föstudagur, nóvember 28, 2003

Jæja þá er komið að því.....
... ég er búin að losna við gifsið mitt og má byrja að labba c",)
... ég á að vera í sjúkraþjálfun 3-4 * í viku næstu vikurnar
... prófin eru að byrja, próf eftir klukkutíma núna
... og svo 1. des, 3. des, 10.des, 13.des, 16.des og 19.des... sem sagt fjör framundan
... ritgerðaskil á eftir
...árhátíðarnefndarfundur í kvöld kl 8
... Idol í kvöld
... jólaföndur í fossvogsskóla á morgun
... Aðventukvöld í Bústaðakirkju á sunnudag, en fyrir þá sem vita það ekki þá er þetta kvöld snilld!!!
... og svo bara gleði gleði gleði
... bara 21 dagur í prófalok
... 26 dagar til jóla
... og 33 dagar til áramóta

** SEM SAGT BARA DJAMM UM JÓLIN c",)

Einn góður í tilefni dagsins!!!
Tvær byttur, Óli og Sveddi, vöknuðu í húsasundi, alveg að drepast úr brennivínsþrá, málið var bara að aleigan var hundrað og fimmtíu kall. Heyrðu ég er með frábæra hugmynd sagði Óli, hann fór og keypti sér pylsu fyrir allan peninginn þeirra, fór svo og dró Svedda á næsta bar og pantaði fullt að drekka handa þeim. Þegar að þeir voru búnir með drykkina sáu þeir barþjóninn stefna að þeim með reikninginn, Óli brást snöggur við og setti pylsuna í buxnaklaufina hjá Svedda og byrjaði að totta pylsuna, þegar að barþjónninn kom að þeim varð hann alveg brjálaður, "DRULLIÐ YKKUR ÚT HELVÍTIS HOMMA ÓGEÐ" öskraði hann á þá, þeir stukku upp og hlupu út, án þess að Þurfa að borga. Bragðið heppnaðist alveg jafn vel á næsta bar, og næsta, og næsta, og næsta. Í raun heppnaðist þetta svo vel að þegar að þegar þeir skriðu á staðinn sinn í húsasundinu voru þeir alveg á rassgatinu. "Þarna sérðu hvað maður getur gert með einni pylsu" sagði Óli, þá skellihló Sveddi "blessaður maður, við týndum pylsunni eftir þriðja barinn"

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Fyrirgefið mér bloggleysið......
** SORRY SORRY**
Þannig er mál með vexti að þessi vika er búin að vera vægast sagt helv.... á jörðu. Á að skila ritgerð á morgun, fara í eitt munnlegt próf og svo byrja ég í prófum nú á mánudaginn 1.des og viti menn TÖLVAN MÍN KRASSAÐI já ég veit svona getur bara komið fyrir mig. Sem sagt allur þriðjudagurinn fór í að fara upp í Opin kerfi og til baka þar sem mér var sagt hvað ég er óheppin að vera í skóla og að öll gögnin mín væru horfin og já bara óheppin ég...... en svo var nú bara yndislegur félagi mömmu í skólanum sem bjargaði tölvunni minni, öllum gögnum en það sem ég tapaði og sakna sárt er orðabókin mín en hún var á sjö tungumálum.

Þannig að segi bara við alla farið heim og takið BACK UP af öllu draslinu ykkar þið viljið ekki lenda í því sama og ég.

Kveðja frá nýja lögheimili mínu þjóðarbókhlöðunni......

föstudagur, nóvember 21, 2003

Talandi um tilviljanir eða......

Nokkrar staðreyndir um árásina á USA, 11 sept, 2001

** Dagurinn þegar árásin var: 11/9 ..... 1+1+9= 11
** 11 September er 254 dagurinn á árinu.... 2+5+4= 11
** 11 September eru 111 dagar eftir af árinu...
** Landnúmerið fyrir Írak er 119..... 1+1+9= 11
** Tvíburaturnarnir standandi hlið við hlið líta út eins og talan 11
** Fyrri vélin sem lenti á turnunum var Flug nr. 11
** New York City ... 11 stafir
** Afghanistan... 11 stafir
** The Pentagon... 11 stafir
** Ramzi Yousef... 11 stafir (kærður fyrir sprenginuna á World Trade center árið 1993)
** Fyrri vélin var flug nr. 11, með 92 manns um borð.... 9+2= 11
** Seinni vélin var flug nr.77 með 65 manns um borð... 6+5=11

Tilviljun .... eða hvað??

Svo er hér eitt annað en það er bara ekki fræðilegur möguleiki að þetta sé tilviljun !!

- Abraham Lincoln var kjörinn á þing 1846.
- John F. Kennedy var kjörinn á þing 1946.
- Abraham Lincoln var kjörinn forseti 1860.
- John F. Kennedy var kjörinn forseti 1960.

- Lincoln and Kennedy eru bæði 7stafa nöfn.
- Báðar konur þeirra misstu börnin sín meðan þau bjuggu í Hvíta húsinu.
- Báðir voru skotnir á Föstudegi
- Báðir voru skotnir í höfuðið

- Einkaritari Lincoln hét Kennedy.
- Einkaritari Kennedy hét Lincoln.

- Báðir voru myrtir af suðurríkjamanni.
- Suðurríkjamaður tók við af þeim báðum
- Báðir sem tóku við hétu Johnson.

- Andrew Johnson, sem tók við af Lincoln, var fæddur1808.
- Lyndon Johnson, sem tók við af Kennedy, var fæddur 1908.

- John Wilkes Booth, sem myrti Lincoln, var fæddur 1839.
- Lee Harvey Oswald, sem myrti Kennedy, var fæddur 1939.

- Báðir morðingjarnir voru alltaf kallaðir sínum fullu nöfnum
- Nöfn þeirra beggja eru 15 stafir.

- Lincoln var skotinn í 'Kennedy' leikhúsinu
- Kennedy var skotinn í Lincoln bifreið
- Booth flúði úr leikhúsinu og fannst í vöruhúsi.
- Oswald flúði úr vöruhúsinu og fannst í leikhúsi

- Booth og Oswald voru báðir myrtir áður en þeir voru dæmdir.

** Ef þetta er allt satt þá er þetta bara magnað. Vil bara þakka Tinnu frænku fyrir svona merkilegt e-mail.... Takk **

what a wonderful world.......
Var að horfa á Bachelor og ÆÐI, ÆÐI, ÆÐI þau voru mestu dúllur sem ég hef séð. Andrew og Jen eru sniðin fyrir hvort annað. Þau voru æði ooooooohhhhhh vonandi gifti ég mig einhvern tímann, þetta var snilld, allgjört STELPU-STUND...... og það líka góð.

En talandi um annað.......Herra Ísland 2003 var valinn í kvöld og ég verð bara að segja að þessi gaur sem vann er steyptur KEN, totally not my type.......En herra Ísland var Garðar B. Gunnlaugsson, betur þekktur sem bróðir fótboltatvibbanna Arnars og Bjarka og kærasti Ásdísar Ránar ofurgellu!!!

** verð bara að spyrja hvað er svona flott við þennan KEN ? **
*** PS, frekar fyndið að sjá Jóa úr viðskiptafræðinni í þessari keppni en hann er vinstra megin á myndinni. Hann var valdinn Oriblu strákurinn c",) ***

fimmtudagur, nóvember 20, 2003

HAPPY BIRTHDAY...
happy birthday to you, happyyy biiiirrhhhhtttday.... Elsku Anna Jóna mí­n innilegar hamingjuóskir með afmælisdaginn. Vonandi ertu orðin svaka stór stelpa. Bíst við að þú sért miklu stærri en í gær! En vildi nú bara segja TIL HAMINGJU !!!!!

Drykkjuleikur til að lýsa upp skammdegið....
FUZZY DUCK
Fuzzy duck leikurinn gengur út á það að fólk situr saman í hring. Einn byrjar á því að segja "Fuzzy duck" og sá sem situr vinstra megin við hann endurtekur og þannig gengur það hringinn þar til að einhver segir "Does he?" og þá á sá sem situr hægra megin við hann að segja "Ducky fuzz" og svo gengur það áfram hringin þannig að allir segja "Ducky fuzz" þar til einhver segir "Does he?" og þá snýst það við aftur. Barnalegt ekki satt? hehe þannig er það best. Leikurinn gengur semsagt út á það að reyna að koma þeim sem situr hægra megin við þig í opna skjöldu og ef hann klúðrar þá verður honum refsað, eða í rauninni er hann verðlaunaður hehe. Með þá sopa af einhverju gómsætu t.d. BJÓR. En helst mælum við með vodka-hlaupi. Búið það til og sá sem klúðrar verður að fá sér matskeið af hlaupinu. Eftir smá stund breytist partýið í brjálæði þar sem við öllu má búast.

** Verð að segja hef ekki prófað þennan leik enn, rakst bara á hann hér á netinu og hvet fólk til að prófa hann... **

JÓLA HVAÐ.....
.... hvað er málið. Ég tel mig nú vera mjög mikið jóla barn en af hverju í andsk...... er fólk búið að skreyta allt heima hjá sér. Ég átti nefnilega leið hjá húsi einu í Skipasundinu og fólkið var búið að skreyta allt, HALLÓ við erum að tala um aðventuljós, ég hélt að þau ættu að koma upp í byrjun aðventu og samkvæmt mér eru nú 11 dagar þanngað til. Svo voru jólaljós í öllum litum og er bara ekki frá því að fólkið var komið með jólagardínur.
Ef þetta á ekki eftir að fara gjörsamlega með jólastessið hjá öllum, allir nógu stressaðir út af jóla- gjöfum, matnum, fötum, skrauti, tré og.................
Og líka talandi um jólalögin, núna er búið að spila þau á öllum útvarpsstöðvum í viku - tíu daga. Gaman gaman, mér finnst þetta nú eiga að byrja allt 1.des það er það besta!!!

** HVAÐ ER AÐ ?? **

þriðjudagur, nóvember 18, 2003

Lögreglufréttir héðan frá Íslandi í dag....
Nakinn á Bensínstöð
Starfsfólk bensínstöðvar í Kópavogi lenti í vanda á laugardagsmorgun. Inni á salerni hafði maður háttað sig og svaf þar allsnakinn. Hann reyndist ölvaður og gat ekki gert grein fyrir hvers vegna hann hafði þennan hátt á. Ekki fékk hann að sofa áfram á salerninu heldur var hann færður í fangageymslur þar sem hann svaf úr sér mestu vímuna.

** PÆLING segir þetta manninum ekkert að hætta að drekka...... ég myndi gera það í hans sporum. **

Ung, ölvuð og ofstopafull
Ung og ölvuð stúlka var handtekinn aðfaranótt sunnudags við veitingastað í Keflavík vegna ofstopa.....
** Hvað er OFSTOPI?? **

Hrækti á lögreglubíl
Maður braut glerflösku á gangstétt í Keflavík og annar hrækti á hliðarrúðu lögrelgubifreiðar.

Skutu litakúlum
Tveir félagar hafa játað, annar að eiga litakúlubyssu og hinn að hafa skotið kúlun úr byssunni. Skotmörkin voru hús í Keflavík. Lögreglan lagði hald á byssuna.

** MÍN SKOÐUN ekki búa í Keflavík, lítur allt fyrir óþverralýð þar..... en hver veit? **

mánudagur, nóvember 17, 2003

Helgin búin og bara mánudagsGLEÐI GLEÐI....
Jú þessi svo sem viðburðalitla helgi að minni hálfu. Hins vegar hefur fullt gerst hjá öðrum..
.... Lalli frændi varð 22 ára á föstudaginn.
.... amma varð 83 ára í gær.
.... bossa litla varð mánaðargömul.
.... Jóna og Gummi eignuðust litla PRINSESSU á laugardagsmorguninn.
.... Elísabet og Haukur eignuðust lítinn PRINS í gærmorgun.
TIL HAMINGJU, TIL HAMINGJU ÖLL SÖMUL

Annars var bara lítið að frétta af mér bara , læra, lesa, lúra....... En dagurinn í dag hefur verið yndislegur. Kláraði þjáningu og hamskipti og því er mín bara komin með 3 einingar. EKKI SLÆMT það, núna er bara spurningin um einkunina. Svo.....
.... skilaði ég 3 spænskuverkefnum
.... einu þjáningar verkefni.
.... hélt ræðu (frásögn úr atvinnulífinu).
.... flutti lokaverkefni mitt í þjáningu og sama hvort þið trúið því eða ekki þá talaði mít bara í heilar 11 mítútur og ekki hratt í þetta sinn c",)
.... hitti markaðsfræði hópinn minn og kláraði næstum verkefni fyrir fimmtudag
.... og núna er mín farin að hjálpa Veru sinni í spænsku!!!

Svo ekki meir í bili, úber dúber, mega leka lestrarhesturinn kveður í­ bili
túrílú, túrilú

sunnudagur, nóvember 16, 2003

Hafiði einhvern tímann pælt í......
.... hvað box er yfirhöfuð halló, gaurar með hanska í ljótum glansstuttbuxum að slá hvorn annan. Samt gaman að horfa á þetta, væri allveg til í að prófa þessa íþrótt..... bara ÚTRÁSINNAR vegna!!

en ekki meira í bili ætla að lúlla mér klukkan orðin hálf fjögur.
kv Nátthrafninn í boxerum c",)

laugardagur, nóvember 15, 2003

Lítil prinsessa, lítil sæt prinsessa!!!
Í morgun kl 6:48 fæddist lítil sæt prinsessa í vinahópnum. Jóna bekkjó úr Verzló og Gummi hljóta að vera stoltustu foreldrarnir núna... og vil ég því óska þeim innilega TIL HAMINGJU með frumburðinn. Hlakka til að sjá ykkur og litla gimsteinin..... og enn og aftur til hamingju c",)

IDOL idol IDOL idol IDOL
Jæja þé er hægt að segja að flöskudagur sé á enda og ekki fór hann beint eins og ég vildi að hann færi...... er búin að bíða spennt eftir losna við hækjurnar og skella mér í vinnuna sem er nú ósk ofvirku gellunnar!!!
... en NEI fór í endurkomu, saumarnir teknir og ég sett aftur í spelku og viti menn 2 vikur í viðbót á hækjum :o(
... því næst Oddi þar sem ég skila tölfræðiverkefninu mínu..... gleðipunktur í verkefnaskilum.
... jarðaför hjá Gurrý Ásu heitinni, en hún dó aðeins 56 ára úr lungnakrabba. Mín skoðun það er böl, rugl, kjaftæði, ógeðslegt, vibbi að REYKJA....
... læra læra læra (eða kannski meira að reyna að læra læra læra :o( gekk ekki)
... laga bloggið mitt en allt það sem ég skrifaði um S&H kom með einhverjum fáránlegum stöfum tók aldur og ævi nánast til að laga þetta.....
... IDOL en hingað til mín komu þær Benný og Sólveig en gaman gaman alltaf gott að fá félagsskap fyrir svona óþolinmóða ofvirka stelpu eins og mig eins og ég segi.

Verð bara að segja að úrslitin komu ekki á óvart en það var DÚLLA keppninnar sem setti met í keppninni með 52% atvæða og var það engin annar en Helgi Rafn, Tinna Marína var önnur inn með 24%.... vonbrigði var að sjá ekki Þóreyju komast inn, en hún komast því miður ekki inn. Gengur betur næst Þórey mín!! þú fékkst okkar atkvæði.....
Kíktum svo aðeins á rúntinn, laugarinn, aktu taktu, ís þar og svo smá heimsókn heim til Sólveigar og svo náðum við í Þóa.... segi bara TAKK FYRIR kvöldið krakkar ......

föstudagur, nóvember 14, 2003

TIL HAMINGJU, TIL HAMINGJU
Vildi bara koma og segja innilegar hamingjuóskir með 22 ára afmælið Lalli minn... have fun og drekktu nú nokkra öllara fyrir mig... Hlakka til að sjá þig

SÉÐ OG HEYRT, slúður og trúður ;o)
Regína Diljá betur þekk sem Cameron Diaz MK-inga, verður fulltrú Íslands í Miss World 2003 sem haldin verður í Kína 6. desember. Maður vonar bara að henni gangi vel og verði ekki jafn óheppin og seinast en hún missti kórónuna sína og þurfti að senda hana í viðgerðina.
** SPURNING verður hún nýja Hófí eða Linda Pé? **

Íslandsmeistarakeppnin í hamborgaraáti. var haldin á veitingastaðnum Old West á Laugavegi. Keppendurnir voru fimm kraftajötnar og tilgangurinn var að reyna að torga sem mestu af 2,6 kg hammarra, (ath. samsvarar 10 hamborgurum). Þeir fengu háltíma til stefnu og sigurvegarinn var Auðunn Jónsson kraftajötunn (120 kg) en hann torgaði 1574 gr af hammaranum gígantíska!!!
** SPURNING finnst ykkur skrítið að hann sé 120 kg? **

Geir Ólafsson söngvari er HÆTTUR með Önnu Kristene útvarpskonu. Hann er farin að sjást æ oftar með Jónu Lilju (24) en hún er í kvennaklúbbnum Ynjunum, en í þessum klúbbi eru gellur eins og Cloe, Ásdís Rán og fleiri...... Greinilegt að þau eiga sameiginlegt áhugamál en þau hafa bæði setið fyrir í Bleiku og Bláu og skemmta sér við að gæla við myndavélina. Hver veit nema maður sjái einhvern tímann senu af þeim saman í B&B.
** MÍN SKOÐUN, nei takk hef ekki mikinn áhuga á að sjá þetta **

Anna Björk útvarpskona klípur í karlana!!! en hún er byrjuð í þættinum Reykjavík síðdegis með Þorgeiri Ástvelds og Kristófer á Bylgjunni.

Móeður og Eyþór Arnalds eignuðust dóttur!! Allt nýtt á þessu ári dóttir 15. október og nýtt hús á Arnarnesinu nánar í Mávanesinu líka....
** GAMAN GAMAN til hamingju.... **

Ástin brást í SkjáEinum en Oddur Þórisson og Dagbjört Reginsdóttir "Mótorgella" eru skilin eftir þriggja ára hjónaband.
** PÆLING er þetta bara ég eða eru allir að hætta saman eða skilja? **

Gwyneth Paltrow varð þunglynd af íslenskri tónlist. Hún hefur ákveðið að taka sér frí frá kvikmynaleik eftir að tökum lauk á myndinni Sylvia. "Ég nota dapurlega, íslenska tónlist til að halda mér í svipuðu ástandi og skáldið Sylvia Plath var í.". Skáldið endaði líf sitt með því að stinga höfði sínu inn í gasofn. Hverjir ætli þetta hafi verið SigurRós, Björk, Gus Gus eða...... SigurRós kemur sterkust til greina að mínu mati.
** MÍN SKOÐUN íslensk tónlist er nú ekki svo slæm að ég myndi hætta höfðinu á mér í gasofn....**

Helga Braga hitti í mark á frumsýningunni á uppistandi sínu 100% Hitt. Uppistandið fjallar aðallega um kynlíf landsmanna og get ég rétt ímyndað mér að þetta hafi verið brilljantín fyndið eins og henni einni er lagið.
** HVER VILL VERA MEMM, langar til að sjá þetta viltu koma með?? **

Jónsi í svörtum fötum var leynigestur á Hverfisbarnum á dögunum. Hann var að spila á Gauknum en kom í pásunni sinni til að trylla gesti Hverfis, en hann tók lagið I love Rock´n roll.....
** PÆLING voða skrítið að ég hafi ekki verið á staðnum.....***

Companys opnuð í Kringlunni í In Wear á móti Hard Rock. Fullt af flottum fötum þar fyrir konur og kalla. Fyndið er að sjá að 80 árgangurinn í Réttó er allsráðandi þarna en Tinna Jóhanns er verslunarstjóri og Rakel búðarkonu gell.... Ráðlagning frá búðinni klæðist svörtu, rauðu, silfruðu, gylltu eða fjólublaðu það eru litirnir. Ekki er verra að ganga í mínípilsum og háum stígvélum.....” Svona er Ísland í dag..”
** PÆLING hefur samt einhver farið í þessa búð, ég einhvern veginn labba ALLTAF framhjá henni ;o } **

Dorrit Moussaieff hefur eignast fullt af nýjum "LITLUM" vinum. Hún var verndari í landsöfnuninni Sjónarhól og þess vegna heimsótti hún m.a. leikskólann Múlaborg. Hún hefur virkað montin Snobbrófa en á leikskólanum var forsetafrúin farin að byggja úr kubbum, búa til “hrísgrjónakökur” og kútveltast með krökkunum á gólfinu....
** Sem sagt barnagæla þar á ferð!! **

Fyndnasti maður Ísland 2003 er fundinn en hann heitir Gísli Pétur. Er þessi ungi maður 24 ára, 190 cm og 108 kg. Sem sagt kominn einn Gísli í Puttalandi!!! Ekki furða að hann hafi verið í unglingalandsliðinu í körfubolta einusinni.

Sögur af fræga fólkinu!!
Julia Roberts er SATAN!! Allavegana að mati mágkonu sinnar þar sem hún stal bróður hennar Danny Model, frá annarri konu. Hún lét hana sko heyra það í brúðkaupi föður síns en þar kallaði hún hana Satan og algjöra norn....
** MÍN SKOÐUN ótrúlega bitur persóna þar á ferð **

David Arquette og Courtneney Cox lifa à falskri hamingju. Það er verið að taka upp þátt um heimilislíf þerra hjóna en áður en að upptökur hófust rifust þau heiftarlega yfir stígvélum sem Cox klæddist og Arquette spurði hana hvort hún ætlaði að láta eins og hálfviti....... og mín svaraði sko fyrir sig..... en þegar upptaka hófst þá hjúfruðu þau sig saman og “playjuðu” hamingjusamasta parið í Hollywood.

Hugh Grant stóðst ekki mátið og strýddi Renée Zellweger þegar þau hittust aftur við upptökur á Bridget Jones Diary en þar sagði hann ,, Guð minn góður hvað þú ert orðin mikil!!" en hún var nú fljót að svara fyrir sig og gaf honum áritaðar nærbuxur sem voru tíu númerum og stórar á hana....
** MÍN SKOÐUN nett kella þar á ferð, hún fitar sig þó viljandi og gerir grín að sér!! **

Sagt um stjörnurnar...
..... að gamla brýnið Robert Duvall ætli að giftast sambýliskonu sinni, argentínsku þokkadísinni Luciana Pedraza en hún er 41 ári yngri en hann.
..... að Winona Ryder hafi sést með nýjum kærasta á samkomu í kvikmyndahúsi í Los Angeles. Sjónarvottur segir að hann sé enn á unglingsaldri.
..... að Heath Ledger og Naomi Watts séu byrjuð saman aftur.
..... að ofurfyrirsætan Christy Turlington og eiginmaður hennar Ed Burns hafi eignast dóttur nú á dögunum.
..... að Cate Blanchett hafi splæst 2,5 milljónum í nýtt marmara baðker á heimili sínu í Englandi.
** HALLÓ ég myndi nú nota 2,6 milljónir í allt annað en eitt helv.... baðker ***

Eiður Smári og unnusta hans sáust á myndlistasýningu sem Tolli hélt í London fyrir nokkrum dögum.
** PÆLING þarf maður að sækja listasýningar og söfn til að sjá sæta fótboltaRASSA?? **

Cynthia Nixon úr Sex in the city er hætt með kallinum sínum til 15 ára. Þau eiga saman 7 ára stelpu og 10 mánaða son. Sögusagnir segja hins vegar að þau hafi hætt saman í febrúar út af peningamálum og forræðisdeilu.

Tina "fína" "stuna" sem rekin var út úr seinasta Bachelor þætti á víst kærasta sem beið henanr meðan hún freistaði gæfunnar að heilla piparsveininn Andrew. Leynikærastinn heityr Cullen Coogan en hann vildi ekki tala neitt um þetta þegar hann var spurður.
** MÍN SKOÐUN ekki furða, ekki beint spennandi að fylgjast með kærustu sinni flörta við einhvern gaur og það í sjóvarpinu..... **

Halle Berry óheppin í ástum. Þótt hún sé mega skutla, vinsæl og launahæsta leikkona í heiminum á hún í erfiðleikum með að haldast með karlmanni. Hún giftist tónlistamanninum Eric Benét árið 2001 en sögur segja að hann hafi haldið framhjá henni nánast frá giftingu. Benét er kynlífsfíkill og á MJÖG erfitt með að halda vininum í buxunum..... en þetta er ekki eini maðurinn sem hefur farið illa með hana.
Vissir þú að..... Halle Berry vill ekki hafa neitt samskipti við eldri systur sína Heidi.

David Beckham skítur peningum!!!! hann hefur búið á lúxushóteli í Madrid síðan hann gekk til liðs við Real Madrid í sumar og hótelreikningurinn hljóðar upp á rúmar 50 millur. Hann borgaði 10 millj. Fyrir tvær flottustu svíturnar í 80 daga, 7 millj. Fóru í matarkostnað í veitingasal hótelsins, rúm milla í skemmtiefni á hótelherberginu og tæpar 10 millj. fyrir fimm flottustu bílana hans. Nú hefur hann hins vegar fengið nóg og leigir lúxusvillu sem er metin á 600 milljónir króna í úthverfi borgarinnar.
** SPURNING getur einhver sagt mér síma og heimilisfang hjá Meistara Beckham ætla að senda honum línu og biðja um smá styrk fyrir fátækan námsmann.... sýnist hann alveg eiga nokkrar millur fyrir mig!!!! **

Beyoncé Knowles fékk sér smá göngutúr með lífverði sínum í Edinborg um daginn. Mikil umferð myndaðist þegar bílstjórar sáu gelluna rölta um götur borgarinnar. Allir fylgdust með og þegar mest voru um 800 manns að fylgjast með Beyoncé og allar götur tepptust í nágrenninu.

Bruce Willis er orðin vandamál hjá þeim Demi Moore og Ashton Kutcher en afbrygðissemin er farinn að gera vart við sig hjá Kutcher, þar sem hann veit að Demi og Bruce séu sölufélagar á svipuðum aldri og saman eiga þau nú 3 börn.

Gifting fram undan hjá poppparinu Nataliu Imbruglia og Daniel Johns en þau skoða nú hringa í öllum búðum. Parið er nú þegar trúlofað þannig að leitin hlytur að vera að giftingarhring......

..... en ekki meira í bili, vonadi er þetta góð lesning LIFI SLÚÐRIÐ!!!! Enjoy c”,)

fimmtudagur, nóvember 13, 2003

Nettur brandari í tilefni dagsins.!!!!
Eftir langa nótt þar sem sem ástarloturnar voru orðnar þónokkrar, tekur hann eftir mynd af öðrum karlmanni á náttborðinu hennar. Hann byrjar að hafa áhyggjur og spyr: "Er þetta maðurinn þinn ?" "Nei ástarpungurinn minn" og hjúfrar sig að honum. "Kærastinn þinn þá ?" heldur hann áfram. "Nei alls ekki," segir hún og nartar nett í eyrað á honum.
"Er þetta þá pabbi þinn eða bróðir ?" segir hann og vonast eftir því að hún svari játandi. "Nei, nei, nei!!!" segir hún. "Ok, hver er hann þá ?" segir hann ákveðinn...
"Þetta er ég fyrir aðgerðina...."

** Lifi ljósið, lifi ljósið jéé......**
Bara segja tölfræðiverkefnið búið og mér líður eins og ,,það sé komin 17. júní, hæ hó og jibbí jei og jibbí a jei"!!!! Við Hanna að spila út af gleði, gleði gleði, gleði fylgir mér.... Svo það er bara spurning um að kíkja í Kringlen, Smáralindina, ljós, klippingu, American Style, Laugarveginn, sjoppu sem selur bland í poka og ég veit ekki hvað og hvað. Gott að setjast svo við imbann setja eitt stykki DVD Friends í tækið því auðvitað ,, ég er sko vinur þinn, langbesti vinur þinn.... já ég segi það satt.... og enda svo brilljant tölfræði finalverkefnis dag á Bachelor. Hver veit nema maður verði bara með rauðvín og osta við höndina í tilefni dagsins!!!

En bless í bili, ætlum að fagna deginum ;o)

Stöð 3 er snilld....
Búin að átta mig á því að stöð 3 er tilvalin sjónvarpsstöð fyrir sjúklinga. Þar sem ég hef ekki gert mikið annað seinustu vikur en að læra og glápa á imbann er gott að horfa á Friends, Simpson, Alf, Home Improvement og fleiri svona þvæluþætti. Þó læt ég mig ekki vanta og horfi að sjálfsögðu á Footballers wifes. verður alltaf fyndnari og fyndnari þáttur. Engin smá þvæla........... þið verðið að fylgjast með.

** GÓÐA NÓTT **

Ég hlakka svo til...... ég hlakka alltaf svo til.....
Á föstudaginn, því þetta verður engin venjulegur flöskudagur. Heldur er þetta dagurinn sem ég losna við hækjurnar, saumana, skila tölfræði verkefninu og byrja aftur að vinna. ÉG er nefnilega frekar rosalega ofvirk persóna að ég get ekki beðið eftir því að fara að vinna aftur. Búin að vera núna í þriggja vikna fríi...... en bara bless í bili.

..... ég hlakka svo til, ég hlakka alltaf svo til ;o)

miðvikudagur, nóvember 12, 2003

Madonna vs. Britney
Madonna hefur undanfarnar vikur sagt það vinum og kunningjum sem vilja heyra að það hafi ekki verið neitt spes að kyssa Britney á MTV verðlaunahátíðinni. Þó að þessi koss eða sleikur hafi verið á forsíðum fréttamiðla næstu vikur á eftir þá segir Madonna að það hafi í raun veirið eins og að kyssa öskubakka að fara í sleik við Britney. Þar á Madonna að sjálfsögðu við að Britney hefur verið að laumast til að reykja en Madonna er mjög á móti reykingum sjálf.

Nú er bara að bíða og sjá hvort einhver viðbrögð komi frá herbúðum Britney.

Frekar töff
Verð bara að segja þetta er frekar flott og rosalega ruglandi, kíkjið á þessa síðu!!

þriðjudagur, nóvember 11, 2003

Amazing Race....
Var að klára að horfa á þennan þátt þar sem voru 5 lið eftir. Hommarinir, vinir, par sem er búið að deita í 12 ár (og NB hafa ekki enn sofið saman), trúlofaða parið þessi rauðhærða og svo trúðarnir. Drösluðust um Malasíu og gerðu allskyns kúnstir..... GAMAN GAMAN, en svona pælingin mín hvernig kemst maður í þennan leik væri ekki nema bara til í að vinna eina svona ferð eins og allir þeir sem vinna. Mexico ferð sem þeir máttu fara í lok kapphlaupsins mikla, eða það er það sem trúðarnir unnu í þetta sinn, cruse í skemmtiferðaskipi hljómar frekar vel!!

** ég er til í svona ferðalag, leita því að ferðafélaga..... veit að Elín ætlar með mér til Suður-Ameríku febrúar 2006.... en þangað til......who w´ll be mi friend????????? **

FURÐUFRÉTT DAGSINS!!!
Japanska lögreglan hefur handtekið mann fyrir að stela 440 kvennmansskóm af sjúkrahúsi. Það sem gerir söguna ennþá skrítnari er að skórnir eru allir fyrir vinstri fót!

Fyrir tveimur árum síðan fóru að berast kvartanir til stjórnar spítalans, sem er í borginni Usu, frá sjúklingum og starfsfólki þess efnis að skór þeirra væru að hverfa úr andyri sjúkrahússins.

Lögreglan komst "á sporið" þegar þeir uppgötvuðu að 45 ára gamall maður stal tveimur skóm á meðan hann kom á spítalann tvisvar sömu vikuna. Lögreglan leitaði svo heima hjá manninum og fann í skáp heima hjá honum 440 vinstri skó allt frá háhæluðum, spariskóm, sandölum og hjúkkuskóm.

Helgin er búin!!!!!
Jæja það hefur svo sem ekki mikið gerst hjá mér þessa helgi fyrir utan lærdóm og chill....

** Föstudagur **
- próf í­ viðskiptaspænsku, hefði betur átt að læra.
- heim að taka til, ekki sniðugt þegar maður getur ekki gengið.
- IDOL, fékk Hönnu, Benný og Gyðu í­ heimsókn
- slúður, alltaf gaman að spjalla við stelpurnar við getum alltaf slúðrað :o)

** Laugardagur **
- verkefni í markaðsfræði upp í­ ODDA, lítið annað gert allan daginn
- heim og chillað, horft lítið eitt á Landsöfnunina fyrir Sjónarhól. ( Já ég veit ég á EKKERT lí­f)
- heimsókn upp í Mosó til Bossu litlu. Hún hefur stækkað ekkert smá, verður stór, feit og frek eins og FRÆNKA sí­n............... vorum þar frekar lengi og sú litla sýndi á sér margar hliðar, svo sem storm og stinningskalda. Því mín var sko ekki sátt þegar foreldrarnir voru ekki heima (þau skruppu í afmæli) og mín vildi borða. Get bara sagt að hún sé upprennandi óperusöngkona.... you go girl :0)

** Sunnudagur **
- vaknað upp úr hádegi
- fór í jólaföndursleiðangur með mömmu
- Föndra
- Garðheimar
- Matarboð heima þar sem komu nú 15 manns í­ mat.... frekar gaman
- Föndurkvöld fjölskyldunnar, byrjaði að föndra jólakort handa mínum vinum og félögum. Frekar mikið stuð og þegar mest var þá voru ég, Eva, Tinna, Jónas, Gulla, Bragi, Mamma, Sibba og Lalli á fullu í að láta ljós sitt skína á listrænan hátt!!!! Allt fór í­ háaloft þegar Lalli frændi fattaði að við værum búin að finna nýtt áhugamál það að föndra jólakort og strákarnir peppuðu hvorn annan upp í jólaföndrinu. ,,Strákar mínir það er allt í lagi að föndra þið eruð ekki öfugir fyrir það".
Ákveðið var að gera þetta að helgarviðburðum fram að jólum svo verið bara viðbúin í smákökugerð, laufabrauðsgerð, jólakortagerð og margt fleira. Hlakka til þegar ég má byrja að spila jólalög en það er ekki fyrr en 1.desember.
- föndurkvöldi lauk 01:30 þannig að þá var bara farið að sofa og helgin búin.......

ROSA FYNDIÐ!!
ÞAð var frekar fyndið að við fræknkurnar voru fatlafól, en ég og Gulla erum nú báðar á fjórum fótum þessa dagana. Segi því bara LIFI HÆKJURNAR ;O) en vona nú að þér batni flótt Gulla mín og engin fótbolti strax, krossbandaaðgerð bíður ekki upp á það...

laugardagur, nóvember 08, 2003

Óskírð Sindradóttir á heimasíðu......
Jæja við erum greinilega á tækniöld. Litla frænka mín sem fæddist nú 16. október er komin með heimasíðu.... maður þarf nú ekki að vera gamall til þess greinilega. En allavegana kíkið á þessa frábæru síðu Tinna Sif fær stórt hrós fyrir flotta síðu og Eva og Sindri dóttir ykkar er æði........

en ekki meir í bili segi bara *** GÓÐA NÓTT ***

IDOL búið!!!!!!!
Jæja þá er föstudagsfjörið búið að minnsta kosti hjá mér fatlafólinu og engar aðrar en Ransla pansla tansla og Ardís Ólöf komnar áfram. Ég er nú ekki sátt, hefði vilja sjá strákana komast áfram það vantar þá í þessa keppni......Helgi Rafn dúlla keppninar er þó um næstu helgi.. en fyrir þá sem vita ekki hver hann er þá er hann með flautuna og í bolnum með skjaldamerkinu......

Sigga, Bubbi og Þorvaldur voru á gleðipillum í næstum allt kvöld, gleymdu þeim þó aðeins hjá stelpunni með beikonbugðurnar í hárinu.

En meira um Bubba, svona PÆLING er það bara ég sem er ekki að höndla þennan mann þessa dagana. Heyrði lagið Þúsund kossa nótt áðan og mér finnst það nákvæmlega eins og öll hans lög sem hafa komið út seinustu ár. Bara annar texti...... ÞREYTT ekki satt??????

Vildi bara segja Takk æðislega fyrir kvöldið Gyða, Benný og Jóhanna!!! Alltaf gaman að fá Idol horfifélaga með sér...

föstudagur, nóvember 07, 2003

Fróðleikur dagsins!!!!
Svefn, svefn, svefn.....
Tveir tímar að svefni fyrir miðnætti, jafngilda fjórum tímum að svefni eftir miðnætti fyrir líkama okkar. Þannig að bara * Góða nótt *

Prófið búið ;o(
Afhverju lærir maður ekki jafnt og þétt yfir önnina þetta er fáranlegt!!! En semsagt prófið búið og tja niðurstaðan ekki sú glæsilegasta.... krossa samt tærnar fyrir góðu gengi!! Lítið búið að gera í dag nema læra, horfa á TV og borða súkkulaði.....

Get ekki beðið!!!!!
Eins og flestir vita þá er ég á hækjum núna og hlakka því mikið til eftir viku þegar ég losna við þetta rusl, þá verður svo DEKRAÐ við sjálfan sig, ætla í klippingu, litun og plokkun, vax, ljós og ég veit ekki hvað og hvað.......þið verðið að vara ykkur! hahahahah

En núna bíð ég bara eftir því að Benný og Gyða kíkji í heimsókn en þær ætla nú að horfa með mér á hinn eina sanna föstudagsfíling IDOL.... en þangað til næst

Þá er komið að því......
Eftir hálftíma fer ég í spænskupróf sem að mínu mati hefði ég átt að læra miklu meira fyrir. Vúpsa deisí það vill bara oft gleymast að læra þangað til á seinustu stundu. Við megum þó hafa glósur með okkur í prófið sem gildir 30% af lokaeinkunn svo eins gott að við Elín brillerum........ en á meðan hope for the BEST ;o)

Fróðleikur dagsins!!
Vissuð þið að eini hluturinn sem er fullþroskaður við fæðingu eru augun.

Bachelor...... espanol.....
**1001 nótt***
Já búið að vera svaka góður dagur hjá mér. Byrjaði á smá vinnu hjá honum Samma mínum, þar sem ég og Oddur vorum svakalega flott. Oddur nýbúin að keppa í boxi með ógóstórt glóðurauga og ég á hækjum. Álitlegt starfsfólk ekki satt.... en frekar fyndið.

**Háskólabió**
Hitti markaðsfræðihópinn minn, þar sem ég er að drukkna í hópverkefnum þessa dagana en þetta er að verða búið.. GAMAN GAMAN.

** Bitabær**
Ástkæri vinnustaðurinn minn. Varð að kíkja þar við og sjá hvort það væri ekki allt í lagi þótt ég væri ekki í vinnunni... Virtist vera í lagi þó ég væri á hækjum, Telma og Ólöf veikar, Magga með gaurinn frá Mexicó á landinu og þó í fríi og Esther á spítala. Öfunda þig ekki Siggi!!!

**Álfaland**
Home sweet home.... kom hér heim með henni Elínu og byrjaði að læra viðskiptaspænsku... HALLÓ, hvað er málið með þessar latínó luffsur þarna hinum megin. Að þýða orðin eins og hipertexto => hypertext og svoleiðis. Við Elín vorum að mygla í orðsins fylgstu merkingu við vitum ekki neitt um tölvur og það sem er inní þeim hvernig er hægt að ætlast til þess að við vitum það á spænsku. Je dúdda mía!!!! get ekki sagt meira.

**Thorvaldsen Bar**
Árshátíðarfundur í Mágusi, en þetta kemur ykkur ekki á óvart þá er ég í henni. Þessar vísindaferðir koma manni í allskyns rugl, ákváðum þetta á einu fylleríinu á Felix. En þetta lítur bara mjög vel út..... brainstormuðum mjög mikið og ég lofa góðri árshátíð.... Bíðið bara þangað til í febrúar.

**Bachelor-Skjár einn**
Þá var komið að því.... "Who will be send home broken hearted".. Spennan var gífurleg, ég og Sigga gátum ekki einu farið á klósettið út af spenningi. Þvílíkt kelað og halló hann sendi Tinu burt, ég myndi vera ánægð ef ég væri hún hún fékk ferð til HAWAI pant ég..... en allt í lagi Jen er enn inni, held með henni og ég er ekki að grínast þið missið HÖFUÐIÐ ef þið kjaftið í mig hver vinnur!!!!!!!!!!!!!

**Jay Leno**
Varð vitni að æðislegu undrabarni sem hét Abby en hún vissi um allar eiginkonur forseta Bandaríkjanna, og fór með tilvitnanir eftir alla forsetana. Svo vissi hún um allar ráðherra í ríkisstjórninni. PÆLING hvar getur maður fundið svona manneskju, okkur vantar hjálp í tölfræði...... hjálpið mér........

en ekki meira núna... GÓÐA NÓTT

miðvikudagur, nóvember 05, 2003

Fróðleikur dagsins!!
Kreppum tærnar....
Þegar fullorðið fólk er kitlað undir iljarnar þá kreppir það tærnar niður til að verja iljarnar. Hins vegar þegar ungabörn eru kitluð þá kreppa þau tærnar upp á við. Seinna meir læra þau að kreppa tærnar niður til að verjast betur kitlinu..

Ég HAAAATTTTTAAA TÖLFRÆÐI!!!!
Ég er núna búin að vera í allan dag að gera tölfræði verkefni og það gentur EKKI vel. Við erum fjögur ég, Helga,Haddi og Hanna og við erum LOST !!
Þetta er óþolandi, einhver einvíð, margvíð aðhvarfsgreining með sjálffylgni, misdreifni og lógaritma. BÍDDU er ég komin til Mars, eða kannski Júpiter?? Allavegana er þetta eins og hebreska fyrir okkur. Ekki gaman. Þannig að HJÁLP ÓSKAST!!!

Líka eitt er að fara heim núna að massa viðskiptaspænskuna mína, próf á föstudag sem gildir 30% prósent. Byrjið bara að biðja fyrir mér TAKK.....

En ekki meir í bili I HAVE NO LIFE :0(

þriðjudagur, nóvember 04, 2003

Góðir foreldrar!!!!
Ég var að komast að því að M&P verða að fara oftar til útlanda. Ekkert smá gaman að fá þau til baka. Lentu í gær alltof seint en ég gleymdi því strax þegar mamma gaf mér tvenn pör af SKÓM ekki slæmt og þeir voru líka grænir og bleikir.....
Já ég myndi vara mig, ég fer bráðum að sjást í þeim, gefið mér svona 3 vikur ;o) Svo fékk ég fullt af stelpudóti svo sem sólarpúður, eyrnalokka, armbönd, hárbönd og fleira............
Svo flippaði pabbi í fríhöfninni var ofur smyglari en hann keypti 8 karton af sígó sem ég held hann selji svo bara í búðinni sinni. Séður maður ekki satt. Svo keypti hann Friends seríu handa mér á DVD, aðra DVD mynd, sólarpúður, og fullt af nammi... Ekkkkkki slæmt það....

M&P endilega skellið ykkur aftar út fyrir landssteinana... lifi útlönd!!!!!!!!

Jey jey, ég á PENING!!!!
Ohhhhh það er svo gaman að fá útborgað stundum, núna er ég t.d 55000 kalli ríkari ekki slæmt :o). lífið liggur við manni þegar maður á svona money en það versta að fatafríkin ég fatlafólið er á hækjum núna og get því hæglega freistað gæfunar í Kringlunni eða Smáralind. Reyndar frekar fegin því það eru nú komin jól á þessum stöðum um mitt SUMAR þótt það sé nú kominn snjór.........HHHHHHHAAAAALLLLÓOOO við búum á ÍSlandi.

mánudagur, nóvember 03, 2003

ÓÞOLANDI................
Nú sit ég hér heima fatlafól og hlakka til að mamma og pabbi komi heim frá London. Ég er búin að bíða eftir að sjá hvað verður með í fartaskinu því mamma sagði að aðaltískan þarna eru legghlífar, alladín buxur, breið plastarmbönd og vafin rússkinns stígvél.

Nei en viti menn ætli það sé bara ekki seinkun á flugvélinni alveg tíbískt.
En ég var að velta því fyrir mér er einhver sem veit um flug frá Iceland Express em hefur komið á réttum tíma..... nei hélt ekki því það er alltaf þessi hel......seinkun hjá þessu fyrirtæki.

En það er nú bara 20 mín þangað til að þau koma þannig að ég ætla að klára að baka köku fyrir þau. Góð dóttir ekki satt..... en ekki meir í bili.
Kveðjur frá drukknandi hópverkefna fatlafóli!!!

Breytt útlit!!!!!!
Núna erum við Hanna búnar að þykjast vera að læra svo við ákváðum að breyta útliti bloggsíðu minnar alveg. Endilega látið mig vita hvernig ykkur finnst.

THANK YOU HONEY BUNNY :O)

sunnudagur, nóvember 02, 2003

Burt með alskegg.......
Get ekki sagt annað en að bróðir minn er hræðilegur með skegg, hann lítur nákvæmlega út eins og hamstur með hettusótt nýkominn úr jaxlatöku. Nenniði endilega að gera mér greiða og pikka í hann og segja honum að hann sé ljótur svona.

JÓNAS minn, Tulla fer bráðum að skila þér ef þú rakar þig ekki.

Verð að segja bara að ég á ROSA ROSA góða vini, þeir hugsa vel um mig, hringja, koma og heimsækja mig. Þannig að ég er ekki að loner. Elín æði er t.d hérna hjá mér núna að læra spænsku með mér og Sigga, Tulla, Tinna, Eva Ösp, Vera og Jóhanna hafa litið hér við mér til mikillar ánægju.

TAKK ÆÐISLEGA ÆÐIN MÍN ;0)
þið eru litlu rúsínu bollurnar mínar, en verð að fara að læra tara ra

Lifi MSNið það rúlar!!!
Þar sem ég er núna hálf fötluð þá er MSNið alveg að bjarga mér. Þar sem ég er að drukkna úr hópverkefnum (í tjáningu, spænsku, tölfræði B og markaðsfræði) svo einhvað sé nefnt. Þar sem ég sá mér ekki fært um að fara út í gær þá hitti ég bara hópinn á msninu og gátum við því gert verkefnið í gegnum internetið. TÆKNIN ER SNILLD!

En svona aðrar pælingar er ekki allt í lagi með allt þetta jólastúss sem er komið á Íslandi......
Ég er nú búin að vera mikið heima fyrir framan imbann og það eru ekkert nema jólamyndir í sjónvarpinu, auk þess em auglýsingarnar eru orðnar eins og "Jólin eru komin í IKEA", HHHHHAAAAAAALLLLLOOOOOOO það er nú bara byrjun nóvember.

Líka eitt Oprah hún bjargar alveg deginum hjá manni og svo bara bíður maður eftir Dr. Phil, en þetta er allt í lagi ég veit ég á ekkert líf..... jibbííí