mánudagur, maí 31, 2004

Hversu plebbalegur er Hressó skemmtistaðurinn?

Verð nú bara að segja........fór þarna í gær og sá bara skrítið og skondið fólk! Frekar plebbalegt lið.

Reyndar var stemmarinn frekar furðulegur í gær þrátt fyrir ágætis djamm á fólki. Mín bara drú í gær...... já Drew Barimore alla helgina!!!!

En ekki örvænta er að vinna alla vikuna frá 8-18 þessa vikuna og svo er búið að plana ærlegt grill-stelpu partý.........hlakka til að sjá ykkur þá

.......en þangað til næst ;o)

þriðjudagur, maí 25, 2004

I´m back........og já Köben er ÆÐI

Vildi bara láta vita að voðinn er vís, mín komin á klakann aftur með yfirvigt og læti eftir vel heppnaða DRYKKJUFERÐ til Kóngsins Köben!!!

Ferðasagan kemur í pörtum, og þegar myndirnar hafa verið ritskoðaðar..... þa koma þær á netið......200 talsins ca.

Að lokum Sigga, Vera og Sigrún TAKK ÆÐISLEGA FYRIR BLING BLING FERÐ, segi bara á sama stað að ári.

Skál í boðinu og restin í hárið.

fimmtudagur, maí 13, 2004

Þá má land og þjóð fara að vara sig.....

.....ég er komin aftur út í samfélagið, var rétt í þessu að klára mitt síðasta próf þessa önnina og gekk bara svona assskoti vel! Heilsa miðað við aðstæður, ósofinn og sæt, auk þess sem ég þarf stífkrampasprautu í hendina eftir óvenju hraða og mikla skrift síðastliðna sólahringa...

.....ENN ALLT ER GOTT SEM ENDAR VEL......og nú tekur bara við sukk og svínarí

ENDILEGA óskið mér til hamingju með þessi yndislegu tíðindi hlakka svo til að sjá sem flesta á DJAMMINU UM HELGINA er þaggi??????

Fyrir þá sem eru sífellt að spá í hollustu og mataræði er gott að hafa eftirfarandi í huga:

Japanir borða mjög lítið af fitu og fá færri hjartaáföll en Bretar
og Bandaríkjamenn.


Frakkar borða mikið af fitu og fá líka færri hjartaáföll en Bretar
og Bandaríkjamenn.

Japanir drekka mjög lítið af rauðvíni og fá færri hjartaáföll en
Bretar og Bandaríkjamenn.


Frakkar drekka óhóflega af rauðvíni og fá líka færri hjartaáföll en
Bretar og Bandaríkjamenn.


Niðurstaða:
Borðaðu og drekktu það sem þú vilt.
Enska er það sem virðist drepa fólk.

Allt að gerast.....

........Prófin að verða búin
.... Eurovision og djamm á laugardag
........og Köben eftir 5 daga

Nýjir bloggfélagar!!!

Núna hafa nýjir bloggfélagar bæst við hópinn bæði ungir og öllu eldri. Telma yndislega vinkona mín og Högni Alvar sem er nú ekki orðinn mánaðagamall.....

Endilega kíkið á þetta

mánudagur, maí 10, 2004

BARA ALLT AÐ GERAST.........

Búið að selja mig, JÁ ÞAÐ ER RÉTT , Siggi er sem sagt búin að selja Bitabæ ehf. staðinn sem ég hef unnið á síðastliðin 2 ár.

Fékk símtal í gærkvöldi þar sem mér var sagt að búið væri að selja mig og ég fengi nýjann yfirmann og allers!! NETT SJOKK ég sem var búin að plana sumarið, búin að fá frí til að skella mér til útlanda bæði eftir 7 daga til KÖBEN og svo líka í júlí með familíunni til Spánar. Sjoppan var seld með öllum skilmálum og ég fæ því fríið og allt eins og VAR.. gaman gaman

Líka búin að fá út úr fyrsta prófinu 7 er komin í hús í líka þessari yndislegu Rekstrarstjórnun...... þannig að bara allt að gerast!

Kv. nýja Aktu Taktu/X-Bitabær

laugardagur, maí 08, 2004

Who were you in a past life?
by Kat007
Name:
Birthdate:
Favorite Color:
Country:
You were most probably:Bonnie or Clyde
If not then you were:Leonardo da Vinci
Created with the ORIGINAL MemeGen!

Gleymdi að segja eitt......

......gaman hjá mér, keypti Toy Story 1 og 2 og Monster Inc á DVD í dag...........ég ELSKA Disney myndir :o)

MEÐ RÆNINGJANN Á TRÖPPUNUM

Ræningjar og rupplarar eru á kreiki hér í Fossvoginum, ekki nóg með það þá í botnlanganum mínum og nágrenni. Maður er aldrei save. Brotist inn í bílinn hjá nágrönnunum í fyrrinótt já og ekki nóg með það þá var hann á bílaplaninu mínu........

..........líka brotist inn í tvo bíla í götunni. Mætti löggunni á tröppunum þegar ég arkaði grútþreytt upp í skóla í leið í prófið. Hélt það ætti bara að handjárna mig glæpamanninn sjálfan fyrir einhvað álíka og svindlið ógurlega.....

..... en nei allt fór vel, prófið gekk vel og núna eru bara tvö eftir........ HÚRRA HÚRRA HÚRRA HÚRRA....

Bið ykkur vel að lifa á meðan og farið að undirbúa ykkur..... búin í prófum þann 13. :o)

miðvikudagur, maí 05, 2004

ÞAÐ Á EKKI AF MÉR AÐ GANGA ÞESSA DAGANA

Líf mitt er yndislegt þessa dagana, allt gengur eins og í sögu og ég sé fram á framúrskarandi einkunnir í prófunum, bara ALLT í blóma........

.....bara ef lífið væri svona einfalt Nei en svo aldeilis ekki, líf mitt snýst um vinnu og lærdóma frá morgni til kvölds. Búin með tvö próf, það fyrra gekk vonum framar en ég get ekki sagt það um það seinna.

Var í því góða prófi í gær, og viti menn Heppin ég bara tekinn fyrir að svindla. já svindla . Þannig er mál með vexti að tölvan mín krassaði rétt fyrir jólaprófin og fékk ég hana lagaða eins og skot. Maðurinn sem lagaði hana gaf mér svo miða sem á stóð Win XP pro og svo einhvað 26 stafa lykilorð ef tölvan færi nú að stríða mér...... .og viti menn ég var löngu búin að gleyma þessum miða í pennaveskinu mínu og yfirsetukonan tók mig fyrir svindl í prófinu út af þessu. Ég var stimplaður glæpamaður Allt fór í háaloft, hún kallaði á einhvern mann sem var yfir húsinu sem ég tók prófið og u.þ.b hálftíma síðar er bankað í öxlina á mér og ég beðin um að koma fram og tala við mjög svo almennilegan mann sem spurði mig hvort ég ætti þennan miða, hvort ég hafi verið með hann og bað mig svo skýringar á honum sem og ég gerði...... Hann talaði örstutt við mig og sagði svo við mig: ,,gangi þér þá mjög vel með restina af prófinu”.......... sem ekkki var það sem ég gerði veit ég er fallinnn og tek það í sumar......vona bara að allt sé þegar 3 er.... búin að falla einu sinni og sé fram á annað fall......

Frekar uppörvandi, einungis þrjú próf eftir, núna á fimmtudaginn og svo 12. og 13. maí.....Segi bara við ykkur stay cool, stay dry, stay in Reykjavík......hlakka til að sjá ykkur öll sem fyrst... LOVE YOU ALL

BTW..... útlönd eftir 12 daga :o) Kaupmannahöfn here I come

laugardagur, maí 01, 2004

Til hamingju til hamingju

Vill bara nota tækifærið og óska elskunum mínum þeim Jóhönnu til hamingju með 23 ára afmælið og Kalla litla frænda til hamingju með 10 ára afmælið.........

........þið eruð orðinn ekkert smá stór..... já og Hanna mín, held bara jafn stór ;o)

Njótið dagsins..... og þeir sem eru í prófum gangi ykkur ógeðslega vel. ÉG er orðin ekkert annað en stress, reapfuel, svefnleysi, vinna, lærdómur og já ógeðslegheit...... Bíð spennt eftir að þessu ljúki