mánudagur, febrúar 26, 2007

Skemmtileg helgi búin....

Á föstudaginn fór ég á Aðalfund í vinnunni....ný stjórn kosin, allt fljótandi í áfengi en ég róleg...believe it or NOT! en jú jú það var ég. Farið var yfir síðasta ár í máli og myndum....meira að segja myndböndum, frekar gaman. Góður matur, mikið fjör þar á ferð og færðist partýið aðallega inn á skrifstofu forstjórans, þar sem dansað var uppi á borðum og fleiri skemmtó hlutir sagðir og gerðir :o)
Á laugardaginn skaust ég svo í Kaffi Port í Koló til að vinna.... verð að segja að ég hef mikið gaman og mikið gott af því að vinna í Kolaportinu. Stemning að rölta þarna um og skoða fólkið aðallega - hehe. Síðan tók við undirbúningur og tiltekt heima því skírn hjá prins famelíunnar á næsta leyti.

Síðan kom merkilegi sunnudaginn..... Aðalsteinn Ingi var skírður. Heimaskírn, þar sem Pálmi prestur mætti á svæðið, margir gestir og vinir á svæðinu, fullt af kökum og mikið stuð. Bergþór, Sibba& co borðuð svo með okkur um kvöldið, opnaðar voru pakkar, lítið veðmál um litla bumbubúann hjá Tinnu frænku....en


AÐALatriði helgarinnar voru:
* Aðalsteinn Ingi fékk formlega fallega nafnið sitt.
** Jónas og Tulla trúlofuðu sig
* Tinna og Óli eiga vona á strák, 2. maí.
INNILEGA TIL HAMINGJU ELSKURNAR MÍNAR :O)

fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Bíddu biddu við...... er maður orðin ljótur ef maður er orðin mamma??

Þetta fatta ég bara ekki.... en spænsk fegurðardrottning var dæmd úr leik eftir að hún var krýnd fyrir tveimur vikum sem sigurvegari í fegurðarsamkeppni, en það kom í ljós að hún átti fyrir þriggja ára gamlan son. Þið getið séð meira um þetta HÉRNA... http://mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1254442

Það sem er eiginlega fáránlegast við þetta er það að.....ófrískum konum er bannað að keppa sem og konum sem hafa þegar eignast börn, en þetta er mismunun kynjanna þar sem reglurnar eigi ekki við þátttakendur í Herra Cantabria-keppninni, en það eru sömu skipuleggjendur sem koma að báðum keppnunum.

SEM SAGT KARLAR ERU ENN SÆTIR ÞÓ ÞEIR SÉU ORÐNIR PABBAR EN MÚTTUR MEGA EKKI TAKA ÞÁTT Í FEGURÐARSAMKEPPNUM....hvað finnst ykkur um þetta???

föstudagur, febrúar 16, 2007

Og hana NÚ..... um að gera að fylgja bara stjörnuspánni sinni, en hún er þessi fyrir daginn í dag....

VOG 23. september - 22. október
Gert er gert. Snúðu þér frá fortíðinni og með glæsilegri sveiflu og haltu áfram að vera sú manneskja sem þig hefur alltaf langað til að vera. Hlustaðu á ráðleggingar ættingja.

- eigið gleðilega helgi....mikið er ég fegin að hún sé loksins komin ;o)

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

.....SPURNING að prófa eitthvað nýtt lúkk??

Ég sækist því hér með eftir hjálp frá minni ástkæru vinkonu HREBBNU með að láta commentakerfið virka og svona sittlítið af hverju!!

HJÁLP HJÁLP!

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

HAPPY VALENTINESDAY.....

Já þvílík gleði elskenda og bladi bla, verð nú að segja að mér finnst valentínusardagurinn ofmetinn dagur. Þetta er ósköp venjulegur dagur. Þessi dagur snýst um gjafir, rómantík og þá helst tilbreytingar í sambandi og kynlíf. Því bíð ég spennt eftir því að sjá hver er svo ástríkur og æðislegur að senda mér/gefa mér:

* Bókina Súpersex
**skemmtileg leiktæki
*** æsandi undirfatnað
**** rómantíska ferð á veitingahús
***súkkulaði eða blómvönd
**krúttilegan bangsa
* nuddolíu

Eða síðast og ALLS EKKI SÍST, ást og viðringu. Munið að þeir hlutir sem ástin þarf til að ná að blómstra er tími, styrkur, heiðarleiki, örlæti, heppni og húmor. Með þessu öllu gætum við hoppað saman í skýjunum og rennt okkur HAPPY niður regnbogann.

Njótið dagsins og munið bara I LOVE YOU ALL ;) væmið en satt

Verð samt að láta fylgja með þessu svolítið sem mér finnst svolítið mikið vera til í...... það sem þú þarf fyrst og fremst að gera á þessum degi er að sætta þig við það sem þú hefur og njóta þess að vera til....fyrir þá sem eru eitthvað er þetta nokkrar góðar leiðir:

Hvernig verður maður hamingjusamur?? – það er spurning.....

1 Settu þér ávallt markmið - reyndu að ná því
2 Smælaðu framan í heiminn – þá smælar heimurinn framan í þig
3 Deildu gleðinni með öðrum
4 Vertu tilbúin til að hjálpa öðrum sem ertu e.t.v hjálparþurfi
5 Varðveittu barnið í þér
6 Reyndu að láta þér lynda við allar tegundir af fólki
7 Varðveittu húmorinn í þér
8 Haltu ró þinni þó ýmislegt komi þér úr jafnvægi
9 Fyrirgefðu öðrum – kannski var þetta ekki illa meint
10 Eigðu frekar fáa og þá einlæga vini frekar en marga yfirborðskennda
11 Njóttu tímans með fjölskyldunni – það veit enginn hvað hann varir lengi
12 Vertu ánægður og stoltur yfir sjálfum þér – það er enginn eins og ÞÚ!
13 Berðu virðingu fyrir hinum veikari í samfélaginu
14 Njóttu þess að vera til – svona stundum að minnsta kosti :o)
15 Að lokum – PENINGAR ERU SVO SANNARLEGA ALLS EKKI ALLT!!

laugardagur, febrúar 10, 2007

Enn ein helgin komin....þetta ár flýgur fram hjá!

Fyrir þá sem ekki vita hef ég átt í þráðlátu magaveseni síðan í október sem ekkert ætlar að minnka. Það sem verra er að sama hvaða pillur ég tek, hvaða sérfræðinga ég hitti þá kemur ekkert í ljós....og það sem vest er að ég er að missa vitið!! Þetta er það leiðinlegasta sem ég veit að vera veik, magakrampar og aftur magakrampar :o) Vikan mín einkenndist einmitt af þessari gleði en núna er ég sem betur fer orðin góð!!!

Helgin leggst frekar vel í mig, fundur og gleði með SUS í dag og svo sumarbústaður með heitum potti, spilamennsku, út á landi fílingur í Vaðnesi beint á eftir með stelpunum mínum úr US....ohhh ég dýrka sveitasæluna, rólegheitin og afslappelsið - ég er til í mikið fleiri sumarbústaðaferðir ef einhver er game - bara tala við mig ;) Já góðar fréttir lítur allt út fyrir að m&p séu að fara að byggja bústað í Borgarfirðinum í sumar.... þann munað ætla ég sko að nýta mér....en er farin út á land!! Sé ykkur hress og kát félagar

PS - Helga Sjöfn innilega til hamingju með 26 ára afmælið í dag, njóttu dagsins og kvöldsins skvís :o)

föstudagur, febrúar 02, 2007

Einn góður því það er föstudagur....

An Arab was interviewed at the US Embassy for a U.S.A. Visa.

Consul: What is your name? Arab: Abdul Aziz
Consul: Sex? Arab: Six to ten times a week
Consul: I mean, male or female? Arab: both male and female and sometimes even camels Consul: Holy cow! Arab: Yes, cows and dogs too!!!!
Consul: Man ........ isn't it hostile? Arab: Horse style, dog style, any style
Consul: Oh..........dear! Arab: Deer? No deer,they run too fast!

....hehe já það er nú bara þannig. Annars leggst helgin bara vel í mig :o) Matarboð hjá einni í vinnunni í kvöld og svo afmælisteiti feiti hjá Annýjunni minni á morgun. Jellyshot og framandi freistingar ef ég þekki skvísuna rétt.... að sjálfsögðu mun ég leyfa Kolaportinu að njóta nærveru minnar á laugardaginn ;)

Eigið góða helgi - gott fólk!!!

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

OHHH HAPPY DAY ;)

Gleði og endalaus glaumur..... verð þó að byrja á að tjá mig aðeins um handboltann. Jesús minn hvað stressið og taugatitringurinn var mikill í leiknum á móti Dönum, hef sjaldan séð jafn spennandi leik og megum við vera stolt af "stráknunum okkar". Ég er meira en stolt að vera Íslendingur þegar ég horfi á svona. Vá hvað ég var svekkt þegar ljóst var að við værum búin að tapa þessu.... á seinustu sekúntunni..... þó æði meira en gæði að sjá svona litla þjóð eins og okkur standa í hárinu á þessum líka "risum" og það að við erum betri en flest allar þessar þjóðir!! og hana nú ;o) Það er strax komin spenningur fyrir leikinn í kvöld við tökum Rússana - ekki spurning....við tökum þá í ósmurt rass****

Yfir í allt aðra sálma - ég er á leiðinni til útlanda ta ta ra - laugardaginn 10. mars ætla ég að skella mér til Köben og verð þar í 5 daga hjá Evunni minni og co :o) Einnig er ég búin að staðfesta ferð til Kína 29. maí í 10 daga - en við förum frá London, þannig að það er bara ferðalög í vændum!! Gaman gaman....

Auk þess langaði mig til að óska afmælisbörnum dagsins Telmu (26 ára) og Ástu Maríu (22 ára) innilega til hamingju með daginn... njótið hans!!

Over and out ;)