föstudagur, desember 31, 2004

FRÉTTIR ,,SELLUNNAR" ÞESSA DAGANA!

** Fjölgun mannkynsins ** Já þann merka dag 29.desember kom lítil PRINSESSA í heiminn, 13 merkur og 51 cm. Já frumburður Rakelar og Hansa án efa bráðmyndarlegt eins og foreldrarnir ;o) Innilega til hamingju ástirnar, bíð spennt eftir að koma í heimsókna og máta!

** Spil vikunnar ** Var í þessum töluðu orðum að koma heim úr Framheimilinu þar sem við tókum nokkra góða takta í Party og co & Actionary!! Svaka stuð, án efa stysta Partý&co spil þar sem Einsi og Maggi unnu en ég og Vera tókum strákana í bakaríið með leiksnilli okkar. Stebbi minn kemur bara næst.

** Vinna vikunnar ** Já hef átt voðalega lítið líf seinustu daga nema bara vinnuna mína, Aktu Taktu er placið..... og til mikillar gleði er komið yfir 100.000 kallinn inn á orlofsreikninginn minn. Get ekki beðið eftir 11.maí þegar við fáum þetta borgað út.

** Drykkur vikunnar ** Óáfengur er það nýji Kristall +.... báðar tegundir, asskoti gott og á líka að kallast vítamín bætt ;o) Vorum svo stelpurnar að ákveða að drekka Cosmopolitan á nýárs, GET EKKI BEÐIÐ EFTIR FJÖRINU!!!

** Hörmungar vikunnar ** Án efa hræðilegi jarðskjálftinn við Indlandshaf þar sem yfir 125.000 manns hafa látið lífið. Landssöfnun er byrjuð til hjálparstarfs á svæðinu og endilega hringja í 907-2020 og þá leggurðu 1000 kr. til þessa máls, mæli með þessu búin að gera þetta oftar en einu sinni...... BARA DRÍFA SIG OG GERA SEINASTA GÓÐVERKIÐ Á ÞESSU ÁRI

GLEÐILEGT ÁR ELSKURNAR OG TAKK FYRIR ÞAÐ LIÐNA!!!


þriðjudagur, desember 28, 2004

Hversu gott er að slappa af og glápa á imbann???

skiptir ekki einu sinni máli þó það sé ekkert í sjónvarpinu. Allavegana leti og vinna og svo bara bið eftir skemmtilegri helgi!!!!

Risajólaboð heim í gær og svo var skundað í smáteiti í nýju fínu íbúðina hjá Katrínu og þaðan í bæinn. Fínasta afþreying þar sem ég Hanna og Vera kíktum á Prikið, Vegamót og Hverfis..... og ótrúlegt en satt aðeins 3 bjórar drukknir og heimkoma fyrir kl 03:00!!!


Máttur orðanna
Sumt fólk skilur ekki neitt

hvað orðin geta verið beitt

það aðra óvart særir

þá sem þeim eru kærir.


Fann þetta ljóð á netinu.... og svolítið til í þessu!!!

föstudagur, desember 24, 2004

GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR!!!!

Vildi bara óska öllum gleðilegra jóla og takk kærlega fyrir ánægjulegt ár í einu sem öllu ;o)
Vonandi verður næsta ár enn betra....... bíð enn spennt eftir hátíðarskrallinu bæði á 2 í jólum, gamlárs, nýjárs og bara þess á milli.


Mikið búin að bralla síðan prófin kláruðust, djamma, vinna, versla, vinna meira, pakka inn gjöfum, hjálpar Brósa að flytja, föndra jólakort, vinna meira og JÁ SOFA ROSALEGA LÍTIÐ..... en núna verður sofið, borðað enn meira af góðum mat og alles.


Hafið það sem allra best yfir hátíðirnar....... GLEÐILEGA HÁTIÐ.

PS. Gleðistund, önnur einkunn komin í hús 8,5 í viðskiptaensku. Nú er bara að bíða til 11.jan eftir næstu ;$

þriðjudagur, desember 21, 2004

ÉG ER KOMIN Í JÓLAFRÍ...LIGGA LIGGA LÁI.

loksins komið að þessu.....prófin búin, var að klára það seinasta núna og gekk svona upp og niður.... kemur allt í ljós, þetta er BÚIÐ!! :o)

Próftaflan var mjög strembin en þetta gekk og ér er orðin mjög langþreytt. Ekki samt svo að ég ætli ekki að fagna í kvöld, fá mér nokkra öllara og fara út að borða.

Fyrsta einkunn kom i hús í gær..... 7,0 í Utanríkisverslun, bara sátt þar sem þetta var 3 prófið mitt á 3 dögum.

En ekki meira í dag, farin í ljós, klippingu, fá mér öl, drekka meiri bjór út að borða og kaupa jólagjafir.

HAVE FUN :o)

miðvikudagur, desember 15, 2004

Smá jólaglögg fílingur..... endilega prófið,

FINNSKT JÓLAGLÖGG

1 líter vodka

1 rúsínaHrært og skreytt með greni

Ekki gleyma að syngja með!!!

!Skín í væna vínflösku,

Og huggulega bjóra

jólaglögg og eplasnafsallt

það ætl'að þjóra.

Dufla og daðra og leika mér

látum ill'í desember

burt með sokk og skó

hér af vín'er nóg.

Ó hvað ég elska jólin

von'ég hitt'á stólinn.

Þannig að njótið dagsins..... kv, Lærdómsstrumpur


þriðjudagur, desember 14, 2004

IDOL þátturinn næsti.....

Bara eintóm gleði á eftir sorg, já frekar sorglegt að sjá hvorki Guðrúnu BirnuEini komast áfram seinast......

EN VITI MENN, þau voru bara bæði valin af dómurum til að syngja aftur núna á föstudaginn!!!! Gaman gaman, nú er bara málið að kjósa þau og hringja í 900-2007 og 900-2008.

En ekki meira í bili, have fun.... kv, lærdómsstrumpur


Dagurinn sem margir hafa beðið eftir!!!!

Já fyrsta prófið er búið og held það hafi nú bara gengið ágætlega, maður nær þessu en þetta er enginn verðlaunapeningur. Bíð þó spennt að vita hvað ég fæ.....´

Enn meira er það að hún TINNA SIF "litla" frænka er orðin 19 ára í dag, innilega til hamingju með afmælið skvís, njóttu dagsins,.....

Já Anna Lára kemur heim í dag..........og síðast en ekki síðst 10 dagar til jóla og vika í seinasta próf!!!

En þangað til næst!!!!! VERIÐI BLESS


mánudagur, desember 13, 2004

ÉG HLAKKA SVO TIL.... ÉG HLAKKA ALLTAF SVO TIL.......

Já það er magnað að það sé bara að koma að þessu, því sem ég og margir aðrir hafa beðið eftir. Vinirnir sem skelltu sér af klakanum í nokkra mánuði til að fá nett menningarsjokk og njóta þess að vera út úm allan heim eru að koma heim.....

Stelpurnar koma heim eftir:

Anna Lára 1 dag - þann 14.des

Gyða 6 daga - þann 19. des

Linda Hlín 7 daga - þann 20. des

Elva Björg 8 daga - þann 21.des

Ragnheiður 9 daga - þann 22.des

Telma 9 daga - þann 22.des

Elva Björk 12 daga - þann 25.des

.....og síðast en ekki síst Brynhildur Tinna og Erla Dögg koma frá Danaveldi líka núna um jólin, ekki samt klár á dagsetningu. En enginn vafi liggur á að það verður DJAMMAÐ UM JÓLIN!!! ó mæ god hvað ég hlakka til ;o)

1 dagur í fyrsta próf og 8 dagar í það seinasta (einungis 3 þar á milli ;$)


Kemur þetta einhvað á óvart???

Your the Spainsh senro/senorita. Weather it's Spain Mexico or Chile your famous for your elabrate clothes and romantic langueage like French only its spainsh. Spain is famous for its olives. Mexico its nice clothing and any other country its nice land.


sunnudagur, desember 12, 2004

AHA..... meira um útlendingana!!!!

Tælendingur á Dóminos - með smá framburðarerfiðleika segir:
" Halló, ég ætla pissa....." og furða afgreiðslumaðurinn hló ;o)

Daninn á Bæjarins bestu - ekki var hann skárri, sagði:
" Já ég ætla að fá eina pussu með öllu" - tengdamamma hans snéri víst við og fór út í bíl.... SKRÍTIÐ!

.......ATH þetta eru sannar sögur úr íslenskutímum fyrir útlendinga

* Lífið þessa dagana snýst um að:
......vaka á næturnar og læra,
.....sofa frameftir,
........redda sér glósum
....svara gömlum prófum,
..........læra, læra LÆRA, LÆRA
.....enn meira læra
..............og LÁTA SÉR DREYMA UM UNDURSAMLEGA LÍFIÐ EFTIR PRÓF ;o)

Þetta styttist 2 dagar í próf og 9 dagar í próflok............þá bara GLEÐI GLEÐI

miðvikudagur, desember 08, 2004

Meira um snilldar útlendingana.....

Rússi mætti í útvarpsviðtal þar sem hann var spurður um hvernig gengi að læra tungumálið....

Hann hugsaði sig um og sagði (með rússneskum hreim): ,,Tetta vera rosa erfitt tungumál, en ég reyni og reyni að læra tetta tungumál en börnin mín þau eru samt alltaf að RÍÐA MÉR¨!!!!!

Átti að vera stríða mér...... en hvernig gat karlgreyið vitað það!!!

þriðjudagur, desember 07, 2004

Útlendingar eru snillingar!!!!

Fyrir þá sem ekki vita þá kennir mamma íslensku fyrir útlendinga..... og lumar því á mörgum góðum sögum í pokahorninu. Ég ákvað að létta próflestur og skammdegið með einni góðri jólapælingu hjá Filipseyskum strák.

útlendingur: ,,Heyrðu Inga borðið þið Íslendingar mikið svínakjöt á jólunum?"

Inga: Hugsar um hamborgarahryggina og svarar því: ,,Já við borðum frekar mikið svínakjöt"

Útlendingur; ,,Já en borðið þið ROSA mikið svínakjöt?

Inga: Hugsar enn meira og segir svo: ,,Já á jólunum og í jólaboðum".... Já mjög mikið!

Útlendingur: JÁÁ ég var nefnilega að spá í þessum 13 JÓLASVÍNUM SEM ÞIÐ HAFIÐ!!!

....bara fyndið lið

Gangi ykkur vel og gleðilegt ógeðisveður!! ;o)


sunnudagur, desember 05, 2004

OJJJJJ viðbjóður.....

Vil bara hvetja alla til að skrifa undir þetta HÉR..... því þetta er ógeðslegt og vonandi að maður geti gert einhvað í þessu. Þægilegt að vera verndaður á okkar litlu eyju út í hafi heldur en í umhverfi siðblindu og trúar þar sem um 2 milljónir stúlkubarna er umskornar á ári!!!

KVITTIÐ GERIÐ ÞAÐ....

föstudagur, desember 03, 2004

Afrek vikunnar!!!!

Án efa þegar við gómuðum 13 ára stelpu sem var að stelpa sígarettum í vinnunni og ég tók mig til og hringdi í foreldrana og lét þau vita að dóttir þeirra reykti og væri búin að vera að stela..... I know I'm bitch ;o) bara gaman

Verk vikunnar:

Læra þjóðhagfræði, fara til tannsa, vinna 2 kvöld, læra meira, setja upp 4 jólaseríur, elda, baka, vinna meira og læra á nóttinni...... já og bara vera MASTER í prófamyglunni!!!

Afmælisbörn vikunnar:

Ingibjörg Kristín, 23. ára skvísa, 2.desember eins og vinkona hennar Britney Spears

og svo Guðrún Birna Idol stjarna er 23. ára í dag 3. desember.

Stelpur innilega til hamingju með afmælið...... og minni alla að kjósa Guðrúnu Birnu í Idolinu í kvöld.... hún á það nú skilið, syngur eins og engill og á líka AMMÆLI

fimmtudagur, desember 02, 2004

Íslenskir tónlistamenn þurfa á HJÁLP AÐ HALDA!!!!!

Varð fyrir þeirri óheppilegu reynslu að horfa á Popptíví um daginn..... og viti menn það voru nokkur myndbönd sem voru HRÆÐILEG

Nr. 1 í hallærislegheitum.
Kalli Bjarni - eða Coke auglýsingin. Í myndbandinu er par að rífast og tekur gellan sig til og lemur kippu af Coke í gólfið, Kalli bjarni kemur inn á milli að syngja á tónleikum. Myndbandið er mjög illa leikið og endar á því að parið sest niður voða happy og drekka Coke og Kalli Bjarni hneygir sig á sviðinu, beygir sig eftir Cokedós og tekur sopa...... heilagur Móses hvað þetta er hallærislegt!!!

Nr. 2 í hallæri...
Nylon - Fimm á ricther. Myndbandið er mest einhverjir gaurar að boxa og þær inn í einhverju búri að daðra við myndavélina og reyna að vera sexy Vægast sagt fáránlegt og fyndið myndband.

Hafið þið séð þetta...... og hvað finnst ykkur um þetta?