þriðjudagur, mars 24, 2009

Back to normal life....

Jæja frekar langt síðan ég skrifaði hérna en well.... London var æði gæði í alla staði! Gerði allt sem mig langaði að gera, kíkti smá í búðir, matarmarkað, Seven Dials, Camden, stelpuferð í bíó, leikritið The Possibilities í skólanum hjá Stellu og svo var markmiði ferðarinnar náð.... hanga sem mest með Stellunni minni ;) Takk æðislega fyrir mig, bíð spennt eftir að vita þegar hún er búin að panta flug til Köben.

Eftir London ferðina tók við smá lærdóms og stefnumótarvinna fyrir ritgerðina mína, en daginn sem ég fór til London fann ég loksins leiðbeinanda svo ég varð víst að gera eitthvað bitastætt áður en ég hitti hann ;) Eftir mikla ritstíflu kom ég þó loksins einhverju á blað og hitti Per í síðustu viku - svo þetta er allt að gerast ;) bara erfitt að koma sér af stað...hlakka þegar ég er komin á flug!

Helgin síðasta var svo ÆÐISLEG Í ALLA STAÐI..... því mútta kom í heimsókn. Hún skellti sér í stutta Köben ferð með Gurrý og Ollu (mömmur Siggu og Ágústar Inga, fyrir þá sem ekki vita). Helgin var fullskipuð af skemmtilegum hlutum líkt og:

* út að borða á Reef 'n Beef
* Strawberry Daquiri og öl
* Búðarrölt
* Kósýheit og kaffihúsa stemning
* Matarboð hjá Ágústi Inga og Björgu (nautalundir og berneise klikkar aldrei)
* Heimsókn til Sibbu
* Kaupmannahafnar göngutúr
* Út að borða með Evu frænku og fjölskyldu
* og margt margt fleira!

Það var því leiðinlegt að kveðja trillurnar þrjár úti á flugvelli í gær - vonandi sé ég þær bara sem fyrst..... og núna er bara back to the normal life, lærdómur, skil til leiðbeinanda og hittingur með honum í næstu viku....en þangað til næst - hafið það gott elskurnar mínar ;o)

þriðjudagur, mars 03, 2009

London babyyyyyyy

Verð bara að tjá gleði mína á komandi tímum hjá mér....því á morgun er ég á leið til London að heimsækja Stellu vinkonu. Ég er 120% klár á því að Sellas&Stellas days in London klikka ekki, svo ég segi bara sé ykkur seinna elskurnar mínar, I will be back the 10th of March ;o)

Fleiri gleðifréttir, mútta er að koma í heimsókn frá tuttugasta til tuttugasta og fjórða....Þannig að það eru yndislegir tímar framundan....

Ég er líka tilbúin að gleðja ykkur lesendur góðir, hverjir sem þið nú eruð en ég setti 6 ný myndaalbúm inn á http://public.fotki.com/Sella

Kíkið og enjoy....