þriðjudagur, maí 29, 2007

Þá er ég flogin til Kína....

Njótið lífsins á klakanum - flug til London eftir 7 tíma og mun ég eyða heilum degi þar og svo í 10 tíma flug til Beijing. Ekki verra að enda í London baby með Siggu, Stellu og svo mun J-low vera með okkur. Jíha leikhús, djamm og sjopperí.....Aldrei að vita nema ég haldi ykkur vel upplýstum með nokkrum góðum línum frá Kína og kannski myndum! Njótið vel ;o)

Erla Dögg - lét loksins verða af því að setja inn myndir frá innflutningspartý hjá Möggu og cocktailpartýi hos Elvus... endilega kíktu á og þið öll hin. Myndirnar eru HÉR!!

fimmtudagur, maí 24, 2007

Margt hefur á daga mína drifið....

Jessörrrí bobb – búið að vera brjálað að gera í lífi litlu sellunnar síðustu daga! Fyrst og fremst var ég á fullu í kosningastússi – ákvað að hjálpa Heimdalli og SUS fyrir kosningarnar núna og er því mikið og mjög sátt við úrslitin, ekki síður brilliant kosningapartý á Broadway, vá hvað ég dansaði mikið...eiginlega enn þreytt í fótunum. Það var mjög gott að XD bætti við sig 3 þingmönnum – aðallega frábært þar sem flokkurinn hefur verið svo lengi á þingi og fólk búið að tala svo mikið um að það vilji breytingar....en greinilega ekki. Ríkisstjórnin í samstarfi við Samfylkinguna held ég að sé líka besta lausnin. Hefði kannski viljað fá aðra ráðherra en best að bíða og sjá hvernig þeir starfa áður en maður GAGNRÝNIR!

Timinn minn hefur einnig farið mikið í fjöruga félaga – loksins kláraði Jóhanna prófin svo ég sá skvísuna aftur því skelltum við okkur allar á Caruso og eftir nokkur hvítvínsglös, góðan mat og gómsæta súkkulaðiköku í eftirrétt kíktum við til Elvu í öl og svo í byen. Við stelpurnar chilluðum, hittum New York hópinn og er komin dagsetning – NYC 11.október - híhí, eyddum helginni hjá Siggu og kíktum á Blades of Glory í bíó...þvílík steypa en mjög skemmtó – hehe

Ég verð nú bara að viðurkenna það að ég er komin meira en hálfa leið í sumarfrí þar sem ég á bara eftir að vinna til hádegis á morgun og svo komin í langt helgarfrí.... Helgin mun vera rosalega afslöppuð..... ætla mér að passa litla sætasta brosboltann minn hann Aðalstein á föstudaginn og svo er pælingin að kíkja með Evu frænku eitthvað út en skvísan kom surprize til Íslands með Natalíu til að sjá nýjasta famelíumeðliminn, lillann hennar Tinnu!!

Laugardagurinn verður svo til að byrja með í Kolaportinu sem verður áhugaverður staður enda seinasta helgin fyrir reykingabann.... já sé það ekki alveg gerast enn well! Eftir Koló ætla ég að bruna með Siggu upp í sumarbústað þar sem við ætlum að láta foreldra okkar dekra við okkur með góðum mat, köldu hvítvíni og skemmtilegri náttúru. Göngutúrar, afslöppun, spila og já njóta hvítasunnuhelgarinnar..... svo er það bara LONDON á þriðjudag og beint TO CHINA....ER EKKI AÐ TRÚA ÞESSU – JÍHA ;O)

En hér er smá sem að allir ættu að hugleiða.....Sagt er að það taki bara eina mínútu að kynnast einstakri manneskju, klukkutíma að kunna að meta hana, einn dag að elska hana en það taki allt lífið að gleyma henni. KÆRU VINIR I LOVE YOU ALL!! En þetta er fljótleg leið til að segja vinum þínum hvers virði þeir séu þér. Njótið dagsins og dansaðu nakin(n) !

Koma svo látið mig vita ef þið kíkið einhvern tímann hérna svo ég sé nú ekki að blaðra við sjálfa mig hérna ;)

föstudagur, maí 11, 2007


JÁ ÞAÐ ER FÆDDUR STRÁKUR!!
Verð bara að leyfa ykkur að gleðjast með mér. Fyrir um tveimur tímum fékk ég svona yndislegt sms.
Yndislegur prins kom í heiminn kl. 11:45 og er hann 17 merkur og 57 cm. Öllum heilsast vel.
kv. Tinna, Óli og Bryndís stóra systir :-D
....guð hvað ég hlakka til að sjá litla krúttið og knúsa hann svolítið - hhehehe

Það er skítalykt af þessu!!

Ég held að það sé spurning um að breyta fyrirkomulagi á EUROVISION? Það er ekki eðlilegt hvernig úrslitin urðu eftir keppnina í gær....miðað við gæði eða meira ógæði laganna þá áttu ekki 10 austantjaldslönd að komast í úrslitakeppnina.

Ef fyrirkomulagið verður áfram svona símakosning sem dæmi þá verður Ísland ávallt í undankeppninni!! Ég er allavegana sammála Eiríki að þetta er orðin svona mafía og BALKANVISION er því miður staðreynd!

fimmtudagur, maí 10, 2007


miðvikudagur, maí 09, 2007

Pælið í þessu.....úffff!!

Ég verð nú aðeins að tjá mig um hvarfið á litlu 3 ára stelpunni, Madeleine McCann.... Leitin að stelpunni hefur engan árangur borið sem er ömurlegt en annað HVAÐ VAR MÁLIÐ HJÁ FORELDRUNUM....að skilja þrjú börnin sín eftir sofandi uppi á hóteli á meðan þau fóru út að borða á veitingastað í nágrenninu!! Allt í lagi maður getur verið kærulaus einstaka sinnum en HALLÓ að skilja 2* 2 ára börn og eitt 3 ára.... er fáránlegt! – sögðust svo hafa kíkt á þau á klukkutíma fresti – en hvað gæti gerst á þeim tíma?

Einnig fékk ég vægan hroll þegar ég las þessa frétt á mbl.is í dag =>
Ellefu ára drengur fannst látinn á trampólíni fjölskyldunnar í bænum Lena sem er tæpa hundrað km norðan við Ósló í Noregi. Að sögn Aftenposten telur lögreglan mestar líkur á að hann hafi flækst í öryggisneti sem umlykur trampólínið og kyrkst.

En yfir í betri og skemmtilegri fréttir => af mér er það fínasta að frétta – líf mitt er vinna og vinna og bara STUTT Í KOSNINGAR mikið verður gaman á laugardaginn og svo Eurovision partý á fimmtudag í Húsi Verslunar með fríum öl ;o) Hlakka til að sjá ykkur!!

föstudagur, maí 04, 2007


miðvikudagur, maí 02, 2007

Frídagar í miðri viku.....

Mikið er ljúft að eiga frídag í miðri viku eins og í gær.... 1. maí er líka að mínu mati svona tilgangslaus frídagur - ég fer allavegana ekki mikið niðrí bæ að berjast fyrir "Verkalýðnum", ekki er það nú atvinnuleysið eða aðstaða sem við ættum að berjast fyrir...en engu að síður góður frídagur svo á J-LOW líka afmæli. Innilega til hamingju með 26 ára afmælið í gær ;o)

Versta er að við gerum þetta ekki eins og Spánverjar því... ef það kemur frí á fimmtudegi sem dæmi þá gefa fyrirtæki, skólar og aðrar stofnanir frí á föstudeginum - svona af því bara!!! Það er hrikalega nice ;o) Var einmitt í viku fríi þegar ég bjó í Barcelona út af fríum og brúuðum fríum... en núna verð ég bara að bíða spennt eftir helgarfríi.

Svo eru líka bara 27 dagar til Kína!! Þetta er eiginlega fáránlega stuttur tími þar til ég fer...bara gaman ;o)