þriðjudagur, desember 25, 2007

Jólakveðja...

* GOD JUL OG GODT NY ÅR *

* FELIZ NAVIDAD Y PROSPERO UN ANO NUVEO*

* GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR *

* MERRY CHRISTMAS AND A HAPPY NEW YEAR *


- langaði bara að óska ykkur öllum gleðilegra jóla og takk æðislega fyrir allt. Hlakka til að sjá alla hressa og káta sem fyrst....lofið að borða vel og mikið og njóta þess að vera til -

JÓLAKOSSAR OG ÞÚSUND KNÚS.

miðvikudagur, desember 19, 2007

KOMIN HEIM ;O)

Jahahá....komin á Íslandið góða - veðrið mætti vera betra en hér er ávallt BEST að vera. Flugið gekk vel þrátt fyrir klukkutíma seinkun.

Ef þið viljið ná í mig elskurnar þá er ég með gamla númerið mitt: 899-4995 á meðan dvöl minni stendur. Hlakka til að sjá ykkur sem fyrst ;o) lifið heil og ekki fara yfir um í jólaösinni!!

sunnudagur, desember 16, 2007

Jóla jóla jólahjól.... eintóm jólagleði!!

Annar fundur videóklúbbsins "Bergur" var í gærkvöldi og horfðum við saman á dönsku myndina: Kunsten at græde i kor. Mættir voru; Sella og Tóta (Ábúendur á R.Bergsh Gade), Gyða, Kiddi og Gunni. Ekki var skortur á kræsingum þar sem íslenskt nammi, ís frá Paradis, öl, kaka og fleira var á boðstólnum. Myndin var mjög fín, spes á köflum en greinilegt að danir eru góðir í að búa til mynd með svörtum húmor!!

Líf mastersnemans er þó eins og búast mátti við - mjög mikið tileinkað bókunum og verkefnavinnu. Fengum Scientific Paper Review verkefni í hendurnar á miðvikudag, en það fellst í því að gagnrýna á uppbyggilegan og fræðilegan hátt verkefni frá öðrum bekkjarfélaga. Verð nú að viðurkenna að þetta er ekki það auðveldasta - sérstaklega þar sem við þekkjum stelpuna sem við erum að gagnrýna. Sem betur fer er ég og Kata komnar langt í land og planið að klára þetta alveg á morgun. Skil á miðvikudag en við yfirgefum Danaveldi á þriðjudagskvöld svo tíminn er naumur!

Helgin er búin að vera sú notalegasta... náði að kaupa nokkrar jólagjafir, kíkti með Tótu í bæinn, bakaði köku, kláraði að skrifa jólakortin og senda nokkur þeirra - hin fara í póst á Íslandi 19.des ;o) Föndraði smá, horfði á sjónvarpið, þvoði þvott og bara naut þess að vera ekki í bullandi hópvinnu alla helgina... Verkefnavinnan er þó stutt frá - því gruppemøde á morgun kl.9.

Dagurinn í dag á síðan að vera þessi líka JÓLALEGI... eftir smá stund ætla ég að skunda af stað niður í miðbæ og kíkja í Juletivoli með Morten, Kötu og Jónínu Margréti, vonandi Tótu líka...- guð hvað það verður næs, fá sér kakó/glögg, skoða jólskrautið, og já komast í jólafílinginn! Stressið er líka farið að segja til síns þar sem nóg er eftir að gera áður en ég fer og JEREMÍAS hvað ég verð með mikinn farangur ;o) Nóg af gjöfum, dóti og fötum fyrir veru mína vonandi á klakanum i ca 5 vikur ;o)

En lifið heil félagar og endilega látið mig vita ef þið eruð á lífi ;o)

miðvikudagur, desember 12, 2007

Tíminn flýgur svo sannarlega framhjá!!

Fáránlegt að hugsa út í það að ég sé búin að vera hérna í Danaveldi í rúma 100 daga.... vá hvað það er skrítið - en svolítið mikið til í hugtakinu; "The time flies when you are having fun ;o)"

Loksins er ég búin að skila Scientific Paper verkefninu mínu og fékk í hendurnar ritgerð frá stelpu með mér í bekk sem við eigum að gagnrýna fræðilega!! Held að það verði frekar erfitt að gagnrýna einhvern og hvað þá þegar maður veit hver það er og þekkir hann...en forvitnilegt að sjá...

Helgin var annars ein sú allra yndislegasta sem ég hef átt! Elva Björg, Ingibjörg, Árný og Dagur Leó komu frá Jótlandi í höfuðborgina og áttum við stelpurnar æðislegan tíma saman....Prinsinn er ekkert smá mikil dúlla og að sjálfsögðu var hann með okkur ;o) Föstudagurinn einkenndist af mat og drykk - hitti gellurnar á gistiheimilinu þeirra, kíktum í búðarráp og enduðum í Fredriksberg center á kaffihúsi. Voðalega ljúft - Life jazz tónlist og hvítvínsglas. Eftir smá shopperí fórum við út að borða á Sticks N' Sushi - þvílík stemning og guð hvað var gaman ;) allar frekar miklir nýgræðingar í sushi menningunni svo við vorum þarna eins og túristar með myndavélarnar á lofti - hehe. Eftir þennan ljúfa mat kíktum við á Landromat til að hitta Gumma og chatta. Voðalega nice dagur í alla staði.

Laugardagurinn var sko ekki á verri endanum heldur - gerði smá jólashopperí með stelpunum, kíktum á kaffihús, röltum um Strikið og nutum þess að vera til. Árný og Dagur kvöddu okkur seinnipartinn og brunuðu heim á leið til Fredricia...eftir búðarráp og þægilegheit kíktum við á geggjaðan inverskan stað Bombay (Telma takk fyrir að benda okkur á hann). Þreytan var reyndar farin að segja smá til sín svo við kíktum bara í rólegheit á Rudolph Berghs gade þar sem við opnuðum hvítvínsflösku og spjölluðum um daginn og veginn... Yfirgáfum þó Tótu fljótlega til að komast í bólið en ég gisti með stelpunum þessa nóttina.

Sunnudagurinn einkenndist af búðum líka eins og þessi helgi - þar sem stelpurnar voru að nýta síðustu metrana í búðum. Fields var pakkað af fólki en við létum það ekki á okkur fá og versluðum bara meira. Ekkert smá skrítið að kveðja þær seinnipartinn - hlakka bara til að sjá þær um jólin!!

Dreif mig svo heim til Kötu þar sem við kláruðum verkefnið okkar, gerðum það ready frá A-Ö og lásum svo yfir verkefnið hans Sabba...gisti þar eins og svo oft áður enda skóli kl. 9 daginn eftir.

Vorum ekkert smá glaðar þegar við skiliðum þessu blessaða verkefni og skelltum við okkur beint á julefrokost IMM - sem var í einu orði sagt snilld! Þrír tímar á Spring Garden þar sem var hlaðborð og drykkir eins og við gátum í okkur látið! Heidis og Samsbar voru svo staðirnir...hehe þarf ekki að segja meira um þetta kvöld, nema ég var þunn á þriðjudegi ;o)

Hlakka til að sjá ykkur eftir 6 daga ;o) Hlakka ekkert smá til!!

miðvikudagur, desember 05, 2007

AÐVENTUKRANSINN TILBÚINN....



Jæja þá er maður búin að klára að búa til Aðventukrans og jólast aðeins.... fékk alveg nóg af lærdómi og ákváðum við Kata því að taka "day off" - mjög næs í alla staði. Ákvað því bara að sofa almennilega út, kaupa inn, kíkja í bæinn með Tótu og kaupa föndurdót ;o) ...svo kom ég hérna heim.

Tóta eldaði þennan líka dýrindis mexikanska mat fyrir mig og svo náði ég að klára að föndra jólakortin ;o) Gaman ekki satt....meira að segja byrjuð að skrifa þau þannig að kæru vinir þið fáið kortin ykkar bráðlega....hehe þið sem viljið senda mér þá er heimilisfangið:

Rudolph Berghs Gade 34, st
2100 København, Østerbro
Denmark

....en eigiði góða daga og sjáumst hress og kát um jólin....bara 14 dagar í heimkomu!!

þriðjudagur, desember 04, 2007

SCIENTIFIC PAPER BÚIÐ.....

Mikið er lífið eins og blússandi gleðibunda, ískrandi yndisflug og FJÁRANS FJÖR HJÁ MÉR - þessa dagana :o) Verð þó að segja að ég er BÚIN MEÐ ritgerðina sem að ég og Kata höfum lagt allt í síðustu daga- hef meira að segja gist tvisvar hjá henni í þessari viku og í morgun þegar við vöknuðum þá spurði Jónína Margrét dóttir hennar: "Mamma ætlar hún aldrei að fara heim til sín?" hehe bara fyndið - grey skvísan farin að hafa áhyggjur að ég sá bara komin til að vera :o)

Því er mjög gott að sjá aðeins meira fram á endann á þessu - er strax komin upp í skóla í næsta hópverkefni - LAZYTOWN HERE I COME!! Því mun þa verkefni eiga hug minn allann fram á föstudag að minnsta kosti því þá koma Elvan mín, Inga, Arný og Dagur Leó í heimsókn til Köben ;o) og verða alla helgina.....JÍHA vá hvað verður nú mikið brallað...það er víst!!

Helgin var annars mjög fín - eyddi henni að mestu í Vanløse heima hjá Kötu við skriftir - en við ákváðum þó að eiga smá líf á sunnudag, þannig að við fórum fyrst í Ikea og svo að fá smá jólaanda í kroppinn. Skelltum okkur því niður í bæ. Kveikt var á 21metra jólatréi á Ráðhústorginu og skondið nokk athöfnin er þannig að það er jólasveinn sem klifrar upp brunastiga að toppi á trénu, kveikir á blysi og tendrar þannig ljós á toppnum og um leið trénu ;o) Við skemmtum okkur konunglega, röltum strikið, kíktum á skautasvellið á Kongens Nytorv og fórum svo niður á Nyhavn og fengum okkur kakó....Pikkuðum Tótu upp á Strikinu svo skvísan kom með okkur ;o)

En ekki meir í bili - ætla heim að læra undir dönskupróf...sem er í kvöld ;o)
Þangað til næst, verið þið hress!!!