þriðjudagur, maí 31, 2005

Ég get svo aldeilis svarið það!!!
Mikið rosalega var mikið stuð í fimmtugsafmælinu hjá Siggu Lár og stúdentsveislunni hjá Ámu..... snilldarfjör, skemmtiatriðin okkar heppnuðust vel og svaka stuð á fólki í bænum. Ari í Ögri og Prikið voru heimsótt í blússandi stemningu og skemmdi fyrir að skella sér á Devitos eftir röltið og fá eina sjóðheita ;o)

Laugardagurinn var líka snilld
Þynnkan tekin svolítil með verslunarleiðangri, chilli og eintómri gleði að hætti mín og Hönnu. Fyrsta veislan leit svo dagsins ljós hjá Önnu Láru, kellan orðin viðskiptafræðingur, þaðan kíkti ég til Óttars þar sem hann er nú löggildur Vezalingur..... en ekki leið á löngu þar til nýjasti viðskiptafræðingurinn hún Elva Björg var heimsótt í hennar veislu. Þvílíkt stuð og stemning á öllum stöðum. Ágætlega drukkið og...... svo var skundað á leið úr mosó (sveitinni) í bæinn. Stuðið var þvílíkt á Ara og svo var förinni heitið á Prikið! Þar var orðið vel skýjað með köflum og þokan farin að segja til sín.....versta er að ég MAN EKKI NEITT EFTIR ÞETTA....

..... og þar sem þetta er mjög SCARY, óska ég eftir öllum þeim upplýsingum um ferðir mínar frá 3:30 – 6:00 á laugardagsnóttina....eða þar til ég og Dabbi bróðir hennar Hrebbnu, hringdum í hana, vöktum hana og bögguðum ;o)

Allavegana er staðan þannig núna að ég er HÆTT AÐ DREKKA þar til annað kemur í ljós!

....þó er ég alltaf til í tuskið, framundan keilumót í vinnunni, NESU partý, útilega, sumarbústaðaferð og ég veit ekki hvað og hvað...

föstudagur, maí 27, 2005

Já Skemmtilegasti hlutinn af eurovision í ár var án efa gullmolarnir hans Gísla Marteins... Hér koma nokkrir...stal þessu úr maili frá Helgu Kristínu

""svo þessi veðbanki getur bara tekið þessar spár sínar og stungið þeim upp í....(löng þögn)...rassvasann á sér!".

"ooo ég var búin að gleyma að Ísland byrjaði á Æ-i".

"Hún er ekkert ógeðslega ljót".

Flytjendur Noregs; "Búningarnir eru svo þröngir að það sést hverjar trúar þeir eru".

Le Danir fá þrjú stig".

"Já, já. Þær eru eistneskar stelpurnar frá Sviss".

"Hér stígur hún á stokk með lagið Touch my fire eða Komdu við kvikuna á mér".

Flytjandi Möltu var sver og mikil ung kona og þá segir Gísli Marteinn; "skyldi þessi fá að ættleiða?".

..."sykurpúði og hunangskoddi"...Um flytjanda Kýpur.

"jæja nú uppfyllti Kýpur eina skilyrðið sem það þurfti að gera til að fá 12 stig frá Grikklandi en það var að mæta á svið sem og hann einmitt gerði".

Um verðlaunagripinn. "Þetta er skíragull...þetta er sko ekki gullið sem ég var að tala um áðan".

Af BLOGGINU hjá Gísla Marteini á rúv; "Okkur finnst mjög fyndið að þetta heiti Kievsky, því þegar við erum að þykjast tala úkraínsku, endum við allt á -skí endingunni. Einn hambúrginskí og kókskí takk. Takkskí. Og það eru tveir veitingastaðir á hótelinu. Getiði einu sinni hvað þeir heita. Evrópeskí og Slóvenskí. Það er náttúrulega brilljantskí, einsog Vala Matt myndi segja ef hún væri úkraínskí"."

fimmtudagur, maí 26, 2005

Já það er aldeilis komið sumar........

Stíft prógramm framundan, SUMAR skapið komið í mann og nóg að gera!! Eurovision var hreint magnað þrátt fyrir að við værum ekki með í þetta sinn!!! Við stelpunar létum þetta ekki stoppa okkur og tókum því á því með kokteilasulli, regnhlífum, skrauti og blómsveigum. Tjúttið og trallið var svo tekið frá Katrínar koti til Helgu Kristínar í magnað partý..... elskan hann Danni náði í okkur skvísurnar og kíkti með okkur í teiti. Partýið kom sá og sigraði og létum við stöllur ekki sjá okkur í bænum fyrr en um 3-leytið... Celtic og Hverfis voru staðirnir, mikið drukkið, enn meira hlegið og haft gaman.

Bærinn minnti á gamla daga um 6 leytið eða menningarnótt.....þvílíkur fjöldi af fólki, langt stopp á Lækjatorgi, kannski aðeins of langt, sólin kom upp og við ákváðum að drífa okkur heim

Þynnktan og nammiátið sagði til sín á sunnudaginn.... þvílík afslöppun. Fékk svo mjög svo hræðilegar fréttir um hann Ágúst...æðislegur strákur, einn sá hressasti og skemmtilegasti sem ég þekkti, sem dó í blóma lífsins. Votta öllum vinum hans og fjölskyldu mína dýpstu samúð og vona að englarnir vaki yfir honum.

....Góðar fréttir komu þó í kjölfarið, Íris og Siggi eignuðust litla prinsessu á mánudaginn og Andrea eignaðist lítinn prins á sunnudag.... INNILEGA TIL HAMINGJU öll sömul.

Núna hefur vinnan svo bara tekið allann minn tíma í vikunni, þrátt fyrir lítið stopp á Póstbarnum í gær með Hrebbnu, Önnu Jónu, Benný, Guðrúnu og Styrmi....mikið spjallað og vorum við að kveðja Hrebbnu......uhhhh uhhhhh hhuuu....hún að stinga af til Danmerkur!!! Hver veit nema maður skelli sér til KONGSINS KÖBEN ???

Annars er helgin þéttskipuð – útskrift og 50 ára afmæli á föstudag og 2* útskriftarveislur á laugardaginn.....HAHAHAHA ætíð djamm

Helgin á eftir komin með plan líka, keilumót í vinnunni og NESU myndakvöld..... en núna LOFA ÉG að koma með myndir inn í kvöld eða á morgun!!!

Lifið heil, sólargeilsinn Dagbjört

laugardagur, maí 21, 2005

BALKANVISION – EUROVISION

Jæja, jæja þá er komið að því………..Balkanvision 2005. Við erum dottin úr keppni eftir góða frammistöðu Selmu á fimmtudaginn. Mögnuð undankeppni alveg hreint, verð bara að segja að það voru nokkur lönd sem að stóðu upp úr þrátt fyrir að við séum ekki með í kvöld!!

** Írland – a.k.a. Bert keppir í Eurovision í mögnuðu e-pillu partý. Þetta var ógeðslega fyndið – snúningarnir og gaurinn flaug. Ég hélt í smá stund að hann hafi dottið af sviðinu.

** Moldavía – a.k.a. Elliheimilið þar sem amman var á trommunum, og satt best að segja að ef þetta land langt í ár….. verða öll lönd með ellismelli á sviðinu næsta ár!!!

** Austurríki – a.k.a. Jóðlarar – þar sem var gella í þjóðbúning og gaurar jóðlandi í Henson göllum við hliðina!!

** NOREGUR…. Ekki að grínast hvað það er skemmtilegt lag og þvílík stemning – ég ætla sko að kjósa það í kvöld og bið alla um að kjósa það líka… eða

** Danmörk – a.k.a. Dressman auglýsing eins og var sagt, danski dáðadrengurinn var bara yndislegur líka. Norðulöndin stana fyrir sínu. Hann fær líka atkvæði mitt í kvöld!!!

Lifi EUROVISION – en þangað til næst, er farin að taka mig til, við tekur stanslaust kokteilasull með stelpunum og tómlaus gleði í boðinu….. húbba hulla hulla hulla, húbba húllla húlla húllla sjáumst í sviðsljósinu

miðvikudagur, maí 18, 2005

Ég get svo svarið það....

Fyrsti dagurinn minn í nýrri vinnu, og viti menn þetta lítur allt eðlilega út. Búin að taka að mér aukavinnu strax í dag með Stellu og Ástu Láru. Líst annars voða vel á þetta, sit bara hér og er að fara yfir skráningarreglur, eignaskipti, nýskráningar og afskráningar auk tjóna o.s.frv

Var að fá magnaðar fréttir haldiði ekki bara að kellan ég hafi nú í þessu fengið til sín bréf sem sagði..... að ég fengi 700 evru ferðastyrk og upplag 100 evrur á mánuði á meðan dvöl minni í Barcelona stendur í vetur!!!!

Glimrandi gleði úr sólinni, yfir til þín.....

laugardagur, maí 14, 2005

JIBBÝ JEY.... ég er búin í prófum!!!

Þvílík óhemjugleði og glaumur alltaf hreint..... ÞAÐ ER KOMIÐ SUMARFRÍ, við tekur gargandi snilld, búin að steikja mig eilítið í ljósum, við tekur klipping, litun og plokkun eftir 1 1/2 klukkutíma.... en núna er shopping baby....Eva bíður mín í Smáralindinni og debbarinn tilbúin í tuskið nú verður sko eytt!!!!

Hlakka til að sjá sem flesta í kvöld í gargandi gleði ;o)

FJÚDDI FJÚ.... FJÚDDI FJÚ....

...BARA 11 tímar í próflok en þá tekur við, ÁTVR innkaup, fatakaup - kortið mitt er komið með fráhvarfseinkenni af lítilli notkun í föt, dekur og skemmtanir upp á síðkastið farið að kalla til mín að eyða einhverju í MIG OG MÍNA.

Klipping, litun og plokkun auk smá steikingar í ljósum er á stefnuskránni og svo bara tómlaus GLEÐI..... HLAKKA EKKERT SMÁ TIL.

Búin að vera dugleg að læra í dag með Hönnu og Dagnýju, spurning smurnging hvernig prófið fer þó á morgun...... þessi kúrs fær 1.sæti í leiðinlegasti kúrs innan HÍ sem ég hef tekið, allir úti á þekju, námsefnið í samræmi við það - og kennarinn á betur heima við hlið styttunnar af hugsuðinum (heimspekigúrú) HALLLLLLLÓÓ þetta er nú bara nýsköpun og vöruþróun

en ekkert stress....verðiði bless!!!!!

þriðjudagur, maí 10, 2005

Hvar er samræmingin???

Verð bara að segja - ,,stundum skil ég ekki íslenskt réttarkerfi". Hvað með þig, skoðaðu dæmin sem ég sá á mbl í dag!!!

30 daga fangelsi fyrir að stela hálfri vodkaflösku og lyftingalóðum
Þrítugur maður hefur verið dæmdur í 30 daga fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir tvenn þjófnaðarbrot framin í Ólafsfirði í fyrra.

Annars vegar var maðurinn sakfelldur fyrir að taka hálf fulla vodkaflösku ófrjálsri hendi úr afgreiðslurekka, sem hann stakk inn á sig og fór með hana inná salerni staðarins þar sem lögregla handsamaði hann.

Hins vegar var hann sakfelldur fyrir hafa farið yfir girðingu og inná sundlaugarsvæði Íþróttamiðstöðvar Ólafsfjarðar, farið í heitan pott, brotið upp glugga á þreksal Íþróttamiðstöðvarinnar ásamt öðrum og tekið tvö 10 kílóa handlóð og tvö lyftingabelti og haft þau á brott með sér.

Sjötugur maður dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn dótturdóttur konu sinnar
Karlmaður á 71. aldursári var dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dótturdóttur eiginkonu sinnar í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.


Maðurinn var ákærður fyrir kynferðisbrot í 12 skipti á árunum 2000-2004 gegn stúlkunni sem fædd er árið 1988, m.a. fyrir að káfa á brjóstum hennar og nudda kynfæri hennar innanklæða og fyrir að fara fram á að hafa samræði við hana. Brotin voru m.a. framin á heimili mannsins.

Þið fyrirgefið - mér finnst þetta bara út í hött!!!!!

SPURNING AÐ VERA AUMINGI MEÐ MEIRU....

Eitt próf komið og viti menn - fella.... ætti að fara að æfa keilu orðin svo asskoti klár í þessu. Annars smá fýla í gangi enda fallin með 4,5 og fæ því ekki verkefni, dæmatíma og hópverkefni gilt.

Raðir sumarprófanna hrannast upp - spurning hver ætlar að joina mér í prófum frá 15-25.ágúst?????

Stefnir í hörku maímánuð....

Já ótrúlegt en satt - þá eru bara ca 58 tímar í próflok....við tekur grillveisla, partý, próflokadjamm og herlegheit - matarboð og gleði um hvítasunnuna, 4 boð í Eurovision - og að auki er á döfinni myndakvöld NESU..... ritskoðun, ritskoðun here i come!

Annars er bara tómlaus gleði í MRS=MRT eða -MUx/MUy = -Px/Py sem og fleiri skemmtilegar og gagnlegar formúlur til að leggja á minnið. Bið fólk að þrauka og sameinast í talningu niður á við eftir PRÓFLOKADJAMMI

Magnað - get ekki sagt annað!!

Það er komin maí með brjálæðislegri rigningu og svo er búið að spá SLYDDU.... hvenær getur maður farið að syngja???

Það er að koma sumar???

föstudagur, maí 06, 2005

Víbbdí dú.... letidagur í dag!

Já get nú ekki sagt annað en að þessi dagur hafi einkennst af leti, leti og leti. Kíkti út með Dagnýju og Benný í gær og skoðuðum við stemningu næturlífsins - og viti menn hún var gjörsamlega engin....enda gleðipinnarnir allir í prófum eða rólegir. Fengum þó að heyra skemmtilega frasa á borð við:

"Hólí mólí - guacamole"
"Crazy in the Coconut" og
"vóts eru gallabuxur til í svona stórri stærð"
... verð að segja að Hörður hennar Telmu er einstaklega orðheppin gaur á djamminu!

Svaf eins og steinn frameftir, bjallaði svo í hana Siggu mína - því viti menn Londondraumur hennar er á enda og skvísan komin heim á klakann. Nýtti tækifærið og lét hana shoppa nett í fríhöfninni.

Svo hef ég undanfarna tíma verið í hlutverki MIKILVÆGS PRÓFARKALESARA þar sem áhugaverð ritgerð um krísustjórnun var lesin fyrir hana Önnu Láru mína. Geysi skemmtileg - og ekki verra að hafa ástæðu til að þurfa ekki að leggjast yfir rekstrarhagfræði 2.

En þangað til næst..... bleeeee

miðvikudagur, maí 04, 2005

Já ég held það nú bara....

Tvö próf búin - annað endaði á Sorpu vegna mjög lélegs gengis og er því komið í raðir eftirsóknarverðra sumarprófa á.... meðan prófið í dag gekk fremur spurt og ég rúllaði því upp eins og einu stykki kanelsnúð ;o)

Annars er magnað að það sé komin sumarfílingur - sól, fuglasöngur, bjart úti, meiri sól og ísbíltúrarnir farni að aukast. Kíkti í einn slíkan í gær með Evu og Natalíu og viti menn... og konur..... hún sagði bara SELLA magnað það.

Næsta próf eftir 6 daga og 8 dagar þangað til þetta klárast - nú verður rólegheit, kíkt í ljós og reynt að sjæna aðeins próflúkkið úr andlitinu og hver veit nema ég og Dagný ætlum að kíkja á smá rölt í kvöld.... aldrei að vita!!

En þangað til næst....kveð ég með spakmælinu:
,,Ég geri það sama við vini og bækur. Ég vil vita hvar ég hef þá, en nota þá sjaldan" (Ralph Waldo Emerson - 1803-1882)

þriðjudagur, maí 03, 2005

Þið verðið að kíkja á þetta...

....og taka þátt í áskorunni til hægri á síðunni. Varð bara að skella þessum link inn, þannig að endilega gefið ykkur smá tíma og kíkið á málið ;o)

mánudagur, maí 02, 2005

Líf mitt í hnotskurn...

Já alveg merkilegt hvað maður getur gert mikið af því að gera ekki neitt!! Núna er þessi skemmtilegi tími lífsins - próf í HÍ og viti menn mín búin seinasta mögulega prófdag - hef aldrei klárað fyrr.

Eitt próf búið í dag.... og viti menn það gekk bölvanlega - ekki sátt með gang mála aðallega þar sem ég gat ekki klárað prófið og það var alltof langt. Sé fram á inniveru og nördaskap við prófalestur í ágústmánuði..

Annar er framkvæmdagleðin að fara með foreldrana - búin að panta allt nýtt á baðið (bíð spennt eftir nuddbaðkari) - búin að láta teikna pall með heitapotti í garðinn og viti menn..... ætli mamma hafi ekki fjárfest í skjávarpa og breiðtjaldi sem nýju sjónvarpi á heimilið

.....það lítur allt út fyrir það að Eurovision partýið endi heima hjá mér þetta árið - hvað segiði um það.

Annars farið vel með ykkur og..... hamingjuóskir fá Kalli vegna 11 ára afmæli síns á laugardaginn og J-low því hún er orðin svo stór 24 ára gella

Meira en skondin blogg.....KÍKIÐ

Já hver hefur ekki heyrt um skondnu mömmuna í Árbænum sem bloggar og það á meira en snilldar hátt - þvílík frásagnar tækni á www.tootsmith.blogspot.com !!! Er ekki að grínast þetta getur bjargað deginum og já hláturinn lengi lífið

......og meira

Þannig er mál með vexti að það býr ungur og hress gaur í götunni fyrir neðan mig. Heima hjá honum hafa ófá partýin verið haldin og daglega í mjög langan tíma brunduðu milljón.... nei ýkji aðeins... bílar alltaf hérna og inn í bílskúr!!! Ég hélt því lengi fram að ég væri viss um að það væri einskonar Fight Club stemning í bílskúrnum en enginn trúði mér

....annað kom á daginn
Því þarna býr enginn annar en forsprakki Fazmo-klíkunnar og á heimasíðunni klíkunnar er hægt að finna grein um sjálfan bílskúrinn... ÉG HAFÐI RÉTT FYRIR MÉR ;o)

Bara skondið og bryddar upp á tilveruna - ekki verra að vita að klíkan heitir eftir fat as mother fuc*** sem var dönsku kennari í Réttó - enginn annar en snillingurinn sjálfur Óðinn Pétur, bara svona comment fyrir rétthyltingana sem skoða síðuna!