miðvikudagur, september 28, 2005

ÉG Á AFMAELI Á MORGUN....

JIBBÝ JEY... tá verd ég stór stelpa. Fyrir tá sem eru milljónamaeringar tá er peningur vel teginn.... endilega leggid inn á reikning minn:

0323- 26 - 30565
kt. 290981-3019

Kvedja fátaeki námsmadurinn!!

....annars er tad komid á hreint og ég búin ad kaupa flugmida heim um jólin. Flýg til Kaupmannahafnar tann 21.des og verd tar í eina nótt...áaetlud heimkoma 22.des kl. 22:20 Tid munid njóta naerveru minnar í heila 13 daga eda svo tví ég fer aftur til Koben tann 5. janúar í eina nótt og svo beint í útsolurnar og prófalestur til Barce 6.janúar.

PS - veit einhver um ódýra/fría gistingu fyrir mig og Salóme í Koben 21.des.... ef svo endilega látid mig vita!!

Svei mér þá ef Spánverjar eru ekki skrítnir
Já lífið hér í Barcelona hefur kennt mér margt. Menning milli landa er langt frá því að vera lík – langar því að segja ykkur frá nokkrum hlutum sem mér finnst óvenjulegir. Hvað finnst ykkur???

Á Spáni er ekki drukkið kalt vatn, það er drukkið heitt og telst maður skrítinn að vilja kalt vatn. Aftur á móti í ræktinni er innisundlaug, rosafín. Þar er sagan önnur. Í sundlauginni er vatnið kalt, já ískalt... hvernig í ósköpunum á maður að geta synt í ísköldu vatni.... algjörlega ómögulegt.

Annað sem ég skil ekki varðandi tískuna hér í Barcelona að minnsta kosti. Magabolir já það er einkar mikið um að stelpur séu með bert á milli og því minni bolir því betra. Þetta skil ég ekki og mun aldrei gera, því við skulum hafa það á hreinu þetta eru ekki bara grannar stelpur – nei þær feitu eru líka í magabol.

Allt fólk er mjög vingjarnlegt hér. Eitt skrítið í viðbót finnst mér að heilsa og kveðja fólk sem ég þekki ekki neitt. Hér heilsar maður strætóbílstjóranum, öllum í ræktinni, fólki úti á götu og já bara allsstaðar.

Greinilegt ad tad tarf ad kenna Spánverjum ad fara í raektina. Teir aeda í hvert lyftingartaekid á eftir odru.... og viti menn setja hradamet í hverju taeki fyrir sig. Tetta er eitt tad fyndnasta sem ég hef séd, tad er bara sest nidur, hoppad og skoppad á tvílíkum hrada og reynt ad gera tetta á innan vid 30 sekúntum.... skondid nokk.

.... og að lokum er það hræðsla Spánverja við rigningu. Við það sem við myndum ekki kalla einu sinni skúrir eru allir farnir að fela sig undir skýlum í húsasundum eða fljótir að draga upp REGNHLÍFAR enda eins og það sé eitur að fá regndropa á sig....

ótrúlegt fólk, get ekki sagt meira en þetta!! Skondið nokk :o)

þriðjudagur, september 27, 2005

ALLT að gerast.... heimsóknir, skólinn og afmælið mitt
AHA búin að fá heimsókn frá Siggu og talaði svo við hana og heyrist á henni að hún ætli að koma aftur.... Mamma og Pabbi ætla að láta sjá sig hér eftir mánuð, Jónas bróðir er að reyna að koma og svo hitti ég óvænt á Jón Þóri frænda hér núna. Soffía kemur í október, Aldís vinkona Salóme er á leiðinni í heimsókn eftir viku og Viddi hennar Saló mun koma í nóv. Hreint út sagt nóg að gera í túrista/djamm- og verslunarpakkanum hjá okkur – bara gaman.

Annars er skólinn að komast í fast horf. Búin að vera í viku að reyna að finna mér einhverja áhugaverða kúrsa sem ég fæ metna heima. Vona bara að þetta komi allt heim og saman sem fyrst. Ég er í tveimur deildum innan skólans sem eru staðsettar í sitthvorum hluta Barcelona – elska metró það bjargar þessu. Bíst við að taka 5 fög, (stærðfræði, fjármál, þjóðhagfræði, málfræði og málnotkun) öll á spænsku svo þessi önn í skólanum er ein STÓR áskorun. Gaman að sjá hvað maður getur, vona að ég komi sjálfri mér á óvart.

.... já svo styttist í að ég verði STÓR stelpa – ok kannski ekki stór en alla vegana eldri 24 ára skólastelpa. 29. september er flottur dagur. Ég og Salóme ætlum að skipuleggja einhvað sniðugt saman og fara út að borða....

Já ég var KLUKKUÐ eins og allir aðrir....

Verður maður þá ekki að týna til einar 5 staðreyndir um sjálfan sig? Dettur strax nokkrir hlutir í hug.

1. Er leyndardómsfull persóna og tjái ekki tilfinningar mínar..... það er einhvað sem verður að grenslast fyrir um. Virka mjög opin til að byrja með – en hægara sagt en gert að komast að hinni einu sönnu Sellu.
2. Ég er skó og fatasjúklingur með meiru. Gæti notið þess að vera í verslunum allan daginn – því góður tími hér í Barcelona núna, mikið af búðum, enn meira af SKÓM.
3. Mér er meinilla við tannlækna, aðallega eftir að ég datt niður stiga þegar ég var 4 ára og braut 9 tennur. Tel því tennurnar mínar eitt mesta lýti á mér :o(
4. Ég dýrka það og dái að ferðast. Er algjör ævintýra manneskja og langar rosalega til að búa erlendis í komandi framtíð..... þó mjög stollt af því að vera Íslendingur og mun ávallt enda heima á klakanum.
5. Fjölskyldan mín og vinir er það MESTA og BESTA sem ég á. Án fjölskyldunar get ég ekki verið og án efa er besti VINUR MINN ein besta manneskja í heimi Jónas bróðir. Sakna þeirra allra núna enda ég á Spáni og allir heima.

.... jæja þá þetta tókst. Að því tilefni langar mig til að klukka Salóme, Danna Tiger, Siggu, Hönnu og að lokum Tullu!! Krakkar komið nú með staðreyndir fyrir mig ;o)

mánudagur, september 26, 2005

+ SORGARFRÉTTIR +

Já ég er sorgmaedd hérna í Barcelona. Fékk taer leidinlegu fréttir ad amma Sigga hafi látist í gaer. Yndisleg gomul krúttilega kona sem ég dýrkadi. Langar mest af ollu ad vera heima hjá fjolskyldunni nuna - en tad er ekki allt haegt.

Ég hugsa til ykkar - og elsku pabbi fardu nú vodavel med tig. Samúdarkvedjur til ykkar allra..

Kv. Sella

sunnudagur, september 25, 2005

Komið að því sem fólk hefur kannski beðið eftir...

... Að heyra frá lífsreynslu minni hérna í Barcelona og fyrst og fremst fá að sjá hvernig ég bý, hvar og með hverjum ég upplifi öll ævintýri mín. Sigga var svo æðislega að joina mér hérna fyrstu dagana í sukk og svínaríi, en svo hefur Salóme snillingur tekið við – get ekki líst því hversu ánægð ég er með að hafa kynnst henni ;o)

Annars er vikan búin að vera mjög fín. Skólinn byrjaði á mánudaginn – nettur gaggó fílingur í nokkrum tímum enda (smábörn) þar á ferð. Frekar mikil upplifun að taka fyrsta árs kúrsa hérna. Andrúmsloftið er mjög gott í skólanum og mikil HÍ stemning enda skólastofurnar margar hverjar eldri en Reykjavíkurborg. Vikan einkenndist af skóla, ræktinni og búðarrápi.

Við tók helgin og viti menn FRÍ í skólanum á föstudag enda FIESTA – LA MERCÉ. Þetta er ein stærsta hátíðin hér í Barcelona, tónleikar á hverju torgi, fullt af götulistamönnum og endalaust af lífi.... Því erum við búnar að skoða mikið um, fara í matarboð hjá Kidda og Fanney og út á lífið með þeim. La Paloma ekkert smá flottur staður.... og viti menn,

.... ÉG FÉKK PAKKA Já mamma og pabbi sendu mér pakka með samstarfskonu mömmu – súkkulaði, nammi, flatkökur, skyr, Kristall + og svo kom Jón Þórir frændi með meiri Kristal + fyrir mig.... TAKK TAKK ÆÐISLEGA. Bara rétt búin að hitta hann er planið er kaffihús, út að borða eða einhvað ráp ;o)

Annars er það aðal sem búið er að gerast hér.... er að ÉG ER BÚIN AÐ SETJA INN MYNDIR. Já ég lét verða að því að búa til tvö myndaalbúm með líðandi stundum... endilega kíkið hér á.
Sella í Barcelona og Sella túristi.

Langaði svo bara til að segja – endilega kommentið á síðuna mína, miss you all og sjáumst hress, ekkert stress og VERIÐI BLESS!!

PS. Almennilegar sögur fara svo að koma inn með næstu dögum.

miðvikudagur, september 21, 2005

TIL HAMINGJU MED DAGINN ÁSTIN ;O)

Langadi til ad nýta tímann frá útlandinu til ad óska ástkaeru vinkonu minni henni Elvu innilega til hamingju 24 ára afmaelid og med daginn í dag - njóttu hans rosalega, bara fyrir mig :) Sakna tín mikid og góda skemmtun í afmaelis/innflutningsp...

Einnig langar mig til ad óska afmaelisbornum vikunar Brynhildi Tinnu (24ára), Helgu Rut (24ára) og Sibbu innilega til hamingju med afmaelin í vikunni, njótid tess ad vera ordnar stórar og sterkar!!

þriðjudagur, september 20, 2005

Betra seint en aldrei...

Tá er ég loksins búin ad baeta nokkrum gódum kandidotum á tenglalistann minn.... Hogni Alvar heidursmedlimur númer. 1 eftir mikinn seinagang. Litla saeta fraenka mín sem er ordin voda stór óskírd ólafsdóttir.

... og ekki má gleyma sjálfri señoritunni Salóme - sem er mín haegri hond hérna úti, tid getid skodad líf mitt og hennar á sídunum bádum ;o)

laugardagur, september 17, 2005

Já það er byrjað að rigna...

Byrjaði að rigna í gærkvöldi með þvílíkum látum og rignir enn, það góða við þetta er ekkert rok og um 20°hiti. Eitt fáránlegt sem ég tók eftir að Spánverjar gera er að þeir eru allir með regnhlífar en labba þó eins nálægt húsunum - og hrjúfra sig inn í húsaskot til að fá örugglega ekki á sig einn dropa.

við þrjóskumst enn við að kaupa regnhlíf en það kemur að því!!!

föstudagur, september 16, 2005

FERÐASAGA NÚMER 3
Seinustu helgi var mjög gott veður og ákváðum við því að eyða því í ræktinni – enda sundlaugar og sólbaðsaðstaða þar. Lágum kylliflatar þar heilan dag en þegar við ætluðum heim, fattaði Sigga að hún hafi skilið inniskónna sína fyrir utan fataskápinn sinn.... og viti menn ÞAÐ VAR BÚIÐ AÐ STELA ÞEIM löbbuðum um allt og leituðum en hún þurfti að kaupa nýja í gyminum... mjög fyndið.

Helgin var mjög spes í marga staði því það var í fyrsta skipti sem ég VERSLAÐI EKKI NEITT... góð tilfinning, enda nóg eftir.....Í eitt skipti um daginn fórum við á röltið um kvöldið til að skoða okkur um, kíktum á Placa Real, á römbluna, á dómkirkjuna og fleira.... fengum fullt af flyerum af börum og svona, svo við ákváðum að fara á Q- Bar. Sátum þar í mestu makindum þegar ég sá allt í einu RISA KAKKALAKKA við hliðina á mér..... ekki girnilegt, en Salóme tók sig til og stakk röri í hausinn á honum, hann var ekki lengi að skríða aftur undir sætið sem ég sat á – segi ekki meira en að stoppið á barnum var STUTT.

Á mánudaginn fórum við svo í Port Aventura.... Lestin átti að fara klukkan 14:55 og var það frekar brösuglegt að komast enda 5 metróstopp með sama nafni, hlupum því á milli og náðum að kaupa miða í lestina þegar var 4 mínútur í brottför. Þvílíkt STRESS – enn þetta tókst. Port Avengura garðurinn er risastór þemagarður með fullt af tivolítækjum. Fékk mikið adrenalínkikk í fallturni, Dragon Khan, vatnsrússibönunum, hermum, töfrateppi, bollum og svo bara að skoða í öllum Disneybúðinum. Eftir að hafa verið þarna í um 5 tíma ákváðum við að fara heim og ná næst seinustu lestinni heim.... Komum tímanlega út á lestarstoppustöð og biðum ásamt einhverjum öðrum spánverjum þar.

... en þegar lestin var orðin 25 mínútum of sein, kom spænsk stelpa að okkur og sagði að seinasta lestin til Barcelona væri farin og við þyrftum að bíða þangað til á morgun eða taka leigubíl. HALLÓ ÞETTA ERU 110 KÍLÓMETRAR Fengum vægt sjokk og fórum því upp á hótelið í garðinum og tékkuðum á þessu. Þetta var rétt. Tékkuðum á hvað nótt á hótelinu kostaði – því miður of mikið og því ekki annað en að taka leigubíl til Barce.....sem kostaði fjandans 12.000 kall ísl. Ævintýrin okkar hér ætla ekki að hætta.... við verðum bara fátækari!!

.... ég hef lítið sem ekkert mætt á katalónskunámskeiðið í skólanum enda skil ég ekki neitt. Algjörlega annað tungumál en spænska og ég á nóg með hana. Ákvað því að einbeita mér bara að henni í vetur í skólanum og nýta tímann með Siggu á meðan hún var hér... ekkert smá leiðinlegt að hún sé farin... SIGGA KOMDU AFTUR!!. Höfum þó skoðað skólann sem minnir meira á safn en skóla, ekkert smá flottur (súlur, styttur, veggteppi og útskorið allt) – fann hvar ég kemst á netið og get talað við ykkur vonandi bráðlega. Tölvurnar þó eins og frá 1975.... en ég ræð við það ;o)

...tetta reddast tó, tid fáid sogur frá mér fólk.

fimmtudagur, september 15, 2005

FERÐASAGA NÚMER 2
Já það er búið að vera mikið vesen með netið og þess vegna er komið að frekar langri færslu um líf mitt hér í Barcelona.

Frá því ég kom hef ég, Sigga og Salóme verið saman öllum stundum. Búnar að láta eins og sérstakir ferðamenn - með djammi, peningaeyðslu í fatabúðum, úti að borða og túristast. Kíktum á ströndina, í Passeig de Gracía sem er greinilega snobbhverfið enda búðir á borð við Gucci, Loius Vitton, Armani, Chanel og D&G á kantinum mjög gaman að skoða í búðarglugga og láta sig dreyma. Einnig fórum við í Parc Güell, sem er Gaudí garðurinn hérna í Barcelona, ekki hægt að segja meira en að þetta er meistaraverk.... orðin góður vinur Häägen Daz og Farggi ísbúðanna ;o)

Ég er búin að finna líka þessa fínu líkamsræktarstöð hér á ströndinni. TAKK SISSA fyrir ábendinguna Fínn tækjasalur, fín stundatafla, innisundlaug, 2* útisundlaugar og sólbaðsaðstaða og fullt annað. Búnar að spóka okkur vel í sólinni þar upp á síðkastið.
... skondið atvik um daginn fórum við og ságum viktir sem gefa þyngd og hæð og ákváðum að skella okkur á þær, mjög svo vanstilltar og enduðum við því ca. 8 cm minni en við erum og sem OFFITUSJÚKLINGAR. Skondið nokk ;o)

DJAMMIÐ hefur svo sannarlega átt sér stað hér hjá okkur stöllunum. Búnar að taka okkur til, elda hérna heima hjá mér dýrindismat og sötra hvítvín, rósavín og lambrusco (flaska kostar ca 190 ísl kr.) og svo bara skellt sér á djammið. Sigga dansari lét sjá sig, en fyrir þá sem hana þekkja dansar hún bara við hátíðleg tækifæri. Því snillda að vera með henni. Fimmtudags- og laugardagskvöldið tókum við ástfóstri við írskan bar við höfnina IRISH WIND þar sem við vorum mest megnis í fríu fillery í boði barþjónanna. Drukkum því vodka redbull, tequila, jarðaberjahlaup staup, bjóra, allskyns staup og rugl...má ekki gleyma kokteilbarnum og sangríu.

Kynntumst fjórum ítölum Fabio, Steffano, Ricarod og Jacoop.... komumst síðar meir að því að tveir voru 18 ára hreinir sveinar og hinir eins og gigaloar að finna stelpur til að afsveina þá.... ekki mjög spennandi en samt FYNDIÐ. Heppnin með mér svo það varð Ghanabúin ástafanginn af mér eitt kvöldið og vildi nánast giftast mér - nei takk Einnig voru nokkrir írar og bretar á kantinum, snilldar kvöld í alla staði.... Ekki má ég gleyma þremur spánverjum sem ég og Salóme hittum. Hommi, kynskiptingur og bysexual gaur.... einn að bíða eftir að fá brjóst og fannst mjög gaman að púðra á okkur nefið og kalla Lancomé (já maður lendir í ævintýrum í útlöndum!!) Man reyndar ekki mikið eftir laugardagskvöldinu eftir rauðahlaupið sem kveikt var í, fékk astmakast, ældi, Salóme fór að gráta af astma hræðlunni og kallaði AMBULANCE AMBULANCE, en allt reddaðist og við komum okkur bara heim, reyndar mjög seint bæði kvöldin :S

Ætla að láta þetta duga núna.... set inn færslu með öllu öðru sem hefur gerst á næstu dögum,

....en fyrir þá sem vilja kíkja til mín er 2 fyrir 1 á ferð til Barcelona og þið megið fá gistingu, nokkrar flugur í einuhöggi, versla, skemmta sér, hitta mig, koma í hitann og versla jólagjafir ;o)

þriðjudagur, september 06, 2005

Ferðasaga nr. 1

Jæja komin á vit ævintýranna... Sigga í heimsókn, brjálaður hiti, mikið búnar að versla og skoða okkur um. Hitinn er 28°og við að stikna. Salóme kom á laugardaginn, þá kíktum við á djammið - svaka stuð. Lítið búnar að gera annað en að labba, labba og labba og AÐ SJÁLFSÖGÐU versla. Lítið um drykkju enn sem komið er en bætum úr því. Tapasbar á eftir og nokkrir öl.

Byrjaði í skólanum á mánudaginn. Shæse hvað katalónska er ekki auðvelt mál - en þetta reddast. Fjórir tímar á dag, en fullt af fínum krökkum og skemmtilegur kennari. Ekki verra að skólinn er niðrí í bæ, stutt í H&M, römbluna og ekki mál að labba niður á strönd.

Annars er ég búin að fá mér nýtt númer ef þið viljið heyra í mér það er 0034 - 653582182 og svo er fólk ávallt velkomið í litlu sætu penthouse íbúðina mína, afar spænsk, með risa svölum og rosa kósý..... en ekki meira í bili, heyri í ykkur seinna. Veriði bless ekkert stress

PS. Túristinn bíður okkar - verðum að skoða okkur um, Sigga og Salóme bíða líka eftir mér ;o)

föstudagur, september 02, 2005

FLOGIN Á VIT ÆVINTÝRANNA...

Þá er komið að því.... flug eftir 3 tíma. Barcelona á eftir. Farið þið vel með ykkur. Ég mun lofa að láta einhvað vita af mér.... og LOFIÐ MÉR AÐ COMMENTA svo ég sé ekki að segja sjálfri mér ferðasöguna.

Símanúmer og heimilisfang birtist innan tíðar.... og munið, þið eruð ávallt velkomin í fría gistingu ;O)

fimmtudagur, september 01, 2005

ÞÁ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ....

að ég yfirgefi klakann. Förinni heitið eftir um 30 tíma og enn alltof mikið óklárað!! En þetta reddast.

Að því tilefni langar mig að BJÓÐA YKKUR Í KVEÐJUKÖKUR annaðkvöld/kvöld (fimmtudag) í Álfalandinu, á svo yndislega mömmu sem er búin að malla í nokkrar tertur...

Mér þætti voðavænt um ef þið vilduð kíkja á mig svona upp á final talk á klakanum.... allir velkomnar.

Kv. sólargeislinn Sesselja

annars er bara um að gera að fylgjast með FERÐASÖGUNUM HÉR