miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Neyðarástand hjá Blóðbankanum

Fékk mail sent áðan þar sem tilkynnt var að Blóðbankinn væri að tæmast og því ríkti neyðarástand. Þrátt fyrir að maður hugsi alltaf "ÞAÐ KEMUR EKKERT FYRIR MIG" þá gæti nú alveg gerst að einhvern tímann á lífsleiðinni þyrfti ég að þyggja blóð....... því fór ég ásamt Söndru úr vinnunni niður á Barónstíg til að láta tékka hvort að ég væri gæðablóð.... sem betur fer var mikið af fólki komið til að gefa blóð og biðin því 45-50 mín. Við vorum beðnar til að koma aftur í næstu viku - þetta er allavegana fyrsta skref í góðgerðastarfsemi minni... því blóðbankinn má ekki tæmast, þá gæti ég og fullt af öðru fólki lent í vondum málum, við tökum sko enga sénsa á því er það nokkuð?.

Annað sem mér finnst mjög merkilegt - frekar skondið og skemmtilegt líka eru "dagur rauða nefsins" - svolítið krúttileg nef - Svona Rúdólf með rauðanefið, sem kostar bara 500 kall og er
til styrktar UNICEF... - best að fylgjast með söfnuninni núna 1. des

Annars er ég bara í jólafílingnum og hlakka til jólanna :o)

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Spurning um að forgangsraða....

Tveir verkfræðinemar gengu lúnir út af bókasafninu í VR-II seint um kvöld. Annar þeirra fer beint í að opna lásinn á hjólinu sínu og þá segir hinn: "VÁÁÁÁ, geggjað hjól! Hvar fékkstu það?"

Hinn svarar hinn ánægðasti: "Reyndar, þá var ég á gangi meðfram Ægisíðunni í gærkvöldi og skyndilega stoppaði hörkuskutla á hjóli fyrir framan mig. Hún henti sér af hjólinu og klæddi sig úr öllum fötunum.

Svo sagði hún: "Taktu það sem þig langar í" Ég valdi hjólið." Eftir smá umhugsun svarar félaginn: "Já, þú valdir rétt... fötin hefðu eflaust ekki passað á þig"

Verð að segja mér finnst þetta svolítið fyndið..... annars eru bara 10 dagar í Glasgow - get ekki beðið ;o)

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

HAPPY THANKSGIVING – svolítið langt...en þess virði að lesa :o)

Í dag taka flestir bandaríkjamenn sér frí til að halda upp á Thanksgiving en þetta er gömul hefð síðan árið 1621 og kemur hún upprunalega frá Indíánum og Pílagrímum. Kalkúnninn er matreiddur út um allt – fjölskyldur og vinir hittast og rosa fjör….spurning um að taka upp ,,íslenska” þakkagjörðarhátíð?

Annars langar mig til að gefa fólki smá leiðarvísi um lífið….
• Hældu þremur manneskjum á dag
• Horfðu á sólina koma upp minnst einu sinni á ári
• Vertu fyrri til að heilsa
• Vertu umburðarlyndur gangvart sjálfum þér og örðum
• Lærðu þrjá brandara sem eru ekki dónalegir
• Drekktu kampavín án tilefnis
• Gefðu blóð
• Varðveittu leyndarmál
• Taktu fullt af myndum
• Gefðu aldrei neitt uppá bátinn, kraftaverkin gerast daglega
• Kauptu grænmeti af garðyrkjumönnum sem nota handskrifuð auglýsingarskilti
• Færðu ástvinum óvæntar gjafir
• Hættu að kenna örðum um, berðu ábyrgð á lífi þínu á öllum sviðum
• Njóttu fólks en ekki nota það
• Vertu hugrakkur þótt þú sért það ekki, enginn sér muninn
• Sýndu börnunum hlýju eftir að hafa skammað þau
• Gleymdu aldrei tímamótum í lífi þínu
• Líttu ekki á heilsuna sem sjálfgefinn hlut
• Veldu lífsförunaut af kostgæfni. Á þessari einu ákvörðun velta 90 hundraðshlutar af hamingju þinni eða vansæld
• Vertu stórhuga en njóttu samt hins smáa
• Lærðu að hlusta tækifærin láta oft lítið fyrir sér fara
• Vertu i skrautlegum nærfötum innan undir látlausum fötum
• Farðu til Barcelona og vertu túristi
• - Sviptu fólk aldrei voninni, kannski er hún það eina sem það á
• Stefndu að SNILLD, ekki fullkomleika
• Gefðu þér tíma til að finna ilminn af rósum
• Stefndu að snilld, ekki fullkomleika
• Eyddu ekki tíma þinum i að gera þeim til hæfis sem gagnrýna þig
• Forðastu neikvætt fólk
• Gefðu fólki annað tækifæri en ekki það þriðja
• Segðu aldrei upp starfi nema hafa annað i takinu
• Þú skalt meta fólk eftir því hvað það hefur stórt hjarta en ekki eftir buddunni
• Eyddu ekki tíma í að harma mistök í fortíðinni. Lærðu af þeim og haltu svo áfram
• Kauptu aldrei svangur inn í matinn
• Hældu fólki í viðurvist annarra
• Ef eitthver faðmar þig láttu þá hinn aðilann verða fyrri til að sleppa takinu
• Farðu varlega í að lána vinum þinum pening þú gætir misst hvoru tveggja
• Vertu hógvær, heilmiklu var komið i verk áður en þú fæddist
• Þegar þú hittir fólk i fyrsta skiptið varastu þá að spyrja það um starf, njóttu félagsskaparins án nokkurra merkimiða
• Gættu þin á þeim sem hafa engu að tapa
• Leggstu á bakið og horfðu á stjörnurnar
• Vanmettu aldrei hæfileika þinn til að breyta sjálfum þér
• Ofmettu aldrei hæfileika þinn til að breyta öðrum
• Lofaðu miklu og stattu við mikið
• Gott hjónaband byggist á tvennu, að finna þann rétta, að vera sú rétta
• Gerðu ekki ráð fyrir að lífið sé réttlátt
• Notaðu það sem mælikvarða á velgengni þina hvort þú býrð yfir sálarró, góða heilsu og ást
• Vendu þig af öfund, hún er uppspretta margs konar óhamingju
• Mundu að þeir sigra sem hinir nenntu ekki
• Þegar þú mætir i vinnuna á morgnanna láttu það þá verða þitt fyrsta verk að segja eitthvað uppörvandi
• Endurvektu gamla vináttu
• Lifðu lífinu þannig að grafaskrift þin gæti verið \"ég iðrast ekki neins\"
• Borðaðu aldrei síðustu kökusneiðina
• Vittu hvenær er best að þegja og hvenær er best að tala
• Heilög þrenning er hæfni, hvíld og kjarkur
• Þú skalt umgangast þá sem umgangast þig
• Prófaðu að gangrýna engan og ekkert og finndu hvernig það er
• Veldu fallegri leiðina þó hún sé lengri
• Sendu fullt af jólakortum
• Gleðst þú yfir velgengni annarra
Gerðu lista yfir 25 atriði sem þú vilt upplifa áður en þú deyrð, vertu með hann i veskinu og skoðaðu hann oft....
• Vertu ekki dónalegur við þjóninn þó maturinn sé vondur, hann eldaði hann ekki
• Hafðu minnisbók og penna við náttborðið, bestu hugmyndirnar koma á nóttunni
• Vertu viðbúin, þú færð aldrei annað tækifæri til að koma vel fyrir við fyrstu sýn
• Láttu fólk njóta vafans
• Gerðu ekki sömu mistökin tvisvar
• Gifst þú aðeins af ást
• Mundu eftir öllu sem þú átt að vera þakklátur fyrir

Ja há þarna hafið þið það – HAPPY THANKSGIVING :o)

mánudagur, nóvember 20, 2006

Jóla jóla jólasnjór…..

Þá er maður byrjaður að baka fyrir jólin – bara smá…. Jólabarnið ég stalst til að þrífa gluggana heima, setja jólaseríur í þá alla, en passaði mig þó að kveikja ekki alveg strax svo nágrannarnir haldi ekki að við séum alveg kú kú :)

Þessi helgi var annars bara hin ágætasta verð ég að segja, Benný bauð mér í heimabakaða pizzu og skelltum við okkur svo í nammiát og X-Factor gláp hjá múttu&pabba Sigrúnar...eintóm gleði. Kolaportið átti svo hug minn og hjarta (eða allavegana hug minn) á laugardaginn þar sem ég ætla nú að reyna að sanka að mér pening fyrir útlandaferðina góðu.... bara 18 dagar í brottför!!

Anna Jóna bauð mér svo í fínt afmælisboð á laugardaginn, með snilldar veitingum, þar sem hvítt/rautt og bjór fékk að gleðja kverkarnar. Eftir storm og snjóbyl ákvað ég að skella mér heim....til hamingju með afmælið í dag ástin... Big 25 ;)

Sunnudagurinn var svo góður....því eins og flestir vita finnst mér rosanotalegt að vera nálægt fjölskyldunni minni, það er málið. My family er eins og ítölsk fjölskylda sem hangir alltaf saman, og það er krúttlegt en svona er það víst. Mamma ákvað að bjóða hele famelíunni í mat þar sem yngstu meðlimirnir voru heiðursgestir. Þetta var hálfgert ítalskt matarboð þar sem við sátum og borðuðum og spjölluðum lengi lengi áður en við settumst í betristofuna þar sem haldið var áfram að spjalla, skipuleggja jólakortagerð. Það var endalaust mikið af mat og hávaðinn á við góða tónleika!! Bara betra.. Mjög vel heppnað kvöld í alla staði, félagsskapurinn, maturinn og andrúmsloftið.

Í kvöld tekur við ljósmyndanámskeiðið margumtalaða sem m&p gáfu mér í afmælisgjöf...get ekki beðið... bless og bless – kv. Jólasnjór

föstudagur, nóvember 17, 2006

Milton Friedman, hagfræðingur er dáinn....

Flestir þeir sem lært hafa viðskipta- eða hagfræði kannast við bandaríska hagfræðinginn Milton Friedman (31/7/1912-16/11/2006). Hann hlaut Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 1976 og er þekktur fyrir stuðning sinn við frjálshyggju og einkavæðingu.... þekktust eru orð hans: ,,There´s no such thing as a free lunch"

Blessuð sé minning snillingsins!!

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Kíkjum í leikhús.....

Það er núna eða aldrei að skella sér í leikhús...

Þjóðleikhúsið sýnir um þessar mundir nýtt verk sem gerist á Suðurlandi og nefnist Glæpagengið eftir Davíð Oddsson. Leikarar eru Árni Johnsen, Gunnar Örlygsson og gestaleikari er enginnannar en Eggert Haukdal. Góða skemmtun (sætaferðir frá Tuborg, bílstjóri er Eyþór Arnalds).

Vegna tæknilegra mistaka vantar nokkrar gangstéttarhellur við inngangÞjóðleikhússins ...

Varð að setja þetta inn - skondið nokk.....

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Back to NORMAL.... eða svona eins nálægt því og hægt er ;o)

Vill byrja að segja Stella (22 ára) og Lalli (25 ára) innilega til hamingju með afmælið í dag ;o)

Ég gerði mér aldrei grein fyrir því að eitt stykki ritgerð – gæti ruglað mann eins mikið í ríminu eins og blessaða BS ritgerðin mín gerði...... Ekki laust við það að ég hafi staðið í persónuleikabreytingum, orðið hálf skrítinn og klikk, ekki samkvæm sjálfri mér og ég veit ekki hvað og hvað.... skondið nokk hvað STRESS og ofmikið TÖLVUGLÁP geti farið algjörlega með lítinn labbakút eins og mig! Þegar ég skilaði yndinu mínu í prentun fyrir 7 vikum síðar hefur Sellan smátt komið aftur – og treystið mér mæli ekki með 100% vinnu og setu við tölvu ca 16 tíma á dag ;o)

Loksins man ég hvernig lífið á að vera og hvernig maður á að njóta þess í botn. Mikilvægasti hluturinn til að rækta er samband sitt við VINI OG ÆTTINGJA! Því hef ég notið tímann vel í þá iðju – SVAKA GAMAN - og er litla jólabarnið farið að plana vel fram í tímann...

* Cocktailskvísu hittingur, þvílík veisla og æði hjá Anný á fimmtud– takk skvís
* US-stelpuhittingur, Austurlandahraðlestin með tilheyrandi slúðri, hlátri og fjöri á föstudag
* Kolaportsstemning á laugardag- ekki veitir af smá aukapening fyrir Glasgow ;o)
* Anna Lára bauð okkur svo í heimsókn og smá öldrykkju á laugardagskvöldið sem endaði í þvílíkum dansgír á Vegamótum, sem sagt mikið fjör á okkur J-Low, Sigrúnu, Önnu Láru, Möggu, Önnu Birnu, Gaua, Ingva, Jón Inga og fleiri góðum kandídötum.
* Sunnudagurinn var tekinn frekar rólega áður en ég kíkti með múttu í IKEA alltaf gaman að skoða í búið enda fer maður vonandi bráðum að fljúga úr hreiðrinu.....
* Aðalsteinn Ingi mætti svo í fyrsta matarboðið sitt í Álfalandið ásamt foreldrunum enda orðin svaka stór – 16 daga gamall.
* Sigrún Ósk kíkti svo í heimsókn og náðum við að sitja í nokkra klukkutíma og ræða helgina enda svolítið skondin verð ég að segja..
* Gærdagurinn var svo sjónvarspdagurinn ógurlegi – vá hvað er mikið skemmtó í sjónvarpinu...og ég er ekki beint TV-gellan. Elva náði samt að koma mér aðeins út úr húsi enda stelpuskjátan loksins búin í prófum, þvílíkt gaman að hitta hana loksins aftur.
* Í dag ætla ég svo með Söndrunni minni í bíó.... verð að sjá BÖRN áður en hún hættir í bíó á víst ekki að koma á video og því bara að fara í Háskólabíó... magnað eiginlega hef ekki farið þangað í bíó síðan ég byrjaði í HÍ enda vön að fara í fyrirlestra og fjör þar. - viltu koma með?????
*Fimmtudagurinn fer svo í Verzlógellu hitting – fáránlega langt síðan maður hefur hitt skvísurnar....
....og svo bara marg framundan, afmæli AJ, útlönd, matarboð, saumaklúbbur, jólaföndur, jólahlaðborð, jólaglögg, kaffihúsahittingur og og og og..... :o)

Lifið heil kæru vinir....ANNARS eru komnar nýjar myndir inn á myndasíðuna mína!! Kíkið á....Aðalstein Ingahttp://public.fotki.com/Sella/fjor/

föstudagur, nóvember 10, 2006

Einn góður á FLÖSKUdegi.....

Stelpa spyr kærastann sinn um að koma heim til sín á föstudagskveldi og borða með foreldrum sínum. Þar sem þetta er nokkuð stór viðburður, þá tilkynnti stelpan kærastanum sínum að eftir matinn myndi hún vilja fara út og hafa samfarir í fyrsta sinn.

Jæja, strákurinn er himinlifandi, en hann hafði aldrei áður haft samfarir, svo hann gerir sér ferð til lyfjafræðings til að ná sér um nokkra smokka. Hann segir lyfjafræðingnum að þetta sé hans fyrsta skipti og lyfjafræðingurinn tekur sér klukkutíma í að fræða strákinn um allt sem
hann veit um smokka og samfarir.

Þegar kemur að því að panta, þá spyr lyfjafræðingurinn strákinn að því hversu marga smokka hann myndi vilja kaupa: 3 í pakka, 10 í pakka eða fjölskyldupakka. Strákurinn vildi gjarnan kaupa fjölskyldupakka því hann taldi að hann yrði frekar upptekinn, þetta væri fyrsta skiptið hans, o.s.frv.

Um kvöldið mætir strákurinn heima hjá foreldrum stelpunnar og kærastan tekur á móti honum. ,,Vá, ég er svo spennt fyrir því að þú hittir foreldra mína, komdu inn!". Strákurinn gengur inn og er vísað til borðs þar sem foreldrar stelpunnar eru sest niður. Strákurinn býðst skyndilega til að fara með borðbæn og hneigir höfuðið.

Mínútu seinna er strákurinn enn við bæn með höfuðið hneigt niður.
10 mínútur líða og ennþá örlar ekki á hreyfingu frá stráknum. Eftir 20 mínútur hallar stelpan sér að kærastanum sínum, sem enn virtist í djúpri bæn, og hvíslar að honum ,,Ekki vissi ég að þú værir trúaður!" Strákurinn snýr sér við og hvíslar til baka: ,,Ekki vissi ég að pabbi þinn væri lyfjafræðingur!!!"

segi bara "lets be careful out there" .... hill street blues - góða helgi kæru vinir og aldrei að vita nema maður sjái ykkur á tjúttinu um helgina...kannski við slettum úr klaufunum ;o)

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

,,Að hata fólk er eins og brenna sitt eigið hús til að losna við eina rottu"

... sá þetta komment og verð bara að segja ég er svolítið sammála þessu ;o)

mánudagur, nóvember 06, 2006

QUALITY MOMENT.....

Almenn vellíðan byggist upp á að dekra svolítið við sjálfan sig og aðra... eiga gæðastundir í lífinu og njóta þess að vera til. Ég passaði mig svo sannarlega að láta þetta ekki fram hjá mér fara og naut helgarinnar í botn!!

Quality moment helgarinnar voru t.d:
- videokvöld undir teppi með Önnu Láru
- knúsa litlu frændsystkinin mín
- kíkja í afmæli
- fara í heitt nuddbað með kertaljós
- hvítlauksritaður humar og heilsteiktar nautalundir
- fá sæt/skemmtileg sms og símtöl
- kíkja á kaffihús
- tala lengi lengi við skvísurnar í símann
- vinna á KaffiPort í koló – meiri peningur
- kósýsstund undir sæng í vondu veðri
- lesa bók
- sofa út og kúrast lengur undir sæng
.... og umfram allt njóta þess að vera til!!

Eigið góðan mánudag kæru vinir – gleðisveiflukveðja – sella sólargeisli ;o)

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Hamingja er ekki happdrætti...

Maður getur verið frekar vitlaus stundum og haldið að grasið sé alltaf grænna hinum megin – en guði sé lof fær maður sjónina á ný og attar sig á hlutunum ;o) Vitlaus ekki satt - ég hef það hrikalega gott og ætla að halda áfram að hafa það þannig... Dagurinn í dag var fremur áhrifaríkur, keypti mér farmiða og hótel til Glasgow frá 8-12. desember. Þvílíkur dýrðartími framundan með múttu í útlandinu og því eins gott að kæla VISA kortið vel þangað til ;o)

Minnsta krúttið í fjölskyldunni er komið með nafn – Aðalsteinn Ingi – og er hann nú nútímabarn með meiru með heimasíðu!! Stoltir foreldrar hér á ferð með sæta síðu fyrir sætt barn ;o) Einnig er miðinn á Bubbatónleikana á NASA á þorláksmessu keyptur og tilhlökkunin farin að segja til sín.... guð hvað verður þægjó að vera ekki í prófum og stressi þessi jólin - því er jólaklúbburinn HÓ, HÓ Hó farin að skipuleggja skemmtilega atburði og skemmtun!! Annars er lífið bara þokkalegt - chill, kaffihúsaferðir, vinna og listasýning hjá Unni á Sólon í kvöld - bara gaman ;o)

Annars fékk ég skemmtilegt blað í hendurnar í gær og las það gaumgæfilega - Ísafold... það er mjög flott verð ég að segja með góðum viðtölum og skemmtilegum greinum. Eitt sem ég tók eftir og ákvað að hafa sem AÐALORÐ þessara færslu - LEIÐIN TIL HAMINGJU....

Rannsóknir hafa sýnt eftirfarandi:
- Peningar hafa lítil sem engin áhrif á hamingju einir og sér
- Óreglulegur lifnaður dregur úr hamingju
- Skyndilausnir við vanlíðan auka óhamingju


Rannsóknir hafa sýnt fram á að eftirfarandi hefur jákvæð tengsl við hamingju:
- Tilgangur með lífinu
- Sterk sjálfsmynd
- Heiðarleiki
- Hæfilegar kröfur
- Raunhæfar væntingar
- Innihaldsrík hamingja
- Jákvæð hugsun
- Að geta þegið ráð og aðstoð frá öðrum
- Að hlusta á aðra
- og síðast en ekki síst halda með heimaliðinu ;o)


Því segi ég bara hipp hipp húrra og lifið heil - njótum lífsins og lítum björtum augum á framtíðina!!