ENN EIN HELGIN FLOGIN FRÁ OKKUR...
Já bráðum koma blessuð jólin, ekki hægt að segja annað en að jólafílingurinn sé farin að segja til sín. Hér í Barcelona er orðið frekar dimmt, mikil umferð, jólaljósin farin að birtast þrátt fyrir að eigi eftir að kveikja á þeim og viti menn.... áramótakveðja er kominStórmerkileg þjóð hér á ferð.
Ekki verra að vita af því að það styttist í ,,litlu jólin” hjá okkur stelpunum hér. Ég, Salóme og Fanney erum búnar að ákveða að föndra jólakort, borða íslenska jólaköku og piparkökur um næstu helgi..... ekki verra að ég luma á jólalögum :o) Ekki halda að ég sé biluð er bara JÓLABARN!!
Annar var helgin hreinasta snilld.... föstudagurinn var tekinn rólegur byrjaði á því að kíkja í búðir með Chloé og Dafne úr skólanum. Salóme bauð mér svo í svakakjúlla og kvöldið einkenndist svo af maraþoni á íslensku sjónvarpsefni – horfðum á Bachelorinn, Ástarfleygið átum nammi og spjölluðum fram á nótt.
Laugardagurinn var mun hressari þar sem ferðinni var heitið í go-kartÞvílíkt flott innanhúsbraut risastór og ekki hægt að segja annað ein að fiðringur hafi farið um mann....en NEI 3 TÍMA BIÐ og því ekki annað í stöðunni að snúa við heim aftur. Stákarnir fóru að horfa á fótbolta en ég og Salóme kíktum í búðir...erum kaupsjúkar og ákváðum svo að taka kínverskan mat heim og borða saman stelpurnar. Sjálfsögðu fylgdi Lambrusco með. Um kvöldið þegar við vorum orðin frekar skrautleg, við búnar að stelast inn í eldhús til að fá okkur fullnæginu, (sko staupið) í vínglösum og lokað dyrunum á grey Jin sem býr með krökkunum....fórum við á TUNNEL. Diskótekið á horninu. Tónlistin var vægastsagt hræðileg á köflum og því ekki hægt að gera neitt nema gera nett grín af fólkinu þarna og dansa eins og vitleysingur, t.d upp á einhverjum hátalara :o)
Drykkjan var mikil, já mikil, enda barþjónninn meira en sætur.... og átti Sellan ekki fyrir seinasta drykknum enda búin að skoða barþjóninn vel. Salóme reddaði því og um 6 leytið drifum við okkur heim....sem betur fer bara 200 metrar. Þar sem mín var frekar skrautleg var ákveðið að ég svæfi í stofunni því eflaust hefði ég ekki ratað heim. Hélt uppi léttu stand-up fyrir stelpurnar og fórum við svo að sofa....1, 2 og 4
Sunnudagurinn var því frekar móðukenndur hjá öllum Íslendingunum. Þaut heim skipti um föt og spjallaði við múttu. Fórum svo á KFC til að sækja þynnkumat. Ég og Viddi gerðum spilamet með því að spila samfleytt í nokkra klukkutíma. Kvöldmaturinn einkenndist af þynnku þar sem við bökuðum súkkulaðiköku og borðuðum 2 lítra af ís. Tókum svo imbakvöld á þetta og gláptum á Four Brothers.... snilldarmynd....
...Aftur er komin venjuleg vika og skóli sem bíður manns. Verð að redda þessu með innranetið svo ég meiki einhvað hér – skil ekki bofs í katalónsku – og það er problem... en ég get, ég skal, ég vil. Mánudagurinn var mjög tíbýskur en um kvöldið römbuðum ég, Salóme og Viddi gjörsamlega á eitt bíó og ákváðum við á 5 mín að fara í bió enda myndirnar sýndar á ensku (og er það óvenjulegt). Horfðum á Constant Gardener, áhugaverð mynd og það fyndnasta sem ég hef séð að það stóð enginn upp fyrr enn allur trailerinn var búinn. Það vildi sko fá allt fyrir peninginn sinn.
En ekki meira að frétta frá mér... jólakveðjur frá rigningarborginni ógurlegu. Hættuástand í Catalunyu út af mikilli rigningu og 16º hita.. STEMNING :oS
þriðjudagur, nóvember 15, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli