föstudagur, febrúar 24, 2006

LÉT LOKSINS VERÐA AÐ ÞVÍ...

... að fara í tíma í skólanum,
... læra á þjóðarbókhlöðunni
... sækja fyrstu heimildir fyrir BS-ritgerðina
... kíkja í göngutúr í rigningunni
... skella mér í ljós, verð að fá tan fyrir árshátíðirnar
... bæta Gullu og Benný á linkalista - má ekki gleyma snillingunum
... og LIFA LÍFINU LIFANDI ;O)

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

JÍHA....

Allt að gerast hér á bæ....skólinn, vinnan og umfram allt að vera til. Það lítur allt út fyrir að maður verði ekki rólegur næstu helgarnar því ÁRSHÁTÍÐIRNAR ...því 3.mars mun ég tjútta í faðmi viðskiptafræðinganna því árshátíð Mágusar er og svo munu Réttóskvísurnar jamma eilítið í mars líka....og haldiði ekki að við vinkonurnar ætlum að fara í sumarbústað og hafa það kósý ;o) Skemmtilegur mánuður framundan

Annars er bara allt að gerast í skólanum, verkefni og fleiri verkefni.... get ekki sagt hvað ég er fegin að Eygló sé með mér í öllum fögunum – hef ég einhvern sem stoð og styttu ;o) svo er best að fara að rembast með þessa æðislegu BS-ritgerð, vá það er eins og maður hafi aldrei skrifað ritgerð – veit ekki hvar ég á að byrja – obb obb bobb

** Stjörnuspá dagsins **
Vogarinnar bíða verðskulduð verkefni sem koma bæði henni og fyrirtækinu/fjölskyldunni/vinahópnum til góða. Settu þau á dagskrá. Ekki láta truflanir daglegs lífs hindra á þig í að mæta TÖFRUM þínum!! - spurning að huxa hvað þetta sé – hummm

PS. Annars er ég búin að setja EITT STYKKI PASSWORD á myndasíðuna mína- obb bobb bobb - því mig langar ekki til að hafa einhverja ókunnuga að álpast inn á minni myndasíðu og skoði mitt einkalíf og djammmyndirnar mínar :o) ....en þið vinir og vandamenn ekki hika við að fá passwordið og verið svo dugleg við að COMMENTA á myndirnar – þangað til næst.....ble ble

mánudagur, febrúar 20, 2006

50 DAGAR BÚNIR AF ÞESSU ÁRI....

Fáránlegt hvað tíminn líður hratt - ég er ný komin heim frá útlöndum en NEI það eru 2 vikur og búið að vera brjálað að gera.

Föstudagurinn ** Vinna, vinna vinna, idolgláp með Jóhönnu, Siggu og Sigrúnu og svo bara CHILLL.

Laugardagurinn ** Frekar þægilegur dagur enda EUROVISION í aðsígi. Kíkti í ljós til Katrínar og tókum við kellurnar í saumaklúbb múttu og afkvæmabandinu (börnunum þeirra) ærlega æfingu fyrir skemmtiatriði kvöldsins í fimmtugs afmæli Haffa Sæm.

Fór í eitt skemmtilegasta afmæli EVER... Eurovision - þar sem að Silvía Nótt rústaði dæminu SKILURÐU, sjúklega flott hjá henni okei!!. Við komum svo öllum á óvart með því að syngja "Til hamingju Hafsteinn" við lag Silvíu og trilltum liðið ;o) Þó ég segi sjálf frá var þetta COOOLL.

Partýið einkenndist svo af söng - söng - söng, þegar mest var, var spilað á pianó og 2 gítara. Náðum loksins að hipja okkur af stað í bæinn. HALLÓ enda klukkan orðin 4:15 gleymdum okkur alveg í fjörinu. Fór á Victor, Prikið, Ara og lennti svo meira en á spjallinu á laugarveginum

Snilldarhelgi - best að byrja á lærdóminum og svo vinnna framundan :S Verkefni, ritgerðir og BS ritgerðin komin á TO DO lista - HUMMMMM

föstudagur, febrúar 17, 2006

KJÓSTU UPPÁHALDS EUROVISIONLAGIÐ ÞITT....HÉRNA :O)

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

KLUKK KLUKK…

Fjögur störf sem ég hef unnið við:
1) Bréfberi hjá Íslandspósti
2) Rekstrarstjóri Aktu Taktu (ojj)
3) Íþróttafréttaritari á Morgunblaðinu
4) Þjónustufulltrúi hjá Umferðastofu

Fjórar myndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:
1) Annie – uppáhalds söngva myndin mín frá ´86
2) Christmas vacations – jólin byrja ekki fyrr
3) Stella í orlofi – besta íslenska myndin :o)
4) Pulp Fiction – töff mynd

Fjórir staðir sem ég hef búið á:
1) Wide Hills a.k.a Breiðholt - hólarnir
2) Ricardo Soriano 43 – Marbella España
3) Fossvogur – þar sem álfarnir búa ;o)
4) C/Londres og C/Paris – Barcelona España

Fjórir sjónvarpsþættir sem ég fíla að horfa á:
1) Prison Break – er ekki verið að grínast með sæta gaurinn
2) Friends – huge FAN
3) Sex and the City – tíbýskur stelpuþáttur
4) CSI og Law & Order

Fjórir staðir sem ég hef ferðast til í fríi:
1) Danmörk og Finnland
2) Skotland og Frakkland
3) Bretland og Grikkland
4) Og síðast en ekki síst yndisleg lönd á borð við Spán og Ísland!

Fjórar vefsíður sem ég fer inn á daglega:
1) www.mbl.is - fréttirnar
2) www.sella.blogspot.com – athuga hvort maður eigi vini ;o)
3) www.hi.is – maður er víst í skóla
4) www.kbbanki.is – kíkja á peningastöðuna

Fjórir CD sem ég gæti ekki verið án:
1) Jeff Buckley – Grace, út af Hallelujah
2) Hjálmar – Hljóðlega af stað
3) James Blunt – Back to bedlam
4) Black Eyed Peas – Monkey Business

Fjórir bloggarar sem ég ætla að klukka:
1) Maggan
2) TaranTullan
3) Siggan
4) Elvan
Vonandi að þið hafið skemmt ykkur við lesturinn…fáránlegt hvað tíminn líður STRAX komin ný helgi, eurovision og fimmtugsafmæli sem dæmi ;o) En best að lúlla í hausinn sinn… skóli á morgun!!

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

HAPPY VALENTINESDAY.....

Já þvílík gleði elskenda og bladi bla, verð nú að segja að mér finnst valentínusardagurinn ofmetinn dagur. Þetta er ósköp venjulegur dagur. Allavegana hef ég ekki fengið blóm, rómantíska gönguferð, konfekt eða einhver ástríkt valentínusarkort sama þótt ég hafi verið í sambandi eða ekki....var samt að koma úr frábæru matarboði með henni Stellu minni hjá Palla Heimis (takk Palli)

Þessi dagur snýst um gjafir, rómantík og þá helst tilbreytingar í sambandi og kynlíf. Því bíð ég spennt eftir því að sjá hver er svo ástríkur og æðislegur að senda mér/gefa mér:
* æsandi nærföt
**skemmtileg leiktæki
*** Bókina Súpersex/súperflört
**** rómantíska ferð á veitingahús
***súkkulaði eða blómvönd
**krúttilegan bangsa
* nuddolíu

Eða síðast og ALLS EKKI SÍST, ást og viðringu.
Munið að þeir hlutir sem ástin þarf til að ná að blómstra er tími, styrkur, heiðarleiki, örlæti, heppni og húmor. Með þessu öllu gætum við hoppað saman í skýjunum og rennt okkur HAPPY niður regnbogann.

Njótið dagsins og munið bara I LOVE YOU ALL ;) væmið en satt

mánudagur, febrúar 13, 2006

HÆ - ÉG SEGI ALLT GOTT, EN ÞÚ?

Enn ein helgin búin….hvað er málið ??? Þetta ár er nýbyrjað en strax búnir 42 dagar og finnst mér eins og það sé alltaf helgi, sem er svo sem fínt ;o)

Líf mitt er að komast aftur upp í rútínu, búin að sitja minn fyrsta tíma í skólanum og náði í endann á kosningabaráttunni…jeremías hvað er gaman í kosningastússi! Fimmtudagurinn fór því í kosningavöku á Hressó! Nenntum þó ekki að bíða eftir úrslitum og létum því nægja að kíkja á stemmarann og bíða spenntar til 02:15 en úrslitin komu um fimmleytið ;o)

Helgin var svo þrælskemmtileg –fékk vinnu á Umferðastofu og byrja á mánudaginn sem vinnandi kona – ætli maður reyni svo ekki að hitta á leiðbeinandann sinn út af BS ritgerðinni…best að fara að útskrifast bráðlega – hehhee

Árlega þorrablót famelíunnar var magnað!! Það mættu allir í dulargervi, 3* Silvía Nótt og 1* Nammi, Geir Ólafs, Harpa Sjöfn Hermundardóttir, Solla stirða, Bogi og Örvar, Bubbi kóngur, Hallgrímur ormur, Bubbi byggir og fleiri yndislegir karakterar ;o) Snilld og óhætt að segja að við hlógum mikið þegar einhver gaur fór húsavillt og Eva frænka fór til dyra sem Silvía Nótt og strákurinn vildi helst hlaupa í burtu – múhahhaha Helgin var sko fín, idol, spilamennska, fjölskyldumót og kíkti svo á rúntinn með Tinnslunni minni enda fjárfesti ég í BÍL á laugardaginn. Skvísan orðin eigandi af VW Golf ´04, silfurgrár, ekinn 37.000 og ég hoppandi glöð með afraksturinn ;o) býð ykkur á rúntinn við tækifæri.

Annars langaði mig að óska Júlíu Dagbjörtu til hamingju með afmælið skvísan orðin 4 ára ;o)…þangað til næst, farin að sofa, best að verða endurnærður fyrsta vinnudaginn sinn!!

laugardagur, febrúar 11, 2006

Yndislegt nokk....

Svona er þetta orðið er þaggi....BARNAAFMÆLIÐ!!

Ósk Ýr gekk rösklega með Brand Ara í afmælið til Egils Daða því hún var að verða of sein að sækja Leif Arnar og Loft Stein í leikskólann. Borgar Vörður, pabbi Egils Daða, tók á móti þeim. Þarna voru Lind Ýr, Líf Vera, Sól Hlíf og Hreinn Bolli.
Erlendur Hreimur kom blaðskellandi innan úr stofunni og vinkonurnar Vísa Skuld og Dís Ester fast á hæla honum. Mýra Þoka lét lítið fyrir sér fara úti í horni.

Innan úr herbergi Egils Daða bárust ógurlegir skruðningar - "#%=&#$&/(=!z#$!/!=!
Línus Gauti, Barði Vagn og Mist Eik voru greinilega mætt. En hvar var Ríta Lín? Fyrir utan var Sædís Líf í rauðum fólksvagni. Hægt og sígandi nálgaðist Jökla Þoka eftir stígnum. Hún var orðin alltof sein í afmælið.

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Já fyrir þá sem ekki vita er SELLA IN TOWN!!

Je dúdda mía... æðislegt að vera komin heim og hitta alla vinina, náði bara smá nasaþefnum af því um jólin. Helgin var æði, gæði, pæði...að mestu leyti að minnsta kosti.

Heiðraði Telmuna mína með nærveru minni á föstudaginn enda skvísan 25 ára og hattapartý hjá skvísunni. Svaka fjör, mikið spjallað og singstar í gangi. Kíkti svo í bæinn með Erlu Dögg og Kristínu...merkilegur atburður gerðist - fór í fyrsta skipti á Ólíver!! Greinilega búin að vera svoldið lengi í úglandinu og kíktum við svo á Vegamót. Stoppuðum reyndar stutt enda rigning og vibbi en við Kristín náðum þessu svo sannarlega upp með kjaftatörn í bílnum á leiðinni heim ;o)

Laugardagurinn var þvílíkt næs, bara chill allann daginn, Tinna og co kom í heimsókn og náði ég að knúsa Bryndísi rækilega. Horfði svo á Silvíu Nótt eiga eurovision - áður en ég þaut á vit ævintýranna til Möggu. Þvílíkt fjör í SingStar partýinu hjá henni, bókað að maður endurtaki þetta sem fyrst! Gaman að hitta allt liðið, mikil drykkja, tjútt og dillandi rassar. Bærinn var tekinn seint á þetta....

...best að segja bara PASSSSSS - óhætt að segja að Sesselja lýsir hér með eftir svörtum stuttum Zöru jakka, bronslitaðir tösku með verðmætum á borð við húslykli, debetkorti og ástkærum gsm-síma sem engum nema mér langar í ;S

Æðisleg helgi fyrir utan þetta - bara BÖMMER BÖMMER og núna er komið að skólalífinu. Tók Stylinn á þetta með Elvu og Benný og svo bara að reyna að vera hjálpsöm fyrir VÖKU KOSNINGARNAR!!

Fariði vel með ykkur ástirnar - og endilega sendið mér símanúmerin ykkar í maili á sesselg@hi.is ef þið nennið...úpppppppssss!

PS - langar að óska afmælisbörnum vikunnar til hamingju með daginn
1. feb - Ásta María 21.árs
1. feb - Telma 25 ára
4. feb - Þórir Hrafn 25 ára
5. feb - Anný Rut 25 ára ..................farið vel með ykkur ástirnar ;o)

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Jahá...þá er ég mætt á klakann, ekki meiri útlönd í SMÁ TÍMA!!

Búin að eiga yndislegan tíma í Kaupmannahöfn hjá henni Hrebbnunni minni ;o) Sorglegt að þurfa að fara frá henni, höfðum það rosalega notalegt, drukkum ófáa bjórana og já enn fleiri bjóra. Fórum svo með Guðrúnu Helgu út að borða og höfðum það gott. Endalaust hægt að spjalla og váts var búin að gleyma hvað ég og Hildur fórum á kostum með hjóðupptöku og klámvísur í tonnavís (mis gáfulegum samt!)

Farangurinn minn var mjög mikill enda mátti ég búast við því - hehe svolítið fyndið að hugsa út til þess að ég á bókakassa frá Barcelona og fatakassa frá Köben sem kemur í næstu viku...skárra en að borga yfirvikt...úps

Allavegana daman er mætt, afmæli hjá Telmunni minni á morgun og að sjálfsögðu tjútt um helgina, hlakka til að sjá alla -

...ætla að klára eitt stykki ritgerð núna - Ísland og evran here i come ;o)