíma. Þið megið bara endilega kíkja á mig til Barcelona, frí gisting ;o)

Helgin var hreint út sagt frábær, föstudagurinn var frekar skrautlegur get ég sagt ykkur... enda miklir DJAMMARAR 25 ára. Hörkuveislur þar á ferð og drykkja sagði nú meira en til sín þarna :S

Laugardagurinn var svo merkisdagur Haddi og Hödd giftu sig á miklum sólardegi.... og shæse hvað Hödd var í geðsjúkt flottum kjól. Flott athöfn, skemmtileg veisla og viti menn við sátum á borði sem hét ,,fæðingardeildin". Eftir veisluna eða um 23:30 var stefnan tekin í eftirpartý til Jóa og Evu Sigrúnar þar sem dýpstu leyndarmál nokkra meðlima voru rædd, já það var allt rætt.... Bærinn tók við - og enn meiri drykkja en vanalega,

... var því miður leiðinleg við einhverja nokkra aðila - sorrý sorrý!! En þetta kemur fyrir besta fólk, já og Hinni ekki meint að vera svona :S

Allavegana söknuður strax komin við það að fara til Bareclona, Sigga mun bjarga sálarlifi mínu með nærveru sinni úti hjá mér í 12 daga....en annars má vænta mynda og fregna frá litlu senjoritunni hér á síðunni ;)

föstudagur, ágúst 26, 2005

TÍMINN LÍÐUR HRATT....

.... á gervihnattaröld, shæse hvað tíminn líður, sumarprófin á enda, sumarið að verða búið, það er orðið kalt og ekki nema vika í Barcelona Planið um helgina er heldur ekki af verri endanum...

... í kvöld er 25 ára afmæli Sigrúnar Óskar og líka hjá Danna Tiger ( Danni til hamingju með daginn)
... brúðkaup hjá Hadda og Hödd á laugardaginn
... afmæli hjá Jónasi bró á sunnudaginn
... saumó hjá verzlóskvísunum á mánudaginn

Svo má bar búast við að maður fari að pakka saman, stússast seinasta stússið, en er bara seinasti vinnudagurinn, við tekur klipping á eftir og eintómt TJÚTT OG TRALL

….. en þangað til næst, veriði bless og ekki stress

PS annars er spáin fín 26 stiga hiti og sól, glæsilegt fyrir mig og ferðafélagann mikla hana Sigríði :o)

mánudagur, ágúst 22, 2005

HVAÐ ER MÁLIÐ....

Ég þoli ekki TRAKTORA, í sakleysi mínu í morgun var ég á leið í próf ... og viti menn einhverji helví*** traktorar, JÁ TVÖ STYKKI, ákváðu að keyra í mestu makindum eftir bústaðaveginu á háannatíma - kl. 08:45 í morgun!

Verð að segja ÞETTA VAR EKKI TIL AÐ BÆTA STRESSIÐ HJÁ MÉR

Annars er ágætistilfinning að klára próf .... þó svo að ég hafi ekki náð að klára :S en ÞETTA REDDDDAST ;O)

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

SNILLDN EINAR...

Fann þetta PERSÓNULEIKAPRÓF hjá Láru ljós, athugið málið.

PS. það eru komnar myndir af peppersdjamminu og verðlaunaafhendingu á myndasíðuna mína.

CONGRATULATIONS ÖLL SÖMUL ;O)

Langaði bara til að nýta tækifærið og óska afmælisbörnum dagsins INNILEGA TIL HAMINGJU með daginn

Eva Ösp - 23 ára
Hinni - 24 ára
Sigrún Ósk- 25 ára
Dúddi - 26 ára

.... og að lokum okkar ástkæra Reykjavíkurborg

Njótið öll dagsins og TIL HAMINGJU :D

miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Einn góður..... :D

Karlmenn !!

Maður nokkur var staddur í Hagkaupum að kaupa sér kjúkling þegar gullfalleg kona, sem stóð við kælinn, veifaði í hann og brosti til hans.
Hann varð hálfvandræðalegur, en gekk til hennar og spurði hvort þau þekktust. "Já, ég er ekki frá því að þú sért pabbi eins stráksins míns"
svaraði hún.

Varð nú okkar maður heldur betur vandræðalegur, hrökk allnokkuð við og stamaði klúðurslega út úr sér "ha... ert þú stripparinn á Bóhem sem ég dúndraði í steggjapartíinu mínu fyrir framan alla vini mína og spreyjaði með þeyttum rjóma meðan þú tróðst agúrku upp í rassgatið á mér... ó mæ god, ég þekkti þig ekki!"

Konan svaraði svipbrigðalaust:

"Nei, ég er umsjónarkennari sonar þíns!"

sunnudagur, ágúst 14, 2005

HVERSU FYNDIÐ ER AÐ VERA BLOCKERAÐUR Á MSN-inu???

Hreint út sagt SNILLD að vita til þess að maður sé svo hrikalega vond/leiðinleg persóna að fólk umberi mann ekki á MSNINU. Það er meira en skrítin og skondið hugsun að pæla í því að maður hafi tekið svo á sálartetur einhvers að það meiki mann ekki lengur á meðal grænu og rauðukallanna á hinu yndislega msni.

Hélt að betri lausn væri bara að neita fólki inngöngu fyrir það fyrsta!!

....en bara svona léttar pælingar sem að fljúga um hausinn á manni í prófatörninni.

PS Sigga það eru 19 dagar til Barcelona....

Merkilegt hvað maður tekur upp á í prófalestri!

Já eins og flestir vita eru sumarprófin að byrja upp í HÍ.... jibbý jey. Ég hef því fundið mér allt til dundurs heldur en að læra, td.
* Tekið til heima
* Þvegið þvott
* Sett í uppþvottavél
* Kíkt á röltið í bænum....óvart til kl 05:30 :S
* Verið góðmennskan uppmáluð í hjálparstarfi, og skutlað fullum vinum á milli bæjarfélaga að nóttu til
* farið út að borða
* kíkt í afmæli
*....og já BÓKSTAFLEGA ALLT ANNAÐ EN AÐ LÆRA.

Ekki mjög gott move hér á ferð því núna eru bara 15 tímar í próf og mín skilur ekki boffsssss

fimmtudagur, ágúst 11, 2005

HVERNIG ER ÉG Í RÚMINU..... það er spurning ;o)

Benný benti mér á snilldar síðu þar sem maður getur komist að því hvernig maður er í rúminu.... tékkið á ÞESSU.

SVONA ER ÉG....
Vog(23.sept - 23.okt)
Elskhugi vogar verður að vera þolinmóður og skiliningsríkur og viðurkenna þörf hennar fyrir aðdáun og blíðu í rúminu.
- Þegar vogin hefur fundið ástina er ekki aftur snúið
- Undanlátssöm í rúminu
- Kýs að þóknast öðrum en getur líka verið ákveðin í rúminu
- Leitar í sífellu að fyrirmyndar elskhuga í rúminu og þegar hún finnur hann er hún sátt að eilífu
- Nákvæm og vandlát í rúminu
- Henni er illa við hirðuleysi og vill því að rúmið sé snyrtilegt og vel búið um
- Illa við einveru og kýs að hafa einhvern hjá sér öllum stundum upp í rúmi
- Kýs ástvinu sem getur nært hana á tilfinninga- og kynferðislega sviðinu í rúminu

Magnað hvað ein heimasíða getur heltekið heilan vinnustað...

Já ég er hrædd um það, núna líður ekki sú máltíð í vinnunni að fólk heimsækji ekki HOT.IS og skrifi niður syndirnar.. ótrúlegt hvað maður getur dottið inn í þetta, en engu að síður BRILLIANT fyrirbæri ;o)

Endilega kíkið á þetta..

Annars eru bara 21 dagur þar til mín stingur af til Barcelona baby ;o)

mánudagur, ágúst 08, 2005

ÓTRÚLEG VERSLUNARMANNAHELGI OG ÞAÐ Í BÆNUM…. að mestu leiti.

Já mikið gekk á um verslunarmannahelgina þegar flestir sem ég þekki ákváðu að halda sig innan marka Höfuðborgarsvæðisins, virkaði léleg hugmynd í fyrstu…

…en breyttist í SNILLDAR HELGI, strax á föstudeginum þegar við mættum 11 saman út að borða á Vegamót, skelltum okkur í keilu og sungum svo úr okkur lífið með miklum stæl á Ara í Ögri. Eftir mikinn fögnuð skelli ég mér á Hressó með Hönnu þar sem ég gróf Stebba upp og ákvað að djamma með honum það sem eftir lifði kvöldsins….. mikið meira en rugl þetta kvöld þar sem ég endaði á morgunverði á Broadway ;o)

… Erfiðlega gekk að vekja mig á laugardeginum, en tókst að lokum. Ég, Hanna, Magga, Anna Lára og Gaui skelltum okkur í Þjórsárdalinn að hitta Helgu Björk, Unnar og co…. Góð tilbreyting að skella sér í útilega, grilla, sötra bjór og sofa í tjaldi. Þynnkan var hins vegar gífurleg sem að eyðilagði smá, en GÓÐ ÚTILEGA ÞÓ

… Á sunnudeginum var aftur tekin stefnan í menninguna þar sem planað var að skella sér á ærlegt fillerý sem ég get lofað að það TÓKST. Trítlaði í matarboð hjá famelíunni, svo í kotið til Önnu og Gaua og þaðan tók við meira ruglið á Ara í Ögri, bjórarnir teigaðir og staupin fleiri en fingur beggja handa…. Meira en magnað gaman. Mín var í ruglinu ásamt Elvu sín og fleiri góðum kandídötum, tjúttað og trallað á bekkjunum í austurstræti.

Tók svo röltið með Jóni Björgvini, Pésa og fleirum, kíktum í partý… keyptum okkur ís í 11-11 Skúlagötu og viti menn…. 5 mínútum seinna brunaði bíll fram á okkur og stoppaði. Út stigu tveir óeinkennisklæddir lögreglumenn á vakt og báðu um skilríki. Fíkniefnatékk þar á ferð – frekar skondið verð ég að segja…. Allt í guddí, komst að því að löggan sem stoppaði mig var fararstjórinn í útskriftarferðinni í Verzló, kvöddum þá því og ég lofaði að vera ekki ein á ferð með þremur grískum goðum, líkt og hann sagðist hafa kennt mér á Krít

Mánudagurinn tekinn í þynnku, þynnku, þynnku og afslöppun í heita pottinum heima og í skandala bíltúr um kvöldið með Benný og Elvu.

Mjög góð helgi þar á ferð – en jafnframt er ákveðið að á næsta ári er ferðinni heitið á ÞJÓÐHÁTÍÐ ;o)

fimmtudagur, ágúst 04, 2005

Viltu verða lærdómsfélaginn minn??

Já því það er nú komið að því að mín ætli að setjast að við að strita og puða fyrir blessuðu sumarprófin sem að verða núna frá 15- 25. ágúst.

Ef þú vilt læra með mér.....eða er svo góð/ur á því að eiga glósur í Stjórnun II, Reikningshaldi I eða III má ég þá fá lánað :s

Kv. sumarsólar bókaormurinn

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

STJÖRNUSPÁ DAGSINS

Ekki láta vin koma þér úr jafnvægi í dag. Samræður við aðra, hópa eða vini, leiða mjög sennilega til misskilnings og óvissu. Reyndu að vera rödd skynseminnar meðan á þessu stendur.

Ætli það sé eitthvað til í því??

fimmtudagur, júlí 28, 2005

HELD BARASTA AÐ HELGIN SÉ RÁÐIN.....

ALVEG ÓTRÚLEGT, hvað nánast allir sem ég þekki hafa verið óvenjulega óvissir um gjörðir sínar um helgina

Hinsvegar höfum við tekið þá ákvörðun að vera á tjúttinu á föstudeginum í bænum..... smá vangaveltur hvor við ættum að gera okkur dagamun, kíkja á einn veitingastaða borgarinnar – borða og kíkja svo á djammið.

Taka svo almennilega þynnku á þetta áður en að förinni er heitið í Þjórsárdal og á ball á Flúðum :o) Við erum að hugsa um að fjölmenna þar skvísurnar, ég, Elva, Anna Lára, Magga, Hanna, Katrín, Helga Björk og strákarnir.... þvílíkt fjör þar á ferð án efa.

....Svo er bara spurning hvað sunnudagurinn ber í skauti sér – er það meiri útilega, á að elta sólina, kíkja í brekkusöng til Eyja eða chilla í bænum? SPURNING:hvað ætlar þú að gera um helgina??

þriðjudagur, júlí 26, 2005

MANNKYNINU HEFUR FJÖLGAÐ ;o)

Já svei mér þá.... þá eru 3 lítil kríli komin inn í líf mitt. Tvær skvísur og einn gæji,

Tinna og Ólieignuðust lítla sæta heilbrigða skvísu núna á laugardagnóttina 24. júlí. Svaka risi, 17 merkur og 55 cm enda lét gellan bíða eftir sér í tvær vikur.

Árni Þór og Guðbjörg eignuðust algjöran gullmola þann 21. júlí.

Og ekki má gleyma prinsinum hennar Rögnu Daggar. Töffarinn kom í heiminn núna 6. júlí og kom því á óvart því hann átti nú bara að koma í seinustu viku. Svaka sætur strákur þar á ferð!!

ÖLL SÖMUL INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ KRÍLIN

....víst maður er í svona hamingjuóskum þá átti minn yndislegasti pabbi afmæli á laugardaginn og því næstum búin að fá fjölskyldumeðlim í afmælisgjöf.... INNILEGA TIL HAMINGJU elskulegasti pabbi.

....og Jói Run er líka 24 ára stráklingur í gær, til lukku

mánudagur, júlí 18, 2005

ÉG ER AÐ FARA TIL ÚTLANDA.....

Það er komið að því... ég komst inn í Universitat de Barcelona og viti menn, ég fer út 2. september. Sigga ætlar að vera svo mikill snillingur að koma með mér út og baða sig í sólinni í 12 daga með mér áður en að skólastússið byrjar. Skólinn er annars frá september til febrúar..... þannig að þið verðið bara að lifa án mín í smá stund!!

He he he djókur.... Allavegana komin með íbúð, hljómar rosalega vel!
Þetta er stúdíóíbúð á 10.hæð, með risa svölum þar sem hægt er að sleikja sólina. Svalirnar eru um 15 fermetrar og íbúðin sjálf 40 fermetrar. Inni er nánast allt, eldhús, þvottahús, baðherbergi og stórt pláss sem er stofa og svefnherbergi í einu......

ÞIÐ MEGIÐ ENDILEGA KOMA Í HEIMSÓKN En eins og þið vitið er bara mánuður tooo goo ;o)

ÉG TÓK ÁKVÖRÐUN Í GÆR....

....Já og það líka BRILLIANT. Ákvað að fara á Snoop Dogg í gær og maðurinn er snillingur!! Skellti mér upp í Egilshöll með Hönnu, Siggu og Heiðu. Kallinn lét bíða eftir sér en við gátum þó hlustað á Hjálma og ekki var leiðinlegt þegar Snoop og hans crew mættu á sviðið..... SNILLD ;o)

fimmtudagur, júlí 07, 2005

ÉG GET SVO SVARIÐ ÞAÐ....MYNDIRNAR ERU LOKSINS KOMNAR ;o) Þá er komið að því að þið njótið stundanna og skoðið þær vel og vandlega.... endilega kommentið svo við þær, til að lýsa áhuga/óánægju ykkar ;o)

Fyrsta helgin í júlí.... peppers sumarbústaðaferð.... Útilegur á Þingvelli og Laugarvatn

Ekki má gleyma skemmtilegum afmælum og útskriftarveislum.... Eurovision var á sínum stað, með tilheyrandi partýjum.

Hvítasunnan var tekin með trompi í faðmi fjölskyldunnar, með gítarinn við höndina, mikið sungið og ekki skemmtdi fyrir að vera búin í prófum :o)

Annars vildi ég benda á íbúaþing ungs fólks í Valhöll núna í dag, fimmtudaginn 7.júlí kl. 18:30…..endilega látið skoðanir ykkar í ljós og komið

miðvikudagur, júlí 06, 2005

Yndisleg helgi búin - allur pakkinn tekinn!!

Við stöllur í peppers og aðrir velunendur skelltum okkur á Færeyska daga í Ólafsvík.... stoppið var fremur styttra en búist var við í fystu vegna vonskuveðurs ;) en föstudagskvöldið hið bestasta kvöld. Mikið sungið, dansað á bryggjuballinu og meira drukkið. Stemningin í liðinu mjög góð - og vænta má mynda eftir örskamma stund!!

Uppúr 8 á laugardagsmorgninum var fyrsta umferð í að festa niður hæla til að sjá til þess að við héldumst á svæðinu. Nýja fína tjaldið mitt stóðst þetta allt saman og vorum við nánast seinastar af okkar tjaldsvæði til að flýja placeið. Kíktum á markaðinn með Önnu og Gaua - skemmtum okkur yfir Tóta tannálfi og....

.....svo brunuðum ég, Elva og Hanna á vit ævintýranna upp í Skorradal. Snilldar kvöld þar. Lögðum okkur eftir lítinn sem engan svefn kvöldið áður, hoppuðum í sturtu og tókum til við að grilla um 00:30, hamborgarar, grilaðir bananar með skúkkulaði, og svo átkvöld sumarsins varð að veruleika. Slúðruðum og spjölluðum fram eftir nótt, kíktum á imbann, kjöftuðum meira og borðuðum osta. Leiðin lá ekki upp í rúm fyrr en um hálf átta á sunnudagsmorgunin.

Snilldarhelgi þar á ferð.... allt tekið með stökustu ró, og viti menn þegar heim var komið voru um 14 manns komnir í mat og fíni stóri heitapottuinn okkar færður á réttan stað! Nú má búast við skemmtó pottapartý bráðlega :o)

En þangað til næst....

mánudagur, júlí 04, 2005

AFMÆLISBÖRN VIKUNNAR....

Kristjana innilega til hamingju með 19 ára afmælið ;o) á rigningarmiklum laugardegi 2.júlí

Rakel Ósk til lukku með öll árin, stóra stelpa - viss um að þú hefur stækkað mikið frá afmælsideginum 3. júlí ;o)

Guðrún Helga og Bandaríska þjóðin, congratulation með afmælisdaginn í DAG, njótið dagsins :D

Innilega til hamingju allar saman!!!

miðvikudagur, júní 29, 2005

Já er það ekki bara svoleiðis!!!

Nokkrar klukkustundir í það að ég verði rík aftur..... því senn líður að útborgunardegi JEY JEY....JIBBÝ JEY

Annars er allt gott að frétta af mér, mögnuð helgi framundan já því við ætlum að leggja land undir fót og skella okkur á Færeyskadaga á Ólafsvík...golfsetti fær að sjálfsögðu að koma með, hver veit nema snillin verði sýnd í sveitinni, með einum köldum og peppers pólóbolum í stíl.

Helgin var hreint mögnuð. Fínasta fínt á föstudaginn þegar við fórum á æfingavöllinn í Setbergi í golf, snæddum á Stylnum og kjöftuðum fram eftir ;o)

Laugardagurinn var svo hreint frábær - 30.ára afmæli hjá Vidda með allt fljótandi af áfengi og ekki hættu veigarnar í bænum.... Vil þakka Tígranum og Vidda fyrir að halda mér uppi í áfengisæðinu mínu í bænum. Segi ekki meir en að bærinn endaði með eindæmum skondið - röltandi með strákunum, sötrandi öl, horfði á boxið, spilaði FATAPÓKER og já.....segi ekki meir

Langaði bara aðeins til að segja frá minni lífsglöðu ævi, sjáumst hress og kát - gleði gleði og eintóm gleði í sveitinni um helgina..... ætlar þú ekki að koma með??

föstudagur, júní 24, 2005

PEPPERS LOGÓIÐ ER KOMIÐ....

Vegna smávægilegra vandræða á peppers-síðunni er komið að því að frumsýna lógóið hér á síðunni.... endilega klikkið á PEPPERS LÓGÓIÐ hérna ;o)

miðvikudagur, júní 22, 2005

NÝJIR LITLIR NETVERJAR
Já haldiði ekki bara að litlu skvísurnar tvær sem fæddust í maí séu ekki komnar með heimasíður. Sara Rós hennar Rebekku og Sara Natalía sem Íris og Siggi eiga. Endilega kíkið á krúttin, svo eru komnir linkar á þær hérna við hliðina á síðunni....

Svo er líka lítil sæt skvísa búin að bætast við 9. júní..... Emelía Ýr. Innilega til hamingju með gullmolann Elva Hrund og Gunnar, fylgist með litlu famelíunni!

Þokkalegur skjálfti í morgun....

Já viti menn, haldiði ekki að ég hafi sofið nánast yfir mig í morgun! Vaknaði kl. 07:43 þegar....Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 á Richter fannst í Reykjavík.

Alveg fáránlegt að vakna við skjálfta, heyrði bara glymur í öllum bjórglösunum mínum inn í skáp!

Fannst þú fyrir skjálftanum??

mánudagur, júní 20, 2005

Í SÓL OG SUMARYL.....ég lagði land undir fót!!

Löng helgi byrjaði á skemmtilegu skralli hjá Sigrúnu, áfengi sötrað, kíkt á Hverfis, Kofann, Prikið, Celtic og að lokum Hressó.... mikið fjör og mikið gaman, hitti svakamikið af skemmtilegu fólki!!

Vaknað ágætlega snemma til að heyra óma HÆ HÓ OG JIBBÝ JEY enda þjóðhátíðardagurinn..... rölti í bænum með Evu frænku og Natalíu, kældum okkur niður með ís og skelltum okkur svo í sveitasæluna á Þingvelli í tjaldútilegu með Hönnu og Gullu.

Já mín bara búin að skunda um á kagganum í sólskinsblíðu og ærlegheitum, með félagana í bílnum, músik í eyrunum og slúðrið og skemmtilegheitin til staðar!

ÁFANGASTAÐIR HELGARINNAR
** Reykjavík ** Mosfellsbær ** Kópavogur ** Álftanes ** Þingvellir ** Laugarvatn ** Selfoss ** Skorradalur ** Borgarnes **** og fleiri góð skúmaskot ;o)

SKORRADALURINN
Þar var sko grillað mikið góðgæti, hef ekki borðað svona mikið síðan.... ??? Göngutúrar og viti menn ég er margs vísari um vinkonur mínar eftir nokkrar ferðir í MR. And MRS. Spilinu!!

Bióferð – A Lot Like Love....
Þrælskemmtileg þvæla að mínu mati, ég Hanna og Benný hlógum allavegana nóg við áhorfið......

.....en viti menn nú er komið að því GOLF NÁMSKEIÐ THE PEPPERS
Já við í peppers erum búnar að taka upp gellugallana og ætlum að fara á golfnámskeið öll kvöld í þessari viku, það er aldrei að vita nema ég leggi þessa íþrótt fyrir mig.... sögurnar segja að karlpeningurinn sé mjög sætur þar á BÆ

GOLF, SUMAR, SÓLAR, BROSKVEÐJA
Sella sunshine :o)