föstudagur, desember 31, 2004

FRÉTTIR ,,SELLUNNAR" ÞESSA DAGANA!

** Fjölgun mannkynsins ** Já þann merka dag 29.desember kom lítil PRINSESSA í heiminn, 13 merkur og 51 cm. Já frumburður Rakelar og Hansa án efa bráðmyndarlegt eins og foreldrarnir ;o) Innilega til hamingju ástirnar, bíð spennt eftir að koma í heimsókna og máta!

** Spil vikunnar ** Var í þessum töluðu orðum að koma heim úr Framheimilinu þar sem við tókum nokkra góða takta í Party og co & Actionary!! Svaka stuð, án efa stysta Partý&co spil þar sem Einsi og Maggi unnu en ég og Vera tókum strákana í bakaríið með leiksnilli okkar. Stebbi minn kemur bara næst.

** Vinna vikunnar ** Já hef átt voðalega lítið líf seinustu daga nema bara vinnuna mína, Aktu Taktu er placið..... og til mikillar gleði er komið yfir 100.000 kallinn inn á orlofsreikninginn minn. Get ekki beðið eftir 11.maí þegar við fáum þetta borgað út.

** Drykkur vikunnar ** Óáfengur er það nýji Kristall +.... báðar tegundir, asskoti gott og á líka að kallast vítamín bætt ;o) Vorum svo stelpurnar að ákveða að drekka Cosmopolitan á nýárs, GET EKKI BEÐIÐ EFTIR FJÖRINU!!!

** Hörmungar vikunnar ** Án efa hræðilegi jarðskjálftinn við Indlandshaf þar sem yfir 125.000 manns hafa látið lífið. Landssöfnun er byrjuð til hjálparstarfs á svæðinu og endilega hringja í 907-2020 og þá leggurðu 1000 kr. til þessa máls, mæli með þessu búin að gera þetta oftar en einu sinni...... BARA DRÍFA SIG OG GERA SEINASTA GÓÐVERKIÐ Á ÞESSU ÁRI

GLEÐILEGT ÁR ELSKURNAR OG TAKK FYRIR ÞAÐ LIÐNA!!!


þriðjudagur, desember 28, 2004

Hversu gott er að slappa af og glápa á imbann???

skiptir ekki einu sinni máli þó það sé ekkert í sjónvarpinu. Allavegana leti og vinna og svo bara bið eftir skemmtilegri helgi!!!!

Risajólaboð heim í gær og svo var skundað í smáteiti í nýju fínu íbúðina hjá Katrínu og þaðan í bæinn. Fínasta afþreying þar sem ég Hanna og Vera kíktum á Prikið, Vegamót og Hverfis..... og ótrúlegt en satt aðeins 3 bjórar drukknir og heimkoma fyrir kl 03:00!!!


Máttur orðanna
Sumt fólk skilur ekki neitt

hvað orðin geta verið beitt

það aðra óvart særir

þá sem þeim eru kærir.


Fann þetta ljóð á netinu.... og svolítið til í þessu!!!

föstudagur, desember 24, 2004

GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR!!!!

Vildi bara óska öllum gleðilegra jóla og takk kærlega fyrir ánægjulegt ár í einu sem öllu ;o)
Vonandi verður næsta ár enn betra....... bíð enn spennt eftir hátíðarskrallinu bæði á 2 í jólum, gamlárs, nýjárs og bara þess á milli.


Mikið búin að bralla síðan prófin kláruðust, djamma, vinna, versla, vinna meira, pakka inn gjöfum, hjálpar Brósa að flytja, föndra jólakort, vinna meira og JÁ SOFA ROSALEGA LÍTIÐ..... en núna verður sofið, borðað enn meira af góðum mat og alles.


Hafið það sem allra best yfir hátíðirnar....... GLEÐILEGA HÁTIÐ.

PS. Gleðistund, önnur einkunn komin í hús 8,5 í viðskiptaensku. Nú er bara að bíða til 11.jan eftir næstu ;$

þriðjudagur, desember 21, 2004

ÉG ER KOMIN Í JÓLAFRÍ...LIGGA LIGGA LÁI.

loksins komið að þessu.....prófin búin, var að klára það seinasta núna og gekk svona upp og niður.... kemur allt í ljós, þetta er BÚIÐ!! :o)

Próftaflan var mjög strembin en þetta gekk og ér er orðin mjög langþreytt. Ekki samt svo að ég ætli ekki að fagna í kvöld, fá mér nokkra öllara og fara út að borða.

Fyrsta einkunn kom i hús í gær..... 7,0 í Utanríkisverslun, bara sátt þar sem þetta var 3 prófið mitt á 3 dögum.

En ekki meira í dag, farin í ljós, klippingu, fá mér öl, drekka meiri bjór út að borða og kaupa jólagjafir.

HAVE FUN :o)

miðvikudagur, desember 15, 2004

Smá jólaglögg fílingur..... endilega prófið,

FINNSKT JÓLAGLÖGG

1 líter vodka

1 rúsínaHrært og skreytt með greni

Ekki gleyma að syngja með!!!

!Skín í væna vínflösku,

Og huggulega bjóra

jólaglögg og eplasnafsallt

það ætl'að þjóra.

Dufla og daðra og leika mér

látum ill'í desember

burt með sokk og skó

hér af vín'er nóg.

Ó hvað ég elska jólin

von'ég hitt'á stólinn.

Þannig að njótið dagsins..... kv, Lærdómsstrumpur


þriðjudagur, desember 14, 2004

IDOL þátturinn næsti.....

Bara eintóm gleði á eftir sorg, já frekar sorglegt að sjá hvorki Guðrúnu BirnuEini komast áfram seinast......

EN VITI MENN, þau voru bara bæði valin af dómurum til að syngja aftur núna á föstudaginn!!!! Gaman gaman, nú er bara málið að kjósa þau og hringja í 900-2007 og 900-2008.

En ekki meira í bili, have fun.... kv, lærdómsstrumpur


Dagurinn sem margir hafa beðið eftir!!!!

Já fyrsta prófið er búið og held það hafi nú bara gengið ágætlega, maður nær þessu en þetta er enginn verðlaunapeningur. Bíð þó spennt að vita hvað ég fæ.....´

Enn meira er það að hún TINNA SIF "litla" frænka er orðin 19 ára í dag, innilega til hamingju með afmælið skvís, njóttu dagsins,.....

Já Anna Lára kemur heim í dag..........og síðast en ekki síðst 10 dagar til jóla og vika í seinasta próf!!!

En þangað til næst!!!!! VERIÐI BLESS


mánudagur, desember 13, 2004

ÉG HLAKKA SVO TIL.... ÉG HLAKKA ALLTAF SVO TIL.......

Já það er magnað að það sé bara að koma að þessu, því sem ég og margir aðrir hafa beðið eftir. Vinirnir sem skelltu sér af klakanum í nokkra mánuði til að fá nett menningarsjokk og njóta þess að vera út úm allan heim eru að koma heim.....

Stelpurnar koma heim eftir:

Anna Lára 1 dag - þann 14.des

Gyða 6 daga - þann 19. des

Linda Hlín 7 daga - þann 20. des

Elva Björg 8 daga - þann 21.des

Ragnheiður 9 daga - þann 22.des

Telma 9 daga - þann 22.des

Elva Björk 12 daga - þann 25.des

.....og síðast en ekki síst Brynhildur Tinna og Erla Dögg koma frá Danaveldi líka núna um jólin, ekki samt klár á dagsetningu. En enginn vafi liggur á að það verður DJAMMAÐ UM JÓLIN!!! ó mæ god hvað ég hlakka til ;o)

1 dagur í fyrsta próf og 8 dagar í það seinasta (einungis 3 þar á milli ;$)


Kemur þetta einhvað á óvart???

Your the Spainsh senro/senorita. Weather it's Spain Mexico or Chile your famous for your elabrate clothes and romantic langueage like French only its spainsh. Spain is famous for its olives. Mexico its nice clothing and any other country its nice land.


sunnudagur, desember 12, 2004

AHA..... meira um útlendingana!!!!

Tælendingur á Dóminos - með smá framburðarerfiðleika segir:
" Halló, ég ætla pissa....." og furða afgreiðslumaðurinn hló ;o)

Daninn á Bæjarins bestu - ekki var hann skárri, sagði:
" Já ég ætla að fá eina pussu með öllu" - tengdamamma hans snéri víst við og fór út í bíl.... SKRÍTIÐ!

.......ATH þetta eru sannar sögur úr íslenskutímum fyrir útlendinga

* Lífið þessa dagana snýst um að:
......vaka á næturnar og læra,
.....sofa frameftir,
........redda sér glósum
....svara gömlum prófum,
..........læra, læra LÆRA, LÆRA
.....enn meira læra
..............og LÁTA SÉR DREYMA UM UNDURSAMLEGA LÍFIÐ EFTIR PRÓF ;o)

Þetta styttist 2 dagar í próf og 9 dagar í próflok............þá bara GLEÐI GLEÐI

miðvikudagur, desember 08, 2004

Meira um snilldar útlendingana.....

Rússi mætti í útvarpsviðtal þar sem hann var spurður um hvernig gengi að læra tungumálið....

Hann hugsaði sig um og sagði (með rússneskum hreim): ,,Tetta vera rosa erfitt tungumál, en ég reyni og reyni að læra tetta tungumál en börnin mín þau eru samt alltaf að RÍÐA MÉR¨!!!!!

Átti að vera stríða mér...... en hvernig gat karlgreyið vitað það!!!

þriðjudagur, desember 07, 2004

Útlendingar eru snillingar!!!!

Fyrir þá sem ekki vita þá kennir mamma íslensku fyrir útlendinga..... og lumar því á mörgum góðum sögum í pokahorninu. Ég ákvað að létta próflestur og skammdegið með einni góðri jólapælingu hjá Filipseyskum strák.

útlendingur: ,,Heyrðu Inga borðið þið Íslendingar mikið svínakjöt á jólunum?"

Inga: Hugsar um hamborgarahryggina og svarar því: ,,Já við borðum frekar mikið svínakjöt"

Útlendingur; ,,Já en borðið þið ROSA mikið svínakjöt?

Inga: Hugsar enn meira og segir svo: ,,Já á jólunum og í jólaboðum".... Já mjög mikið!

Útlendingur: JÁÁ ég var nefnilega að spá í þessum 13 JÓLASVÍNUM SEM ÞIÐ HAFIÐ!!!

....bara fyndið lið

Gangi ykkur vel og gleðilegt ógeðisveður!! ;o)


sunnudagur, desember 05, 2004

OJJJJJ viðbjóður.....

Vil bara hvetja alla til að skrifa undir þetta HÉR..... því þetta er ógeðslegt og vonandi að maður geti gert einhvað í þessu. Þægilegt að vera verndaður á okkar litlu eyju út í hafi heldur en í umhverfi siðblindu og trúar þar sem um 2 milljónir stúlkubarna er umskornar á ári!!!

KVITTIÐ GERIÐ ÞAÐ....

föstudagur, desember 03, 2004

Afrek vikunnar!!!!

Án efa þegar við gómuðum 13 ára stelpu sem var að stelpa sígarettum í vinnunni og ég tók mig til og hringdi í foreldrana og lét þau vita að dóttir þeirra reykti og væri búin að vera að stela..... I know I'm bitch ;o) bara gaman

Verk vikunnar:

Læra þjóðhagfræði, fara til tannsa, vinna 2 kvöld, læra meira, setja upp 4 jólaseríur, elda, baka, vinna meira og læra á nóttinni...... já og bara vera MASTER í prófamyglunni!!!

Afmælisbörn vikunnar:

Ingibjörg Kristín, 23. ára skvísa, 2.desember eins og vinkona hennar Britney Spears

og svo Guðrún Birna Idol stjarna er 23. ára í dag 3. desember.

Stelpur innilega til hamingju með afmælið...... og minni alla að kjósa Guðrúnu Birnu í Idolinu í kvöld.... hún á það nú skilið, syngur eins og engill og á líka AMMÆLI

fimmtudagur, desember 02, 2004

Íslenskir tónlistamenn þurfa á HJÁLP AÐ HALDA!!!!!

Varð fyrir þeirri óheppilegu reynslu að horfa á Popptíví um daginn..... og viti menn það voru nokkur myndbönd sem voru HRÆÐILEG

Nr. 1 í hallærislegheitum.
Kalli Bjarni - eða Coke auglýsingin. Í myndbandinu er par að rífast og tekur gellan sig til og lemur kippu af Coke í gólfið, Kalli bjarni kemur inn á milli að syngja á tónleikum. Myndbandið er mjög illa leikið og endar á því að parið sest niður voða happy og drekka Coke og Kalli Bjarni hneygir sig á sviðinu, beygir sig eftir Cokedós og tekur sopa...... heilagur Móses hvað þetta er hallærislegt!!!

Nr. 2 í hallæri...
Nylon - Fimm á ricther. Myndbandið er mest einhverjir gaurar að boxa og þær inn í einhverju búri að daðra við myndavélina og reyna að vera sexy Vægast sagt fáránlegt og fyndið myndband.

Hafið þið séð þetta...... og hvað finnst ykkur um þetta?

mánudagur, nóvember 29, 2004

Það eru að koma JÓL.....

...já það styttist og bara fyrsti í aðventu búinn. Helgin einkenndist að mestu af vinnu, vinnu, lærdómi og eldi.

Var að vinna á laugardagskvöldið..... og viti menn það kviknaði í!! Ég og Salka í miklum rólegheitum að taka til þegar elementið í frönskudjúpsteikingarpottinum SPRAKK og eldur, sót og allt út um allt. Við samt svo klárar að við slöktum eldinn.

Vinna svo á sunnudag og svo aðventukvöld í Bústaðakirku..... rosafínt kvöld að vanda fyrir utan þýska gargið í byrjun. "hverjum dettur í hug að taka þýskt lag á skemmtun???" Allt slökkt og allir í kikjunni kveiktu á kerti mjög flott heil 795 kertaljós.

En ekki meira frá mér bara verkefnavinna upp í Odda og lærdómsfílingur.
Sjáumst hress, verið bless ;o)

föstudagur, nóvember 26, 2004

Íslensk orðatiltæki eru rosalega skondin ;o)..... varð að stela þessu af síðunni hennar Bjarneyjar...... þannig að ENJOY

1. Rúsínan í pylsuendanum = The raisin at the end of the hot dog
2. Ég mæli eindregið með því = I measure one-pulled with it.
3. Nú duga engin vettlingatök = Now there won´t do any mitten-takes.
4. Ég kem alveg af fjöllum = I come completely from mountains.
5. Þakka þér hlý orð í minn garð = Thank you for the warm words into my garden.
6. Það gengur allt á afturfótunum = Everything goes on the back-legs.
7. Hann er alveg úti að aka = He´s completely out driving.
8. Það liggur í augum uppi = It lies in the eyes upstairs.
9. Hún gaf mér undir fótinn = She gave me under the leg.
10. Hann stóð á öndinni = He stood on the duck.
11. Ég kenni í brjósti um hann = I teach in breast of him.
12. Áfram með smjörið = On with the butter!!!!

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Hvað er að ske, hvar a ske, hvar a ske....

Mín bara að læra í mestu makindum upp í Odda og viti menn rafmagnið af.... pomp, ekkert ljós, bara niðamyrkur. Frekar skondið atvik...

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Bara láta vita að ég er á lífi.....

Ekkert að frétta einungis vinna, læra, skóli og já audda SOFA.... ekkert smá gott að sofa. Seinasta vikan í skólanum núna og viti menn kennarinn bara veikur, vitum því ekki hvað er til prófs.... vonandi voða lítið.

Prófkvíðinn farinn að segja SMÁ til sín, en voða notalegt að jólin séu að koma, sunnudagskvöldið einkenndist af jólalögum, jólaföndurgerð og kósíheitum. Verð nú bara að segja..... jólin koma, jólin koma... dadda dara dada da da

sunnudagur, nóvember 21, 2004

Believe it or not.......ég var heima á laugardagskvöldi!!!

Já mín bara komin í rólegheitargírinn.... var bara heima í góðum gír með mömmu í gær. Tók mig meira segja til og setti allt skóladótið í möppur og glósaði Lögfræði. Hélt að þetta myndi seint gerast......EN NEI ég kem sjálfri mér alltaf á óvart

laugardagur, nóvember 20, 2004

Lokadjamm Mágusar...... BÚIÐ FYRIR JÓL!!

Já það var bara svaka svaka gaman... IDOL, SALSA, SingSTAR, frítt áfengi til ellefu og ekki lítið af því... bailey's, vodka, gin og full meira.

Byrjaði með IDOL þar sem viðskiptafræðinemar voru frekar slappir en við buðum nokkrum deildum í HÍ á lokahófið og var staðurinn stútfullur og sumir þurftu að víkja vegna plássleysis ;o(

Eftir idolið var kennt SALSA og var fólk gott að hrista rassa og salsamúvin rosagóð. Rúsinan var svo þegar SingSTAR mótið byrjaði..... Fullt af góðum söngvurum en enn meira af laglausum kvikindum sem stóðu varla í lappirnar vegna drukknunar í vínglösunum. Vorum með geðveika vinninga, 10.000 kr inneign á Hverfis og VIP, út að borða fyrir 2 á Rauðará og 10.000 kr inneigní Rouders á laugarveginum. Hefði átt að taka þátt til að fá Hverfisbars inneignina!!!!

Var bílandi og því svaka stuð að fylgjast með fulla fólkinu..... sérstaklega Sæunni og Soffíu. Þær fóru á kostum Sæunn týndi töskunni sinni nokrrum sinnum og Soffía var í essinu sínu að mörgu leyti ;o)

Benný var yndi, blindfull og vitlaus í essinu sínu..... dansaði og bablaði um allt og ekkert, Sigga, Heiða, Sigrún, Tulla, Vera, Eva yfirgáfu mig á Prikið en komu flestar aftur..... alltaf stuð á Hverfis. Sat mest og spjallaði við strákana..... kvöldið endaði frekar skondið, Stebbi og Addi fóru á Hlölla og meðan ég beið eftir þeim komu útlendingar til mín og spurðu: "heyrði ertu dealer?.. og áttu einhvað stöff fyrir okkur?" ég sagði nei og sagðist bara vera að bíða eftir vinum mínum 2....."Þá glottu þeir og spurðu mig hvort ég væri þannig..... eða sem sagt gella sem seldi mig til tveggja karlmanna í einu?"

Hvað er málið????? ég saklaus að bíða og lít út fyrir að vera dealer, dóphaus og HÓRA :o(


fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Held ég standi bara í stað....


Já er bara ekki frá því, seinustu daga hefur maður fengið mikið af fréttum. Vinir og vandamenn eru að fara fjölga heiminum, íbúðakaup á hverju strái og ég veit ekki hvað og hvað. Lítur allt út fyrir að fólk í kringum mig sé orðið svo yfirvegað og ábyrgðafullt......


.....hvar strandaði ÉG á leiðinni??? Ég litla Sellan bara heima fyrir, á ekki mikið nema kannski litla sæta lakkrísrörið mitt (Passatinn), væli svo stanslaust um skólann og hvað ég eigi bátt.
Veit ekki betur en að líf mitt sé ágætt, djamm hverja helgi..... sem er nú orðið mjög þreytt en þó áhyggjulaus afþreying.

Hvenær ætli komi að því að ég verði í svipuðum hóp og fólkið í kringum mig. Kaupi mér íbúð, hund og fari að fjölga mannkyninu? Held það sé þá best að finna sér KALLINN fyrst. Hvað segið þið við þessu???

Lægð og skýjað á köflum.

Það er alveg magnað hvernig maður getur einn góðan veðurdag, fengið nóg af sjálfum sér. Ég er einmitt komin með nett ógeð af letinni í mér og ýmislegt sem mætti betur fara hjá mér þessa dagana.

Er meira að segja komin með það mikið ógeð að ég er alvarlega að fara að íhuga minn gang og skella mér til einkaþjálfara. Hætta að drekka eins og vitleysingur og taka lífinu með stökustu ró. Ekki verra að vera ekki að kyppa buxunum upp um sig svona rétt fyrir próf og já..... vera kannski búin að kaupa þær allar á fyrstu vikunum.

Var líka að velta því fyrir mér..... er þessi síða orðin hugarástand mitt skrifað á blað, eða er einhver sem les ÞETTA??

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

JÆJA ÞÁ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ.....

Já helgin var bara þessi rosalega skemmtun , byrjuðum í pre Breeezerboði hjá Tísku-Teit um 15:00 þar sem einn kaldur var í hönd og myndashow í sjónvarpinu. Mikið hlegið og guð minn þurfti stundum að halda fyrir augun enda myndirnar af mismunandi skandölum úr NESU ferðinni góðu.

Eftir nokkra kalda lá leiðin út á Stúdentakjallara og þaðan í vísó í Kbbanka við stelpurnar komumst fljótt að því að það var skemmtilegast hjá okkur í ferðinni, endar við “NESU félagarnir” vel í glasi þegar þangað var komið!!! Fínasta vísindaferð og útúrbreeeezuð stemning hjá okkur. Sæunn fær verðlaun fyrir líka þessa fínu þakkarræðu í Mágusar hálfu.

Hverfis var placið eftir vísó – stoppuðum þó stutt þar sem leiðin lá í afterpartý í skvísusetrið hjá Eygló. Ó MÆÆÆÆ keyptum 72 Breezer og kassa af bjór og viti menn mettími í að klára það..... útúrbreeezuð á kantinum með hvítlauksolíu í hárinu röltum við aftur í bæinn, Jói iðaði allan laugarveginn í spenningi yfir Hverfis. Kíkti þó á 11 eftir að hafa fleygt Hjördísi svona vel í jörðina (sorrý ástin)

Mikið drukkið, meira dansað og já meira drukkið eftir það.... myndavélin var á staðnum sem gæti bjargað gloppóttu kvöldi. Týndi myndavélinni þó, en fann hana aftur, týndi húfunni minni og Sæunn endaði með annan vettlinginn minn ;o)

Heimkoma um 7 leytið........og harkan á minni vinna kl. 9 Hef sjaldan verið jafn mygluð og já “hálfdrukkin”, DJAMMIÐ sagði þó til sín því mín er bara búin að vera veik síðan þetta brjálaða djamm á flöskudag var.

Þessi vika hefur einkennst af lærdómi og verkefnavinnu. Held þetta sé ekkert að fara breytast, allt of stutt í prófin ekki búin fyrr en 21.des, næsta djamm þá!!!

Ætla þó að fara að skella mér undir sæng í þessu fína jólasnjó veðri. Hélt ég byggi nánast í miðbæ Reykjavíkur, en viti menn.... komst að því í dag að svo er ekki var heilar hel... 84 mínútur á leiðinni heim. Við Benný vorum á 20 km hraða allann tímann.

En ekki meira í bíli..... heyri í ykkur
Jólasnjó stelpan Sella

mánudagur, nóvember 15, 2004

Djöfullinn.....búin að skrifa fullt um atburði helgarinnar og viti menn

........þurrkaðist allt út..... óþolandi :o(

föstudagur, nóvember 12, 2004

Allt að gerast þessa dagana.....

.... Já get nú ekki sagt annað en ég hlakka til FLÖSKUDAGSINS..... hörkufjör í gangi, þar sem um 115 manns eru að fara í vínsyndaferð í KBbanka. Ekki er verra að vita af því að ég er að fara í þetta líka svaðalega NESU REUNION fyrir ferðina á morgun þar sem við ætlum að slengja í okkur nokkrum köldum Breeezerum og kíkja á myndir ferðarinnar.

Annað hvort Soffía eða Alli ætla að bjóða okkur heim og kíkja á herlegheitin...... og eitt er víst annaðhvort verður maður að drekka rækilega til að höndla myndirnar eða einfaldlega halda fyrir augun..

Annar er brjálað að gera og dagskrá næstu daga er:
Föstudagur: djamm, djamm, djamm, smjörsleikt á kantinum í buffaloskóm með hvítlauksolíu í hárinu
Laugardagur: þynnka og vinna, vinna
Sunnudagur: verkefnavinna
Mánudagur: skil á verkefni í utanríkisverslun
Þriðjudagur: skila á 2 verkefnum í viðskiptaensku og próf, vinna um kvöldið
Miðvikudagur: skil á verkefni í markaðsfræði III
Fimmtudagur: kynning í utanríkisverslun og vinna
Föstudagur...... næsta helgi plan síðar!!!

Þangað til þá.... sjáumst hress,,,,, ekkert stress :o)

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Sögustund úr útlöndum nr. 4

Þá fer að koma að því...... mín er bara á leið upp á flugvöll. Seinustu dagar í Köben eru búnir að vera yndi. Bara rólegheit, sjónvarpsgláp, verslunarleiðangur og hangs.

Við Telma lágum í leti, pöntuðum pizzu, átum nammi og flödeboller....og kjöftuðum. Visa og debetkortin eru funheit í veskinu eftir ALLT erfiðið, og tími til að skella sér heim.

Heimkoma 22:10 á íslenskum tíma. Hlakka til að heyra og sjá ykkur.
Hilsen fra Copenhagen
Sella

mánudagur, nóvember 08, 2004

Sögustund úr útlöndum nr.3

Jæja þá er ég komin í heimsókn til Telmu í Köben..... Það var hálf sorglegt að kveðja krakkana á flugvellinum í dag eftir snilldar ferð. Mikið búið að gerast og get ekki sagt meira en íslenski hópurinn var FRÁBÆR!!!!

Dagurinn fór mest í chill, kom heim til Telmu um 8:45 í morgun og ákváðum við að sofa..... þar sem lítið var sofið alla vikuna í Finlandi. Svala og Egill eru hér líka í heimsókn og tókum við bara slappdag í dag, pöntuðum pizzu, horfðum á TV og kíktum svo með Heiðu í bíó, myndin Collateral með Tom Cruise...... og hún var bara góð, Við mælum með henni.....

En núna tekur við svefn........og svo bara versla, versla, versla á morgun. Hlakka til að sjá ykkur, kem heim á þriðjudagskvöldið

Þá mun ölllll ferðasagan koma og ég LOFA MYNDUM ;O)

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Sogustund ur utlondum nr.2

Mikid buid ad ganga a, djamm i Danmorku, Finlandi, Eistlandi og ja bara ut um allt. Brjalad mikid af fyrirlestrum og svona........ meira seinna, segi meira vid taekifaeri.... er ad koma beint af bar Studio 51 in Helsinki og er bara vel i tvi

bid ad heilsa ykkur..... meiri sogur seinna.... love you all ;)

sunnudagur, október 31, 2004

Sogustund ur utlondum nr 1....

Logdum otrulega snemma af stad upp a flugvoll til ad na filingnum og ollu. Eg, Haffi og Gylfi mættum snemma og spiludum tvi 7- 4- 2 allan timann i frihofninni.

Lennti a leidinlegasta gaur i flugvelinni sem var med mega attetude og vildi ekki leyfa mer ad hreyfa vid sætinu. Um leid og hann sofnadi notadi eg timann og setti sætid nidur og viti menn........ madur let eins og odur parkinson sjukingur a sætinu hristi tad og ytti a t il ad lata mig laga tad...... en audvitad gekk tad ekki, lek bara rolega sofandi unga stulku....

Koben hefur verid tekin med trompi, forum beint upp a Hotel Cabin og svo la leidin pa Strøget...... versla, versla, versla

Forum lett a lifid en komum snemma heim enda bidur okkar flug til Finnlands kl 8:15 i fyrramalid.

P.S Vera, Sigga og Sigrun, kikti a Scala. Strickers i nokkra øl og stemningin var god..... meira seinna og fleiri drykkir um leid.

Kv.....Koben farinn Sella

föstudagur, október 29, 2004

Það er komið að þessu......

Já ferðataskan fundin og best að byrja að pakka..... 9 tímar í flug og fullt sem ekki má gleyma, eins og góða skapið, myndavél, galaföt, fín föt, djamm föt, góða skó og GJALDEYRI.

Er þetta ekki það sem þarf?? Vera ætlar að vera svo góð að skutla mér, Haffa og Gylfa út á flugvöll. Þurfum að vera komin þangað fyrir kl 6 út af tollstimpli á 12 Eldur Ís vodkaflöskum sem munu ferðast með okkur.

Köben á morgun, Finnland á sunnudag og Eistland á mánudag. Reyni að setja inn línu á bloggið við tækifæri..... en engar áhyggjur það verður gaman.

Góður hópur: 5 stelpur (ég, Sæunn, Soffía, Hjördís og Eygló) og 6 gaurar (Haffi, Gylfi, Jói, Stefnir, Andri og Teitur)

Óskið mér bara góðrar ferðar og góðrar heimkomu..... OG JÁ ÉG SKAL DREKKA NOKKRA FYRIR YKKUR ;o)

fimmtudagur, október 28, 2004

Einn lettur brandari.... fyrir svefninn ;o)

Elsa átti þrjár dætur sem allar ætluðu að gifta sig með stuttu millibili. Hún hafði nokkrar áhyggjur af brúðkaupsferðum dætra sinna og bað þær að lofa því að senda sér póstkort um framgang ferðarinnar.

Ein dóttirin fór til Hawaii og eftir tveggja daga dvöl fékk Elsa póstkort. Ekkert stóð í kortinu fyrir utan ,,Maxwell House" Elsa var vonum hálfundrandi yfir þessu og náði í Maxwell House kaffipakka og sá að utan á honum stóð: ,,Gott til síðasta dropa" Hún roðnaði yfir skilaboðum dóttur sinnar og var ánægð með að allt gengi vel.

Viku eftir brúðkaup næstu dóttur fékk Elsa póstkort frá Austur-Evrópu, þar sem hjónin voru í reisu. En ekkert stóð í kortinu nema: ,,Lion Bar" Elsa var nú farinn að þekkja þennan leik, keypti sér Lion Bar og las á umbúðirnar ,,Extra langt og unaðslega gott"´Frúin fór þó nokkuð hjá sér en var ánægð fyrir hönd dótturinnar.

Þriðja dóttirin fór í brúðkaupsferð í Karabíuhafið. Elsa beið eftir póstkortinu en eftir viku hafði ekkert spurst til þeirra. Önnur vika leið og svo loks eftir mánuð kom póstkort. Skrifað með óstyrkri hönd stóð: "Iceland Express" Elsa leitaði í næsta dagblaði, hálfórótt yfir skilaboðum, og fann loks auglýsinguna: "ÞRISVAR Á DAG, SJÖ DAGA VIKUNNAR, BÁÐAR LEIÐIR"

hahahah..... góða nótt og bara svona segja ykkur 2 DAGAR í útlöndin


miðvikudagur, október 27, 2004

Allt á fullri ferð.... og mikið búið að gerast seinustu vikuna!!

Fimmtudagurinn einkenndist af stemningu og stressi fyrir kk-og kvk kvöldið, þar sem við náðum að gera marga skondna hluti...... eins og Sæunn missti öll mágusarskírteinin á bílaplaninu upp í Háskólabíói, ca 500 stykkjum. Mjög gaman að raða þeim aftur í starfrófsröð ;o)

Skellti mér svo upp í Valhöll á fund með nemendafélögunum í framhaldskólunum, á Stylinn með Hönnu og Tinnu. Eftir það kíktum við svo á kaffihúsakvöld á Vegamótum Mér tókst að læsa Tinnu frænku óvart inn í bíl.... og skondið að líta til baka og sjá eymdarsvipinn á henni bankandi á rúðuna eftir HJÁLP!!!

Föstudagurinn byrjaði snemma upp í vaxi hjá Magneu. Við tók svo hin bráðskemmtilega miðasala.........og svo bara KK- OG KVK KVÖLD MÁGUSAR OG TRADITION Hörkustuð á Stúdentakjallaranum, þar sem allir voru merktir gaumgæfilega eftir hjúskapastöðu (rautt á föstu, grænt á lausu og gult mitt á milli) Þaðan tókum við stelpurnar bus á Hverfis..........þar sem Rósa Ingólfs fræddi okkur um kvenleikann, gaf okkur ilmvatn og krem meðan við renndum niður líka þessum tíbýska StElPu-BjÓr.....

Gulla úr Svínasúpunni og Stelpur.com var með uppistand........og verð nú bara að segja DJÖFULL ER HÚN FYNDIN gerði nett grín af karlmönnum með góðum undirtektum. Stulli og Haffi í Tradition komu svo með nett grín á milli atriða.... en lokaatriðið hjá stelpunum....var.....

.......líka þessu hallærislegu stripparar sem héldu að þeir væru svo flottir.... en þeir voru það EKKI , hélt ég myndi deyja úr hlátri þegar þeir drógu Tinnu Sif upp og létu hana sleikja rjóma.... og annað ógeðslegt ,

Rétt eftir þetta komu strákarnir galvaskir af Goldfinger, þar sem við tók líka þessi drykkja, dans og feiknastuð. Kvöldið einkenndist af víni, víni, Campari, kokteilum, myndatöku og GAMANIIII.....

Laugardagurinn tekinn í þynnku og svo smellt sér í útskrift hjá Siggu vinkonu – sem nú er orðin viðskiptafræðingur stelpan. Já og það berfætt þar sem bandið á nýju fínu skónum hennar slitnaði í athöfninni sjálfri, svekkjandi.

Mikið stuð og mikið gaman í Miðsölum, þar sem við dönsuðum hókí pókí, fugladansinn, Zorba og drukkum í takt við það. Leið lá svo á Prikið til nóna bróður. OF MIKIÐ af fólki í bænum, kíktum á Ara og Hverfis líka...... svo bara í pylsu og Haukur ,,tengdasonur Íslands” náði í mig, Hönnu og Vidda.....

Sunnudagurinn var svo heljarinnar leiðangur og útréttingar með mömmu, saumó í nýju fínu íbúðinni hjá Guðrúnu og Styrmi. Alltaf gaman að hitta stelpurnar og slúðra eilítið... Stjórnarfundur í Heimdalli og svo líka þessi fíni matur heima og föndurkvöld famelíunnar.... fyrstu jólakortin eru komin ;o)

En ekki meir í bili....... myndirnar eru komnar, kíkið á!!!!,
P.S bara 3 dagar í Finnland, Telma i´m coming :o)

mánudagur, október 25, 2004

Myndir af Kk-og kvk kvöldinu.......

Já kíkið endilega á þessa síðu hér:

Allt að gerast.......

Til að byrja með langar mig til að óska ÍRIS BJÖRK til hamingju með 23 ára afmælið í dag, elskan njóttu dagsins.

Er upp í skóla að drukkna í verkefnum þessa vikuna, er að reyna að vinna upp öll verkefni fyrir utanlandsferðina miklu..... aðeins 5 DAGAR Í KÖBEN.... oh það verður svo gaman.

Dettur ykkur einhvað í hug í sambandi við innflutning á tyggigúmmí til Ástralíu (verkefni í utanríkisverslun) eða hvað þá neikvæða hluti um Bretland, t.d fótboltabullur, vondan mat, mengun, slúður blöðin, offitu og....... (verkefni í viðskiptaensku).

Bara svona einhvað sem ykkur dettur í hug,

Er að reyna að koma mér í skriftir eftir helgina...... karla-og kvennakvöldið, Útskrift hjá Siggu, djammið í bænum, matarboð, föndurkvöld og, og, og, og.......

Bíðið spennt....... MYNDIRNAR KOMA INN BRÁÐLEGA....og sögustundin líka

fimmtudagur, október 21, 2004

ER ÞETTA MÁLIÐ.....

Draumur konu
Kona ein sat á bar ásamt vinkonum sínum eftir vinnudag, þegar hrikalegamyndarlegur og rosalega sexy ungur maður gekk þar inn.Hann var svo eftirtektarverður að konan gat með engu móti hætt að staraá hann. Ungi maðurinn tók eftir athyglinni sem hann fékk frá konunni,gekk beint til hennar og sagði.Ég skal gera hvað sem, "HVAÐ SEM ER" og hversu afbrigðilegt sem það erfyrir 2000 kr.með einu skilyrði.Orðlaus af undrun spurði konan hvað þetta skilyrði væri.
Ungi maðurinn svaraði: Þú verður að segja mér hvað þú villt að ég geri íaðeins 3 orðum.

Konan hugsaði tilboð hans um stund, byrjaði svo að telja peningana uppúr buddunni sinni og rétti unga manninum.Hún horfði djúpt í augu hans og hægt og rólega svaraði hún:
ÞRÍFÐU HÚSIÐ MITT!!!!!!!!!!!!!!

miðvikudagur, október 20, 2004

Nokkrar staðreyndir úr DV...

Aðallega úr greininni góðu.... ,,Ástarþríhyrningur í héraðsdómi"..... lesið þessa líku góðu frasa úr greininni um líkið Vaidas í Morðfirði.

....Heiðveig Þráinsdóttir unnusta Grétars hélt hann væri á sjúkrihúsi með raflost, þegar hann var með Natöshju.

.... Í Héraðsdómi í gær sögðu líkmennirnir sína sögu. Frásagnir þeirra stönguðust á. Einn neitar sök, annar játar og þriðji kennir hinum um ALLT!!

.... Jónas neitaði að hafa vitneskju um að Vaidas hafði haft fíkniefni innvortist við komu til landsins, né heldur að hann hafi verið kunnugt um lát Vaidasar.

..... hvað þá hafa vitað af líkinu..... (HALLÓ VINURINN OPNAÐU AUGUN) sem Tomas og Grétar hafa báði vitnað um að hafa verið í bíl sem Jónas keyrði, hálfann hringveginn á þriggja daga tímabili!

..... Jónas vissi ekki um líkið, þar sem hann var í göngutúr um Fossvoginn, þar sem Grétar og Tomas reyktu svo mikið..... (en hvernig var þá lyktin í bílnum eftir þessa 3 daga)...

.....Grétar lýsti sinn hlið í blaðaviðtölum og kærasta Grétars Heiðrún, opinberaði sína hlið málsins og fyrirgaf Grétari allt...

...... Ekki meir í bili en ef þið vitið meira um þetta stórfurðulega mál.... og hver komi næstur með nýja sögu... SEGIÐ MÉR


mánudagur, október 18, 2004

Gleði, gleði og geðveik helgi búin.....

Flöskudagur: Mikið brallað, farið í vísindaferð í Haga ( Baug) þar sem við hlustuðum á skemmtilegan fyrirlestur og kepptumst svo í að slá drykkjumet Mastersnema í HR.... og verð nú bara að segja að okkur tókst mjög vel upp, kláruðum allt drykkjarhæft í húsinu, skelltum okkur svo á Hverfis þar sem Idolið var hresst og skemmtilegt.

Kvöldið einkenndist af DRYKKJU, DRYKKJU OG ENN MEIRI DRYKKJU... tókum röltið af Hverfis á Bingókvöld verkfræðinema..... vorum held ég aðeins og drukkin fyrir þá rólegu stemningu sem var þar, fórum á Prikið, Ara, Pravda, Hverfis, Celtic og já endaði á Prikinu og var eins og ,,Palli var einn í heiminum" að bíða eftir að elskulegasti bróðir í heimi skutlaði mér heim... Þrælfínt djamm og toppaði söngurinn okkar Hönnu og Veru allt á Celtic

Laugardagur: Yndislegasta litla ,,stormfríður" frænka mín Natalía Tinna 1.árs. Hörku afmælisveisla haldin hér heima.... en nei nei mín þurfti bara að skella sér í vinnuna og það til 01:30 á laugardagsnóttu, ekkert djamm eftir það, dagurinn einkenndist bara að svolítilli þoku og léttum strekkingi, ÞYNNKA Í HÁMARKI.

Sunnudagur: já há... föndurdagurinn mikli, fékk Sæunni og Soffíu í heimsókn þar sem við dróum upp liti, prentara, fullt af blöðum, saumavél, gull- og silfurpenna og byrjuðum á að föndra miða á líka þetta góða kvöld Karla- og kvennakvöld Tradition og Mágusar, eftir það var svo hörkustuð á stjórnarfundi Heimdallar og vinna fram eftir kvöldi..... já bara að skella á skemmtilegasti viðburður ársins..... ætlar þú að missa af honum

Nei held ekki, Tinna Sif, Vera, ég, Sigga og Jóhanna erum bókað að fara.... viltu koma með?

fimmtudagur, október 14, 2004

Þá er nú betra að halda sig í skólanum......

Já maður er nú bara feginn að hafa tekið skólann með stæl í dag, var frekar svekkt yfir því að þurfa að gera verkefni og læra fullt í kvöld þar sem landsleikurinn var í sjónvarpinu og gellurnar á vellinum að horfa á sæta fótboltarassa. Ísland - Svíþjóð........ lokaniðurstaða 0:4 fyrir Svíum og mörkin öll í fyrrihálfleik.....

...ekki laust við að ég sé sátt við að hafa verið í friðsælli náttúrunni í Odda með Utanríkisverslun í annarri og Lögfræði í hinni.

Best að fara að drífa sig heim, Oddi lokar bráðlega og rúmið kallar!!!!!

ps. AÐEINS 9 DAGAR Í KARLA- OG KVENNAKVÖLDIÐ, ;O)
viltu koma með??????

miðvikudagur, október 13, 2004

Bara allt að gerast..........skóli, skóli, skóli og að sjálfsögðu djamm!!!!

Já bara allt að gerast, er upp í skóla núna að læra, verkefni á morgun, skilaði einu í gær, fór í tvö próf þá líka og fékk útúr 1 verkefni og 2 prófum. 8, 8 og 9 komin í hús...... er mín ekki dugleg?

Annars er fullt á dagskrá....
Föstudagur: 15. okt Vísindaferð í Haga (Baugur)
Laugardagur: 16. okt Natalía Tinna 1.árs, svaka afmælisveisla
Laugardagur og sunnudagur.... vinna, vinna, vinna
Mánudagur: 18.okt Enn meiri lærdómur og verkefnavinna
Þriðjudagur: 19.okt Verkefnavinna og vinna
Föstudagur: 22.okt Karla- og kvennakvöldið
Laugardagur: 23.okt Sigga útskrifast úr HÍ
Sunnudagur: 24.okt þynnka.....
Laugardagur: 30.okt NESU Ráðstefna í Finnlandi...... alveg í heila viku þar sem við förum til Eistlands og enda svo í 2 daga heimsókn hjá Telmu minni.

Gleðistund framundan..... bless í bili, félagar

P.s Vera er komin með nýtt blogg..... kíkið hér

mánudagur, október 11, 2004

Á ég að fara að gráta núna..... eða núna??

Próftaflan er komin í hús.....og þvílíkur og annar eins viðbjóður hefur ekki sést í langan tíma. Komin með í mallakútinn og planið er að læra eins og brjálæðingur núna og fram að jólum. Próftaflan er svona::

Þri. 14.des - Markaðsfræði III - kl:13:30-16:30
Mið. 15.des - Markaðfræði IV - kl: 09:00-12:00
Fim. 16.des - Utanríkisverslun - kl:09:00- 12:00
Lau. 18.des - Lögfræði A - kl: 09:00-12:00
Þri. 21.des - Þjóðhagfræði I - kl: 13:30-16:30

Já fái aðrir verri próftöflu.........endilega látið vita, :o(

Snökt, grátur og gnístan tanna

Maður bara komin í fréttirnar......

Já alltaf einhvað að frétta af okkur skvísunum í Mágusi..... kíkið á ÞETTA!!!!

sunnudagur, október 10, 2004

HVAÐ SEGJA STJÖRNURNAR.............

Lau 9/10...... Í dag er rétt að ráðgast við vin, sem gæti veitt þér holl ráð eða í það minnsta góðan félagsskap, sem yrði þér til upplyftingar!

Sun 10/10......Þú laðast að leyndardómum. Þú vilt koma auga á vandamálin, leysa þau og vinna réttu svörin!!

..... Því er málið að SKELLA sér á KAFFIHÚS og ræða allt milli himins og jarðar, hver veit hvað gæti ræst af þessu!!!!

kv. Sella kaffigella ;o)

föstudagur, október 08, 2004

Vísindaferð í Landsvirkjun...... þetta er fínt fyrirtæki!!

Var rétt í þessu að koma í hús úr líka þessari fínu vísindaferð okkar í viðskiptafræðinni hjá Landsvirkjun. Með okkur í för voru hressir krakkar í stjórnmálafræðinni!!!! Bráðskemmtilegur fyrirlestur, fengum að fara niður í stjórnstöðina og sjá hvernig rafmagnflæði inn á heimilin og sonna.

Var svo heppin að Óli góði hellti yfir mig heilum bjór, þannig að ég kom heim til að skipta um pils..... og fara svo og hitta fólkið í FRÁBÆRU IDOL FJÖRI á Hverfis!!!

Endilega komdu og láttu sjá þig, alltaf gaman að horfa á þetta rugl í stórum, góðum hópi!!

.......svo bara heim og læra þjóðhagfræðipróf á morgun....... já á laugardegi!!!!

MYNDIRNAR ERU KOMNAR INN........

Já og ekki nóg með það eru þetta myndir frá ammælinu mínu, 1. helginni í júlí, sjómannadagshelginni, Spáni og Köben, vínsyndaferð í Sjóvá og einhvað fleira.....

kíkið á linkinn..... hann er hérna efst til vinstri......

enjoy, enjoy, enjoy ;o)

Hverjum dettur í hug að fara á Aktu Taktu og fá sér að borða????

..... Ekki frásögu færandi, nema það að ég skellti mér í vinnuna áðan, og viti menn kom bara ekki þessi 70 manna bílaklúbbshópur... Life to cruise og ákvað að fá sér að borða...... hef ekki séð annað eins, við vorum 7 í vinnunni og allt á öðrum endanum, náðum að redda einhverjum 80 tilboðum að allskonar mat, þótt ég segi sjálf frá, gekk það ROSA VEL!!!

Fór þó fyrr heim og viti menn lenti líka í þessari dýrindis fondue veislu, geggjaður matur heima og Laufey og Kalli í heimsókn. Við tók lærdómurinn og........... já það sést bara hvað ég hef náð að læra mikið...... komin á netið.

..... en bless í bili, verð að læra, próf í þjóðhagfræði á laugardag og vínsyndaferð í Landsvirkun á morgun, sjáumst hress og játs bara bletzzzzzz :o)

..... Footballers wives!!!!

Hversu fyndnir þættir eru þetta? Maður dettur bara gjörsamlega inn í nýja Bílastæðaverði eins og í Fóstbræðrum. Annað hvort hafa allir verið með öllum, átt börn með öllum, haldið framhjá öllum og ef það er ekki svoleiðis, þá er verið að reyna þetta ALLT. Tanya Turner fær þó heiðurinn á því að vera tík þáttarins. Bíð spennt eftir næstu seríu...... gerir þú það ekki líka??

fimmtudagur, október 07, 2004

Til hamingju með ammælið......

Vera innilega til hamingu með 22 ára afmælið, njóttu nú dagsins og næturinnar sem allra allra best. Ég er viss um að þú ert orðin ROSA ROSA stór........ og enn og aftur til hamingju með afmælið!!

Sólargeilsinn 23 ára og vikugamall :o)

þriðjudagur, október 05, 2004

Vér mótmælum
.......Það var sko tekið á því í morgun, mín bara mætt við Hús Verslunarinnar kl 07:30 með fullt skott af Kókómjólk og við tók mótmæli um frestun mislægra gatnamóta Kringlumýrar- og Miklubrautar þar sem fjöldinn allur af hressum Heimdallingum voru saman komin með skilti, kleinur og kókómjólk til að gefa, þeim vegfarendum sem voru stopp í umferðarteppunni á leið í vinnu......

Gaman að sjá hvort þetta hafi einhvað í för með sér, en við sýndum þó í verki að það þarf að gera einhvað róttækt þarna!!!! Hver nennir að vera 40 mínútur í skólann eða vinnu á morgnanna.??

MBK
Sella uppreisnarseggur ;o)

..... WHAT A FEELINGGGGG......

Jamm og já, helgin afstaðin og mikið búið að bralla. á flöskudag var margt og mikið að gerast.... Vísindaferð í Seðlabankann, sem ég missti því miður af, en hitti þó hresst Mágusarliðið á Stúdentakjallaranum á eftir þar sem bjórinn flæddi og pizzukassar á hverju strái. Stoppaði stutt þar, þar sem Davíð Ólafur var með 1.matarklúbb vetrarins, þar sem eldað var Faitas fyrir 20 manns og ís með heitri mars-sósu sem sumum fannst þurfa að bragðbæta með vænum slurka af Bacardi. (Takk Jói) horft á Idol,

......... og já já já já, farið í Sing Star , og ómæ hvað það er skemmtilegt, þetta er komið efst á óskalistann fyrir jólagjafir. Lög eins og Pretty Woman, I believe in things called love, Like a virgin, Heart of glasses, Living la vida loca voru tekin nokkuð oft, og voru Októberfest fararnir fullu, mjög sprækir og fá fullt hús stiga fyrir sviðsframkomu...

.....eftir mikið væl, söng og svínarý lá leiðin í bæinn og tók ég að mér að skutla Bigga, Sigga, Villa og Kára í billann þar sem Prikið var fyrsti stoppustaður. Bílferðin var kostuleg þar sem strákarnir ákváðu að kasta vatnsmelónu út á ferð já, já, já út um gluggan á ferð á Miklubrautunni...... skondið atvik þar á ferð, á Prikinu var svo mikið tjúttað og trallað, dansað upp á stólum, hátölurum og bókstaflega út um allllllllllt. Mín edrú svo ég var ekki alveg að missa mig. Hitti allar gellurnar á Prikinu og rölti með Veru og Hönnu á Hverfis í stuttan hring og svo jemmme på.

Laugardagur til lukku tók svo vel við þar sem Styllinn var tekin, rúntur upp í mosó eftir bolluskál og glasaleit, brunað í Ikea og keypt 60 plastglös, rennt eftir snakki og í kringluna að kaupa Boozzzzee og öllu í bolluna reddað.

..... Eftir herlegheitin lá leiðin heim og gera allt klárt fyrir PARTÝ ..... mikið ógeðslega var gaman þó ég segi sjálf frá. Bauð líka í þetta skemmtilega partý hérna heima, þar sem um 40 manns létu sjá sig, mikið var tjúttað, blönduð var hættuleg bolla þar sem fólk sem smakkaði hana komst ekki hjá því að rúlla út um útidyrnar á leið úr teitinu. (Aðeins 3 lítrar af Vodka og 3 ½ l af Passóa kláruðust)........ og fáránlega mikið af bjór, stútfylltum svartaruslapoka af dósum.

......Þegar líða tók á partýið var ,,Einn dans við mig” tekinn hátíðulegur í stofunni, Sing Star fjör á efri hæðinni, drykkjukeppni í eldhúsinu, þar sem keppt var í að klára bolluna með risa rörum og fötu á gólfinu. Tóku sig nokkrir til og ákváðu að spila fótbolta með vatnsmelónu í garðinum (mér til mikillar gleði á sunnudaginn) Um hálf þrjú, tíuðum við okkur svo í bæinn þar sem Prikið var tekið með stæl...... og áfram haldið á drykkju. Mikið stuð og mikið gaman, röltum við saman upp á Hverfis, þar sem ég laug að dyraverðinum að Tinna frænka væri stjórnarmeðlimur í Mágusi með mér og við flugum 3 inn...... hahah góðar Hanna og Tinna :o) Mikið tjútt og mikið gaman, dansaði af mér rassgatið með Anný, Möggu, Ella, Tinnu, Hönnu og fleirum, en svo kom að því að djammið átti að vera búið enda kl. 06:?? Svo við fórum bara aftur á Prikið, skelltum okkur og pöntuðum pizzu......Vera okkar kom svo og sótti okkur og við komum heim, í svaka fillerýisgalsa, japlandi á pizzu og Tinna, Hanna og Elli ákváðu að gista, góður endir á góðu djammi, ég get ekki sagt meira.

Sunnudagur til svaka þynnku kom sá og sigraði, þar sem þynnkan var ágæt og mikið ógeðslega var gólfið skítugt..... það var SVART, skúringar, afþurrkur og uppvask var á dagskrá, en mikið rosalega var ég fegin að við ákváðum full og vitlaus að henda öllu drasli, dósum og rusli á laugardagsnóttina áður en við fórum í bæinn......

Kv. Sólargeislinn, í bananastuði eftir góða helgi

PS. Myndirnar sem lýsa kvöldinu best koma inn eftir smá......
Pps takk æðislega fyrir mig..... engar smá gjafir og enginn smá félagsskapur ;o)

..... WHAT A FEELINGGGGG......

Jamm og já, helgin afstaðin og mikið búið að bralla. á flöskudag var margt og mikið að gerast.... Vísindaferð í Seðlabankann, sem ég missti því miður af, en hitti þó hresst Mágusarliðið á Stúdentakjallaranum á eftir þar sem bjórinn flæddi og pizzukassar á hverju strái. Stoppaði stutt þar, þar sem Davíð Ólafur var með 1.matarklúbb vetrarins, þar sem eldað var Faitas fyrir 20 manns og ís með heitri mars-sósu sem sumum fannst þurfa að bragðbæta með vænum slurka af Bacardi. (Takk Jói) horft á Idol,

......... og já já já já, farið í Sing Star , og ómæ hvað það er skemmtilegt, þetta er komið efst á óskalistann fyrir jólagjafir. Lög eins og Pretty Woman, I believe in things called love, Like a virgin, Heart of glasses, Living la vida loca voru tekin nokkuð oft, og voru Októberfest fararnir fullu, mjög sprækir og fá fullt hús stiga fyrir sviðsframkomu...

.....eftir mikið væl, söng og svínarý lá leiðin í bæinn og tók ég að mér að skutla Bigga, Sigga, Villa og Kára í billann þar sem Prikið var fyrsti stoppustaður. Bílferðin var kostuleg þar sem strákarnir ákváðu að kasta vatnsmelónu út á ferð já, já, já út um gluggan á ferð á Miklubrautunni...... skondið atvik þar á ferð, á Prikinu var svo mikið tjúttað og trallað, dansað upp á stólum, hátölurum og bókstaflega út um allllllllllt. Mín edrú svo ég var ekki alveg að missa mig. Hitti allar gellurnar á Prikinu og rölti með Veru og Hönnu á Hverfis í stuttan hring og svo jemmme på.

Laugardagur til lukku tók svo vel við þar sem Styllinn var tekin, rúntur upp í mosó eftir bolluskál og glasaleit, brunað í Ikea og keypt 60 plastglös, rennt eftir snakki og í kringluna að kaupa Boozzzzee og öllu í bolluna reddað.

..... Eftir herlegheitin lá leiðin heim og gera allt klárt fyrir PARTÝ ..... mikið ógeðslega var gaman þó ég segi sjálf frá. Bauð líka í þetta skemmtilega partý hérna heima, þar sem um 40 manns létu sjá sig, mikið var tjúttað, blönduð var hættuleg bolla þar sem fólk sem smakkaði hana komst ekki hjá því að rúlla út um útidyrnar á leið úr teitinu. (Aðeins 3 lítrar af Vodka og 3 ½ l af Passóa kláruðust)........ og fáránlega mikið af bjór, stútfylltum svartaruslapoka af dósum.

......Þegar líða tók á partýið var ,,Einn dans við mig” tekinn hátíðulegur í stofunni, Sing Star fjör á efri hæðinni, drykkjukeppni í eldhúsinu, þar sem keppt var í að klára bolluna með risa rörum og fötu á gólfinu. Tóku sig nokkrir til og ákváðu að spila fótbolta með vatnsmelónu í garðinum (mér til mikillar gleði á sunnudaginn) Um hálf þrjú, tíuðum við okkur svo í bæinn þar sem Prikið var tekið með stæl...... og áfram haldið á drykkju. Mikið stuð og mikið gaman, röltum við saman upp á Hverfis, þar sem ég laug að dyraverðinum að Tinna frænka væri stjórnarmeðlimur í Mágusi með mér og við flugum 3 inn...... hahah góðar Hanna og Tinna :o) Mikið tjútt og mikið gaman, dansaði af mér rassgatið með Anný, Möggu, Ella, Tinnu, Hönnu og fleirum, en svo kom að því að djammið átti að vera búið enda kl. 06:?? Svo við fórum bara aftur á Prikið, skelltum okkur og pöntuðum pizzu......Vera okkar kom svo og sótti okkur og við komum heim, í svaka fillerýisgalsa, japlandi á pizzu og Tinna, Hanna og Elli ákváðu að gista, góður endir á góðu djammi, ég get ekki sagt meira.

Sunnudagur til svaka þynnku kom sá og sigraði, þar sem þynnkan var ágæt og mikið ógeðslega var gólfið skítugt..... það var SVART, skúringar, afþurrkur og uppvask var á dagskrá, en mikið rosalega var ég fegin að við ákváðum full og vitlaus að henda öllu drasli, dósum og rusli á laugardagsnóttina áður en við fórum í bæinn......

Kv. Sólargeislinn, í bananastuði eftir góða helgi

PS. Myndirnar sem lýsa kvöldinu best koma inn eftir smá......
Pps takk æðislega fyrir mig..... engar smá gjafir og enginn smá félagsskapur ;o)

föstudagur, október 01, 2004

Kanntu góða uppskrift af BOLLU?????

Vantar góða uppskrift af áfengribollu........ ef þú lumar á einni, endilega settu hana í comment!!!!!! Já og Anna Lára eða Elva, ef þið lesið þetta hvernig var uppskriftin á kveðjupartýis bollunni hjá ykkur, hún var svaka góð!

jamm og já...... þið segið það!!!
Enn einu sinni kominn flöskudagur, vísó í Seðlabankann, Októberfest í Háskólanum, fyrsta Idolkvöldið, matarklúbbur hjá Davíð og já HÖRKUDJAMM Á MORGUN...... já sem sagt fullt fjör á haustmánuðum á klakanum.

Mikið búið að vera að gera þessa vikuna, fullt að læra í skólanum, vinna á fullu, safna styrkjum fyrir Nesu ferðinni, halda tvo saumaklúbba, slúðra mikið, eiga ammæli, fá útborgað og eyða því jafn fljótt....... ekkert smá hvað það tekur á að fara í Kringluna og Smáralind.

Annað hvort eyðir maður fullt af peningum sem maður á ekki......... OG loks þegar maður á einhverja aura, þá finnur maður ekki neitt, eða ekki til í stærðinni sem maður þarf. Vildi bara að ég væri stundum úr gúmmí, þá gæti maður teygt sig og togað í öll flottu fötin sem maður sér......

... Þið sem lesið þetta, þá verður sko tjútt og trall á morgun.... ÉG ENDURTEK Á MORGUN, partý at my place!!! Endilega láttu að sjá þig,

Kveðja flöskudagsvinurinn
Sella

miðvikudagur, september 29, 2004

ÉG Á LÍKA AMMÆLI...... LIGGA LIGGA LÁI!!!

Já mín bara orðinn ellismellur 23.ára, pælið í því!!!...... og þið vitið ekki hvað ég stækkaði mikið í nótt. Afmælisdagurinn byrjaði voðalega vel þar sem stimpilklukkan í vinnunni spilaði líka þetta magnað falska technoafmælislag kl.24. Svo lá leiðin á Prikið í kaffibolla með Jónasi bróður.... og elskan svo góður að gefa mér 3 rauðar rósir

Ekki var svo slæmt að fá afmæliskort í pósti frá Ameríkunni..... Elva og Anna Lára TAKK æðislega fyrir mig og missya þúsundfalt líka, bíð spennt eftir jóladjamminu!

Búin að fá fullt af góðum kveðjum í dag....ammæliskveðjur frá: Veru, Siggu, Sigrúnu, Evu
Ösp, Tinnu Sif, Sibbu, Drífu, Hrebbnu, Sæunni og Soffíu, Danna Tiger, Önnu Svövu, Rakel og bumbunni, Hönnu, Benný, Anný Rut, Frikka, Laufeyju og Kalla. TAKK FYRIR MIG!!


Langar í leiðinni að óska Tullu innilega til hamingju með 24 ára afmælið..... njóttu dagsins elskan.

Kv. Sólskinsbarnið í ammælisgír

P.S Afmælispartý hjá mér um helgina....... svaka stuð og djamm á laugardaginn. Nánari upplýsingar þegar nær dregur! Hlakka til að sjá ykkur.....

þriðjudagur, september 28, 2004

Að kaupa PYLSU.... getur verið hörkuerfitt

Já það hefur nú ekki virkað tiltökumál að kaupa sér eina með öllu í þessu þjóðfélagi..... en nei viti menn, það var nú bara hörkuvesen hjá mér og Tinnu frænku um helgina.

Þannig var mál með vexti að við frænkurnar ákváðum að skella okkur á Bæjarins bestu á laugardagskvöldið um kl.02:00, vippuðum okkur inn á bílaplanið fyrir framan og eins og fólk veit er lífsins ómögulegt að fá stæði þarna eftir miðnætti um helgi. Við frænkurnar ákváðum eftir nokkra hringi á bílaplaninu að loka bara tvo bíla inni, hlaupa og kaupa pullu og skella okkur í burtu!!! Tókum allann pakkann í því að það kæmi nú enginn að færa bílinn sinn svona seint á nóttunni og að það tæki nú ekki langan tíma að fá 2 stk pylsur!

.......en heppnin okkar við skelltum okkur að skúrnum góða, pöntuðum tvær heitar en í sömu andrá er mér litið í átt að bílaplaninu þar sem ég sé þrjá vaska pilta standa við bílinn okkar. Einn gaurinn kemur að pylsuvagninum og eftir stutt spjall fæ ég að vita að við höfðum lagt fyrir bílinn hjá vini hans sem ath.... var lögga í mikilmennskugír, sem búinn var að hringja á lögguna og tilkynna ólöglegalagðan bíl og ætlaði að fá Vökubíl til að draga hann í burtu.....

Ég hleyp og ætla að færa bílinn... þá átti ég smá samtal við löggugaurinn.

Gaurinn: “Ertu eigandinn á bílnum?”.....
Ég: ,,Nei er bara að færa hann fyrir eigandanum”
Gaurinn: “ok, þá mun eigandinn vera vakinn, því löggan mun hringja í hann eftir smá”
Ég: ,,ok en ég skal bara færa bílinn”

Færi bílinn og segi svo við Tinnu frænku þegar hún kemur með pylsurnar
,,Heyrðu löggan mun hringja í eigandann á eftir út af ólögleglögðum bíl”...... þá sé ég líka þennan skrítna svip koma á frænku mína í því sama sem hún springur úr hlátri og segir.....
,,......en Sella, amma er skráð fyrir bílnum!!!”

verð því bara að segja hversu fyndið hefur samtalið verið við 70 ára kellu um miðja nótt um ólöglega lagðan bíl á bílastæði......ekki furða að löggan hafi verið fámál þegar hún loksins bjallaði í Tinnu út af herlegheitunum!!!

Saumó búinn og slúðrið komið í æð.....

Já fremur rólegur saumaklúbbur hér á ferð..... skrítið vorum bara 6 mættar, en vaninn er örlítið fleiri eða 16 manns. En nei þar sem gellurnar okkar eru erlendis, þær: Gyða í Kanada, Anna Lára í USA, Marín í Þýskalandi og María, Tinna og Telma í Danaveldi.....vantaði nokkrar aðrar út af vinnu, lærdómi og pössunarleysi og veriði vissar elskurnar ykkur var sárt saknað.

Ég var búin að vera rosalega dugleg að baka og svona en NEI NEI NEI viti menn ætli bakarofninn bili ekki hér heima hjá mér og heiti rétturinn til í tuskið..... Þá eru nú góð ráð dýr, en viti menn hvað ætli maður hafi gert ?? Jú jú, kveikti upp í gasgrillinu og hitaði hann þannig, sniðug finnst ykkur ekki!!!

Slúðrið var í það minnsta þessa kjaftatörn, en þjóðfélagsmálin rædd fram og til baka. Guðrún sagði okkur mikið frá nýju íbúðinni sinni og út frá því komu þessi líka miklu íbúðarkaup..... ég held ég verði bráðum ein eftir heima hjá M&P. Hrebbna og Katrín eru að safna fyrir íbúð og alltaf að skima eftir. Sunna nýbúin að kaupa, Anna Jóna komin á Hjónagarðana og já bara allt á blússandi siglingu hjá okkur gellum...... ekki leiðinlegt!

En eftir mikið spjall um Fíkniefnamálið í DV, skólana HA,HÍ og HR, vinnurnar, litlu krílin í klúbbnum, barneignir, djammið, Idol, jólin og jólastressið, brúðkaup, bankamálin og allt milli himins og jarðar, leisti ég stelpurnar út með bókaláni til að redda málunum. Ekki slæmt að geta lánað bókmenntasögubækur, spænskuorðabækur og bókfærslubækur....... já dugleg? Vil því enda þetta góða blogg á MENNT ER MÁTTUR ...........og fara að læra fyrir próf sem er á morgun!

mánudagur, september 27, 2004

Dugnaður í minni..... fylgir þetta aldrinum??

Já búin að vera dugleg í dag, þótt ég segi sjálf frá. Eftir smá stund á von á Dísunum í saumaklúbb og haldiði ekki bara að mín sé búin að baka köku, gera brauðrétt, skera niður grænmeti með dýfu, nachos og ......fullt af nammi..... ekkki slæmt það.

Já keypti mér líka þessa snilldarskál fyrir allt gúmmelaðið..... þannig að núna get ég tekið á móti ykkur með góðgæti!!!

I´m readdyyyyyyy..... sjáumst hress

föstudagur, september 24, 2004

Olympíuleikar fatlaðra..... dáist að keppendunum.

Já mér finnst við hæfi að Kristín Rós sundkappi verði valin íþróttamaður ársins á Íslandi miðað víð árangur sinn..... hún á það skilið og mikið meira en það, gull og heimsmet á móti sem þessu!

En verð þó að segja frekar fyndið að horfa á kúluvarp dverga, hjólastóla körfubolta, hjólreiðar blindra og hestamennsku handalausra.... en þetta er samt hörkuduglegt fólk..... ég gat samt ekki annað en hlegið yfir ýmsu.

Sella einfalda...... (betra að geta hlegið að og með svona fólki, er það ekki málið)


fimmtudagur, september 23, 2004

ÉG VILDI AÐ ÉG VÆRI Í KENNARAVERKFALLI.....

Minnist þess þegar við fórum í kennaraverkfall í grunn-og framhaldsskóla.... þvílíkt og annað eins ljúfa líf. Áhyggjulaus vaknaði maður á morgnanna, hringdi í vini og fékk þá til að hanga með sér í Kringlunni, leigja videó, passaði litlu systkyni vina sinna eða hékk bara einhvers staðar og chillaði....

Ohh mig langar svo að fá aftur svona róleg móment, slappa af og vera áhyggjulaus unglingur. Er fólk ekki sammála mér.

Ekki það að ég skilji ekki að það sé kennaraverkfall, þessi laun mega alveg hækka slatta fyrir vinnuna sem kennarar vinna. Þetta er mjög vanmetin vinnustétt!!!

ALLT AÐ GERAST......

Já bara komin ferðaplan, mín er á leið til Danmerkur, Finnlands og Eistlands á ráðstefnu NESU

Búin að kaupa flugmiðana alla þannig að planið er svona:

Kaupmannahöfn 30.október, gist í eina nótt. Helsinki 31.október þaðan tekin ferja til Tallin (Eistlandi) þar sem við verðum í tvo daga og förum aftur til Helsinki. Þaðan fer ég svo til Köben 7.nóvember. Mun svo gista tvær nætur í Kóngsins köben hjá henni Telmu minni því hún ætlar að taka vel á móti mér og sýna mér sætu skiptinámsborgina sína..... TELMA strax farin að hlakka til......

Þægilegt og notalegt kvöld í Grafarvoginum.....

Kíkti til Guðrúnar Helgu og Gauta í kaffi í kvöld með þeim HÍ skvísum Jóhönnu og Elínu..... og mikið rosalega getur maður spjallað þegar maður hefur ekki hitt vini sína heilt sumar!

Mikið búið að gerast, Hanna búin að kaupa íbúð, Elín komin með kall og Guðrún og Gauti eiga vona á barni..... eintóm hamingja...........Til hamingju öll

Ekki verra að ég fékk eitt besta súper nachos ala Helga, bið hér með um uppskriftina, fleiri verða að fá að njóta þess!

TAKK FYRIR ÆÐISLEGT KVÖLD..... bíð spennt eftir næsta hittingi hjá Hönnu.


þriðjudagur, september 21, 2004

Saumó-plan næstu viku!!!!

Vildi bara koma því hér á framfæri að ég er með 2 saumaklúbbi í næstu viku......ákvað að bjóða gellunum heim í tilefni afmælis míns, ekki amalegt verð 23 ára gamalmenni

Mánudaginn 27. september mun ég bjóða Réttó gellunum til mín kl:20:30

og

Miðvikudaginn 29. september munu hinar skólaskvísurnar úr 6-D Versló líta á mig..... nánar tiltekið kl. 20:30.

Hlakka til að sjá ykkur allar og endilega látið mig vita ef þið komist ekki, annað hvort með emaili sesselg@hi.is eða í símann minn..... you know my number ;)


ELVA AFMÆLISGELLA!!!!!

Vil nýta tækifærið og óska þér Elva Björg, Arkansas skvísa innilega til hamingju með afmælið....... bara orðin 23 ára skvísa.

Njóttu nú dagsins í úglandinu og have fun darling..... miss you big time!!!


Ljúft líf að klæðast rauðu....... ekki sýst þegar Man. United vinnur!!!!
Já fyrir þá sem ekki vita var Man Utd - Liverpool áðan og meistararnir unnu 2-1.... ekki laust við að maður sé með glott á andliti yfir þessum snillingum sem maður hefur haldið með endalaust!
En ekki meira í bili......bara gaman að horfa á boltann :)

fimmtudagur, september 16, 2004

Verð nú bara að segja það..... hvað er málið með bókakaup í skólum nú til dags???

Ekki nóg með að maður striti og puði á sumrin til að fá nokkra aura, þá er maður fljótur að kveðja þá þegar skólinn byrjar. Ég er í 6 fögum í skólanum sem allir eru með einhverjum massívum bókum........og viti menn eitt stykki bók kostar um 6980.- sem er ekki mannlegt fyrir fátækan námsmann!!

Eins gott að djamm og fyllerí er ódýrt í vetur út af þessum snilldar vísindaferðum!!!! Mótmælum því saman og reynum að spara, mætum öll í VÍSÓ

Yngsit prins fjölskyldunnar er komin með heimasíðu.....

Já haldiði ekki bara að óskírður Bragason (sonur Gullu frænku og Braga) sé komin með heimasíðu. Linkur á hana hér til hliðar svo þið getið nú fylgst með!!! Rosa dúlla þar á ferð.

miðvikudagur, september 15, 2004

ANNASÖM vika....... það er svo fínt að hafa nóg að gera ........en ég meina það. Gærdagurinn fór í að kynna Heimdall fyrir námsglöðum FB-ingum, og viti menn mín bara mætt í Breiðholtið kl:08:05 en það hefur ekki gerst í langann tíma. Svo tók skólinn við, Þjóðarbókhlaðan og loks vinnan

Ég veit ,,I don´t have alive”, dagurinn í dag er svo að vanda fullur af skemmtilegum fundum, til að ákveða kynningarkvöld Heimdallar á Hressó á laugardaginn, fundur borgarmálanefnd, fundur mannréttindarnefndar og svo að sjálfsögðu skólinn sjálfur!!! Hann má nú ekki gleymast.

Helgin...... er svo óðum að nálgast og má gera ráð fyrir miklu stuði, þar sem hún Kristín vinkona fær sveinsprófsskírteinið í hönd á laugardag, kynningafundur Heimdallar er og hún Helga Rut skvísa á afmæli!!!! Ekki amaleg helgi, verst bara að mín er að vinna líka! En það er þó dagvakt á laugardag og kvöldvakt á sunnudag, þannig að mín sést í bænum að vanda ;o)


Grænn Golf, eldri týpa.... bílnúmer BH ??? óskast

Já mín bara í rólegheitum í vinnunni í gær þegar einhver snillingur á grænum Golf ákvað að koma og grýta eggjum í vinnustað minn .

Greinilegt að Garðbæingar hafa ekki meira uppbyggilegra að gera á þriðjudagskvöldum. Eggjagaurnum á Golfinum tókst að kasta tveimur eggjum inn í sjoppuna til okkar og einu nánast í hausinn á mér....... það hefði verið amalegt!!!

ÉG bara spyr...... hvað hef ég gert af mér? Eða kannski bara eigandinn..... á maður ekki að kenna honum um óánægða viðskiptavini sem taka til þess ráðst að GRÝTA EGGJUM?

þriðjudagur, september 14, 2004

Lífið er dans á rósum...... .svona á þetta að vera!!!

Já nóg að gera hjá mér eins og vanalega, og viti menn mín er að fara á ráðstefnu í Finnlandi 31. okt - 7. nóv. Hljómar vel ekki satt..

Þetta er ráðstefna á vegum Nesu, félags viðskiptafræðinema á norðurlöndunum. Farið verður til Köben, þaðan til Helsinki þar sem við gistum en einnig munum við skreppa til Eistlands í heimsókn í 2 daga....

Hljómar vel ekki satt?? þannig að bara dans á rósum hjá mér.

En later.... vinnan kallar á mig eftir 10 mín.

mánudagur, september 13, 2004

Hvað er málið..... á ég enga vini lengur!!!!

Veit ég hef verið frekar busy upp á síðkastið.... en svona pæling á ég enga vini enn í gegnum bloggið?

Er ég bara einhver púki út í bæ sem tala við sjálfan mig á netinu, eða eru þið fólk að læðupúkast þarna bak við mig..... commentið nú hjá mér, áður en ég fer í VERKFALL.

ein einmana og svekkt ;o(

Snúast allar auglýsinar um kynlíf og klám........... smá pæling

Er þetta bara ég eða er alveg eðlilegt að sjá eftirfarandi auglýsingar:

,,Besta svæðanudd sem völ er á” (Einstaklingsrúm)
,, kraftmiklar og endingargóðar” (þvottavélar)
,,Stærðin skiptir máli” (Banana Boat Aloe Vera gel)
,, Hart og gott” (gólfefni - parket)

Er það bara ég sem er svona mikill sorakjaftur eða er þetta bara raunin??????

Já ég verð að spyrja er eðlilegt að fá spurningar eins og ég fékk um seinustu helgi. Á föstudag labbaði gaur upp að mér og spurði: ,,ertu dyravarðarmella?” og á laugardag fékk ég þetta góða coment að ég væri: ,,pervert” þarf ég að fara að endurskoða útlit mitt..... eða hvað er málið????

Jeff Buckley...... er átrúnaðargoð

Verð nú bara að nefna þennan mann, því ég heyrði lagið hans Hallelujah um daginn en þetta lag er auðvitað eitt það flottasta í bransanum. Ekki það að ég sé lituð af hlustun þessa lags. Þetta lag er mín heitasta minnig á Spánardvöl minni og Gyðu árið 2001, þar sem ég held að þetta lag hafi verið spilað oftar en allir þeir dagar sem við dvöldum þar...... Þegar ég heyrði þetta lag..... saknaði ég strax Gyðu minnar sem er í Kanada að læra verkfræði, hlakka til að sjá þig Gyða mín um jólin, tökum þá eitt gott Buckley kvöld!!!!

En í alvöru mæli með þessu lagi hjá goðinu góða, tékkið á þessu!!!!

ÍÞRÓTTIR..... HANDBOLTI ER GUÐSGJÖF

Var að fletta blaðinu um daginn og áttaði mig þá á því að íþróttir á borð við handbolta eru ekkert annað en hrein guðsgjöf!!! Ekki nóg með að það sé fullt að gerast allann tímann, frekar simple leikreglur og allir geti horft á þetta, þá er líka uniformið bara fínt.

Það er annað en glíma, þar sem keppandin þarf að klæðast þröngum leðurólum sem engin skilur tilganginn í. Eða þá bara waterpolo........ varð óvart áhorfandi á þessari mögnuðu íþrótt á ólympíuleikunum og ég varð að segja fyrr myndi ég grafa mig en vera með.... manni sem stundaði þessa íþrótt...... þeir líta út eins og pínulítil smábörn með öfugarbleyjur á hausnum!!!!!

Hvað er að........ þá vil ég nú frekar kjósa almennilegar íþróttir á borð við handbolta eða fótbolta þar sem maður getur nýtt helgarnar fyrir framan sjónvarpið með bjór við hönd og skemmt sér!!!!!!!

fimmtudagur, september 09, 2004

Stjórnmál, vinnan og skólinn
Já djammið er ekki nóg hjá mér... Heimdallur er gríðarleg vinna en skemmtileg. Við höfum verið á fullu að undirbúa okkur fyrir komandi vetur. Komið er í gang fullt af áhugaverðum málefnahópum fyrir þá sem hafa áhuga. Sjálf hef ég komið mér í Borgarmálin, Mannréttindamál og Mennta-og menningarmálanefnd. Það er á mörgu að taka en vonandi gengur okkur vel..... með hjálp góðra einstaklinga. Var einmitt á góðum fundi með Vilhjálmi oddvita borgarstjórnar áðan....... kíkið bara á www.frelsi.is og sjáið dagskránna í vetur.!!!! bara gaman og gagnlegt
Helgina fór ég svo á SUS-þing á Selfossi. Þetta var málefnaþing þar sem málefnanefndir störfuðu og í lokin komu fram ályktanir og atkvæðagreiðsla um ákveðin málefni. Ég verð nú að segja fyrir mitt leiti var ég nú ekki sammála öllu......... en það er nú örugglega eðlilegt!! Allavegana mjög fróðlegt og skemmtilegt og ekki hægt að segja annað en að maður læri á þessu. Mætti þó reyna að ná dagskránni betur skipulagðari svo nafnið á þinginu verði ekki alltaf Sjúss-þing.
Vinnualkinn ég hef svo ákveðið að vinna öll þriðju- og fimmdagskvöld í vetur..... og aðra hvora helgi sem er kannski klikkun en það kemur í ljós. Kannski verður maður bara skipulagðari fyrir vikið. Bíð og vona..... skólinn kemur svo þess á milli!!!

Djammið alltaf mikið á minni það vantar ekki!!!!
Sellan er alltaf sú sama, hvort sem það er Steinselja, heilasella, sella gella eða hvað þið viljið kalla það. Mín kann sko að djamma!!!

Ekki vitlaust hjá minni að bjóða sig fram í stjórn Mágusar upp á djammið. Veturinn er rétt byrjaður og ég hef fengið 2 góð skipti til að skemmta mér og mínum. NÝNEMAFERÐIN var farin seinustu helgi upp í nýuppgerða hlöðu í Laxnesi í Mosfellsdal. Ferðin gekk mjög vel fyrir sig, við lögðum af stað frá Odda og að vanda þurftum við félagarnir að láta rútuna bíða eftir Hönnu ,,stundvísu”. Þaðan lá leiðin með fullri rútu af ný- og ekki nýnemum upp í sveit. Frekar skondin stemmari þar á ferð þar sem fólk þekktist ekkert og svoldið svona vandræðalegt á köflum, merktum þó alla með nöfnum til að auðvelda þetta..............en treystið mér það átti eftir að breytast, allt fljótandi í bjór um kvöldið, farið var í skeifukast, leikinn: hver er maðurinn? Og snilldar leik: Sækið 6 hluti ( í þetta sinn, gleraugu, trefill, sígarettupakki, smokkur, einn skór og að lokum brjóstahaldari)

Mér finnst að ég og Soffía ættum að fá eitt stórt klapp fyrir að vera þær einu sem vorum hjálpsamar og redduðum brjóstahöldurum fyrir keppendurna..... og já með þvílíkum hraða!!!

Tekinn var góður söngfílingur, þar sem Jói og Stulli tóku nokkra góða slagara og ekki klikkuðu söngbækurnar. mest ánægð með þessa frábæru djammfélaga sem ég hef eignast ..... félagar þið megið fara að vara ykkur ;o)

Leiðin lá svo á Hverfis eftir öll herlegheitin, þar sem sungið var og spilað alla leið í bæinn. Við tóku svo drykkjuleikir á Hverfisgötunni til að klára bjórbirgðirnar áður en hellt var meira í sig í bænum.... SEM SAGT MIKIL ÖLVUN Á FERÐ!!! Eins og sést. Kíkti þetta tíbýska rölt í bænum og svo seint og um síðir heim að sofa ;o)

Svo í gærkvöldi var SKEMMTIKVÖLD MÁGUSAR OG ÖKONOMIU en þar voru þessir líka mögnuðu trúbadorar á ferð. Jói í Hárinu og Kjartan sem betur eru þekktir sem trúbbar á Ara í Ögri um helgar. Góð stemmning á fólki og bara slatta góð mæting miðað við miðvikudag. Ég á líka þessar góðu vinkonur sem kíktu á mig, Vera, Sissa, Jóhanna, Benný og Bryndís takk fyrir að koma. Bara mikil söngstemming og gaman........ Bíð spennt eftir VÍSINDAFERÐ á föstudaginn svo!! Panta svo bara pláss á Vogi í desember, ekki tími fyrir það fyrr.

Sella ,,don´t have alive” is my middle name!!!!
Já þannig er það nú bara........ ég hef ekki átt mér líf seinastliðnar vikur. Ég hef verið meira en busy sem er mjög gott fyrir meira en ofvirka týpu eins og mig. Já fyrir ykkur sem þekkja mig þá tek ég mér oft oft allt og mikið fyrir hendur.

Margir teldu mig eflaust stórklikkaða ef þeir vissu hvað ég hef að gera þessa dagana..... já því ég kann ekki að segja NEI og er því núna í 6 fögum í skólanum, yfir 60% vinnu, formaður Mágusar, félags viðskiptafræðinema í HÍ og í stjórn Heimdallar..... en ég kvarta ekki. Þetta er þvílíkt gaman! Ég er nú bara ung einu sinni því er bara gott að undirbúa sig vel og telja niður dagana í almennilega hvíld í jólafríiinu.

Segi því bara gleðilegt skólaár og frábært HAUST

miðvikudagur, september 08, 2004

Allir að kíkja á HVERFIS í kvöld................

.........já það er trúbadorakvöld í boði Mágusar á Hverfis í kvöld. Tveir hressir strákar sem halda uppi stemningunni á Ara í Ögri um helgar ætla að spila fyrir okkur. Kíktu með mér..... bjallaðu bara!

Kv Sella

Ps. sorry bloggleysið, það fer að batna með skólanum!

þriðjudagur, ágúst 31, 2004

Bara komnar með blogg....... ekki gleyma að kíkja á þetta!!!

Já þær vinkonur mínar sem ákváðu að yfirgefa mig þetta skólaárið, eru byrjaðar að blogga til að lýsa menningarsjokkinu, sætu svörtu strákunum, roadtripunum o.s.frv. Elva og Anna Lára í Arkansas..... kirkjubæ þar sem áfengi er bannað! og Gyða í Kanada, þar sem hún ætlar að fræða okkur um ævintýri Welf (eða held það)...... enn 5 days to go!

mánudagur, ágúst 30, 2004

Innri friður.

(Fékk líka þennan fína póst í dag.................... og þetta virkar ;o)

Ég sendi þetta hér með áfram til þín af því þetta virkaði svo asskoti velfyrir mig.. og af því að í amstri hversdagsins þurfum við eitthvað til að viðhalda þessum innri frið. Með því að fylgja einföldu ráði sem ég las íCosmo, hef ég loksins fundið innri frið. Þetta stóð í greininni: "Leiðin til að öðlast innri frið er að klára allt sem þúhefur byrjað á". Ég horfði yfir íbúðina mína og sá allt það sem ég hafði byrjað á og ekki klárað....Og áður en ég fór út í morgun kláraði ég flösku af rauðvíni, flösku af hvítvíni, eina hálffulla Bailey's, Kahlua og kalkúnasamloku, hálft bréf af Prozac, slatta af valium, hálfa ostakökuog box af súkkulaði. Þú getur ekki ímyndað þér hvað mér líður hreint andskoti vel, þessi innri friður er alveg að blíva....


mánudagur, ágúst 23, 2004

FÁRÁNLEG SKEMMTUN..... um helgina

Já allt búið að vera að gerast þessa helgina....
FLÖSKUDAGUR byrjaði á því að undirbúa 50 ára afmæli mömmu sem var haldið á laugardaginn, og guð hvað var gaman Þegar ég og Vera vorum búnar að rista um 15 stór brauð skellti ég mér í partý til Andra og ekki að spyrja mikið stuð og mikið gaman þar...... vildi bara að ég hefði verið að tjútta með crewinu en NEI góða stelpan ég var að spara mig. Kíkti svo í ammæli til Erlu Maríu þar sem við stúlkurar átum og spjölluðum um allt milli himins og jarðar.

LAUGARDAGUR já merkisdagur.... mútta bara orðin 50 ára og fjörið rétt að byrja. Var á fullu að undirbúa afmælið hennar allann daginn, finna gömul föt sem við áttum eftir að hrella hana með fram eftir degi. Redda restinni af áfenginu sem klikkaði, klára að skreyta salinn og ná mömmu niður á tærnar þvi sjaldan hefur eins stressbylja umvafið hana svo ég muni eftir mér.

PARTÝIÐ SJÁLFT í einu orði sagt ...... BESTA PARTÝ ÁRSINS og erfitt verður að toppa það. Um 100 manns komnir að djamma með okkur familíunni, fullt af skemmtiatriðum og sjálfur Eyfi kom í teitið og söng með okkur saumókrökkum NÍNU og fleiri góða slagara. Vera fór á kostum með óundirbúið skemmtiatriði sem vakti mikla lukku þegar hún söng ,,raddaðan keðjusöng” með 3 systrum mömmu. fáránlega fyndið..... horfði á þetta live í gær og er enn að jafna mig úr hlátri. Mikið drukkið, mikið dansað og mikið djammað. Allir í banana stuði og þegar kl var um 3 lá leiðin heim í partý. Ég, Jónas bróðir, Gulla litla þjónustustúlka, Elli heimalingur og Viddi ,,afkvæmabarn nr1” kíktum á fjörið en ákváðum svo að skella okkur í byen og sjá menningarmorgun í allri sinni dýrð.

BÆRINN góður til að byrja með þar sem við skelltum okkur í pissustopp á Kofanum, fórum á Celtic og drukkum aðeins meira (þurftum svo á því að halda :o) en eins og flestir vita endaði kvöldið á Prikinu....... og Sella litli klaufabárður náði að verða fyrir einhverjum rugludalli sem grýtti glasi í gólfið og skarst svo vel á kálfa og rist að mín þurfti að skella sér á SLYSÓ og láta sauma 6 SPOR í fótinn bara ekta ég..... tók þó svolítinn tíma að koma mér úr bænum þar sem mín var ekki á því að fara heim enda djammið rétt að byrja hjá mér!!!! En svona er þetta nú...... allt er gott sem endar vel og ég er að geta byrjað að labba aftur bara gaman!

P.s var svo skemmtileg á Slysó að læknarnir sögðust vera til í að hafa svona skemmtilegan sjúkling allar helgar.!!! Spurning hvort ég taki þá á orðinu...... en þangað til næst.

miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Afmæli afmæli afmæli!!!

Í tilefni dagsins langar mig að óska afmælisbörnum dagsins til hamingju. Eva Ösp 22.ára, Hinni 23 ára, Sigrún Ósk 24 ára og Dúddi 25 ára.

Njótið dagsins til fulls og sjáumst svo öll hress og kát á landsleiknum á eftir

föstudagur, ágúst 13, 2004

ALLTAF NÓG AÐ GERA HJÁ MÉR!!!!!

OFVIRKA manneskja ég...... hef látið plata mig í allskyns hluti þessa dagana. Fyrst og fremst er ég að bjóða mig fram til stjórnar Heimdallar, sem fyrir þá sem vita ekki er það félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Brjáluð vinna þar á ferð en um leið..... frábær skemmtun. Endilega vinur minn kær ef þú kýst X-D og ert í flokknum komdu þá og settu x- við Bolla í Valhöll á morgun og trúðu mér þú færð eitt stórt faðmlag frá mér að gjöf!!!

Djammið er ekki langt undan en ég reyni að sletta aðeins úr klaufunum um leið og vinna er búin og tími gefst til.... dugleg er þaggi. Fór í kveðjupartý til Önnu Láru og Elvu seinasta laugardag og viti menn....... bara Verzló reunioun leið eins og ég væri í fyrirpartý fyrir jólaball í 4.bekk, mjög skemmtilegt og frekar skondið ha

En annars bara vinna, vinna og djamm næstu helgar. Skólinn að byrja og nóg að gerast þar. Fyrsta vísindaferð er plönuð hjá Mágusi en hún er 10. sept....... endilega farið að hlakka til, það verður stuð

En þangað til næst. Veriði hress og bless
Sella

föstudagur, júlí 30, 2004

Kvedja frá Spáni!!!!
 
Halló allir saman, hédan frá Salou er allt gott ad frétta. Sól og hitinn um 35 til 40 grádur. Voda notalegt!!!

Búin ad bralla mikid, kíkja í gokart, hjólabát, flatmaga á sólbekkjunum, versla og drekka eins og mér einni listir.

Planid er fullbókad naestu daga tar sem vid erum ad fara í straersta rússibana í Evrópu í kvold í Port Aventura, sídan aetlum vid ad kíkja á Barcelona, Andorra fríríki á Spáni og versla svolítid, synda med saeljónum í Aguapolis og svona

En bless í bili...... sjáumst hress

Sólarkvedja Sella sólskinsbros

fimmtudagur, júlí 22, 2004

AÐ LEGGJA Í HANN TIL............ ESPANA :D

Langaði til að kasta á ykkur kveðju, þar sem við familían erum að leggja í hann til Barcelona.....baby!

Eintóm gleði og hamingja, og gleðilega þjóðhátíð.... skemmtið ykkur nú án mín....... i´m gonna miss you!!!

En engar áhyggjur ég skal drekka einn á dag fyrir ykkur öll ;)


Fáránlega skemmtileg helgi!!!!!

Föstudagur …. Skellti mér með gellunum á Hárið í Austurbæ, og mikið rosalega var gaman. Mæli eindregið með þessari sýningu, allir á sprellanum og svona….. frekar gaman! Kíktum svo í gott chill í sveitina Hafnarfjörð til Heiðu þar sem mikið var spjallað, hlegið og svonna. Ég og Hanna skelltum okkur svo í byen sem fær mjög slaka dóma hjá mér þetta kvöld!!! GLÖTUÐ STEMMNING….. en fínt kvöld þrátt fyrir það.

Laugardagur ……. Þessi líka vel heppnaða óvissuferð dísanna þar sem við rúlluðum upp í Litlu kaffistofu og hittum allt hafurtaskið! Þaðan lá leið okkar á Geysi þar sem við gerðumst menningarlegri en allt og kíktum á fræðslusafn um gos, fórum í skjálftahermi……..en allt þetta átti eftir að nýtast okkur rosa vel! Kíktum svo með öllum túristunum á Strokk gjósa og drifum okkur svo á hestaleiguna Geysi, í magnaðan útreiðartúr í 19 stiga hita og sól. Urðum meira að segja módel fyrir fulla rútu af japönum sem eyddu filmunum óspart í okkur og hlógu mikið! Jon stóð sig eins og hetja en hann var að fara í 1. sinn á hestbak……. mögnuð ferð, renndum svo beinustu leið á Þingvelli þar sem við tók grill, skotbolti, ratleikur, spurningakeppni, actionary, drykkjuleikir, meiri drykkjuleikir og enn meiri drykkjuleikir ………… sem sagt bara gaman! Guðrún og Tinna fá heiðursverðlaun frá mér fyrir frábæra skipulagningu og hlakka til næstu sumarhátíðar!!! bara stuð

Sunnudagur....... Fólk vakið með ýmsum hætti. einhver útlenskur hjólreiðadúddi...  vakti nokkra með því að ræskja sig heiftarlega og kalla hátt og skýrt ,,kunts" (veit ekki hvernig skrifað, en þið skiljið.....) Byrjun dags einkenndist af fremur þynnkukenndu lofti þar sem fólk skiptist á að liggja killiflatt úti, æla út í móa, sitja og spjalla eða bara pakka saman og fara! Ég, Gyða og Tinna vorum ofursprækar og skelltum okkur því í gönguferð í Almannagjá (enda brilliant veður).....

.... Þannig að í alla staði fín helgi, eftir að ég rúllaði í bæinn tók við eiturhress vinna og er hún enn