föstudagur, mars 30, 2007

60 days to go..... smá spenningur farin að myndast ;o)





....Ja hérna hér - það er svo langt síðan að við byrjuðum að skipuleggja þessu blessuðu Kínaferð okkar og núna fer hún að skella á. Spenningurinn farinn að segja til sín. Nokkrar myndir hérna sem ég fann við google leit og get ég ekki beðið eftir að sjá þessa blessuðu staði ;o) Einnig erum við gellurnar ég, Stella og Sigga búnar að ákveða að lengja ferð okkar um 3 daga í London á heimleiðinni og ætlar J-low að koma og hitta okkur skvísur!! Get eiginlega ekki beðið - búnar að kaupa miða á Queen showið, plana út að borða og snilldar chill.... því er bara ekki annað að gera en að bíða og hlakka til - verst að mig hlakkar ekkert til að fara í ferðamannabólusetningu rétt eftir páska.
En fyrst er um að gera að njóta páskanna, borða risastór páskaegg, kíkja í sveitina, sofa og slappa af...kannski tjútta eilítið, mæta í frændsistkynaboð, matarboð og eintóma gleði!!
Eigið góða helgi börnin góð - hlakka til að sjá ykkur sem flest sem fyrst!!

miðvikudagur, mars 28, 2007

Eitt að drepa, en annað að..... MYRÐA, BÚTA NIÐUR OG GRILLA MANNESKJU....

Bandarískur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir að myrða, búta niður og grilla fyrrverandi kærustu sína. Timothy Shepherd játaði að hafa kyrkt hina 19 ára gömlu Tyneshu Stewart og eytt líkamsleifum hennar með fyrrgreindum hætti. Þetta komst reyndar ekki upp fyrr en eftir að reykjamökkur og fnykir barst yfir nágranna kauða í Texas. Lyktin var hræðileg að sögn eins nágranna sem furðaði sig á því hvað væri eiginlega að brenna - en ólyktin lá yfir hverfinu í tvo daga...... þið fyrirgefið VIÐBJÓÐUR

Shepherd sagðist vera að grilla fyrir brúðkaup þegar hann var spurður um lyktina sem umlukti hverfið..... Hann hefur nú verið settur í varðhald og ákærður fyrir morðið og að eyða sönnunargögnum en samkvæmt lögreglunni voru engar líkamsleifar eftir af fórnarlambinu.

VÁ HVAÐ ER TIL MIKIÐ AF SORGLEGU OG GEÐSJÚKU FÓLKI Í HEIMINUM.

- Annars er allt gott að frétta af mér, loksins hætt að vera kvefuð og leið mín liggur á tónleika í kvöld...bara eintóm gleði. Alveg að koma svo páskar og svo styttist óðum í CHINA ;)

miðvikudagur, mars 21, 2007


Verð að koma þessu á framfæri......
VÆRI MEIRA EN TIL Í AÐ FARA Á ÞESSA TÓNLEIKA. Hver vill koma með mér? Kostar bara 1200 kall eða 2100 fyrir gott málefni og Glitnir tvöfaldar upphæðina.
Gott framtak hjá Siggu og Söndru, til minningar um Möggu.... lifi ljósið :o)

fimmtudagur, mars 15, 2007

Það er ekki auðvelt að finna vin sem er...

95% hæfileikaríkur
96% skemmtilegur
97% sexý
98% ástúðlegur
99% gáfaður
100% fallegur

þannig að .............þú veist hvernig þú getur náð í mig

SJÁUMST Á SVÆÐINU....alveg að koma helgi :o)

Ohhh dejlige Danmark....

Er bara svei mér þá sannfærð um að Kaupmannahöfn sé borgin sem að ég vil taka masterinn.....búin að skila inn umsókninni í IMM (international marketing and management) í CBS og bara bíða og vona. TOEFL próf um helgina og svo fær maður að vita þetta í lok júlí...já svaka stutt þangað til eða svoleiðis!!

Seinustu 5 dagar voru meira en æði gæði í góða veðrinu. Sól og 10-15 stiga hiti allann tímann. Kaffihúsaferðir, rölt á strikinu, úti að leika við Natalíu, mojito og rauðvín, út að borða í Christaniu auk þess sem að H&M voru reglulega heimsóttar.

Yndislegur tími með Evu, Natalíu Tinnu og Sindra, takk æðislega fyrir mig - ekki leiðinlegt að hitta svo Helgu, Gauta, Andra Sigfús, Eygló, Gyðu og Hrebbnu.... bara að maður gæti alltaf verið í svona chilli með öl í hönd í Nyhavn....og fyrir forvitna þá eru myndirnar að detta inn hér til hliðar - have fun kæru vinir :o)

miðvikudagur, mars 07, 2007

Nú þurfa óeirðirnar að fara að vara sig :o)

Ja hérna hér, það styttist í að ég fari til Kóngsins Köben... jíha get ekki beðið eftir því að komast þangað. Búin að skipuleggja mikið og margt, bara gaman!

Nú þegar hef ég skipulagt stefnumót með:
Evu&Sindra
Natalíu yndislegu lillunni minni
Gyðu
Hrebbnu
Guðrún&Gauta
og Eygló

Sem sagt þessi helgi lítur út fyrir ekkert nema kaffihúsa chill, góðan mat, tjútt og trall og búðarráp. Að sjálfsögðu ætla ég að vera dugleg að bralla eitthvað með litla skassinu mínu og foreldrum hennar, því þau eru svo góð að ætla að hýsa mig á meðan ég dvel í dejlige Danmark

Eigið góðar stundir félagar.

PS er loksins komin með ferðavísa til Kína - þannig að ég er skrefi nær brottför :)

fimmtudagur, mars 01, 2007


Happy B-DAY.....
Í dag eru 18 ár liðin frá því að BJÓRINN var aftur leyfður á Íslandi eftir áratuga bann. Því um að gera að fagna því ærlega, og spurning um að fá sér einn kaldann í kvöld í tilefni dagsins :o)
Er einhver game?