föstudagur, apríl 29, 2005

Ég get svo svarið það...

...Já ég er enn vakandi og klukkan er 04:5, það sem meira er að ég er nýkomin inn úr klukkutíma göngutúr með Benný og Helga Þór... ekkert smá hressandi.

Annars er lítið að frétta af mér, bara lærdómur og eintóm hamingja :O)

...Jú annars, ég er ekki lengur atvinnulaus aumingi því ég hlaut sumarvinnu í dag hjá Umferðastofu og mun ég mæta þar galvösk eftir hvítasunnu. Gleðilegt að þrír góðir kappar, þau - Stella, Ásta Lára og Sævar Jökull, munu vera að vinna með mér í sumar... bara gaman.

En veriði hress ekkert stress.... og good luck krakkar í reikningshaldi 2 á morgun ;o)

fimmtudagur, apríl 28, 2005

Bara skondið.....
Að þessu að dæma er ég 13% tvíburi Michael Jackson - hvað ert þú??

You scored as Lindsay Lohan. You are most like Lindsay Lohan... (some simliar feautures NOT IDENTICAL)

Lindsay Lohan

56%

Pamela Anderson

38%

Paris Hilton

25%

Ashlee Simpson

25%

Michael Jackson

13%

What Celebrity Could Be Your Twin!? (Awesome!!)
created with QuizFarm.com

EINTÓM GLEÐI...

að hugsa til þess að það sé að koma sumar, í pilsi og sandölum með ís í hendi!! Hljómar vel?? Lærdómsgúru gangi ykkur vel í prófunum

miðvikudagur, apríl 27, 2005

PENINGA JÁ TAKK!!!!

Money
It can buy a house => But not a home
It can buy a clock => But not time
It can buy you a position =>But not respect
It can buy you a bed => But not sleep
It can buy you a book => But not knowledge
It can buy you medicine => But not health

So you see money isn't everything
And it often causes pain and suffering

I tell you this because I am your friend
And as your friend I want to take away your pain and suffering!!

So....send me all your money
And I will suffer for you!
Cash only please!

After all, what are friends for, uh??

Nei það má alltaf reyna.... allavegana fyrir litla atvinnulausa aumingja eins og mig ;o(

þriðjudagur, apríl 26, 2005

HAMINGJUÓSKIR..... og merkjavara, ég er Diesel

Langaði til að byrja á hamingjuóskum...
Ásta Lára til lukku með 23 ára afmælið þann 22.apríl
Ólöf og Atli með litlu prinsessuna sem kom í heiminn 23. apríl, hraust 16 merkur og 51 cm...
Ýmir Örn til hamingju með 25 ára afmælið á sunnudaginn 24.apríl
Högni Alvar congratulation með fyrsta afmælisdag lífs þíns...

En nóg að hamingju óskum, njótið lífsins krakkar mínir og segið mér nú hvaða fatamerki þið eruð....

You scored as Diesel.

Diesel

100%

Dior

83%

Louis Vuitton

83%

Anna Sui

83%

Abercrombie & Fitch

75%

Chanel

42%

Burberry

42%

Tommy Hilfiger

42%

DKNY

33%

Gucci

33%

What Designer Brand Are You?
created with QuizFarm.com

mánudagur, apríl 25, 2005

SYNGJUM HALLELÚJA…..

Þá er maður kominn aftur í bæinn eftir yndislega lærdómsviku upp í sumarbústað…. Takk fyrir mig Benný mín ;o) Náði að hlaða batterýin mjög vel, þvílíkt róandi að hlusta á fulgasönginn, hafa niðamyrkur og kíkja í göngutúra á kvöldin…. Kósý!!!

Ekki verra að ná að heimsækja skvísurnar á Bifröst, kíktum líka í þetta fína grill hjá Önnu Láru og Gaua á miðvikudag, skoðuðum skólann, kjöftuðum og höfðum það notalegt…. Fínt að ná næstsíðustu heimsókninni, því gleðin var það mikil að eftir að hafa keyrt aftur upp í sumarbústað, lært til átta um morguninn, lagt okkur, lært meira ákváðum við ,,skötuhjúin” að bruna á vit ævintýranna…..BIFRÖST

Sú stutta heimsókn lengdist aðeins….
*skemmtileg gítarstemning í partý í Útgarði 3,
* Óvænt Verzlóstemning því Oddur, Óli, Breki og Baldur Kri voru komnir í sveitina líka
* mögnuð kyndilganga í skólanum – kallaði óvart út slökkvulið
* hreddaball með meiru, þvílík snilld á dansgólfinu og ófá sporin tekin…. enn fleiri myndir teknar í staðinn…. Danni og Elva stóðu sig í stykkinu skoða hér TAKK og TAKK!!!
* skúffukökubakstur með kremi að hætti Odds og Óla
* Eftirpartý í Bollakoti hjá Elvu sín
* Bombay Gin í eplasafa – taki það til sín sem eiga!!!
* Eurotrip sjónvarpsgláp og leðursófasvefn
* Lítill svefn – matur á kaffihúsinu og aftur upp í bústað

Lærdómurinn tók við, þreytan eftir æðislegt kvöld sagði þó til sín og óhætt að segja að sumir voru þynnri en Pappírs Pési ;o(

En nú er komið að því að eiga ekkert líf….. batterýin hlaðin, kíkti meira að segja á Ara í Ögri með Benný í gær á Jó big bro og félaga, ölvun þeirra í hámarki bara gaman!!! Lærdómur úti á Álftanesi hjá Hönnu í dag og rekstrahagfræðinámskeið….

….. Segi því bara MENNT ER MÁTTUR, gangi ykkur vel í prófunum
Mín byrja 2. maí, svo bara koll af kolli 4. 12 og 14. maí…..JEY

þriðjudagur, apríl 19, 2005

Sveitasæla HERE I COME...

Loksins er verkefnavinna búin þó ég eigi enn eftir að kynna eitt verkefni í næstu viku.... í staðinn ætla ég í kósý sumó-lærdómsferð með Benný, borða popp, kíkja í bækur og hver veit nema maður kíki á skvísurnar á Bifröst í smá chill.

Hafið það gott í bænum, sjáumst síður..

....EKKERT STRESS, VERIÐI BLESS

mánudagur, apríl 18, 2005

Svei mér NOTALEG helgi :o)

Já núna tekur við verkefnaskil, kynning og svo endalaus lærdómur….. enda 14 dagar í fyrsta próf og 26 í að þetta sé búið. Um að gera að læra og læra.

Flöskudagur
Skemmtilegasta afþreying, fór í þessa líka mögnuðu vísindaferð í Íslandsbanka þar sem var live band að spila, SingStar keppni og hörkufjör. Er komin á snúruna svo mín var bara edrú og verð bara að segja hversu gaman er að fylgjast með FULLA fólkinu og þeirra gjörðum. Ó mæ… maður tekur eftir öllu en fyndið ;o)

Eftir vísó var það Hverfis, hagyrðingakvöld Vöku á Grandrokk og út að borða á Galileo með gömlu Mágusarstjórninni…. Þvílíkt ljúft, humarpizza, cosmopolitan og slúður…. Fórum svo á Hverfis enda við hæfi að enda formlega samstarfið á einum kokteil á barnum ;o) held það hafi verið mjög einkennandi.

Endalaust mikið dansað, kíkti svo á röltið með Benný þar sem Prikið, Ari, Hressó, Sólon voru þess heiðurs aðnjótandi að fá okkur í heimsókn… heimkoma mjög seint eða um 05:30 eftir bílferðir í mosó og nærsveitir, með Elvu sín og Möggu sín.

Laugardagur
Verkefnavinna…. þó aðallega slúður gærkvöldsins rætt, rekstrarhagfræði námskeið og svo bara chill. Benný var þó svo góð að veita mér félagsskap þar sem við misstum okkur á www.spamadur.is í lófalestri, stjörnuspám og hvaða stjörnumerki eigi best saman!!! Kíktum á vit ævintýranna einn rúnt í bæinn og svo bara RÚMIÐ GÓÐA.

Sunndagur til sælu
Já hann var það, ferming…. Smá lærdómur og svo saumó. Nýkominn inn úr dyrunum eftir að hafa uppfrætt Tinnu einn útlending saumó um lífið á klakanum, helstu þjóðfélagsmál, planað sumarbústaðaferð og utanlandsferð var haldið heima á leið…. ótrúlega skemmtileg stund

En ekki meira í bili….. have fun
…. Já Anna Svava til hamingju með 24 ára afmælið á fimmtudaginn og Eygló til lukku með 25 ára afmælið í dag!!!! Fleiri afmælisbörn sorrý ef ég er að gleyma ykkur ;o(

föstudagur, apríl 15, 2005

Ég get svo svarið það…….

Þá er seinasti skóladagurinn þetta árið á morgun. Þetta er búið að vera fáránlega fljótt að líða. Verkefnavinna og meiri verkefnavinna hafa poppað upp á yfirborðið seinustu daga og verð ég að segja að sæluvíma fór um mig í morgun þegar markaðsfræði V verkefnið var kynnt. Þetta er 70% verkefni sem við erum búin að vinna að of lengi… ágætt þó. Núna tekur bara við ÞURRKUR – mun skella sjálfri mér á snúruna og byrja að læra. Seinasta vísindaferðin verður þó á morgun með Bifröst, THÍ og HR. SingStar keppni og alles, viss um að þar verði stuð.

Verð þó bara að segja að ég fór á áhugaverðan fund í gær um afnám fyrningafrests á kynferðisbrotum gegn börnum. Ágúst Ólafur, þingmaður, Hrefna Ólafsdóttir félagsráðgjafi og systurnar eru Svava og Sigga hjá Blátt Áfram töluðu almennt um kynferðisbrot, lögin og hvað væri hægt að gera til að breyta þessu öllu.! Endilega farið inn á síðuna og takið þátt í áskoruninni!!! – hún skiptir máli ;o)

Annar er ég mikið búin að pæla í því hvort að ég sé orðin eitthvað GEÐVEIK er alltaf þreytt, slöpp, áhyggjufull og ekki komin með sumarvinnu

Hvað get ég gert? Tók þátt í könnun og komst að því að ég er ekki í lagi….. ert þú NORMAL????






You Are 30% Normal

(Occasionally Normal)









You sure do march to your own beat...

But you're so weird, people wonder if it's a beat at all

You think on a totally different wavelength

And it's often a chore to get people to understand you


mánudagur, apríl 11, 2005

HALLÓ HALLÓ....

Loksins búin að bæta inn nokkrum góðum kandídötum á kantinn. Peppers gellurnar en fyrir þá sem ekki vita eru það snilldar einhleypar vinkonur mínar, ásamt mér.... sem reyna óspart að næla í góðan karlkost.

Endilega skoðið nýju fínu vini mína, jafnt gamla sem nýja!!!!

ÞÁ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ....

Loksins blogga ég…. Aðalfundur Mágusar var seinasta föstudag með öllu tilheyrandi. Ótrúlegt en satt… þá er ég búin að sitja við búa til lagabreytinga tillögur og redda öllu. Verð bara að segja að það er fáránlegt hvað árið er búið að vera fljótt að líða..

...ekki sagt að tíminn fljúgi frá manni þegar það er GAMAN Ég trúi því allavegana. Eftir skondin aðalfund var farið í vísó í Eimskip… 130 manns og hörkufjör. Öl-ið flæddi ljúflega niður og óhætt að segja að ég hugsaði til baka BROSANDI :O) Gleðin hélt áframa á Hverfis, þar sem ný stjórn var kosin….. og viti menn þá hætti ég að vera formaður Mágusar Senn líður að því föstudagskvöldi þar sem maður getur leyft sér að sitja heima án þess að vera ofurölvi í vísindaferð og þar á eftir á Hverfis.... ohhh þetta eru þó búið að vera yndislegir tímar!!!

Verð bara að segja að ég er meira en ánægð með nýju Mágusarstjórn... bara yndislegt lið sem ég hef meira en trú á!! Soffía, Hjördís, Sigrún, Rúrý og Addi munu standa sig eins og hetjur! Verð að fylgjast með þeim úr fjarlægð á næsta ári.... því ef þið vitið ekki er ég á leiðinni sem skiptinemi til Barcelona næsta haust! Endilega komið og heimsækið mig, búin að fá þessa líka fínu íbúð í miðborginni og þið megið gista... er þó ekki enn búin að fá svar frá skólanum...en þetta reddast

Því er ekki við öðru að bíða…. nema skella sér á fullt í lærdóminn, skella sér í þurrk á snúrurnar fram yfir prófin og njóta LÍFSINS!!! mikið er þetta búið að vera ÆÐISLEGUR VETURMyndir koma bráðlega, því ég var með myndavélina á lofti.. svona í seinasta skipti.!!!

En þangað til næst... verið sæl

PS. Langar til að óska Helgu og Gauta innilega til hamingju með litla frumburðinn sem kom í heiminn 29.mars, líka þessi sæti 12,5 merkur og 49cm.INNILEGA TIL HAMINGJU

miðvikudagur, apríl 06, 2005

Fékk skondið email áðan
- Bréf úr furðuveröldinni sem við lifum í

hæ hæ,

fann síðuna þína alveg óvart og mig langaði að spyrja þig að einu ertu
vel að þér í rekstrarhagfræði? En annars vá hvað ég er stoltur af þér
fædd sama ár og ég og kominn svona langt í lífinu innilega til
hamingju með það greinilega bráðþroskuð stelpa með hausinn í lagi.

Kveðja,
********

Skondið ekki SATT

mánudagur, apríl 04, 2005

Þá er maður komin aftur…..

Úr líka þessari frábæru ferð Fáránlegt hvað er alltaf gaman í Köben, Strikið, bjórinn, andrúmsloftið, Nyhavn…. Meiri bjór og ég veit ekki hvað og hvað. Ekki má gleyma þessu snilldar liði sem var í för. Gullmolunum sem flæddu með hverjum bjórnum og stemningunni sem var á liðinu. Óhætt að segja að ég og Soffía höfum verið heppnar að vera 2 íslenskar stelpur með 8 íslenskum strákum í útlöndum. ….. því þeir eru ÆÐI

Litill sem enginn svefn einkenndi ferðina. Innan við 20 tíma svefn á viku,má teljast ask**** vel nýttur tími. Stíf dagskrá í fyrirlestrum og enn strangari í djamminu og óhætt að segja að maður hafi kynnst um 50 góðum djamm félögum, sumum betur en öðrum ;o) Hommafýlingurinn í ferðinni var góður, strákar að prófa sig áfram í totti á banönum…. Olíubornir gaurar í skemmtiatriðum og hápunktur gay mómentisins var þegar 6 vel valdnir stráklingar tóku Full Monty show :o) bara fyndið.

Vegna mikillar þreytu og stanslausrar gleði var ferðin örugglega fest á filmu og myndirnar munu bitast eftir RITSKOÐUN