föstudagur, nóvember 28, 2008

Jólin eru BESTASTI tími ársins!

Ja hérna hér.... mikid er gaman í jólaundirbúningi! Gæti dúllast í tessu allann lidlangan daginn - vantar ekki einhverjum jólaálf í 100% vinnu ;) tek ad mér ad føndra, hlusta á og syngja jólaløg, baka, kaupa pakka og pakka inn, skipuleggja pakkarugl, litlu jól og og og. Elska tennan tíma.

Í gær bætti ég adeins vid jólaandann tegar ég tók mig til og bakadi Maltesers marenstoppa...Ansi gódir verd ég ad segja, á bara eftir ad setja smá súkkuladibrád á toppinn og tá er tetta fullkomid ;) spurning hvad madur gerir næst, komin tími á konfekt gerd.

Annars er hversdagslífid í Køben hid venjulegasta, vinna og skóli eins og alltaf, nóg ad gera og prófin ad skella á. Øll verkefnaskil eftir svo madur verdur ad demba sér í lesturinn!! Í kvøld ætla ég tó ad chilla med skvísunum kíkja á Jensens Bøfhus og í Juletivoli....ekki annad hægt tegar Rakel Ósk er í heimsókn á RBG ;)

ADALTÍDINDI DAGSINS
Gyda Mjøll ástkæra vinkona mín var ad verja mastersverkefnid sitt í dag og tóku hún og Karina (samskrifari hennar) sig til og FENGU 10. Ekkert smá stolt af henni!! Átti tetta svo sannarlega skilid ;)

Einnig á Stjáni frændi afmæli í dag - til hamingju med daginn gamli ;) Njóttu hans í botn.

...en ekki meira í bili, ætla ad koma mér í jólastemmara fyrir jul i tivoli i KVØLD!

mánudagur, nóvember 24, 2008

RBG34 - TEAMWORK ;)

Tad er ekki hægt ad segja annad en ad tad hafi verid ansi gott teamwork á RBG um helgina. Føstudagurinn var hinn rólegasti enda thynnka og threyta eftir skemmtilegt julefrokost med bekknum, tjútt á Joline og rølt í bænum. Gústi og Bjørg kíktu á okkur í mat og spilakvøld á føstudagskvøldinu og stendur Trivial alltaf fyrir sínu.

Laugardagurinn einkenndist svo af hópvinnu ef svo má ad ordi komast. Dagurinn byrjadi yndislega tegar Tóta og Sigga vøktu okkur med bakkelsi úr bakaríinu....eftir tad reyndi ég ad gera lokaverkefni í einu fagi í skólanum. Maggi og Tóta eldudu svo fyrir okkur skvísurnar dýrindis mexikósk lasanga, Jóhanna skellti í jólaísinn fyrir næstu helgi. Hlakka ekkert smá til ad smakka Daim ísinn ;) og ég og Sigga vorum sídur en svo adgerdarlausar. Vid skelltum í súkkuladibita kókossmákøkur og um 11 pløtum og nokkrum tímum sídur var afraksturinn smakkadur. Hvad er betra en nýbakadar volgar smákøkur? Á medan jólastússinu stód var ad sjálsøgdu hlustad á jólaløg í fullu blasti - vá hvad ég elska jólaløg!!

Á sunnudaginn kom svo Telma upp til okkar og sagdi okkur ad kíkja nidur til sín enda skvísan búin ad baka lummur... já hver segir svo ad vid RBG skvísur séum ekki húsmædur. Gærdagurinn fór svo í lærdóm - kláradi loks verkefni í Fashion and luxury industries í nótt, enda skil í hádeginu í dag....og spennandi verkefni hér á ferd: What are the main differences between Haute-Couture and Pret-à-Porter segmentation in fashion business?....já svarid nú tví!

Gyda kom svo og joinadi RBG klíkunni aftur í gær vid mikinn føgnud vidstaddra...ótrúlega notalegt ad fá hana aftur í kotid. Ekki verra ad hún kom med risa gladning frá mømmu og pabba - medal annars: Hangikjøt, laufabraud, Nóakonfekt, Coco Puffs og Cherios, nammi og lax. TAKK ELSKURNAR MÍNAR FYRIR OKKUR TETTA KEMUR SÉR VEL ;O)

...en nenni ekki ad skrifa meira í bili...Verid sæl elskurnar mínar.

fimmtudagur, nóvember 20, 2008

Kraftur í kellu!

Þótt ég segi sjálf frá þá hef ég verið ágætlega dugleg síðustu daga í jólastússi....það er komin nýr playlisti á ipodin og jólalögin því í fullu blasti hér á RBG. Í kvöld tókst mér svo að klára að föndra öll jólakortin og skrifa þau ;) svo núna er komin pressa á ykkur félagar...hehe þig getið sent mér mín jólakort hingað heim til Köben eða heim til Íslands:

Rudolph Berghs Gade 34, 2100 Köbenhavn Ö eða
Álfaland 5, 108 Reykjavík

Heheh....svo höfum við jólaálfarnir á RBG planað nokkra atburði á næstunni. Við ætlum að byrja að baka jólasmákökur um helgina, konfektgerð er á næstunni auk þess að litlu jól RBG verða haldin hátíðleg, með dönsku ívafi, þann 29.nóvember ;o) Vá hvað þetta verður gaman.

Á morgun er það hinsvegar julefrokost með bekknum - verður farið á einhvern stað með 3ja rétta máltíð og læti. Mikið verður gaman að chilla aðeins með bekknum og jafnvel fá sér í aðra tánna hehe.

Á föstudaginn er svo aktivitetsgrubben Bergur að fara að hittast - ætlum að elda saman og hafa spilakvöld. Gústi og Björg ætla að mæta, alltof langt síðan ég hitti þau svo það er bara gaman.

Annars gengur skólinn og vinnan sinn vanagang. Vinna á morgun og nóg að gera í skólanum. Skrítið að þessi önn sé bara að klárast - bara nokkrir tímar eftir og svo próf/verkefni og munnleg próf.

En ekki meira í bili elskurnar mínar - hafið það sem best og það væri ánægjulegt að vita hver les þessa þvælu mína - því mér líður eins og ég tali við sjálfan mig og skrifi til Stellu heheh ;o)

mánudagur, nóvember 17, 2008

Dagur íslenskrar tungu....

Fyrir áttatíu og átta árum fæddist yndisleg kona í þennan heim - hún amma Sigga heitin. Ég þori að fullyrða það að hún hefði álíka stolt of við hinir fjölskyldumeðlimirnir voru í kvöld þegar Edduverðlaunin 2008 voru veitt á þessum merka degi - DEGI ÍSLENSKRAR TUNGU ;O)

Ég fylltist stolti þegar Eddan var veitt í flokki heimildamynda, því Kjötborg búðin hans pabba og Stjána frænda var valin besta myndin í þessum flokki!

BARA GAMAN ;O) - svo ég vitni í Helgu Rakel þegar hún tók við verðlaununum: "skál fyrir SAMHELDNI, skál fyrir STÓRUM HJÖRTUM, og skál fyrir MARGBREYTILEIKA".

fimmtudagur, nóvember 06, 2008

Kjøtborg tilnefnd til Edduverdlauna i flokki heimildamynda

Já tá eru tilnefningar til Edduverðlauna 2008 komnar í hús, og var heimildamyndin um búdina hans pabba tilnefnd til verdlauna i flokki heimildamynda. Tilnefningarnar voru eftirfarandi:

HEIMILDARMYND ÁRSINS
Ama Dablam, Beyond the Void
Dieter Roth Puzzle
Kjötborg
Spóinn var að vella
Þetta kalla ég dans

Verðlaunin verða afhent í Háskólabíói þann 16. nóvember næstkomandi og verður bein útsending sem endranær í Sjónvarpinu. Mikid rosalega vona ég ad teim gangi vel á degi íslenskrar tungu og afmælisdegi ømmu Siggu heitinnar ;)

þriðjudagur, nóvember 04, 2008

Still alive ;) but lousy blogger

Síðastliðna daga hefur lítið á daga mína drifið nema vinna, ritgerðaskrif og veikindi. Nældi mér í einhverja helvítis pest og lág því hérna heima og vorkenndi sjálfri mér í nokkra daga. Gat þó nýtt tímann í yndislega ritgerð í B2B Marketing þar sem ég ákvað að skrifa um "hvers vegna kynningarmál skipta máli, þegar við kemur að auka virði (value creation) fyritækis".

Það var svo mikill léttir í dag þegar ég hoppaði inn á skrifstofu og skilaði lokaritgerðinni - núna er bara að bíða og sjá hvernig kennurunum líst á meistarverkið ;)

Í gær var svo merkisdagur hér á RBG - því Gyða Mjöll skilaði mastersritgerðinni sinni í umhverfis verkfræði....fyrir áhugasama var heiti verkefnisins "Urban Stormwater Runoff Pollution Control" - sama hvað það nú er, enn ég veit ekki neitt heheheh. Að gefnu tilefni ætlum við skvísur í RBG kommúnunni að snæða íslenskt lambalæri með tilheyrandi, spila, kjafta og hafa það notalegt.

Svo á morgun þarf ég að vakna úbersnemma - eiginlega þegar það er nótt ennþá því förinni er heitið til Kolding í studytrip með valfaginu mínu Fashion and Luxury Industry og erum við að fara að heimsækja Kolding Designschool, hitta þar nemendur og gera verkefni með þeim - hljómar ekkert smá spennandi.... eina leiðinlega við morgundaginn er það að Gyðan mín ætlar að yfirgefa mig og flytja heim til Íslands. Hún kemur þó aftur í lok nóvember til að verja svo við náum vonandi quality móment saman þá ;)

En ekki meira að sinni elskurnar mínar, þarf að fara að brúna kartöflur, klára sósuna og taka á móti gestum.

Lifið heil, kveðja úr námsmannakreppunni í Köben ;o)