mánudagur, desember 29, 2003

Jæja þá er helgin bara að verða búin
....en djammið er þó ekki á enda!!!

Helgin var bara þessi fanta góða helgi. Var bílandi bæði á flösku- og laugardag, en viti menn bara HEL.... gaman bæði kvöldin...

Jólaboð hér á 2, og svo kíkti ég og Eva frænka til Jóns Inga og Klöru þar sem þau voru ásamt Hönnu og Adda í brjáluðum gír. Dæmi hver um hvað gírinn var magnaður, en miðað við MINNISLEYSI félaganna þetta kvöldið og vodkaþamb þá var þetta nettur pakki. Stefnan varsett á Hverfis eins og svo oft áður og viti menn bara tjúttað þar og trallað til lokunar. Já það þarf lítið til að skemmta mér, bara þið félagarnir og já tónlist, bíð spennt eftir næsta JAMMI........ jey jey
Fórum út af Hverfó um sex hálf sjö og þaðan lá leiðin á BSÍ Daníel Tígrisdýr var svangur og svo bara rúnturinn að skutla liðinu heim.

Gærkvöldið var voða svipað, ég, Hanna og Vera kíktum á röltið. Celtic að hitta gellurnar Siggu, Sigrúnu og Heiðu sem enn voru að pússla saman svaðalegum djammsögum gærkvöldsins. Þaðan á Sólon, Felix og svo bara aftur heim á góða staðinn Hverfis.. Já ég veit ég er alltaf þar. Sorry það er bara svo nettur pakki af fólki þar. LOVE YOU ALL ;o)
Dansaði af mér rassgatið. Tinna takk fyrir lánið á pilsinu ég var mega beib í því þótt ég segi sjálf frá ;o)
Sama sagan BSÍ með Danna eftir dágóða leit af litlu systir hans og svo kíkti ég á Hlölla fyrir Hönnu. Guys´ skuldið mér greiða B I G T I ME.... einhvern tímann, en annars bara gaman.

En núna í dag er bara búið að vera chill, bestasti frændi minn er búin að vera hér Kalli 9 ára snillingur og erum við búin að glápa á imbann og hafa það nice..... vinna á morgun eins skemmtó og það hljómar nú. En það góða við það cockteilboð bein eftir vinnu. Já kannski bara DJ-amma á minni, en núna bíða mín verk ætla að skella inn einhverjum myndum af djamminu og svo bara Friends-gláp fékk 2 seríur í jólagjöf, full time job.

Sjálfboðaliði í friends gláp endilega hafið samband ég er alltaf til.......

Kveðja, Sella káta gella. (þessi sem er alltaf í góðu skapi c”,)

fimmtudagur, desember 25, 2003

Jóla jóla jóla HVAÐ...........
Er stödd í jólaboði hér hjá góðu sætu famelíunni minni. NATALÍA TINNA sofandi að vanda 10 vikna afmælisbarn í dag. Til hamingju. Já og fleiri góðar fréttir fleiri börn að koma í fjölskyldunna eitt á leiðinni. Okkur tilkynnt hver það er sem er óléttur núna. Þið verðið bara að bíða spennt hver það er. En XXXXX og XXXXX til hamingju með afkvæmið.

Ætla að halda áfram að úða í mig konfekti, borða ís horfa á WORLD IDOL opna pakka og dást að litlu frænku minni. Fáið að sjá myndir af henni bráðum. Ætla að setja inn nýjar myndir bráðum

Jólakossar og knús
Sella jóla ,,gella"

miðvikudagur, desember 24, 2003

GLEÐILEG JÓL ALLIR SAMAN.........
Ég vildi bara óska öllum gleðilegra jóla og hafið það sem allra best núna um hátíðirnar. Endilega kíkið svo með mér á DJ-ammið á öðrum í jólum!!

En þangað til......
- borða æðislegan hamborgarahrygg
- fá góðar gjafir
- horfa á jólamyndir í sjónvarpinu
- fara í jólaboð
- spila
- sofa vel út
- lesa góða bók
- borða konfekt
- hafa það huggó með fjölskyldunni
- borða jólaísinn
- sofa
- og já bara HAFA ÞAÐ ROSA GOTT....

Jólakveðjur, kossar og knús til allra. Jólastelpan Sella

miðvikudagur, desember 17, 2003

JÓLAGJAFA SPURNING!!!
Já ein spurning hvað vill maður eiginlega fá í jólagjöf þetta árið, mig vantar innblástur fyrir komandi jólagjafa kaup. Endilega komið með einhverja GULLMOLA fyrir mig

er það föt´ skór DVD myndir geisladiskar einhvað heimatilbúið
mjúkur pakki eða harður pakki

Hvað er ,,inn" í dag, bæði fyrir stelpur og stráka? Látið nú ljós ykkar skína.

Sella í jólagjafa hugleiðingum.

GÓÐA FERÐ TIL KÖBEN
Langaði til að óska Guðrúnu Helgu góðrar ferðar til Köben í fyrramálið og Helga mín drekktu nokkra fyrir mig og kíktu í fisketorvet, það er fín kringla þarna úti. Njóttu Striksins og góða skemmtun í jólatívolíinu. Heyri bara í þér og Til hamingju með að vera búin í prófum ég öfunda þig ekkert smá.................

Sella ENN í jólaprófum ;o(

Fullt í góðum og slæmum FRÉTTUM !!!
ÞÆR SLÆMU.......
Keikó allur
Háhyrningurinn Keikó drapst, öllum að óvörum, úr bráðalungnabólgu í Noregi. Hann var 27 ára gamall. Hann var jarðaður í kyrrþey í Taknesbukta í Noregi. Venjan er að sökkva dauðum hvölum út í sjó en nei FREE WILLY vildi það ekki.....

Búið er að ná Saddam Hussein
Hussein náðist í einhverri hólu sem hann var búin að grafa fyrir sig 6 fet niðrí jörðu. Hann náðist ásamt tveimur félögum, rifflum og 750.000 dollurum. Hann sýndi enga mótspyrnu þegar hann náðist og er nú í haldi US Army....... gaman gaman

Rændi banka í gervi Jólasveins
Bankaræningi, í gervi jólasveins, rændi banka 50 km suðaustur af Pittsburgh í Bandaríkjunum á mánudag. Ræninginn, sem einnig var með rauðan poka á bakinu, gekk upp að gjaldkera í bankanum, sýndi honum skammbyssu sína og krafðist fjármuna úr peningaskúffunni. Bankaræninginn komst undan í bifreið með ótilgreinda upphæð í fórum sínum. Enginn særðist í ráninu.

Saddam Hussein ,,junior” vill nýtt nafn
Hinn 27 ára gamli palestínubúi sem heitir Saddam Hussein hefur ákveðið að skipta um nafn í von um að gæfa hann aukist. Hann segist þurfa að glíma við stöðuga brandara, mistraust og jafnvel barsmíðar vegna nafn síns. Pabbi Hussein nefndi hann þessu nafni árið 1976 þegar hann heyrði í útvarpinu að ,,Saddam væri sterkasti maður Íraks”, þetta var þá en núna hefur hann aðeins fær heiminum vandræði, þannig að endilega skiptu um nafn félagi.............

ÞÆR GÓÐU..........
Búin með tölfræði B og reikningshald III
Já ég var að klára tölfræði núna í dag og gekk bara ágætlega. Tölvuhlutinn var nú bara léttur (gott að hafa stúderað dæmatímana) en skriflegi hefði mátt vera klukkutími í viðbót. Er búin að skrifa stórann hluta af jólakortunum og fara með í póst og eitt í viðbót..........
.... í kvöld kemur Anný heim frá Londoninu, búin að vera alltof lengi út.... hlakka til að sjá hana og djamma á föstudaginn....
.... það góða er að ég klára prófin á föstudag
.... á föstudag opna ég fyrsta bjórinn í langann tíma (slít þar með 9 vikna djammpásu með stæl)
.... á föstudaginn útskrifast Helga Þóra og þá er sko saumó djamm og ég get sko sagt ykkur að það er EKKI slæmt
.... á laugardag er saumó hjá Önnu Jónu, pakkarugl og alles.
.... á laugardaginn er LOKADJAMM í viðskiptafræðinni niðrí Ýmishúsi
.... á laugardaginn fer ég að kaupa fyrstu jólagjafirnar.
.... það eru 8 dagar til jóla
.... 9 dagar í hið árlega jólaboð hjá ömmu, ómissandi í jólagleðinni.
.... 10 dagar í jólaboð hérna heima, spilakvöld og að sjálfsögðu jammmm
....15 dagar í gamlárs og þá verður Rósa líka 24 ára.
.... 16 dagar í nýársboðið í þetta sinn hjá Siggu vinkonu, mesta stuð í geymi. Þess virði að vera edrú á gamlárs.... því þetta er DJAMM ÁRSINS !!!
.... 22 dagar í að skólinn byrjar aftur, alltaf stuð
..... og svo bara GLEÐI GLEÐI GLEÐI

En ekki meira í bili hlakka til að sjá ykkur öll, sjáumst síðar.
Jóla- DJAMM kveðja Sella !!!!

mánudagur, desember 15, 2003

HÚN ER KOMIN MEÐ NAFN........

Jæja þá er búið að skíra yngsta fjölskyldumeðliminn. Litla prinsessan þeirra Evu Aspar og Sindra var skírð í gær í Digraneskirkju. Rosa flott athöfn og sú stutta fékk frábært nafn sem sæmir hana vel. Prinsessan heitir NATALÍA TINNA.

Þannig að Tinna Sif móðursystir fékk litla næstum nöfnu í gær ekki slæm afmælisgjöf það. Þannig að Tinna mín innilegar hamingjuóskir með 18 ára afmælisdaginn í gær......

Annars bara ekkert af frétta....
Af mér er þó ekkert að frétta nema bara study fyrir tölfræði B en prófið er á morgun, þetta er að verða búið, get ekki beðið eftir föstudeginum en þá verður sko haldið upp á 9 vikna drykkjupásu með herlegheitum og DJAMMMMMMIIIII en hún Helga Þóra heldur einmitt útskriftarveislu á föstudaginn, get ekki beðið..

En ekki meira í bili. Have fun
Sella ,,gella"

föstudagur, desember 12, 2003

bara lærdómur og idol.......

Bara ABC greining, frávikagreining, framlegð, hámörkun hagnaðar og einhvað svoleiðis. Komin með krampa í hendurnar eftir massa skrif í bókina. Fyrir þá sem ekki vita þá megum við taka bókina með og ég hef sko notað mér það mikið !!!!!!

Svo er bara læra læra læra en núna erum ég, Sigga, Haddi, Hinni og mamma að horfa á D I S C O idol eins og er........segi ykkur meira seinna hvernig mér fannstt

Bæ jó

fimmtudagur, desember 11, 2003

Jæja þá er maður bara búinn í jólaklippingunni
Einhver smá breyting, leyfði Maríu bara að njóta sín með skærin og litadýrðin jókst. Hárið fékk örlítin aukablæ og kemur kannski á óvart en það var RAUTT fyrir valinu. Þá verðum maður bara að fara í ljós og gera sig brúnan og sællegan fyrir jólin c”,)

Lítið búið að gerast í daglega lífinu, nema lærdómur
Búin í markaðsfræðiprófi í gær og gekk bara svona ,,skít sæmó” fékk líka út úr sjálfsnámi í spænsku og viti menn bara 7,5 KLAPPIÐ fyrir því. Hinni, Haddi, ég og Sigga erum svo búin að vera hér að stúdera ABC-greiningu, DEMOpróf og frávikagreiningin er næst. Tókum smá pásu svo ég kæmist undir skærin, Sigga gæti horft á Neighbours og skúrað í apótekinu, Haddi farið á foreldranámskeið og Hinni bara, hver má vita hvað……..

En svona einhvað í lokin þá smá um stjörnurnar….
Hver stjórnar frekar, Hann eða hún ????

Victoria og David Beckham
Það er greinilegt hver ræður ferðinni. Victoria klæðist ,,buxunum” á því heimili og virðist Beckham ánægður með það. Sagt er að hann sé eins og sætur saklaus tuðrusparkari en enginn veit hver stjórni í svefnherberginu.

Madonna og Guy
Þótt Madonna sé ákveðin og sjálfstæð er hún stolt yfir því að láta manninn sinn taka allar ákvörðunartökur sem að máli skipta !!

Demi og Asthon
Greinilegt að Demi sér um málin á þessum bæ. Ef þau sjást kyssast er hún oftar en ekki með hann nelgdann upp við vegg… ** hver er KÚGAÐUR í þessu sambandi ha?

Gwyneth og Cris í Coldplay
Gwyneth hefur alltaf verið talin sjálfstæði drottning í Hollywood en nú virðist hún fús til að leggja öll völd í hendur sínum heittelskaða.

Vanessa og Johnny Depp
Völdin á þessum bæ eru greinileg, fjölskyldan fluttist búferlum til Frakkland vegna frama hennar. Johnny sér um börn og bú á meðan frúin sinnir frama sínum.

Jennifer Aniston og Brad Pitt
Hjónin virðast bera virðingu fyrir hver öðru, bæði á hraðferð á framabrautinni en virðast taka fullt tillit til hvors annars. Dæmi Brad hefur lengi langað í barn en þau hafa ákveðið að bíða með barneignir þangað til ,,Rachel” hefur lokið síðustu tökum í FRIENDS.

En nóg um slúður, fréttir úr viðburðalitla lífinu, ætla að halda áfram að læra......
Sella lestrarhestur c”,)

þriðjudagur, desember 09, 2003

Eitt í viðbót.........
ég hlakka til á morgun, þá er eitt próf búið og aðeins þrjú eftir
ég hlakka til á fimmtudag, þá fer ég í sjúkraþjálfun og kannski get ég beygt fótinn og farið að keyra bráðlega, hef ekki keyrt síðan 29. okt.....
ég hlakka til á fimmtudag, því þá fer mín til Maríu vinkonu í klippingu gera sig sæta og fína fyrir jóladjammið
ég hlakka til.................ég hlakka alltaf svo til, en það er langt og svo langt að bíða...................ég hlakka svo til.

VIÐBURÐARLITLIR DAGAR !!!

JÁ sei sei eins og ég segi viðburðalitlir dagar framundan og búnir að vera frekar viðburðarlitlir dagar upp á síðkastið. Við höfum verið heltekin við að svara markaðsfræðiprófum og nú er búnkinn okkar orðinn svei mér þá bara 32 bls, Já erum við ekki dugleg?? Núna tekur bara við páfagaukalærdómur og það er held ég bara Hlaðan og þylja upp einhverjar rumsur úr markó..... FUNNY TIME!!!

** En sendi bara kveðjur til allra sem eru ekki að læra, þið verðið bara að átta ykkur á því hvað þið hafið það gott! Eva og bossa litla töffari góða skemmtun á Stylenum og Jóhanna, Haddi, Stebbi, Elín og Guðrún Helga baráttukveðjur við páfagaukalesturinn. Við mössum þetta próf.... Já og Sigga mín ég skal ekki gleyma þér have fun í Reikningshaldi 3 byrja að læra með þér á morgun eftir markó prófið mitt!!! OKí DóKí

Sella lestrarhestur

sunnudagur, desember 07, 2003

Þá er maður bara búin að vinna....
og ótrúlegt en satt þá var bara svaka stuð í vinnunni. Allt á afturfótunum allt búið og við hentum öllu niður, misstum hitt og þetta og ein fór veik heim eftir að hafa ælt í vinnunni. JÖMMÍ ekki satt?? Langar ykkur ekki strax að koma að vinna með mér?

Bara komin heim eftir smá rúnt í Hafnarfjörðinn með Írisi sem vinnur með mér. Nú er ég komin heim og er að flokka markaðsfræðiglósurnar og prófin mín því the Barn (þjóðarbókhlaðan) bíður mín á morgun og svo bara LÆRA LÆRA, LÆRA.

** Bíð þangað til annað kvöld ætla sko að kíkja í Ljós vill einhver vera memmmmm ?? **

föstudagur, desember 05, 2003

já það er nú bara ekkert annað!!!

Nei mín bara farin að skilja einhvað í Tölfræði sem er ekki slæmt, enda er ég í brillj læri-tölfræði-hóp. Guðrún Helga og Haddi eru snilldar tölu vinir. TAKK ÁSTIRNAR......og já ótrúlegt en satt hlakka til næsta tölfræði hitti-stund. Gaman c",),

sem sagt lítið búið að gerast hjá mér, bara læra, læra, læra, Stebbi og Hanna kíktu til mín í gær að læra, Stebbi ákvað samt frekar að horfa á Alf, Simpsons og einhvað fleira en samt frekar gaman. BÍÐIÐ nú bara eftir DJAMMINU með mér, get ekki beðið............

En verð víst að fara að drífa mig er að fara að vinna kl 18:00 í kærleiks Bitabæ!! Ef þið lesið þetta og hafið ekkert að gera endilega kíkið við, er líka að vinna annaðkvöld. Tek þetta með trukki víst ég er komin aftur í vinnuna...

En bara hafið gott IDOL kvöld og góða helgi.... Til hamingu þeir HR-ingar sem voru að klára prófin, mig langar líka :o(

fimmtudagur, desember 04, 2003

Fyrsti sjúkraþjálfunartíminn búinn
..... og já Sigga ótrúlegt en satt það var ekki vont. Þarf bara að gera einhverjar æfingar 3*30 sinnum á dag, gaman gaman og á að fara að stunda sund
** VILL EINHVER KOMA MEÐ MÉR Í SUND ??

en mikið rosalega er þetta dýrt fór í 30 mín og kostar 1400 kr skiptið og HALLÓ ég þarf að fara 3 * í viku........

En í tilefni meiðsla, vil ég óska Völsurum til hamingju með úrslitin úr leiknum í kvöld unnu ÍBV 37-24 í bikarnum og því komnir í undanúrslit!!

JÁ ÉG VEIT, ég á að vera að læra en maður tekur nú handboltaleik oft frammyfir c",)

SÉÐ OG HEYRT!!!
Slúður, slúður, slúður, slúður, slúður, trúður….

- Rás 2 20 ára. svaka party í tilefni stórafmælisins. Fullt af frægu fólki heiðraði Rás 2 með nærveru sinni svo sem Þorgeir Ástvalds, Gísli Marteinn, Stebbi Hilmars, Bubbi, Valtýr Björn og fréttakonurnar Guðrún Gunnars og Ólöf Rún Skúladóttir
- Ásta úr Stundinni okkar kasólétt!!!! Og er þetta þriðja kúlan hennar. Hún á fyrir 11 ára strák og 17 mánaða strák. Semsagt allir að punga út börnum…
- Linda Pé ekki vinsæl… Les Robertson fyrrverandi (boxari) kærasti Lindu afþakkaði áritaða ævisögu hennar. Þegar Les frétti af bók Lindu, svaraði hann blaðamanni S&H ,,GUÐ MINN GÓÐUR” og virtist brugðið. Sagðist ekki vilja af Lindu né bókinni vita.
- Bergþór Pálsson komin í jólaskap. Hann er mikill jólastrákur og fyrir löngu byrjaður að skreyta og baka og gera ,,huggulegt” fyrir hátíðirnar.
- Í svörtum fötum á hlýrabolum!! Þegar þeir héldu magnaða útgáfutónleika í Borgarleikhúsinu. Bíddu var svona heitt eða…… Konurnar þeirra gáfu þeim öllum bakpoka til að fara með í tónleikaferð með mynd af þeim (þ.e konunum), drykk og heimalagaðan grúppíubana, sem stelpurnar útbjuggu mönnunum sínum til varnar. VEIT EINHVER HVAÐ ÞAÐ ER?
- Kúl að klæðast pilsi úr hálsbindum og kjól úr dagblöðum? Fatahönnunarkeppni grunnskóla var haldin í Kringlunni um daginn.
- Auddi komin með kellingu Lilju Björk og voru þau saman á kvikmyndaveislu sambíóanna.
- Eineygður einfari. Nú er í gangi listasýning um Ingó eineygða einfarann, en hann var elsti mongólíti Evrópu. Hann er ýkt dúlla krumpaðari en pugg hundir (fyrir þá sem ekki vita hvernig það er það hundir í húð sem er 2 nr of stór!!)
- JÓLABJÓR EGILS… nú getum við öll drukkið íslenska JÓLABJÓR, gaman, gaman get ekki beðið……
- Bíður eftir NÝJU HJARTA. Sigurður Þórarinn 20 ára gaur frá Stöðvarfirði bíður örvæntingarfullur eftir hjarta og ígræðslu í Danmörku en hann fékk lífshættulegan vírus á hjartað fyrir þremur árum.
- BÓ í jólaskapi, býður upp á jólastemmingu á Nordica, jólagírinn með Bó…
- Skjöldur ,,drag” finnst gaman að vera í hælaskóm. Á fullan skáp af furðufötum. Ekki skrítið fyrir dragdrottningu. Já hallo ég á mikið af skóm og fötum en ég held barasta að hann eigi miklu MEIRA ;o(
- Mel B orðin LELLA, komin með nóg af kallmönnum og er farin að kela við konu. Slitnaði ekki slefið á milli hennar og Christine Crokos leikstýru.
- Undanfarin 3 ár hefur Hugh Grant verið í leynilegu sambandi við pólska blondínu sem heitir Kasia Komoriwicz… er í góðum málum núna er að leika í mynd núna Love Actually. Mig langar rosalega að sjá hana, VILL EINHVER VERA MEMM??
- IDOL IDOL allt í hámarki, breyttur háralitur, klipping, teinarnir látnir fjúka og allt í standi. Partýið að byrja í Smáralind á föstudag. Vill einhver taka þetta upp fyrir mig er að vinna??

Stjörnustund í Hollywood….
• Jennifer Lopez kannski komin með bumdu, er komin með einhverja kúlu…. Já ekki kúlurass.
• Colin Farell og Angelina Jolie eru búin að grafa stríðsöxina eftir að Farell sveiflaði vininum framan í fólk við tökur á Alexander mikla í Marokkó. Jolie er búin að steingleyma fíflalátunum í Marokkó ef marka má kossaflens parsins á skemmtistað í London.
• Sagt hefur verið að Idol dómaranum Simon Cowell sé nú líkt við Adolf Hitler vegna þess að hann fær alltaf sínu framgengt.
• Sharon Osbourne tók Carmen Electra fram yfir Elísabetu Englandsdrottningu, en Electra var að gifta sig og Sharon var brúðarmær hjá vinkonu sinni góðu.
• Bóndi í Bretlandi getur verið stoltur af ,,hershöfðingjanum” einu nauta sem hann á en það er risa naut sem vegur eitt og hálft tonn og er átta ára.

DR PHIL !!!!
Ég er núna að horfa á Dr Phil og umræðuefnið ,,Afhverju næ ég mér ekki í kall?? og þess vegna finnst mér við hæfi að tileinka vinkonum mínum þennan þátt held ég bara öllum með tölu...

** Mín skoðun, förum að brýna veiðihárin og gera okkur reddí fyrir jóladjammið **

miðvikudagur, desember 03, 2003

LÆRDÓMUR, LÆRDÓMUR
Jæja gott fólk héðan af mér er ekkert gott að frétta. Lífið er voðalega eins þessa dagana bara læra, læra læra og svona inn á milli skutlast maður í próf! Ég lét mig þó hafa það og skellti mér í vax á löppunum í morgun fyrir próf því eins og flestir muna þá var ég í gifsi í mánuð og loðin as hell!! En ekki lengur ég er núna sko fín.....er að hugsa um að skella mér í ljós í kvöldinu og ef það er einhver sjálboðaliði til að koma með endilega láttu mig vita. Ætla líka að panta tíma í klippingu og sjúkraþjálfun. Sjúkraþjálfunin byrjar á morguna og æ æ aumingja ég þetta verður vibbi c”،) ekki gaman. Og svo tekur bara við LÆRA LÆRA LÆRA!!!

Lögreglufréttir….
Passið ykkur vel í umferðinni. Samkvæmt lögreglufréttum er fólk að keyra á allt og alla. Ekið var á ljósastaur, umferðaskliti, bíla, grindverk og ég veit ekki hvað og hvað.
** Ráðlegging fariði varlega í umferðinni, það er bilað fólk þarna úti!! **

Jólasveinn í adidas sokkum!!
Ég rakst á grein í Fréttablaðinu um vonbrigði lítils drengs. Þannig var það að hann fór á jólaball með pabba sínum. GAMAN GAMAN en nei. Pabbinn spurði strákinn hvort það væri ekki gaman og strákurinn sagði nei. Pabbinn reyndi að fá uppúr stráksa hvað væri að og þegar tárin voru farin að leka sagði litla dúllan ,,Þetta eru ekki alvöru jólasveinar” pabbinn reyndi að sannfæra hann um það en svo svaraði sá stutti ,,Jólasveinarnir eru í Adidas sokkum!!” Þá var þetta úti, vonlaust að reyna að sannfæra snáða um að jólasveinar ættu að vera í adidas sokkum, það er ekki nútíminn....
ÞANNIG: minnstu mistök geta eyðilagt jólaballið, skemmtun sem allir bíða eftir...
** Eitt gott, ef þú ætlar að vera jólasveinn og það góður jólasveinn aldrei klæðast Adidas.??
*** Mín skoðun klæddu þig bara í NIKE (just do it) ***

En ég kveð í bili og bið bara að heilsa lærdómsliðinu, hlýir straumar héðan frá mér.
Sesselja síðstakkur að komast í próffgírinn!!

mánudagur, desember 01, 2003

WHAT A DAY......
Það er greinilegt að það er kominn próffílingur í fólk og má það sjá helst á því hvað allir eru orðnir viðutan og stressaðir. Því ætla ég að segja ykkur litla smá sögu um daginn minn. Þannig er að ég fór í fyrsta prófið mitt í dag og allt byrjaði vel. Elín náði í mig og við byrjuðum á því að láta gorma inn ritgerðirnar okkar. Svo var brunað niðrí Snælandsvideo því Elín gleymdi að borða. Svo fórum við í prófið og eftir það byrjaði ballið. Við ákváðum að prenta út reikningshald verkefnið hennar Elínar en hún gleymdi víst tölvunni sinni upp í Mosó svo hún bauð mér með. En á leið okkar í sveitina gleymdum við nú að stoppa á einum stað og brunuðum út í óvissuna..... Þegar við vorum svo komnar á Vesturlandsveginn segir Elín við mig ,, Sella hvernig getur maður verið svona utanvið sig að maður gleymir að taka bensín".... og við það sama urðum við BENSÍNLAUSAR svaka gaman..... Við redduðum því nú því yndislega mamma hennar kom með bensín brúsa og alles handa okkur. Á þessum tíma náðum við að týna bíllyklinum inn í bín en hann fannst á endanum.
Brunað var heim til Elínar og nýja fína íbúðin skoðuð. ELÍN TIL HAMINGJU hún er svaka kósí. Hlakka til að sötra nokkra öllara eða fá mér svona svo sem 1-.... glös af rauðvíni við tækifæri. Eftir allt heila klabbið fórum við og........ æ ég man ekki.....

** þannig ég held að próf séu ekkert nema böl!! **
Kveðja námshesturinn sem er ekki á réttri bylgjulengd.

Jæja jæja....
Þá er fyrsta prófið búið og gekk bara svona skít sæmó.... Við Elín rúllum þessum áfanga upp. Búnar að skila ritgerðinni og alles! Ekki duglegar ha?

En ekki meira núna ætla heim úr Odda. Lofa að skrifa meira á eftir.