Hvað ætli gerist í framtíðinni?
Þegar ég horfi til baka nokkur ár aftur í tímann er ekki laust við að fullt af minningum poppa upp í huganum. Mikið rosalega hefur maður átt gott líf, verð bara að segja… já ætla mér að vera væmin, vá hvað ég er heppin að eiga góða að, vinir og famelían, veit ekki hvernig þetta væri á þeirra. Að sjálfsögðu eru skyn og skúrir og oft eitthvað sem maður er ekki sáttur við, annað hvort í daglegu lífi eða samskiptum við mannkynið – but that´s life ;o)
Sem betur fer hef ég lært að velta mér ekki upp úr hlutunum, njóta líðandi stundar og þakka fyrir það sem ég hef fengið…. og já takk takk þið sem hafið sett strik ykkar í líf mitt, jafnvel málað nokkur strik – hehe eða kannski bara málað bæinn rauðann með mér ;o)
Minningarnar eru á ótrúlegustu stöðum, góðar og slæmar, fjörugar og rólegar, magnþrungnar, á fundum, ekki á fundum, í vinnu, í skóla, á djamminu, á línuskautum, í tjaldi eða útihátíð, í útlöndum eða bara já hvar og hvenær sem er….
….ég fór því að velta því fyrir mér, hvernig á framtíðin eftir að vera?Mun lífið halda áfram í þessu fari, er eitthvað sem á eftir að breytast eða verður líf Sellunar álíka og síðustu ár!! Ef ég þekki mig rétt mun ég ekki sitja aðgerðarlaus heldur finna mér eitthvað sniðugt að gera…. nú er skólinn að klárast, stelpuskjátan að verða stór og vinnumarkaðurinn tekur við, á ég að fara aftur á vit ævintýranna til útlanda?… Hvar mun ég vera eftir 5 ár…. Hæstánægð húsmóðir út í bæ, með lítil kríli í fanginu, athafnakona út í bæ eða bara bjartsýn ævintýra manneskja með stór markmið…. Bara svona pælingar? Hvað á eftir að gerast í lífi manns, er það fyrirfram skrifuð bók eða spilast það eins og rússnesk rúletta??
Á meðan ég veit ekki svörin við þessum ætla ég að njóta lífsins, rækta vinskap minn við snillingana ykkur og já njóta þess að vera til!! Verð bara að segja vátsí váts hvað ég er heppin að hafa kynnst ykkur…. Eigið stóran þátt í að móta persónuleikann SESSELJU spurning hvað gerist næst – hehe passið ykkur bara ;o)
Sumarfílingurinn kominn í mann, kosningastússið og yndislegt kvöld á Nordica búið, við tekur Akureyrarferð með skvísunum mínu…vá hvað verður gaman, planað að hitta Írisi á laugardaginn og fara með skvísunni á djammið!! Hittingur Heimdallaskvísanna, Línuskautarallý hjá okkur cocktailos í vikunni og svo bara njóta lífsins….er reyndar orðin lasarus en það er bannað, bara sólhattur og góða skapið þá reddast þetta ;o)
…EN EITT, HVER HELDUR ÞÚ AÐ ÉG VERÐI EFTIR 5 ÁR?? Allar hugmyndir takk!!
þriðjudagur, maí 30, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli