þriðjudagur, september 28, 2004

Að kaupa PYLSU.... getur verið hörkuerfitt

Já það hefur nú ekki virkað tiltökumál að kaupa sér eina með öllu í þessu þjóðfélagi..... en nei viti menn, það var nú bara hörkuvesen hjá mér og Tinnu frænku um helgina.

Þannig var mál með vexti að við frænkurnar ákváðum að skella okkur á Bæjarins bestu á laugardagskvöldið um kl.02:00, vippuðum okkur inn á bílaplanið fyrir framan og eins og fólk veit er lífsins ómögulegt að fá stæði þarna eftir miðnætti um helgi. Við frænkurnar ákváðum eftir nokkra hringi á bílaplaninu að loka bara tvo bíla inni, hlaupa og kaupa pullu og skella okkur í burtu!!! Tókum allann pakkann í því að það kæmi nú enginn að færa bílinn sinn svona seint á nóttunni og að það tæki nú ekki langan tíma að fá 2 stk pylsur!

.......en heppnin okkar við skelltum okkur að skúrnum góða, pöntuðum tvær heitar en í sömu andrá er mér litið í átt að bílaplaninu þar sem ég sé þrjá vaska pilta standa við bílinn okkar. Einn gaurinn kemur að pylsuvagninum og eftir stutt spjall fæ ég að vita að við höfðum lagt fyrir bílinn hjá vini hans sem ath.... var lögga í mikilmennskugír, sem búinn var að hringja á lögguna og tilkynna ólöglegalagðan bíl og ætlaði að fá Vökubíl til að draga hann í burtu.....

Ég hleyp og ætla að færa bílinn... þá átti ég smá samtal við löggugaurinn.

Gaurinn: “Ertu eigandinn á bílnum?”.....
Ég: ,,Nei er bara að færa hann fyrir eigandanum”
Gaurinn: “ok, þá mun eigandinn vera vakinn, því löggan mun hringja í hann eftir smá”
Ég: ,,ok en ég skal bara færa bílinn”

Færi bílinn og segi svo við Tinnu frænku þegar hún kemur með pylsurnar
,,Heyrðu löggan mun hringja í eigandann á eftir út af ólögleglögðum bíl”...... þá sé ég líka þennan skrítna svip koma á frænku mína í því sama sem hún springur úr hlátri og segir.....
,,......en Sella, amma er skráð fyrir bílnum!!!”

verð því bara að segja hversu fyndið hefur samtalið verið við 70 ára kellu um miðja nótt um ólöglega lagðan bíl á bílastæði......ekki furða að löggan hafi verið fámál þegar hún loksins bjallaði í Tinnu út af herlegheitunum!!!

Engin ummæli: