fimmtudagur, desember 28, 2006

....Spenningur eða spenningur - við skvízurnar erum að fara á cocktailatjútt annaðkvöld og munum við skála í Cosmopolitan, Mojito og ,,gulum" og því ekki verra að velja þessa drykki, vonanst til að sjá sem flesta á tjúttinu annaðkvöld, verðum nú að hita virkilega upp fyrir áramótin og fagna þess að þetta er seinasti virki dagurinn á árinu er á morgun!!

Annars eru gamlárs enn frekar óráðið en NÝÁRS gleðin er meira en planlögð...vá hvað verður gaman. Nýárs klikkar aldrei, hlakka til að eyða tímanum með skvísunum mínum, ættingjum og vinum :o)

Jólin hafa verið meira en yndisleg í alla staði - tími í faðmi fjölskyldunnar, fallegar og miklar gjafir, mikill og góður matur, falleg jólakort, jólaboð á eftir öðru jólaboði, æðislegar gjafir takk fyrir mig - saumaklúbbur hjá Réttóskvísunum. Æði gæði að hitta útlandagellurnar svona rétt áður en að þær þjóta aftur til framandi landa. Plönuðum þó spilakvöld og kaffihúsaferð áður en stelpuskjáturnar fara!

....en þangað til, sjáumst í dansskónnum og í bros á vör annað kvöld!!
Sella Cosmo ;o)

PS... Hulda Sigmunds ástkæra vinkona mín og Davíð eignuðust litinn prins þann 26.des síðastl... innilega til hamingju kæru foreldrar, vonandi fæ ég að sjá prinsinn sem fyrst ;o)

sunnudagur, desember 24, 2006


Jólakveðja...

* FELIZ NAVIDAD Y PROSPERO UN ANO NUVEO *
* GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR *
* MERRY CHRISTMAS AND A HAPPY NEW YEAR *
* GOD JUL OG GODT NY ÅR *

- langaði bara að óska ykkur öllum gleðilegra jóla og takk æðislega fyrir allt. Hlakka til að sjá alla hressa og káta sem fyrst....lofið að borða vel og mikið og njóta þess að vera til

- JÓLAKOSSAR OG ÞÚSUND KNÚS.

mánudagur, desember 18, 2006

Úff púff það eru að koma jól :o) Mikið verður gaman

Verð nú bara að segja að ég hef sjaldan verið jafn tilbúin til að fá jólin bara strax í kvöld. Búin að kaupa allar jólagjafirnar og pakka þeim öllum inn (nema einni) það kemur. Jólakortin föndruð, skrifuð og farin í póst. Búin að baka jólakökur, kíkja til útlanda….sem nota bene var algjört æði. Við mútta versluðum af okkur bossann, kíkjtum á kaffihús í rólegheitunum og fengum okkur góða kokteila á kvöldin eftir góðan mat. Takk takk mútta :o)

Eva og famelía eru komin frá Köben til að hlýja hjarta mínu um jólin og höfum við frænkurnar náð að eyða svolítlum tíma saman….en aldrei of miklum. Laugardagskvöldið einkenndist af hvítvíni, bjór, ostum og góðum vinum – þvílíkt gaman og notalegt að fara ekki í bæinn í geðveikina. Núna er það bara að láta dekra svolítið við sig fyrir jólin, gera sig sæta og njóta þess að vera til en…..get ekki beðið eftir að….

- borða æðislegan hamborgarahrygg og með því
- fara í klippingu á þorláksmessu
- fá góðar gjafir
- horfa á jólamyndir í sjónvarpinu
- fara í jólaboð
- láta dekra við mig, fót-og handsnyrting, litun, plokkun og vax í vikunni
- spila
- sofa vel út
- kíkja á Bubba tónleika á Nasa á þorlák
- eyða tímanum með famelíunni og vinum
- lesa góða bók
- borða konfekt
- hafa það huggó með fjölskyldunni
- hitta stelpurnar í jólakokteil
- borða jólaísinn
- sofa
- og já bara HAFA ÞAÐ ROSA GOTT....

……..en kæru félagar ekki tapa ykkur í jólastressinu – sjáumst hress og kát :o)

fimmtudagur, desember 07, 2006

Glasgow here I come....... :o)

Verð nú bara að lýsa spenningi mínum yfir verslunarferð minni til Glasgow með múttu á morgun. Nóg sem við ætlum að gera -jólagjafainnkaupin, kíkja á kaffihús og hugga okkur. Borða góðan mat ,versla meira og umfram allt njóta þess að vera til.... ekki sakna mín of mikið félagar....hehe segi svona :o) njótið helgarinnar og sjáumst hress, ekkert stress, bless

PS: Nýjar myndir komnar inn á HÉRNA... af jólaföndri, tjútti á Vegó/Óliver, jólahlaðborði í vinnunni, sörubakstri og umfram allt litla SÆTASTA FRÆNDANUM MÍNUM :o) - endilega kommentið svo félagar!!!

miðvikudagur, desember 06, 2006

Nokkuð góður...heh

Gamall maður lá á dánarbeði. þegar hann finnur að hann á aðeins fáar mínútur eftir ólifaðar kemur dásamlegur kökuilmur úr eldhúsinu. Kona hans var að baka uppáhaldið hans súkkulaðibitasmákökur. Með einstökum viljastyrk tekst manninum að hífa sig fram úr rúminu , skríða út úr herberginu fram eftir ganginum og inn í eldhús . Þegar þangað var komið beitti hann allra síðustu kröftunum í að teyja sig eftir smáköku.

Þegar hann er svo gott sem kominn með eina í hendina lemur kona hans á handabakið á honum með sleif og segir: Láttu kyrrt ! ,,Kökunar eru fyrir erfidrykkjuna,,

föstudagur, desember 01, 2006

Magnaðir tónleikar í gær....



Tónleikarnir í höllinni þar sem Dilana, Storm Large og Toby komu fram með Magna og leynigestinum Josh Logan... Verð nú bara að segja þessir tónleikar voru SNILLLDDD. Þvílíkt sem var spilað - heilir fjórir klukkutímar af tónlist og það góðri tónlist. Á móti sól kom fram með Magna í byrjun, síðan tóku snillingarnir í HÚSBANDINU VIÐ.... þvílíkir listamenn hér á ferð.

Ekki hægt að segja annað en að lög eins og: Mother, Mother, Creep, Zombie, Dolphins Cry, Bohemian Rhapsody.... og tónlistamenn á borð við Stevie Wonder, U2, Niravana og Jimi Hendrix hafi vakið mikla lukku. Þvílíkt hægt að dilla sér og syngja hástöfum enda "lögin þeirra" og fullt af frumsömdu komu líka.

Í kvöld er það svo litlu jólin hjá Peppers - þriggja rétta máltíð, pakkarugl, malt og appelsín, óvæntur glaðningur og eintóm jólagleði með skvísunum níu.... bara muna eftir góða skapinu - pakkanum og jólasveinahúfunni!! - HEHE....þetta kvöld verður sko myndað fram og til baka :o) Svo tekur við jólahlaðborð í vinnunni á morgun með smá pre-party hjá Huga...sem sagt eintóm gleði.

Njótið helgarinnar félagar :o)
PS Lærdómsstraumar til þeirra sem þurfa...

miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Neyðarástand hjá Blóðbankanum

Fékk mail sent áðan þar sem tilkynnt var að Blóðbankinn væri að tæmast og því ríkti neyðarástand. Þrátt fyrir að maður hugsi alltaf "ÞAÐ KEMUR EKKERT FYRIR MIG" þá gæti nú alveg gerst að einhvern tímann á lífsleiðinni þyrfti ég að þyggja blóð....... því fór ég ásamt Söndru úr vinnunni niður á Barónstíg til að láta tékka hvort að ég væri gæðablóð.... sem betur fer var mikið af fólki komið til að gefa blóð og biðin því 45-50 mín. Við vorum beðnar til að koma aftur í næstu viku - þetta er allavegana fyrsta skref í góðgerðastarfsemi minni... því blóðbankinn má ekki tæmast, þá gæti ég og fullt af öðru fólki lent í vondum málum, við tökum sko enga sénsa á því er það nokkuð?.

Annað sem mér finnst mjög merkilegt - frekar skondið og skemmtilegt líka eru "dagur rauða nefsins" - svolítið krúttileg nef - Svona Rúdólf með rauðanefið, sem kostar bara 500 kall og er
til styrktar UNICEF... - best að fylgjast með söfnuninni núna 1. des

Annars er ég bara í jólafílingnum og hlakka til jólanna :o)

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Spurning um að forgangsraða....

Tveir verkfræðinemar gengu lúnir út af bókasafninu í VR-II seint um kvöld. Annar þeirra fer beint í að opna lásinn á hjólinu sínu og þá segir hinn: "VÁÁÁÁ, geggjað hjól! Hvar fékkstu það?"

Hinn svarar hinn ánægðasti: "Reyndar, þá var ég á gangi meðfram Ægisíðunni í gærkvöldi og skyndilega stoppaði hörkuskutla á hjóli fyrir framan mig. Hún henti sér af hjólinu og klæddi sig úr öllum fötunum.

Svo sagði hún: "Taktu það sem þig langar í" Ég valdi hjólið." Eftir smá umhugsun svarar félaginn: "Já, þú valdir rétt... fötin hefðu eflaust ekki passað á þig"

Verð að segja mér finnst þetta svolítið fyndið..... annars eru bara 10 dagar í Glasgow - get ekki beðið ;o)

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

HAPPY THANKSGIVING – svolítið langt...en þess virði að lesa :o)

Í dag taka flestir bandaríkjamenn sér frí til að halda upp á Thanksgiving en þetta er gömul hefð síðan árið 1621 og kemur hún upprunalega frá Indíánum og Pílagrímum. Kalkúnninn er matreiddur út um allt – fjölskyldur og vinir hittast og rosa fjör….spurning um að taka upp ,,íslenska” þakkagjörðarhátíð?

Annars langar mig til að gefa fólki smá leiðarvísi um lífið….
• Hældu þremur manneskjum á dag
• Horfðu á sólina koma upp minnst einu sinni á ári
• Vertu fyrri til að heilsa
• Vertu umburðarlyndur gangvart sjálfum þér og örðum
• Lærðu þrjá brandara sem eru ekki dónalegir
• Drekktu kampavín án tilefnis
• Gefðu blóð
• Varðveittu leyndarmál
• Taktu fullt af myndum
• Gefðu aldrei neitt uppá bátinn, kraftaverkin gerast daglega
• Kauptu grænmeti af garðyrkjumönnum sem nota handskrifuð auglýsingarskilti
• Færðu ástvinum óvæntar gjafir
• Hættu að kenna örðum um, berðu ábyrgð á lífi þínu á öllum sviðum
• Njóttu fólks en ekki nota það
• Vertu hugrakkur þótt þú sért það ekki, enginn sér muninn
• Sýndu börnunum hlýju eftir að hafa skammað þau
• Gleymdu aldrei tímamótum í lífi þínu
• Líttu ekki á heilsuna sem sjálfgefinn hlut
• Veldu lífsförunaut af kostgæfni. Á þessari einu ákvörðun velta 90 hundraðshlutar af hamingju þinni eða vansæld
• Vertu stórhuga en njóttu samt hins smáa
• Lærðu að hlusta tækifærin láta oft lítið fyrir sér fara
• Vertu i skrautlegum nærfötum innan undir látlausum fötum
• Farðu til Barcelona og vertu túristi
• - Sviptu fólk aldrei voninni, kannski er hún það eina sem það á
• Stefndu að SNILLD, ekki fullkomleika
• Gefðu þér tíma til að finna ilminn af rósum
• Stefndu að snilld, ekki fullkomleika
• Eyddu ekki tíma þinum i að gera þeim til hæfis sem gagnrýna þig
• Forðastu neikvætt fólk
• Gefðu fólki annað tækifæri en ekki það þriðja
• Segðu aldrei upp starfi nema hafa annað i takinu
• Þú skalt meta fólk eftir því hvað það hefur stórt hjarta en ekki eftir buddunni
• Eyddu ekki tíma í að harma mistök í fortíðinni. Lærðu af þeim og haltu svo áfram
• Kauptu aldrei svangur inn í matinn
• Hældu fólki í viðurvist annarra
• Ef eitthver faðmar þig láttu þá hinn aðilann verða fyrri til að sleppa takinu
• Farðu varlega í að lána vinum þinum pening þú gætir misst hvoru tveggja
• Vertu hógvær, heilmiklu var komið i verk áður en þú fæddist
• Þegar þú hittir fólk i fyrsta skiptið varastu þá að spyrja það um starf, njóttu félagsskaparins án nokkurra merkimiða
• Gættu þin á þeim sem hafa engu að tapa
• Leggstu á bakið og horfðu á stjörnurnar
• Vanmettu aldrei hæfileika þinn til að breyta sjálfum þér
• Ofmettu aldrei hæfileika þinn til að breyta öðrum
• Lofaðu miklu og stattu við mikið
• Gott hjónaband byggist á tvennu, að finna þann rétta, að vera sú rétta
• Gerðu ekki ráð fyrir að lífið sé réttlátt
• Notaðu það sem mælikvarða á velgengni þina hvort þú býrð yfir sálarró, góða heilsu og ást
• Vendu þig af öfund, hún er uppspretta margs konar óhamingju
• Mundu að þeir sigra sem hinir nenntu ekki
• Þegar þú mætir i vinnuna á morgnanna láttu það þá verða þitt fyrsta verk að segja eitthvað uppörvandi
• Endurvektu gamla vináttu
• Lifðu lífinu þannig að grafaskrift þin gæti verið \"ég iðrast ekki neins\"
• Borðaðu aldrei síðustu kökusneiðina
• Vittu hvenær er best að þegja og hvenær er best að tala
• Heilög þrenning er hæfni, hvíld og kjarkur
• Þú skalt umgangast þá sem umgangast þig
• Prófaðu að gangrýna engan og ekkert og finndu hvernig það er
• Veldu fallegri leiðina þó hún sé lengri
• Sendu fullt af jólakortum
• Gleðst þú yfir velgengni annarra
Gerðu lista yfir 25 atriði sem þú vilt upplifa áður en þú deyrð, vertu með hann i veskinu og skoðaðu hann oft....
• Vertu ekki dónalegur við þjóninn þó maturinn sé vondur, hann eldaði hann ekki
• Hafðu minnisbók og penna við náttborðið, bestu hugmyndirnar koma á nóttunni
• Vertu viðbúin, þú færð aldrei annað tækifæri til að koma vel fyrir við fyrstu sýn
• Láttu fólk njóta vafans
• Gerðu ekki sömu mistökin tvisvar
• Gifst þú aðeins af ást
• Mundu eftir öllu sem þú átt að vera þakklátur fyrir

Ja há þarna hafið þið það – HAPPY THANKSGIVING :o)

mánudagur, nóvember 20, 2006

Jóla jóla jólasnjór…..

Þá er maður byrjaður að baka fyrir jólin – bara smá…. Jólabarnið ég stalst til að þrífa gluggana heima, setja jólaseríur í þá alla, en passaði mig þó að kveikja ekki alveg strax svo nágrannarnir haldi ekki að við séum alveg kú kú :)

Þessi helgi var annars bara hin ágætasta verð ég að segja, Benný bauð mér í heimabakaða pizzu og skelltum við okkur svo í nammiát og X-Factor gláp hjá múttu&pabba Sigrúnar...eintóm gleði. Kolaportið átti svo hug minn og hjarta (eða allavegana hug minn) á laugardaginn þar sem ég ætla nú að reyna að sanka að mér pening fyrir útlandaferðina góðu.... bara 18 dagar í brottför!!

Anna Jóna bauð mér svo í fínt afmælisboð á laugardaginn, með snilldar veitingum, þar sem hvítt/rautt og bjór fékk að gleðja kverkarnar. Eftir storm og snjóbyl ákvað ég að skella mér heim....til hamingju með afmælið í dag ástin... Big 25 ;)

Sunnudagurinn var svo góður....því eins og flestir vita finnst mér rosanotalegt að vera nálægt fjölskyldunni minni, það er málið. My family er eins og ítölsk fjölskylda sem hangir alltaf saman, og það er krúttlegt en svona er það víst. Mamma ákvað að bjóða hele famelíunni í mat þar sem yngstu meðlimirnir voru heiðursgestir. Þetta var hálfgert ítalskt matarboð þar sem við sátum og borðuðum og spjölluðum lengi lengi áður en við settumst í betristofuna þar sem haldið var áfram að spjalla, skipuleggja jólakortagerð. Það var endalaust mikið af mat og hávaðinn á við góða tónleika!! Bara betra.. Mjög vel heppnað kvöld í alla staði, félagsskapurinn, maturinn og andrúmsloftið.

Í kvöld tekur við ljósmyndanámskeiðið margumtalaða sem m&p gáfu mér í afmælisgjöf...get ekki beðið... bless og bless – kv. Jólasnjór

föstudagur, nóvember 17, 2006

Milton Friedman, hagfræðingur er dáinn....

Flestir þeir sem lært hafa viðskipta- eða hagfræði kannast við bandaríska hagfræðinginn Milton Friedman (31/7/1912-16/11/2006). Hann hlaut Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 1976 og er þekktur fyrir stuðning sinn við frjálshyggju og einkavæðingu.... þekktust eru orð hans: ,,There´s no such thing as a free lunch"

Blessuð sé minning snillingsins!!

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Kíkjum í leikhús.....

Það er núna eða aldrei að skella sér í leikhús...

Þjóðleikhúsið sýnir um þessar mundir nýtt verk sem gerist á Suðurlandi og nefnist Glæpagengið eftir Davíð Oddsson. Leikarar eru Árni Johnsen, Gunnar Örlygsson og gestaleikari er enginnannar en Eggert Haukdal. Góða skemmtun (sætaferðir frá Tuborg, bílstjóri er Eyþór Arnalds).

Vegna tæknilegra mistaka vantar nokkrar gangstéttarhellur við inngangÞjóðleikhússins ...

Varð að setja þetta inn - skondið nokk.....

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Back to NORMAL.... eða svona eins nálægt því og hægt er ;o)

Vill byrja að segja Stella (22 ára) og Lalli (25 ára) innilega til hamingju með afmælið í dag ;o)

Ég gerði mér aldrei grein fyrir því að eitt stykki ritgerð – gæti ruglað mann eins mikið í ríminu eins og blessaða BS ritgerðin mín gerði...... Ekki laust við það að ég hafi staðið í persónuleikabreytingum, orðið hálf skrítinn og klikk, ekki samkvæm sjálfri mér og ég veit ekki hvað og hvað.... skondið nokk hvað STRESS og ofmikið TÖLVUGLÁP geti farið algjörlega með lítinn labbakút eins og mig! Þegar ég skilaði yndinu mínu í prentun fyrir 7 vikum síðar hefur Sellan smátt komið aftur – og treystið mér mæli ekki með 100% vinnu og setu við tölvu ca 16 tíma á dag ;o)

Loksins man ég hvernig lífið á að vera og hvernig maður á að njóta þess í botn. Mikilvægasti hluturinn til að rækta er samband sitt við VINI OG ÆTTINGJA! Því hef ég notið tímann vel í þá iðju – SVAKA GAMAN - og er litla jólabarnið farið að plana vel fram í tímann...

* Cocktailskvísu hittingur, þvílík veisla og æði hjá Anný á fimmtud– takk skvís
* US-stelpuhittingur, Austurlandahraðlestin með tilheyrandi slúðri, hlátri og fjöri á föstudag
* Kolaportsstemning á laugardag- ekki veitir af smá aukapening fyrir Glasgow ;o)
* Anna Lára bauð okkur svo í heimsókn og smá öldrykkju á laugardagskvöldið sem endaði í þvílíkum dansgír á Vegamótum, sem sagt mikið fjör á okkur J-Low, Sigrúnu, Önnu Láru, Möggu, Önnu Birnu, Gaua, Ingva, Jón Inga og fleiri góðum kandídötum.
* Sunnudagurinn var tekinn frekar rólega áður en ég kíkti með múttu í IKEA alltaf gaman að skoða í búið enda fer maður vonandi bráðum að fljúga úr hreiðrinu.....
* Aðalsteinn Ingi mætti svo í fyrsta matarboðið sitt í Álfalandið ásamt foreldrunum enda orðin svaka stór – 16 daga gamall.
* Sigrún Ósk kíkti svo í heimsókn og náðum við að sitja í nokkra klukkutíma og ræða helgina enda svolítið skondin verð ég að segja..
* Gærdagurinn var svo sjónvarspdagurinn ógurlegi – vá hvað er mikið skemmtó í sjónvarpinu...og ég er ekki beint TV-gellan. Elva náði samt að koma mér aðeins út úr húsi enda stelpuskjátan loksins búin í prófum, þvílíkt gaman að hitta hana loksins aftur.
* Í dag ætla ég svo með Söndrunni minni í bíó.... verð að sjá BÖRN áður en hún hættir í bíó á víst ekki að koma á video og því bara að fara í Háskólabíó... magnað eiginlega hef ekki farið þangað í bíó síðan ég byrjaði í HÍ enda vön að fara í fyrirlestra og fjör þar. - viltu koma með?????
*Fimmtudagurinn fer svo í Verzlógellu hitting – fáránlega langt síðan maður hefur hitt skvísurnar....
....og svo bara marg framundan, afmæli AJ, útlönd, matarboð, saumaklúbbur, jólaföndur, jólahlaðborð, jólaglögg, kaffihúsahittingur og og og og..... :o)

Lifið heil kæru vinir....ANNARS eru komnar nýjar myndir inn á myndasíðuna mína!! Kíkið á....Aðalstein Ingahttp://public.fotki.com/Sella/fjor/

föstudagur, nóvember 10, 2006

Einn góður á FLÖSKUdegi.....

Stelpa spyr kærastann sinn um að koma heim til sín á föstudagskveldi og borða með foreldrum sínum. Þar sem þetta er nokkuð stór viðburður, þá tilkynnti stelpan kærastanum sínum að eftir matinn myndi hún vilja fara út og hafa samfarir í fyrsta sinn.

Jæja, strákurinn er himinlifandi, en hann hafði aldrei áður haft samfarir, svo hann gerir sér ferð til lyfjafræðings til að ná sér um nokkra smokka. Hann segir lyfjafræðingnum að þetta sé hans fyrsta skipti og lyfjafræðingurinn tekur sér klukkutíma í að fræða strákinn um allt sem
hann veit um smokka og samfarir.

Þegar kemur að því að panta, þá spyr lyfjafræðingurinn strákinn að því hversu marga smokka hann myndi vilja kaupa: 3 í pakka, 10 í pakka eða fjölskyldupakka. Strákurinn vildi gjarnan kaupa fjölskyldupakka því hann taldi að hann yrði frekar upptekinn, þetta væri fyrsta skiptið hans, o.s.frv.

Um kvöldið mætir strákurinn heima hjá foreldrum stelpunnar og kærastan tekur á móti honum. ,,Vá, ég er svo spennt fyrir því að þú hittir foreldra mína, komdu inn!". Strákurinn gengur inn og er vísað til borðs þar sem foreldrar stelpunnar eru sest niður. Strákurinn býðst skyndilega til að fara með borðbæn og hneigir höfuðið.

Mínútu seinna er strákurinn enn við bæn með höfuðið hneigt niður.
10 mínútur líða og ennþá örlar ekki á hreyfingu frá stráknum. Eftir 20 mínútur hallar stelpan sér að kærastanum sínum, sem enn virtist í djúpri bæn, og hvíslar að honum ,,Ekki vissi ég að þú værir trúaður!" Strákurinn snýr sér við og hvíslar til baka: ,,Ekki vissi ég að pabbi þinn væri lyfjafræðingur!!!"

segi bara "lets be careful out there" .... hill street blues - góða helgi kæru vinir og aldrei að vita nema maður sjái ykkur á tjúttinu um helgina...kannski við slettum úr klaufunum ;o)

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

,,Að hata fólk er eins og brenna sitt eigið hús til að losna við eina rottu"

... sá þetta komment og verð bara að segja ég er svolítið sammála þessu ;o)

mánudagur, nóvember 06, 2006

QUALITY MOMENT.....

Almenn vellíðan byggist upp á að dekra svolítið við sjálfan sig og aðra... eiga gæðastundir í lífinu og njóta þess að vera til. Ég passaði mig svo sannarlega að láta þetta ekki fram hjá mér fara og naut helgarinnar í botn!!

Quality moment helgarinnar voru t.d:
- videokvöld undir teppi með Önnu Láru
- knúsa litlu frændsystkinin mín
- kíkja í afmæli
- fara í heitt nuddbað með kertaljós
- hvítlauksritaður humar og heilsteiktar nautalundir
- fá sæt/skemmtileg sms og símtöl
- kíkja á kaffihús
- tala lengi lengi við skvísurnar í símann
- vinna á KaffiPort í koló – meiri peningur
- kósýsstund undir sæng í vondu veðri
- lesa bók
- sofa út og kúrast lengur undir sæng
.... og umfram allt njóta þess að vera til!!

Eigið góðan mánudag kæru vinir – gleðisveiflukveðja – sella sólargeisli ;o)

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Hamingja er ekki happdrætti...

Maður getur verið frekar vitlaus stundum og haldið að grasið sé alltaf grænna hinum megin – en guði sé lof fær maður sjónina á ný og attar sig á hlutunum ;o) Vitlaus ekki satt - ég hef það hrikalega gott og ætla að halda áfram að hafa það þannig... Dagurinn í dag var fremur áhrifaríkur, keypti mér farmiða og hótel til Glasgow frá 8-12. desember. Þvílíkur dýrðartími framundan með múttu í útlandinu og því eins gott að kæla VISA kortið vel þangað til ;o)

Minnsta krúttið í fjölskyldunni er komið með nafn – Aðalsteinn Ingi – og er hann nú nútímabarn með meiru með heimasíðu!! Stoltir foreldrar hér á ferð með sæta síðu fyrir sætt barn ;o) Einnig er miðinn á Bubbatónleikana á NASA á þorláksmessu keyptur og tilhlökkunin farin að segja til sín.... guð hvað verður þægjó að vera ekki í prófum og stressi þessi jólin - því er jólaklúbburinn HÓ, HÓ Hó farin að skipuleggja skemmtilega atburði og skemmtun!! Annars er lífið bara þokkalegt - chill, kaffihúsaferðir, vinna og listasýning hjá Unni á Sólon í kvöld - bara gaman ;o)

Annars fékk ég skemmtilegt blað í hendurnar í gær og las það gaumgæfilega - Ísafold... það er mjög flott verð ég að segja með góðum viðtölum og skemmtilegum greinum. Eitt sem ég tók eftir og ákvað að hafa sem AÐALORÐ þessara færslu - LEIÐIN TIL HAMINGJU....

Rannsóknir hafa sýnt eftirfarandi:
- Peningar hafa lítil sem engin áhrif á hamingju einir og sér
- Óreglulegur lifnaður dregur úr hamingju
- Skyndilausnir við vanlíðan auka óhamingju


Rannsóknir hafa sýnt fram á að eftirfarandi hefur jákvæð tengsl við hamingju:
- Tilgangur með lífinu
- Sterk sjálfsmynd
- Heiðarleiki
- Hæfilegar kröfur
- Raunhæfar væntingar
- Innihaldsrík hamingja
- Jákvæð hugsun
- Að geta þegið ráð og aðstoð frá öðrum
- Að hlusta á aðra
- og síðast en ekki síst halda með heimaliðinu ;o)


Því segi ég bara hipp hipp húrra og lifið heil - njótum lífsins og lítum björtum augum á framtíðina!!

mánudagur, október 30, 2006

Hvenær kemur sá tími sem maður sættir sig við að sætta sig við hlutina eins og þeir eru – ekki eins og maður vill að þeir séu....

Eins og sumir vita þá hefur mér liðið betur andlega heldur en síðastliðinn mánuðinn eða svo....spurning afhverju? Kannski aðallega þar sem framkvæmdur var hlutur sem mér líkar miður vel við – og já er hreinlega mjög ósátt við ;o) en þýðir víst lítið að velta sér uppúr því og væla...bara horfa fram á veginn og vona að maður fái það sem maður VILL einn góðan veðurdag.... bara brosa framan í heiminn og njóta þess að vera til. Já það er bara að bíða og bíða – hehe

Ég er annars mjög hamingjusamur einstaklingur og mér líður ágætlega verð ég að segja ;o) Stórmerkilegur atburður gerðist í síðustu viku að mín einstaka fjölskylda stækkaði og stækkaði – já tveir magnaðir stubbalingar komnir í heiminn....hver öðrum fallegri – obb bobb bobb ;o)

Helgin var líka með eindæmum þægileg – frekar kósý að vera ferskur alla helgina, ekkert djamm bara bíóferð á Mýrina – þvílíkt góð mynd verð ég að segja og vá hvað maður verður að skella sér oftar í bíó....Knúsaðist með litlu frændsystkinunum, vann, spilaði Partý&Co með gellunum og rölti down town...... tvímælalaust ætla ég mér að gera meira af þessu enda er lífið meira en bara DRYKKJA og fillerý

Já maður er farin að virka eins og predikandi alkahólisti – síður en svo.... lífið leikur við mér ;o) vildi bara að allir hlutir væru jafn kátir...svo sem eitt lítið sms, lítil hringing eða já ég eiginlega veit það ekki - draumórar í gangi

Útlönd á næsta leyti vonandi, gera jólagjafakaupin og njóta lífsins..... gleði gleði gleði!!

föstudagur, október 27, 2006

...Bið endalaus bið, sem bara styttist ei neitt.... en hún er búin! - ég er orðin FÖÐURSYSTIR - jíha da da ra da da ra

Jónas og Tulla urðu stoltir foreldrar í kvöld 26.10.2006 kl. 20:50:50 þegar líka þessi litli labbakútur og krútt fæddist. Oggupons bara 50,5 cm og 12 merkur - algjört krútt.... hægt að knúsa endalaust

Mig langar til að sýna ykkur litla gullmolann og ástarpunginn - hann er bara tveggja tíma á þessum flottu myndum :o)

INNILEGA TIL HAMINGJU ÁSTIRNAR MÍNAR - hlakka til að fá að passa yndislega drenginn ykkar við tækifæri - kveðja frá aðal föðursysturinni

miðvikudagur, október 25, 2006

....sometimes the heart sees what is invisible to the eye!!

Mikið til í þessu - annars er allt að gerast, Tulla verður líklegast sett af stað í kvöld svo ég er alveg að verða föðursystir ;o) segi ykkur fréttir sem fyrst

Annars eru myndir úr æðislegu útskriftinni minni komnar HÉRNA

þriðjudagur, október 24, 2006

Fjölgun mannkynsins ;o)

Var að fá líka þetta sæta sms frá Gullu frænku áðan.... gullfallegur drengur fæddist kl. 00:12, 15 merkur og 52 cm - sem sagt Fannar orðin stóri bróðir, bara 2 ára ;o)

Innilega til hamingju elskurnar mínar, hlakka til að koma skoða gullmolann - jíha

laugardagur, október 21, 2006

Við fáum flest aðeins eitt tækifæri í lífinu, eitt tækifæri til að kynna okkur, eitt tækifæri til að sanna okkur og eitt tækifæri til að standa okkur!! Sumir fá líka eitt tækifæri til að klúðra hlutunum... en það eru ekki margir!

Eitt andartak getur öllu skipt. Það getur ráðið úrslitum og haft áhrif á líf þitt um ókomna tíð. Hugsiði ykkur hvað eitt orð eitt hik eitt bros getur breytt miklu... það getur verið vendipunkturinn....

Kannski gott að fólk hugleiði þessi orð.... en þau las ég hjá yndislegri vinkonu minni og afmælisbarni Salóme - innilega til hamingju með afmælið ástin ;)

Það er spurning hvað maður ætlar sér að gera í lífinu - mennta sig, hlægja, brosa, vinna, stofna fjölskyldu, reka sig á, eiga peninga...og eiga þá ekki, búa erlendis og láta ævintýraþrána reika, mennta sig meira, eignast frábæran mann og nokkur börn.... en þetta mun ég eflaust gera allt saman og meira til - en hvar skal maður byrja??

Stórviðburður gerist í Háskólabíó á morgun/dag 21. okt því þá verð ég loksins VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR - teiti feiti á morgun enda tími til að fagna

....við tekur svo ljósmyndanámskeið frá m&p, utanlandsferð (bara eftir að ákveða stað og stund), vinna, vinna, vinna og umfram allt vera ég sjálf og láta mér líða vel. Áhugamálin eru óendanlega mörg bara spurning hvar maður byrjar og já ljósmyndirnar fá að ráða ríkjum...

NJÓTIÐ HELGARINNAR - sella sólargeisli!!

fimmtudagur, október 19, 2006

VANGAVELTUR...



....Afhverju að splæsa í meirapróf þegar maður kemst auðvelda allra ferða sinna á léttbifhjóli?

þriðjudagur, október 17, 2006

Tími til að tjá sig....

Ef ég hugsa út í 16. október 2000, þá líður mér eins og sá dagur hafi verið í gær.... ekki að það séu sex ár liðin frá því að þessi stórmerkilegi dagur rann upp. Á þessum tíma var ég eins og lítil blómarós á bleiku skýji þar sem dauði/slys og annað hræðilegt var nánast ekki til í orðaforða mínum. Ég hafði þó oft hugsað út í dauðann og hversu ömurlegt og sorglegt það væri að missa einhvern nákomin, hugsunin stoppaði alltaf við það - svona kemur ekki fyrir mig og mína

.... En þennan merka dag fyrir sex árum fékk ég aðra sýn á þetta. Amma Sella hefur ávallt verið sú kona sem ég leit/lít mest upp til. Ég gat setið tímunum saman og spjallað við hana, horft á Matlock, spilað við hana eða bara já nánast hvað sem er....þrátt fyrir hjartveiki sína og sykursýki var hún konan sem leit ávallt á hlutina svo jákvæða og kenndi manni að líta björtum augum á lífið - Því var það skrítin tilfinning að sitja við hlið hennar á Landsspítalanum, halda í hönd hennar þegar hún kvaddi þennan heim.... Fyrir mér var dauðinn eitthvað hræðilegt, óhugsandi en ég man hvernig ég öðlaðist á augabragði nýja sýn á þetta, þegar hún kvaddi með sæmd og hversu friðsælt var að horfa á hana....

Það var svo ekki fyrr en sama dag 2003 að annar merkilegur atburður gerðist í fjölskyldunni - því eins og sagt er: ,,Það vaknar nýtt líf!" og hún Natalía Tinna frænka fæddist.... Þvi langar mig til að tileinka þessari færslu þessum tveimur stórmerkilegu karakterum ömmu Sellu og Natalíu.... og óska litlu prinsSkessunni minni innilega til hamingju með þriggja ára afmælið.... Kossar og knús ;o)

sunnudagur, október 15, 2006

Tími til að kúra undir teppi í haustrigningunni

It´s a raining day - hallelujah.... já helgin er búin að vera fremur góð verð ég að segja. Óvissuferðin í vinnunni heppnaðist rosalega vel. Þrjátíu hressir aðilar í fullt af leikjum, brennó, kíkt í Hreppslaugina, ekta sveitalaug og þriggja rétta matur á Fossatúni.... við tók svo gítarpartý á Bragagötunni með tilheyrandi stemningu og síðan rölt í bæinn. Frekar skrítin stemning, sem einkenndist kannski aðallega af þreytu og ljúfu kvöldi.

Gærdagurinn fór svo í að finna útskriftardress enda bara 6 daga í að maður verði BUSINESSGIRL já vá hvað maður verður allt í einu stór. Fór í rómantíska ferð með Jóhönnu á Ítalíu og svo í hvítvín og osta heim til Söndrunnar minnar ;) Fórum svo að hitta Stellu í bænum og tókum nett rölt á þetta.... þvílíkur fjöldi af fólki að betra var að taka röltið bara úti í góða veðrinu - skutlaði svo skvísunum heim eftir rólegt kvöld.

En dagurinn í dag er svo sannarlega dagur til að fara í heitt bað með kertaljós, kúra undir sæng og horfa á videó eða já....úff ég get látið hugann reika og fundið fullt af öðrum góðum hugmyndum....vill einhver joina ??

föstudagur, október 13, 2006

Where, oh where, can my baby be?
the lord took her away from Me.
Shes gone to heaven, so Ive got to be good.
So I can see my baby when iLeave this world.

da da ra....da da ra, stemningin að magnast, verið að stilla upp áfengi inn í matsal og tómlaus gleði í nánd.....ta ta ra :)

Annars er komin brúsi á borðið mitt með áfengisblöndu - Sædís fékk kanínueyru enda liðsforingi míns liðs....úff þetta verður stuð! Keilur og fleira skrítið dót er komið í hús líka,....hvað ætli við séum að fara að gera??

Ma ma ma ma spyr sig!!

Gott veganesti inn í helgina og pepp fyrir óvissuferðina sem byrjar eftir 5 tíma ;) Gleðilegan flöskudag!!

Þetta hjálpar manni meira en allar þær sjálfshjálparbækur sem eru á náttborðinu!!!Þetta ætti sennilega að vera límt á spegilinn á baðinu hjá þér þar sem þú getur lesið þetta á hverjum degi.

Þú gerir þér kannski ekki grein fyrir því en þetta er 100% satt!
1. Það eru að minnsta kosti tvær manneskjur í þessum heimi sem þú myndir deyja fyrir.
2. Það eru að minnsta kosti 15 manns í þessum heimi sem elska þig á einhvern hátt.
3. Eina ástæðan fyrir því að einhver hati þig er, viðkomandi vill vera eins og þú.
4. Bros frá þér getur fært einhverjum hamingju, jafnvel þótt viðkomandi líki ekki við þig.
5. Á hverju kvöldi, hugsar EINHVER til þín áður en viðkomandi fer að sofa.
6. Þú ert himinn og jörð hjá einhverjum.
7. Þú ert einstök og sérstök í þessum heimi.
8. Einhver sem þú þekkir ekki, elskar þig.
9. Jafnvel þegar þú klúðrar málunum, verður eitthvað gott úr því.
10. Þegar þér finnst heimurinn hafa snúið í þig baki, líttu aftur á.
11. Mundu alltaf eftir hrósum sem þú færð. Gleymdu dónalegum hreitum.

Þannig að........ mundu þegar lífið afhendir þér Sítrónu /Lime, biddu þá um Tequila og salt! Hehe skondið nokk, það væri óskandi að ég myndi hitta þann sem ég hugsa t il áður en ég fer að sofa!! það yrði skemmtilegt kvöld/nótt ;o)

fimmtudagur, október 12, 2006

JAHÁ - ekki lengur lítið lasið lúsafés..... ;o)

Helgin var með afbrigðum góð verð ég að segja, afmælið mitt heppnaðist með eindæmum vel og var stemningin gífurleg. Eftir undirbúning með brósa með tilheyrandi ferðum í IKEA, Byko og fleiri góða staði var teitið klárt.....Partýið einkenndist af:
* Ölvun
** Sönggleði
*** Heitapottapartýi - skrítið að fá frænda sinn í heimsókn daginn eftir til að sækja nærbuxurnar sínar en samt skondið ;)
**** Fullt af skemmtilegu fólki
***** Frábærum afmælisgjöfum - gjafabréf hjá ICELANDAIR, er á leið til útlanda ;) ligga ligga lái
****** enn skemmtilegri afmælisgjöfum, 2 risakort, mikilll peningur, snyrtidót, vínflöskur, rúmföt og og....
***** tómlaustri myndatöku endilega kíkið HINGAÐ og kommentið
**** fjörugri bæjarferð um kl. 03:45
*** týndi símanum mínum - fann hann aftur 13 tímum seinna í húsgarði í miðbænum - heppni ekki satt
** enn meiri gleði og glaumur, partý í hæsta gæðaflokki, get ekki beðið eftir útskrift eftir 9 daga
* þynnku og hláturmildum sunnudegi með stelpunum!!

Já þetta var semsagt helgin mín - búin að kíkja mikið til brósa síðustu daga og verð ég að gefa honum STÓRT HRÓS, hann er svo duglegur drengurinn.... litli bumbus sonur hans fer að kíkja í heiminn og er drengurinn búin að umbreyta íbúðinni sinni á Háteigsveginum - ekkert smá flott hjá þeim!! Annars er ég nýskriðin úr koju aftur eftir tveggja daga viðbjóðsleg veikindi sem ég mæli ekki með!!

Ekki hef ég mikið skrifað hér þess vegna og eflaust margir spurt sig - hvar hef ég verið, hvað hef ég verið að gera og..... lítið sem ekki neitt því miður :( en það er allt að fara að reddast núna, óvissuferð með vinnunni á morgun og svo væntanlega heimsókn á helstu kaffihús/skemmtistaði bæjarins á eftir....meira veit ég ekki!!

OVER AND OUT - og verið duglega að kommenta!!

föstudagur, október 06, 2006

....varð bara að setja þetta hérna inn...bara stolt af því að vera BITCH - hvað með þig....annars styttist í tjúttið og ég get ekki ákveðið enn hvenrig bollu ég á að bjóða upp á, enda örugglega á ca 2-3 tegundum af bollu - BARA BETRA....Allavegana mikil tilhlökkun í gangi - vonandi að maður hitti draumaprinsinn.... veit hvern ég vill ;o)

fimmtudagur, október 05, 2006

I've had the time of my life
No I never felt this way before
Yes I swear it's the truth
And I owe it all to you


…..SNILLDAR LAG HÉR Á FERÐ!!

Annars er komið að því að ég láti ÁNÆGJU mina í ljós varðandi Varsjá…vinn greinilega á yndislegum vinnustað því magnið af góðum ferðafélögum, verslunargóðum einstaklingum og ég veit ekki hvað og hvað sem voru með mér í ferð. Ekki verra að verða BIG 25 Í ÚTLANDINU...hehe – þvílíkur blómvöndur sem Sandra færði mér frá múttu, pabba, Jónasi og Tullu, og svo um 30 afmælis sms, TAKK ÁSTIRNAR MÍNAR.

Hótelið var þvílíkt vel staðsett í hjarta Varsjáborgar í Póllandi, þar sem 3 mín tók að rölta í H&M ;o) draumur í dós, veitingastaðir, verslanir og Casino í næsta nágrenni og ekki slæmt að horfa á Miss World húsið enda aðalhelgin þessi sem við vorum þarna....

Mikið verslað, mikið hlegið og kannski enn meira kokteilast, yndisleg helgi og stefnir í nokkrar góðar helgar næstu vikur.

Afmælispartý hjá mér 7. október
Óvissuferð í vinnunni 13. október
Útskrift úr HÍ – jí ha businessgirl 21. október


....lífið en eintóm lukka eða eins og lagið segir.....season of love ;o) Best að enda á þessu......hehe 525,600 minutes, 525,000 moments so dear. 525,600 minutes - how do you measure, measure a year? In daylights, in sunsets, in midnights, in cups of coffee. In inches, in miles, in laughter, in strife. In 525,600 minutes - how do you measure a year in the life? How about love? How about love? How about love? Measure in love. Seasons of love.

SJÁUMST Á TJÚTTINU UM HELGINA FÉLAGAR ;o) BOLLA BOLLA, BOLLA – VÁ HVAÐ ÉG HLAKKA TIL....HEHE

þriðjudagur, október 03, 2006

Smá hugleiðing....(fékk þetta sent áðan og mikið til í þessu!!)

Ást byrjar með brosi stækkar svo í koss og endar með tárum.Ekki gráta yfir neinum sem grætur ekki yfir þér. Traustir og góðir vinir eru erfiðir að finna en það er erfiðara að fara og algerlega ómögulegt að gleyma. Þú getur aðeins farið eins langt og þú vilt fara, gerðir þinar eru betri en 1000 orð.

Það erfiðasta sem hægt er, er að sjá einnhvern sem þú elskar, elska einnhvern annan.
Ekki láta e-ð slæmt úr fortíðinni halda aftur af þer því þú ert að missa af öllu því skemmtilega sem er í nútiðinni. Lífið er svo stutt, að ef þú lítur ekki í kring um þig stundum og stundum gætiru misst af því.

Vinir eru eins og fjögurra blaða smárarnir, erfiðir að finna og þú ert mjög heppin þegar hann finnst. Alvöru vinátta endar aldrei. Alvöru vinir eru til eilífðar. Vinir eru eins og stjörnur þú sérð þá ekki alltaf en veist að þeir eru alltaf þar.

Ekki vera leiður því þú veist aldrei hver verður ástfanginn af brosinu þínu. Hvað gerir þú þegar eina manneskjan sem getur hætt að láta þig gráta er sá sem lét þig fara að gráta.

.....mikið til í þessu - KÆRU VINIR TAKK FYRIR AÐ VERA TIL ;O)

ps. Ferðasagan úr yndislegu Póllandsferðinni kemur í dag eða á morgun, einn besti afmælisdagur sem ég hef átt í langan tíma ;o)

miðvikudagur, september 27, 2006

Lífið er lotterí...

Eða kannski svona hér um bil!! Vann allavegana 2700 kall í lottóinu um helgina - hehe það borgar sig að vera áskrifandi, eða ekki ;o)

Vinnumórallinn og fjörið hér niðri á Umferðastofu er frekar furðulegur þessa dagana, verið að þjálfa nýtt fólk í ýmsar stöður þar sem 18 manns af 21 á 1.hæðinni ætla að skella sér til Varsjá í nótt......guð hvað ég er fegin að vera ein af þeim, þetta verður eitthvað skrautlegt! Fór allavegana áðan að sækja gjaldeyri og vá hvað þetta eru furðulegir peningar - líður eins og ég sé með matador peninga....það væri bara óskandi að maður gæti notað þá IN REAL LIFE ;) munur ekki satt! Maður getur allavegana keypt sér öllara og svonna - svo er planið að kíkja í búðir ;o)

Svo er það bara flugvöllurinn í nótt, afmælið mitt og árshátíð á föstudag og tómlaus gleði í Miss World fíling í Varsjá á laugardag.... áætluð heimkoma svo á sunnudagskvöld - ekki sakna mín of mikið mínir kæru - ég mun samt sakna ykkar!!

…Sem sagt lífið á grænni grein – alveg að verða styttra í 30 ára afmælið mitt en það 20 ára…..bráðum verð ég VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR hehe og já…. Samt margt sem ég væri til í að geta breytt í fari mínu og lífi en það er víst ekki hægt stundum! Maður getur ekki verið perfect……þótt ég sé það nánst ;o)

þriðjudagur, september 26, 2006

Gefið ykkur fram...

Forvitnin er a drepa mig - í dag hafa t.d 42 skoðað bloggið mitt og eru þeir staðsettir út um allt..... Akureyri (2), Selfoss (2), Kópavogur (11), Hafnarfjörður (3), Svíþjóð (1), Þýskaland (1), Reykjavík (20) og Danmörk (2)

Gefið ykkur fram....bara svo ég viti eitthvað fyrir hverja maður er að blaðra um allt og ekkert.... kveðja frá einni sem leiðist í vinnunni ;o)

KYNÞOKKI....

Það ber ekki öllum saman um hvað kynþokki er - ég hef reyndar sterka skoðun á því og ekki breyttist hún eftir bióferð mína á Step up með Siggu í gær.....o mæ, drop dead fellow!! Úff, Greinilegt að tveir gaurar hafa bæst við "The elivator list" og eru það þessir karlmenn - VÁ

Kannski einfaldur smekkur en Wenthwort Miller úr Prison Break (t.v) og Channing Tatum úr Step up eru ó mæ god.

Allavegana þá er ritgerðin komin í vörslu skrifstofu Odda og stefnir allt í útskrift 21. október - þvílík tómlaus gleði!

Annars hef ég mikið verið að velta mér upp úr eigin vantaveltum síðastliðna daga - hvað gerir mann að því sem maður er, afhverju gerir maður eitt en ekki annað... hvað er það sem ræður því. Jú kannski hræðsla við að viðurkenna eitthvað í hræðslu við að fá skrítin svör til baka eða eitthvað álíka..

Eitt hef ég lært að það borgar sig að minnsta kosti ekki að ræða hlutina þegar drykkja hefur verið á mannskapnum - því svo greinilegt er að hlutirnir gleymast eða það er bara látið sem að hlutirnir hafi ekki gerst!! En engar áhyggjur ég er ekki hætt að drekka....

Varsjáferðin eftir 2 daga, afmælið mitt eftir 3 daga og svo partý heima 7. og 21. október....bara um að gera lifa lífinu og njóta! Takk elskurnar mínar fyrir að vera þið ;o)

Sella ,,hugsuður"

sunnudagur, september 24, 2006

Í fréttum er þetta helst....

.....Ritgerðin er komin í prentun og spennufallið er gífurlegt. Já ég hef átt lítið sem ekkert líf upp á síðkastið enda bara vinna og ritgerðasmíð á eftir og fram á nótt..

.....Ég er rosalega leið, eins og þeir sem þekkja mig vita þá er ég hrikalega lokuð persóna og á mjög erfitt með að tjá tilfinningar mínar, en svona er ÉG... og það hrikalega sorglega við það er að mér líður mjög illa núna. Það hefur alltaf verið talað um að maður verður að velja og hafna og gefa sig í það sem maður gerir.... þetta hef ég ekki verið þekkt fyrir að gera þegar strákar eru í spilinu enda lítil í mér og tilfinningalega lokuð....en það kom að því og núna líður mér ILLA, að gefa sig í hlutina og fá til baka að það sé ekki framtíð í þessu, það er sárt!! Mér líður núna eins og eitthvað hafi gerst inn í mér, en svona er lífið víst... spurning að reyna að sætta sig við hlutina og fagna þeim áfanga sem búin er!!

Bara 5 dagar í að ég verð 25 ára og bráðum verð ég bráðstollt stúdína með BS í viðskiptafræði, útskrift 21. október og þá verður GAMAN...

ÞANGAÐ TIL, EKKERT STRESS OG BLESS!!

fimmtudagur, september 21, 2006

THE NEVER ENDING STORY......

Undanfarna daga hefur mér liðið eins og ,,Sella er ein í heiminum". Þvílíkt tilbreytingalaust líf sem maður á og það virðist sem september mánuður ætli aldri að taka enda..... en á mánudaginn 25. september er ég aftur orðin frjáls manneskja, get gert það sem ég vil, þegar ég vil....

Ef ég næ að klára þessa elsku....fyrsta barnið sem ég bý til (þetta er búið að vera fóstur í langan tíma - en það er að koma að fæðingu....jíha)

Ég ætla að halda frábæra útskriftarveislu, fara í árshátíðarferð með vinnunni til Póllands, halda afmælispartý þegar ég kem heim...Ég ætla að taka til heima, þrífa bílinn minn, versla fullt af dóti sem mig langar í, fara í vax, litun og plokkun og skella mér í ljós....langar svo í ljós.... ég ætla að sofa sofa sofa og síðast en ekki síst, fá mér nokkra kokteila í góðra vina hópi, alltof langt síðan ég hitti þá sem ég elska, dýrka og dái. Þá sem koma mér til að líða vel, hlægja og spauga, vera eins og ég er.... ég ætla að og dansa niður Laugarveginn, fara í Brunch með Önnu Jónu og Hrebbnu

....Komin tími til að hrista rassa svo ég æta að fara í líkamsræktina. Mig langar rosa til SPÁNAR, í sumarbústaðaferð og já ég ætla, ætla ég ætla ég ætla...

Allavegana smá blogg hérna frá mér svona til tilbreytingar - það er að koma að þessu :o)

föstudagur, september 15, 2006

MÉR LEIÐIST.......:o(

mánudagur, september 11, 2006

...og tímanum líður!!

Eiginlega bara fáránlegt að hugsa til þess að í dag eru 5 ár liðin frá því að flogið var á turnana í New York... magnað alveg hreint. Man svo skýrt eftir því þegar ég og Gyða vorum eins og vitleysingar í Marbella á Spáni, kunnum varla stakt orð í spænsku og sáum í sjónvarpinu atvikið - þetta er eins og hafi gerst í gær....BUT nei ;o)

Hvað þá að það sé liðið ár frá því að ég fór til Barcelona sem skiptinemi, úff hvað mig langar að fara aftur út, gaman gaman hjá litlu senjoritunni mér þarna úti - hver veit nema maður skelli sér ef ég sé ódýrt far - hehe

....EN - THE TIME FLIES WHEN YOU´RE HAVING FUN ;O)

* Annars er maður búin að skila fræðilega hlutanum í ritgerðinni af sér og þvílíkur léttir, núna tekur bara við gagnavinnsla í SPSS og rumpa fram yndislegum niðurstöðum á könnuninni minni. Föstudagurinn fór því í yfirlestur með yndislegu móður minni sem prófarkalas hele klapped! Laugardagurinn var svo skemmtó - fór í heita pottinn til J-low og svo í bæinn með stelpunum. Var bílandi en stuðið var þvílíkt að mínar bestustu vinkonur héldu að ég væri drukkin...heheh gaman svona.

En well vinnan búin að við tekur date með tölvunni - have fun mínir kæru

föstudagur, september 08, 2006

Jeremías það er nú ekki hægt að segja neitt annað!!

Öllu má nú ofgera - líkt og ÞETTA þessi heimasíða er fyrir litla baun sem á að fæðast í maí á næsta ári... sem sagt 238 dagar ca í fæðingu, en meðgangan er um 280 dagar. Sem sagt komin fimm vikur á leið eða eitthvað álíka. Gott og vel en það sem mér finnst mest spes er það að stelpuskjátan er með myndir af ÞUNGUNARPRÓFINU!!

Kíkið á........

Annars er bara 5 tímar í hlutaskil á ritgerðinni...anda inn - anda út - vonandi tekst þetta ;o)

Gleðilegan flöskudag!!

mánudagur, september 04, 2006

Að vera of fullur er: EKKI TÖFF!!

Þrátt fyrir mjög svo skemmtilega helgi þar sem rifjaðir voru upp gamlir góðir tímar úr Verzló á laugardaginn, er ekki laust við að einhver mórall sé í hausnum á mér.... og mest pirrandi að ég veit almennilega ekki ástæðuna!

Tjúttið var með öllum tilheyrandi drykkjum, Fresita, bjór, hvítvín og skot...ekki góð blanda!!

Get þó verið ánægð með það að þurfa ekki að vakna með kjánahroll eins og sumir sem að kunnu ekki að haga sér í bænum og létu vægast sagt eins og vitleysingar....HALLÓ - NEI ÞÝÐIR NEI!!

En yndisleg helgi búin - myndavélin varð því miður batteríislaus of snemma en minningarnar góðar!! Fyrirgefiði félagar, þið sem eigið það skilið að ég lét eins og fáviti....úppppssss spurning um að vera edrú næstu helgar!

Over and out, er farin heim að ritgerðast, þarf víst að skila öllum fræðilega hlutanum á föstudaginn ;o) úfff

fimmtudagur, ágúst 31, 2006


Á leið til miðils....

Þar sem flestir þekkja mig þá hef ég alltaf verið rosalega forvitin týpa - ekki verra að fá að vita þá eilítið um framtíðina eða jafnvel skondnar sögur úr fortíðinni sem fæstir vita. Því ætla ég að skella mér til Mæju miðils í Keflavík - vonandi kemur eitthvað forvitnilegt í ljós

Allavegana over and out...búhhhh hú hú hú

Morgun er svo útborgunardagur....jíha og Eyfa tónleikar í Borgarleikhúsinu - get ekki beðið það verður gaman

Laugardagurinn er svo Reunion í Versló - fáránlegt að það séu 5 ár síðan ég útskrifaðist, ég sem er enn 21. árs ;o)

þriðjudagur, ágúst 29, 2006

TÚLKUN TAKK FYRIR......

Játs fékk líka þessi stórskemmtilegu sms skilaboð frá OgVodafone á netinu frá ónafngreindum aðila.... frekar skondin sms verð ég að segja og hér með sæki ég eftir túlkun á þeim!! Hvað segið þið? Þetta voru fjögur stykki!

1) When a woman (me) loves another woman (you), beautiful magic happens....

2) ....but they will not understand such beautiful feminine love...

3) ...so we shall escape predjudice to the mediterrainian island Caril...

4) ...where woman can love woman and our marriage we4all seal!

.....já þið segið nokkuð - HVER SENDI MÉR OG HVAÐ ÞÝÐIR ÞETTA - forvitni í gangi ;o)

mánudagur, ágúst 28, 2006

Einn í morgunsárið ;o)


Kona ein var að steikja egg handa sínum heitt elskaða eiginmanni. Allt í einu ryðst bóndinn inn í eldhúsið. "Varlega varlega...! Settu meira smjör! Guð hjálpi mér...!

Þú ert að steikja Of mörg egg í einu. OF MÖRG! Snúðu þeim! SNÚÐU ÞEIM NÚNA!"
"Við þurfum meira Smjör. Guð minn góður! VIÐ ÞURFUM MEIRA SMJÖR!
Eggin munu festast!" "Varlega...VARLEGA! Ég sagði VARLEGA!

Þú hlustar aldrei á mig þegar þú eldar! ALDREI! Snúðu þeim! Drífðu þig! Ertu geggjuð! Ertu búin að tapa glórunni? Ekki gleyma að salta eggin. Þú gleymir alltaf að salta. Nota salt. NOTA SALT! S A L T!"
Konan horfði á hann og sagði. "Hvað er eiginlega að þér? Heldur þú virkilega að ég kunni ekki að steikja tvö egg?"

Eiginmaðurinn svaraði rólega, "Mig langaði bara að leyfa þér að finna hvernig mér líður þegar ég er með þig í bílnum."....

föstudagur, ágúst 25, 2006

Yes I´m alive..... ;o)

Greinilega svolítið mikið að gera hjá mér....úff púff, tíminn flýgur frá manni og maður verður að vara sig að fara ekki framúr sjálfum sér - svo mikið er víst. Það er margt búið að daga mína drífa síðustu vikur!!

Ég hef.....
* Farið í innflutningspartý og tjúttið - surprise
** Lært fyrir próf og tekið próf - jíha jíha
*** Keypt mér miða á Eyvatónleika 1. sept - aha
**** Verið í vinnunni - eilífð og eintóm gleði
***** Borðað kökur enda eintóm afmæli - til hamingju öll
**** Lagt fyrir markaðsrannsókn fyrir BS - allt að gerast
*** Pantað tíma hjá miðli 31.ág - úhúhúhú
** Verið með vinunum og haft það kósý
* Skemmt mér yfir IKEA bækling

Já líf manns er orðið frekar skondið - líka frekar spes. Dræmar tilfinningar í gangi þar sem ég hef verið að hjálpa Evu frænku þar sem hún ætlar að yfirgefa mig til Dejlige Danmark á mánudaginn... verð sem sagt að panta miða sem fyrst!! Því er best að sletta ærlega úr klaufunum áður og því ætla ég að skunda í kveðjupartý hjá þeim skötuhjúum á laugardaginn.

Morgundagurinn er líka svolítill "kellingadagur" - saumaklúbbskonurnar hjá múttu ætla að kíkja á grænmetismarkað í Mosfelldalnum og ákváðum við dætur/tengdadætur að skella okkur með og svo beint í brunch hjá Ollunni ;o) Hljómar vel og hlakka ég til...aha þokkalega!!

Svo er "síðasta kvöldmáltíðin" skipulögð hjá okkur áður en að Eva, Sindri og Natalía skjótast í fluvvélina... sunnudagurinn verður því eins og eitt stórt ítalskt fjölskylduboð!

En þangað til næst kæru vinir - gleðilegan flöskudag

PS hef bætt við nokkrum myndum á myndasíðunni - endilega kommenta félagar - TAKK!!!!

föstudagur, ágúst 18, 2006

Reykjavíkurborg á afmæli í dag og margir fleiri.... líka næstu daga

Stundum er hægt að gera vinnustaðarhrekk í tilefni afmæla. Í dag var gerður þvílíkur hrekkur, því blessaði Gunnar Geir er þrítugur í dag. Í ljósi þessarra tíðinda var skrifstofa hans þakin álpappír...ekki flott??



Afmælisbörn í dag og næstu daga... INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN.
17. ágúst - Davíð frændi
18. ágúst - Eva Ösp - 24 ára
18. ágúst - Hinrik - 25 ára
18. ágúst - Sigrún Ósk - 26 ára
18. ágúst - Gunnar Geir - 30 ára
19. ágúst - Sunneva Lind - 5 ára
20. ágúst - Elín Jóns - 25 ára
21. ágúst - múttan - 20++
21. ágúst - Heiðar - 27 ára

- Já þessi mánuður er greinilega mjög ánægju & afmælislegur....njótið daganna vel og lengi, ég mun gera það...annars bara gleðilegan flöskudag félagi!!

fimmtudagur, ágúst 17, 2006


Þá er komið að því....

Það sem hefur á daga mína drifið seinustu daga er voðalega lítið verð ég að segja.... sumarpróf eru EKKI SKEMMTILEG svo mikið er víst - krosslegg bara fingur og tær og vona að þetta séu seinustu prófin sem ég þarf að taka að sumri til...allavegana á þessu landi - Masterinn verður tekin í útlöndum takk!!

Fjármál 1 búið og vonandi gekk það bara eins og í sögu... Spænsk málfræði 1 og Menning þjóðlíf og saga rómversku afmeríku er í næstu viku. Blessuð BS. ritgerðin bankar svo hressilega á dyrnar en hugsunin um að vera í fyrsta skipti í próflausu jólafríi heldur mér vakandi.

Verslunarmannahelgina var annars mjög nice og seinasta helgi líka. Brúðkaupið hjá Erlen og Kidda var snilld - vá hvað var gaman...myndir koma seinna...en hér efst sjáið þig nokkur sýnishorn af myndum sem voru að líta dagsins ljós á myndasíðunni minni!! Það er skylda að commenta á myndirnar - HALLÓ COMMENTA muna það.... fleiri myndir koma svo síðar...

Hvað er annars að frétta af ykkur - komin spenna yfir Reunioni í Verzló 2. sept og svo fjárfesti ég í miða á Eyfa tónleika í Borgarleikhúsinu 1. sept... vá hvað verður gaman hjá mér Siggu, Sigrúnu og Jóhönnu, þetta heldur lífinu í mér næstu daga.

over and out í bili ;o)

föstudagur, ágúst 11, 2006

Í vinnuna eða fangelsið?

Í FANGELSI fær maður 3 fríar máltíðir á dag.
Í VINNUNNI fær maður pásu fyrir 1 máltíð-sem maður þarf að borga sjálfur

Í FANGELSI fær maður að fara fyrr út fyrir góða hegðun.
Í VINNUNNI fær maður meiri VINNU fyrir góða hegðun.

Í FANGELSI er maður sem opnar og lokar öllum hurðum fyrir mann
Í VINNUNNI þarftu að gera það sjálfurÍ FANGELSI má maður horfa á sjónvarpið og vera í tölvunni.

Í VINNUNNI þú verður rekinn.
Í FANGELSI fær maður sitt eigið klósett

Í VINNUNNI þarf maður að deila með öðrum.
Í FANGELSI mega vinir og vandamenn koma í heimsókn

Í VINNUNNI ekki sjéns í helvíti.
Í FANGELSI borga skattgreiðendur allt fyrir þig

Í VINNUNNI Þarftu í fyrsta lagi að borga til að koma þér í vinnuna, og svo er tekið 40% af þér í skatt....til þess að borga fyrir fangana!!

Fangaklefi er að meðali 2-4 fermetrum stærri en meðal skrifstofa á Íslandi!! Nú er bara að velja !

fimmtudagur, ágúst 03, 2006


Faðir vor.....

Bjór minn vor
þú sem ert í flösku
frelsist þinn tappi
tilkomi þín froða
freyði þínir humlar
svo í glasi sem í munni
svalaðu í dag mínum daglega þorsta
og skeyttu ei um vísaskuldir
svo og líka hjá þyrstunautum mínum
eigi leið þú oss á Astró
heldur ei á Nasa
því að þitt er valdið
gleðin og stuðið
að eilífu
Carlsberg

fimmtudagur, júlí 27, 2006

Snilldin EINAR.... verð að láta þessar tvær myndir fylgja með ;)

Líf mitt snýst um ROCKSTAR Supernova eins og hjá flestum og get ég ekki talið mínúturnar sem hann Magni "okkar" hefur verið í umræðunni hérna niðrí vinnu.... skil bara ekki enn hvernig spandex gellan er ennþá þarna - á betur heima í módelkeppni því jú kallarnir slefa yfir henni en men, gellan getur ekki sungið... hún er flott og allt það, svona eins og Tommy Lee sagði: Dilana - I wanna!! Lýsir meira afhverju hún er ekki GAME OVER

Ótrúlegt en satt þá lítur út fyrir að þetta verði fyrsta helgin í sumar þar sem ekkert er planað - já þið lásuð rétt...Sellan er ekki að fara að gera neitt, útilega Cocktailclub var sett á HOLD og því bíður okkar mögnuð sumarbústaðaferð í haust - jíha, bara allt að gerast:

* 2. sept Reunion Verzló
* 8-10. sept Sumarbústaðaferð
* 21. sept Elvus hálffimmtug
* 25. sept Skil á BS ritgerð
* 28-1.okt Varsjá Póllandi
* 29. sept ÉG VERÐ STÓR STELPA.....

en þangað til er nóg að gera.... spurning um að taka stjórnunarhæfileikana á þetta eins og á myndinni eða bara chilla yfir morgunverðinum eins og þessi góði drengur!!

mánudagur, júlí 24, 2006


Afmæli afmæli....je je

Langaði til að óska pabba "gamla" innilega til hamingju með afmælið í gær og Bryndísi Ösp grallaraspóa og skvísu með meiru til hamingju með merkisdaginn - orðin 1.árs skvís ;o)

Annars var helgin bara rosalega góð Anna Lára með hörkupartý á föstudaginn með glimrandi gítarpartý út í garði fram á nótt... bæjarferð um hálf fjögur - kannski ekki það sniðugasta en samt svaka fjör. Fáránlegt að hitta 16 ára litla bróðir vinarmíns á skemmtistað/ er ég orðin svona rosalega gömul!!

Brúðkaupið hjá Írisi og Sigga var alveg hreint magnað - stelpan stór glæsileg með meiru!! Rosaflott brúðkaup og langar mig bara til að segja TAKK FYRIR mig....eftir góðan mat og skemmtilegt kvöld, nokkuð mikið tjútt héldum við Elva í næsta kveðjupartý og svo á Barinn....enda var dansinn nr.1,2 &3 ;) Myndirnar munu tala sínu máli.... þær koma eftir smá!! En núna er það bara vinna vinna vinna og ó mæ LÆRDÓMUR!! komin með nett í magann enda komin tími til að gera eitthvað - bara erfitt að gera eitthvað í svona góðu veðri.

Over and out :o) sjáumst hress og kát, veriði bless!!

miðvikudagur, júlí 19, 2006

Ég geng í of litlum skóm.....

Að vera kona er að ganga í of litlum skóm.
Að vera femínisti er að skilja ástæðuna fyrir því og fræða aðra um að það eru ekki fæturnir sem eru of stórir heldur skórnir sem eru of litlir

mánudagur, júlí 17, 2006

Gef mér S....NILLLLDDDDDD!!!

JAHÁ, svei mér þá er lífið búið að leika við mig síðastliðna viku og hefur buddan fengið að finna fyrir ferðinni og farið er að rjúka úr VISA kortinu.... helgarferðin mín í Köben með múttu var hrein og tær gleði og glaumur. Mjög ljúft að spássera um í 25°hita og sól, ströndin, kíkja í öl og milli H&M búða.... litlu rassmínurnar frænkur mínar (Bryndís og Natalía) voru sannir snillingar líkt og mæður þeirra og Sibba, góðir gestgjafar og ekki leiðinlegt að vera dekraður í bak og fyrir ;o)

Ekki var verra að koma heim á miðvikudagskvöldi þegar HELGIN var farin að banka á dyrnar.... og það fljótt, the weekend einkenndist af fljótandi formi, mest með frekar háa alkahól prósentu - enda stuðið og stemnigin eftir því!!

Tók smá forskot á sæluna og trallaði á Footloose með Salóme og Fanneyju. Mjög skemmtilega sýning og smá Verzló flashback enda 6 aðilar í sýningunni búin að hrista rassa og þenja raddböndin í sýningum með skólanum góða - endilega kíkið á fjörið, þetta var massa stuð!!

Starfsmannapartý á föstudaginn - með tilheyrandi fjöri. Partýbakkar frá Friday´s og öl, gleði gleði sem endaði á Sálarballi á Nasa... það sem besta var að við vorum með frímiða á ballið enda fórum ég, Sandra og Ólöf að reynsluaka bíl hjá Toyota fyrir frímiðum ;) sniðugar ekki satt!! Eftir meira en sveitta stemningu á Nasa fórum við á röltið og var ég komin alltof seint heim....

... Hressleikinn var því ekki í fyrirrúmi þegar Íris Ósk vakti mig fyrir gæsunina hjá Erlen kl. 09:30, þetta heppnaðist þó rosalega vel, Erlen tók sig mjög vel út í svínabúning á línuskautum í ratleik um Seltjarnarnesið og hvað þá tónleikarnir sem hún og steggurinn hann Kiddi spiluðu á Eiðistorgi í skátabúningum!! Því miður gat ég ekki verið mikið með þeim þennan dag svo ég yfirgaf gleðina eftir brunch og magadanskennslu til að geta hitt Dísirnar góðu úr Réttó...

...frekar abbó að hafa misst af sveitafitness á Hvanneyri en grillið og gleðin hjá okkur stúlkukindunum um kvöldið toppaði stemninguna! Verð að segja að þessi helgi var eintóm gleði og ánægja - þreyta og þynnka sunnudagsins miðaðist við stuðið um helgina ;)

Núna er bara um að gera að reyna að gera eitthvað meira í blessuðu BS ritgerðinni minni og fagna sumri - held að veðrið sé loksins komið til okkar!

laugardagur, júlí 08, 2006

Dejlige Danmark....

Nu rejser jeg med min dejlige mor til Copenhagen, og planet er að tage en tur på Strøget, drikke en øl på Hvids vinstue, hygge mig i Nyhavnen og på mange, mange andre steder f. ex Tivoli og Bakken, besøge H&M, Vera Moda og min kærlige veninde Hrebbna. Jeg vil selfølgelige også knuse mine lille og store kusiner Eva, Tinna, Sibba, Natalía og Bryndís.

Mor jer godt og god weekend ;)

...yfir í íslenskuna, kæru afmælisbörn INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ

3. júlí - Rakel Ósk (25 ára)
4. júlí - Guðrún Helga (26 ára)
6. júlí - Ólíver Örn (1. árs)
7. júlí - Þórlindur (30 ára)
10. júlí - Laufey frænka (45 ára)

þriðjudagur, júní 27, 2006

BLÁTT LÍTIÐ BLÓM EITT ER....

....ber nafnið Gleymdu´ey mér

.... Húbba húlle húlle húlle... vorvindar glaðir – glettnir og hraðir ;o) .... tra la la la trala la la dírrindi og dirríind.... nú LIGGUR VEL Á MÉR!!

.... Fyrsta helgin í júlí bara að skella á, útilegu/sumarbústaðafílingur – verst að veðrið er ekki alveg hreint það best en það reddddassssst ;o) Við peppers erum að spá í að skella okkur í Skorradalinn, grilla, spila, göngutúrast og já njóta þess að fara úr ösinni í borginni og CHILLA!!

Fáránlegt að hugsa samt til þess að sumarið er að verða búið – allar helgar nema ein er skipulögð og hljómar sumarið asskoti skemmtilega verð ég að segja
- 2 * brúðkaup
- Útilega
- Sumarhátíð með Réttó skvísunum
- Kaupmannahafnarferð
- Verzló Reunion
- Sumarbústaðaferð
- Afmæli
- Og margt fleira

Um að gera að setja upp sólgleraugun og sólskinsbrosið – líta fram á við og njóta þess að vera til!! Þessa dagana reyni ég þó að pússla saman einni sætri BS ritgerð með misgóðum árangri og aldrei að vita nema fallegt prófskírteini líti dagsins ljós hjá mér þann 21. október.

.... svo er bara verið að reyna að fá mig með í 10 daga ferð til Kína í október – hvað skal mann gjöra, frú Stella??

laugardagur, júní 24, 2006

HELGARNESTI....Kúkur:

Draugadrjóli: Þú finnur hann koma út en það er enginn kúkur í klóinu þegar þú kíkir.

Hreinn skítur: Sá sem þú skítur og sérð í skálinni en það er ekkert á skeinipappírnum.

Eltikúkur:Þegar þú ert búin að kúka og búin að girða hálfa leið upp um þig og fattar að þú þarft að kúka meira.

Sprengja-æð-í-enninu hnulli: Sá sem þú þarft að hafa svo mikið fyrir að koma frá þér að þú færð næstum slag.

Dauðadrumbur: Svo ógeðslega stór að þú þorir ekki að sturta án þess að búta hann í sundur með blýanti.

Loftpressukúkur: Kemur með svo miklum látum að allir í kallfæri flissa.

Þynnkuskita: Kemur eftir fyllerí. Helsta einkenni hans eru bremsuförin í skálinni.

Maískúkur: Skýrir sig sjálfur.

Ohh-ég-vildi-að-ég-gæti-kúkað kúkur: Þú þarft að kúka en situr bara á dollunni og fretar.

Mænustunguskítur: Þessi er svo brjálæðislega sársaukafullur að þú ert viss um að hann er á leiðinni út þversum.

Rasskinnableytuþrumari (Orkuþrumari):Fer út á svo miklum hraða að afturendinn á þér rennbleytist af klósettvatni.

Háklassakúkur:Kúkur sem lyktar ekki.

Óvæntur kúkur: Þú ert ekki einu sinni á klóinu því þú hélst að þú þyrftir bara að prumpa en... úps, sparð.

Slórskítur: Kúkurinn losnar ekki frá rassgatinu á þér þó þú sért búin að kúka fyrr en þú hristir þig vel.

Atómsprengja: Þig svíður undan þessum á leiðinni út og svíður enn í marga klukkutíma á eftir.

Mikilmennskukúkur: þú rembist og rembist og svo kemur eitt pínulítið lambasparð.

Íþróttaálfurinn: kemur ca. klukkutíma eftir leikfimina.

Klippikúkur:sem er svo langur að þú þarft að kúka - klippa - kúka - klippa...

fimmtudagur, júní 22, 2006

TJAAAA - sumir eru vitlausari en aðrir

Já ég get nú bara ekki sagt annað.... ég las grein áðan þar sem Mörður Árnason stjórnmálamaður lýsir tveimur auglýsingum við stjórnmálaflokka!!

Verð að segja þetta er FÁRÁNLEGT, maðurinn er að lýsa auglýsingum Umferðarstofu þar sem manneskjur mynda bílbelti (blaðaaugl) sem Samfylkingunni svona umburgðalynda fólkinu sem reynir að gera hvað sem er fyrir mannkynið en bílbeltaauglýsingunni (sjónvarps) þar sem einungis sá sem sem var í bílbelti lifði af sem Sjálfstæðisflokknum - þar sem hann væri nú svo yfir aðra hafinn og gáfaður að nota bílbelti og glaður!!

....er ekki allt í lagi, efast um að fólk brosi breytt og hugsi, HAHA ég lifði af þegar það tekur andköfum eftir árekstur og gleðjist yfir því að aðrir slasist eða jafnvel deyi. Maðurinn er náttúrulega ekki í lagi að lýsa forvarnarauglýsingum við stjórnmálaflokka og með því að setja fólk á sama sess, steríótýpa lið og já - ARG GARG,

sorry finnst þetta bara svo fáránlegt, lesið þetta
HVAÐ FINNST ÞÉR

mánudagur, júní 19, 2006

Í tilefni dagsins - bleikar slaufur og bleikt naglalakk.....

Já í dag er merkisdagur, það er 91 ár frá því að KONUR fengu kosningarétt á Íslandi...í tilefni af því ætla ég að láta fylgja litla sæta sögu...sem er mikið til finnst mér, hvað segir þú um það??

SKRIFAÐ Í STEIN

Sagan segir að tveir vinir hafi gengið í eyðimörk. Á leiðinni fóruþeir að rífast, og annar vinurinn gaf hinum létt á kjammann. Honumsárnaði, en án þess að segja nokkuð skrifaði hann í sandinn; " Í DAG GAF BESTI VINUR MINN MÉR, EINN Á ´ANN!"

Þeir gengu áfram þangað tilþeir komu að vatnslind og þar fóru þeir út í. Vinurinn sem hafði orðiðfyrir hinum áður var nærri druknaður, en var bjargað af vini sínum.Þegar hann hafði jafnað sig , risti hann í stein; "Í DAG BJARGAÐIBESTI VINUR MINN MÉR FRÁ DRUKNUN".

Vinurinn sem bæði hafði veitt honum tiltal og bjargað honum spurði: "Þegar ég sló þig, skrifaðir þúí sandinn, og núna skrifar þú í steininn. "Af hverju?" Hann svaraði:Þegar einhver gerir þér eitthvað illt áttu að skrifa það í sandinn, þar sem vindur fyrirgefningar getur eytt því. En þegar einhver gerir þér eitthvað gott þá áttu að grafa það í stein þar sem enginn getur eytt því. "LÆRÐU AÐ SKRIFA SÁRINDI ÞÍN Í SANDINN OG GRAFA HAMINGJUÞÍNA Í STEIN"!

Það er sagt að það taki mann eina mínútu að hitta sérstaka manneskju, einn tíma að kunna að meta hana, einn dag að elska hana, en HEILA ævi að gleyma henni.

GEFÐU ÞÉR TÍMA TIL AÐ LIFA - OG EIGÐU GÓÐAN DAG!"

föstudagur, júní 16, 2006

Í gær gerðist merkisviðburður - hún Vigdís Elfur fæddist. Litla skvísan fær þann heiður að vera komin í litlu sætu fjölskylduna hjá Önnu Jónu, Herði og Högna Alvari.... algjör dúlla hér á ferð og verð ég að segja að ég hlakka ógurlega til að sjá skvísuna með eigin augum. Myndir duga í þetta sinn - sjáið HÉRNA

INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ SKVÍSUNA ;O)

miðvikudagur, júní 14, 2006

HEHE - þessi er nokkuð góður

Jonni var stöðvaður af útigangsmanni um daginn, sem lyktaði illa, gekk í lörfum og uppfyllti ímyndina af slíku fólki á allan annan hátt.

Vesalingurinn var að sníkja af honum pening. Tók Jonni upp veskið, dró úr því tvö þúsund kall og spurði útigangsmanninn hvort hann vildi ekki kaupa sér bjór fyrir þetta í staðinn fyrir mat?
,,Nei það geri ég ekki, ég hætti að drekka fyrir mörgum árum." - svaraði hann. ,,Viltu ekki frekar nota þetta smáræði til þess að fara að veiða - frekar en að kaupa mat? spurði Jonni í framhaldinu. ,,Nei ég sólunda ekki tíma mínum í slíkan óþarfa" var svarið.
,,Viltu þá ekki eyða þessu í reiðtúr?" spurði Jonni. ,,Ertu vitlaus maður - ég hef ekki farið á hestbak í 20 ár"

,,En hvað um að kaupa þér kjöltudans eða mellu eða eitthvað svoleiðis - ég bæti við penging ef þarf ?",,Ég fæ nú bara einhverja sjúkdóma út úr svoleiðis vitleysu!"Svaraði sá heimilislausi.

Þá sagði Jonni þessum ógæfusama manni að hann ætlaði ekki að gefa honum neina peninga - heldur vildi hann bjóða honum heim með sér í þennan líka dýrindis kvöldverð hjá konunni.
Þá varð vesalingurinn frekar hissa og spurði Jonna hvort hann héldi ekki að konan yrði reið að draga þennan líka flækinginn inn í húsið - sem bæði lyktaði illa og væri svo illa til fara að engu húsi væri bjóðandi.Þá sagði Jonni honum að það væri hið besta mál - væri allt í lagi. - Það væri mikilvægt fyrir konuna að sjá hvernig maður liti út sem væri hættur að drekka, veiða, ríða út og stunda kynlíf.

* Annars er allt í guddí að frétta af mér Akureyri var yndi yndi og ferðafélagarnir snillingar með meiru...vá hvað var skemmtilegt og ég ætla að fara bókað út á land aftur í sumar hver er MEMM???

* Búin að njóta þess að vera til,
** Kíkja á tjúttið
* Fara í saumaklúbb
** Hitta vinina og vera í vinnunni
* Chilla í heitapottinum heima
** Sötra hvítvín og djammið eins og vani er
* já umfram allt njóta þess að vera til!!

- Langaði til að óska Hrebbnu (13.jún) og Möggu Brands (12. jún) innilega til hamingju með 25 árin ;)
- - bráðum er ég að fara til útlanda - ligga ligga lái, enda er veðrið meira en ógeðslegt hérna, vonandi er veðrið betra í KÖBEN...

mánudagur, júní 12, 2006

Pítan NEI TAKK

Mér finnst það vera skylda mín að segja frá fremur fáránlegum atburði sem ég lenti í seinasta föstudag. Eins og flestir vita hefur maður einungis takmarkaðan tíma í hádegismat á degi hverjum í vinnunni. Þar sem matráðskonan í vinnunni var veik ákváðum við stelpurnar að panta okkur mat á Pítunni og sækja hann! Þegar við komum upp í Skipholt biðum við í smá tíma eftir matnum okkar, við vorum einar að bíða og sáum að það voru 3-4 borð laus. Þegar maturinn kom spurði afgreiðslustúlkan hvernig gos við vildum og ég spurði hana hvort við mættum ekki bara setjast niður og borða þetta þar og fá því bara glas!! Svarið sem við fengum var ,,nei þið megið ekki borða hérna!!"

WTF - hef bara ekki lent í öðru eins, hún sagði okkur að það væri stefna fyrirtæki sins að ef maður pantar mat má maður ekki borða þarna....well o well hefði skilið það ef við hefðum borgað minna (t.d eins og þegar maður sækir pizzu er það ódýrara en að fá hana senda - sem sagt borgar fyrir þjónustu) eða ef svo sem 1 stykki persóna hefði verið að bíða, eða kannski bara ekkert laust borð...en ekki þessi 3-4 sem voru þarna!

Í einum markaðsfræði áfanganum mínum lærði ég eftirfarandi:
Rannsóknir sýna að óánægður viðskiptavinur segir 11 öðrum frá reynslu sinni. Þessir 11 segja svo 5 manns hver frá reynslu þess sem lendir í þessu!!!

Var því bara að segja ykkur skoðun mína á þessu fyrirtæki - PÍTAN NEI NEI NEI TAKK...ekki aftur, hér með hafa þeir misst nokkra kúnna og hver veit nema þeir verði fleiri...hvað finnst þér um þetta?

miðvikudagur, júní 07, 2006

Ætli ég sé fín dama eða alvöru kona??? - spurning ;)

Fínar dömur: Ef þú hefur ofsaltað matinn sem þú ert að elda, þá skaltu setja kartöflu í pottinn. Hún dregur saltið í sig.
Alvöru konur: Ef þú ofsaltaðir matinn er það bara assgoti pirrandi.

Fínar dömur: Það er auðvelt að lækna höfuðverk með því að skera límónu í sundur og nudda henni á ennið.
Alvöru konur: Taktu límónu og blandaðu henni við tekíla og salt og drekktu. Höfuðverkurinn hverfur sennilega ekki, en þér verður alveg sama.

Fínar dömur: Ef þú setur sykurpúða í botninn á vöffluformi, þá lekur ísinn ekki í gegnum það.
Alvöru konur: Sjúgðu bara ísinn úr vöffluforminu. Þú liggur hvort eð er örugglega með fæturna upp í loft í sófanum og borðar hann.

Fínar dömur: Þú getur komið í veg fyrir að kartöflur spíri með því að setja epli í pokann með þeim.
Alvöru konur: Kauptu karföflumúspakka, hann geymist í heilt ár í eldhússkápnum.

Fínar dömur: Kökur fá jafna, slétta áferð ef þú penslar þær með eggjahvítu áður en þær fara í ofninn.
Alvöru konur: Betty Crocker segir ekkert til um penslun á kökunni. Slepptu þessu bara.

Fínar dömur: Ef þú átt erfitt með að opna sultukrukku er gott að setja á sig gúmmíhanska. Þannig færðu betra grip..
Alvöru konur: Biddu myndarlega, ríka og einhleypa nágrannann um að opna krukkuna!

Fínar dömur: Ekki hella afgangs rauðvíni. Það má frysta í ísmolabakka og nota í sósur seinna.
Alvöru konur: Hvað er afgangs rauðvín?

.... Bara gaman að þessu - ég held ég sé ALVÖRU KONA - HEHEHEHHEHE

þriðjudagur, maí 30, 2006

Hvað ætli gerist í framtíðinni?

Þegar ég horfi til baka nokkur ár aftur í tímann er ekki laust við að fullt af minningum poppa upp í huganum. Mikið rosalega hefur maður átt gott líf, verð bara að segja… já ætla mér að vera væmin, vá hvað ég er heppin að eiga góða að, vinir og famelían, veit ekki hvernig þetta væri á þeirra. Að sjálfsögðu eru skyn og skúrir og oft eitthvað sem maður er ekki sáttur við, annað hvort í daglegu lífi eða samskiptum við mannkynið – but that´s life ;o)

Sem betur fer hef ég lært að velta mér ekki upp úr hlutunum, njóta líðandi stundar og þakka fyrir það sem ég hef fengið…. og já takk takk þið sem hafið sett strik ykkar í líf mitt, jafnvel málað nokkur strik – hehe eða kannski bara málað bæinn rauðann með mér ;o)

Minningarnar eru á ótrúlegustu stöðum, góðar og slæmar, fjörugar og rólegar, magnþrungnar, á fundum, ekki á fundum, í vinnu, í skóla, á djamminu, á línuskautum, í tjaldi eða útihátíð, í útlöndum eða bara já hvar og hvenær sem er….

….ég fór því að velta því fyrir mér, hvernig á framtíðin eftir að vera?Mun lífið halda áfram í þessu fari, er eitthvað sem á eftir að breytast eða verður líf Sellunar álíka og síðustu ár!! Ef ég þekki mig rétt mun ég ekki sitja aðgerðarlaus heldur finna mér eitthvað sniðugt að gera…. nú er skólinn að klárast, stelpuskjátan að verða stór og vinnumarkaðurinn tekur við, á ég að fara aftur á vit ævintýranna til útlanda?Hvar mun ég vera eftir 5 ár…. Hæstánægð húsmóðir út í bæ, með lítil kríli í fanginu, athafnakona út í bæ eða bara bjartsýn ævintýra manneskja með stór markmið…. Bara svona pælingar? Hvað á eftir að gerast í lífi manns, er það fyrirfram skrifuð bók eða spilast það eins og rússnesk rúletta??

Á meðan ég veit ekki svörin við þessum ætla ég að njóta lífsins, rækta vinskap minn við snillingana ykkur og já njóta þess að vera til!! Verð bara að segja vátsí váts hvað ég er heppin að hafa kynnst ykkur…. Eigið stóran þátt í að móta persónuleikann SESSELJU spurning hvað gerist næst – hehe passið ykkur bara ;o)

Sumarfílingurinn kominn í mann, kosningastússið og yndislegt kvöld á Nordica búið, við tekur Akureyrarferð með skvísunum mínu…vá hvað verður gaman, planað að hitta Írisi á laugardaginn og fara með skvísunni á djammið!! Hittingur Heimdallaskvísanna, Línuskautarallý hjá okkur cocktailos í vikunni og svo bara njóta lífsins….er reyndar orðin lasarus en það er bannað, bara sólhattur og góða skapið þá reddast þetta ;o)

…EN EITT, HVER HELDUR ÞÚ AÐ ÉG VERÐI EFTIR 5 ÁR?? Allar hugmyndir takk!!

þriðjudagur, maí 23, 2006



London, París, Róm....eða svona!! Allavegana Köben, Varsjá og líklega París...

Já ákvað bara að skella mér með múttu til Köben 8 - 12. júlí til að vera í faðmi Evu, Tinnu, Sibbu, Nölu og Bryndísar...sötra bjór, kíkja í tívolíið, heimsækja HM og ,,Verð að máta" hitta Hrebbnuna mína og njóta lífsins.

Síðan hef ég ákveðið að njóta 25 ára afmælisdagsins míns á árshátíð með vinnunni í september og það í Varsjá í Póllandi... einnig er aldrei að vita hvað er hægt að plata mann út í, áætluð er kvennaferð í famelíunni í september því Inga amma verður 70 ára... ohh maður er svo ríkur ;) eða þannig, en bara gaman að skella sér til útlanda!!

Annars er maður bara komin á fullt í vinnunni, einkunirnar farnar að hrannast inn og viti menn fékk bréf frá Barcelona og búin að fá metið námið mitt þar svo SELLAN útskrifast með öllum líkindum í október - just one BS ritgerð to go ;) hehe hvað er þetta milli vina :o)

...bara alveg að koma að kosningum, brúðkaupið um helgina var ÆÐI GÆÐI - takk takk, leikhús á sunnudaginn gaman líka og bara stuttur tími til Akureyrar með skvísunum...hlaka rosamikið til ;o)

föstudagur, maí 19, 2006

Sex in the Dark -ógeðslega góður!!

There was this couple that had been married for 20 years. Every time they made love the husband always insisted on shutting off the light.Well,after 20 years the wife felt this was ridiculous. She figured she would break him out of this crazy habit. So one night, while they were in the middle of a wild, screaming, romantic session, she turned on the lights. She looked down... and saw her husband was holding a battery-operated leisure device... a vibrator! Soft, wonderful and larger than a real one. She went completely ballistic. "You impotent bastard," She screamed at him, "how could you be lying to me all of these years? You better explain yourself!" The husband looks her straight in the eyes and says calmly: "I'll explain the toy . . . you explain the kids."

miðvikudagur, maí 17, 2006




What kinda sex do you like?
Name
DOB
Favourite Color
Times you want to fuck a day.. as many times as possible
Fav. position doggy style
How you like it a little foreplay and ALOTA SEX!
Where do you like doing it in the bed
how good are you? you make them moan for more
This quiz by sixmilesleft - Taken 652 Times.
New - Help with love and dating!


þriðjudagur, maí 16, 2006

TÝNDUR SÍMI....


Já maður er frekar lost þegar það kemur að því að halda hlutunum sínum til haga eða bara já....týna þeim ekki. Náði að fara á þetta líka dúndrandi COCKTAILADJAMM með stelpunum og viti menn, týndi vitinu og símanum mínum líka!

Við vorum gjörsamlega hauslausar stelpurnar og je dúdda mía....við vorum ágætar stelpuskjáturnar!! Kæru vinir ef þið vitið um símann minn eða einhverja góða staði til að leita á þá let me know ;o)

10 dagar í kosningar og sdvo bara gleði gleði, við stelpurnar ætlum að skella okkur til Tomma vinar Gaua í golfkennslu næstu kvöld, bara gaman. Annars er ég nýkomin inn úr mega sega göngutúr með Elvunni minni...vá hvað það er hressandi, en best að fara að leggja sig, verð að finna mér kjól á morgun fyrir brúðkaupið góða á laugardaginn!!!! þangað til næst

laugardagur, maí 13, 2006

NÚ MÁ SUMARIÐ KOMA....

Ja hérna hér - prófin bara búin og sumarið má svo sannarlega líta dagsins ljós. Prófið gekk bara la la (náði því miður ekki að klára) úpps en það reddast :)

BARA hálftími í skvísurnar til mín og svo bara gleði gleði með grill á kanntinum og Mojito í hönd....stefnt að því að fjölmenna á VEGAMÓT Í KVÖLD...vá hvað verður gaman

Búin að láta "shæna" á mér hárgreiðsluna svo ég er til í tuskið - strákar þið megið vara ykkur ;) hehe

Allavegana gleðilegan sólardag og sjáumst á tjúttinu!!

PS þetta kvöld verður myndað í bak og fyrir - hehehehe

miðvikudagur, maí 10, 2006

Ætli sms segi eitthvað til um þann sem fær þau?

Smá pæling þar sem þetta eru nokkur af sms-um sem ég hef fengið seinustu daga

*SMS-1* BleSsuð hvad segirdu? Vöknud? :-)

*SMS-2* Fyllibytta ;-).

*SMS-3* Oddi klukkan 12?

*SMS-4* Miðbergi, takk takk þú ert æði!

*SMS-5* Fadir vor ég er í sjöunda himni, helgin fyrir stafni, búin ad fara í rikid, vedrid er ædi - solin skín og hvergi sky á himni, búin að panta súpu og braud, búin ad borga allar minar skuldir, svo sem engin ósköp sem ég á að skuldum nautum, er á leið í ofsaveislu, ætla að láta öllum illum látum, tví að tad er lifid náttúran og dyrdin ad eilífu GAMAN

*SMS-6* Haettu ad glápa á tutturnar mínar

*SMS-7* Gaman ad sja tig á svaedinu

*SMS-8* Vid munum gera thad. Heyrumst væna

*SMS-9* Góda nótt

....ÞETTA ER SPURNING - hvernig myndir þú þá lýsa mér miðað við þetta??

sunnudagur, maí 07, 2006

HVER ÆTLI SÉU STEFNUMÁL FRAMSÓKNAR?


...VANDRÆÐANLEGT ;o)

laugardagur, maí 06, 2006

BARA EITT PRÓF EFTIR OG SVO SUMARFRÍ....

Vá hvað ég nenni þessu ekki lengur, búin að eyða síðustu dögum í að stúdera indiána og þeirra menningu... frekar spennó! Prófið hefði mátt ganga betur og má því búast við einu skemmtilegu sumarprófi í þessum and***** úff púff, best að vera þó bara bjartsýnn og hugsa út í....

+

** Já svo sannarlega verð ég svona eftir nokkra daga - cocktailadjamm strax eftir próf næsta laugardag og aldrei að vita nema maður verði staddur við eitt stykki pálmatré í sumar með cocktail í hönd!! Eigið góða helgi ;o)

...farin að leggja mig og svo aftur upp í skóla að læra, miss ya!

föstudagur, maí 05, 2006

UNG OG SAKLAUS....

Heiða var 10 ára gömul og forvitin eins og aðrar stelpur á hennar aldri. Hún hafði stundum heyrt stærri stelpur tala um að vera með strák og þegar hún var búin að brjóta heilann um það í nokkurn tíma, hvernig það færi fram, fór hún til móður sinnar og spurði hana um þessa hluti.

Það varð lítið um svör hjá mömmunni, sem roðnaði bara og fór hjá sér. Í staðinn ráðlagði hún Heiðu að fela sig bak við gluggatjöldin í herbergi stóru systur sinnar, þegar hún kæmi heim með strák næst. Heiða gerði það og daginn eftir lýsti hún atburðarásinni fyrir mömmu sinni.

Systa og vinur hennar sátu saman og töluðu í smástund, en þá stóð hann upp, slökkti á flestum ljósum og fór að kyssa hana og faðma hana að sér. Ég held að Systa hafi verið hálf lasin, því að hann fór með höndina undir blússuna hennar, til að finna hjartað, alveg eins og læknirinn gerir, nema hvað hann er ekki eins klár og læknirinn. Hann ætlaði aldrei að finna hjartað í henni. Kannski hefur hann verið eitthvað lasinn líka, því að eftir smástund voru þau bæði farin að mása og stynja.

Honum hlýtur að hafa verið kalt á hendinni, því að hann brá henni undir pilsið hennar. En þá versnaði Systu bara. Hún fór að andvarpa og stundi þungan. Svo engdist hún sundur og saman og renndi sér neðar í svefnsófann. Það var þá sem hún fékk hita, því hún sagðist vera orðin sjóðandi heit.

Loksins komst ég að því hvers vegna þau urðu svona veik. Lifandi silungur hafði einhvern veginn komist inn undir föt stráksins. Svo stökk silungurinn út úr buxunum hans og stóð út í loftið, ábyggilega 20? 25 sm langur. Ég get svarið það....

Strákurinn greip utan um hann til hann slyppi ekki burt. Þegar Systa sá hann varð hún skelfingu lostin. Hún glennti upp augun, munnurinn seig galopinn niður og hún fór að ákalla Guð og svoleiðis.

Hún starði á fiskinn og sagðist aldrei hafa séð neinn svona stóran. Hún æ tti að sjá suma af silungunum, sem við pabbi veiddum í sumar. En hvað um það. Systa hleypti í sig kjarki og reyndi að bíta hausinn af fiskinum. Allt í einu heyrðist undarlegt hljóð í henni og hún lét hann lausan. Hann hefur líklega bitið hana til baka. Þá greip hún utan um silunginn með báðum höndum og hélt honum föstum, meðan strákurinn tók munnkörfu eða eitthvað svoleiðis upp úr vasanum og renndi henni yfir hausinn á kvikindinu, svo að það gæti ekki bitið hana aftur.

Þá lagðist hún á bakið og glennti sundur lappirnar til að hún gæti klemmt silunginn saman og vinurinn hennar hjálpaði til með því að leggjast ofan á hana þar sem hann lá milli fótanna á henni.En silungurinn barðist upp á líf og dauða. Systa fór að kveina og veina og strákurinn átti fullt í fangi með að halda sér ofan á henni. Ég held að þau hafi ætlað að drepa silunginn með því að kreista hann á milli sín.

Eftir svolitla stund hættu þau að hristast til og gáfu frá sér heilmikið andvarp. Strákurinn stóð upp og mikið rétt, hann var búinn að drepa silunginn. Ég vissi að hann var dauður vegna þess að hann hékk máttlaus út úr buxnaklaufinni og eitthvað af innyflunum hékk út úr honum. Systa og strákurinn voru náttúrulega dálítið þreytt eftir bardagann, en þegar þau voru búin að hvíla sig dálitla stund fóru þau að gæla hvort við annað.

Hann byrjaði aftur að faðma hana og kyssa. Og svei mér þá, silungurin var ekki alveg dauður. Hann byrjaði að tútna út og þaut upp enn einu sinni, svo þau fóru aftur að slást við hann. Þessir fiskar hafa ábyggilega níu líf, eins og kettirnir. Í þetta sinn reis Systa upp og reyndi að kála silungnum með því að setjast ofan á hann. Eftir hálftíma baráttu tókst þeim að drepa silunginn. Ég veit að hann var endanlega dauður, vegna þess að strákurinn fletti roðinu af honum og henti því í klósettið.

Mamma, af hverju ertu svona skrítin í framan?....pæling ;o)

fimmtudagur, maí 04, 2006

SPURNING um að skella sér til Póllands!

Pælingar í gangi um hvort ég eigi að eyða merkisdeginum BIG 25 í Varsjá í Póllandi, hvað finnst ykkur um það?

** Annars eru aðrar pælingar í gangi **

Hvað flýgur um höfuðið á fólki/karlmanni sem að mætir í hita leiksins íklæddur MJALLHVÍTARBÚNING (þ.e.a.s kjól) sem er OFLÍTILL og með hárkollu í þokkabót og vill fara í hlutverkaleiki??
...verð nú að segja "Big turn off" og væri ég fljót að hlaupa út eða lægi á gólfinu með tárin í augunum af hlátri!!

Maður spyrs sig...hvað fær fólk til þessara hluta?

ps - kannski betra að fólk viti, þá gerðist þetta núna á tjúttinu um helgina - ég er ekki orðin klikkuð ;o)

mánudagur, maí 01, 2006

AHA...

Fyrsta prófið búið og óhætt að segja að það sé bara gaman gaman saman að vera búin með einhvað ;) Gekk það líka bara svona ágætlega og því bara spennandi að bíða og vona eftir einkununum.

Annars einkennist líf mitt af próflestri í Öskju og þökk sé Benný, Hönnu og Hinna að ég sé á lífi en ekki "dáin úr leiðindum"

Í dag er þó merkisdagur J-LOW - HANNA - JÓHANNA - skvís er orðin 25 ára skvísulína....innilega til hamingju með afmælið my friend og njóttu dagsins lærandi með mér ;o)

...þangað til næst, veriði hress og EKKKKERRRTTTT stress

fimmtudagur, apríl 27, 2006



Það er spurning hvort að maður sé ekki alltaf svona líka hrikalega DANNAÐAR ;o) Greinilegt að við kunnum svo sannarlega að haga okkur þegar við erum með Cosmopolitan í annarri og Mojito í hinni!!

Spurning :D