mánudagur, febrúar 23, 2009

Elska þessa daga....

Bollu-/Sprengi-/ og öskudagar eru dagar sem hafa ætíð verið í miklu uppáhaldi hjá mér, en hér í Danaveldi er einungis einn dagur fyrir þetta allt saman "Fastelavn" og hann var haldinn hátíðlega í gær. Að því tilefni ákváðum við Tóta að bjóða til ærlegs pre bolludagskaffis ;o)

Eins og okkur vinkonunum er einum lagið þá förum við alltaf aðeins fram úr sjálfum okkur og varð afrakstur bakstursins 93 vatnsdeigsbollur og tvö stór fléttubrauð. Til að flækja þetta aðeins meira voru bollurnar með mismunandi fyllingum og toppings, eða:

* Ekta vatnsdeigsbolla með súkkulaði topp, rjóma og jarðaberjasultu
** Bolla með hvítu súkkulaði, og súkkulaði rjóma
*** Bolla með suðusúkkulaði topp og karmellu rjóma,
**** Jarðaberjabolla, með bleikum glassúr og jarðaberjarjóma
***** Súkkulaðisjokk, bolla með suðusúkkulaði og rjóma sem samanstóð af Royal súkkulaðibúðing og rjóma....

Kaffiboðið var svo hrikalega skemmtilegt og mættu alls 20 gestir, 16 fullorðnir og 4 börn...og er alveg á hreinu að þetta verður endurtekið að ári!

þriðjudagur, febrúar 17, 2009

hummm......

Jæja 11 dögum eftir þetta blogg vantar mig enn leiðbeinanda, vinnu og einkunn úr prófi síðan í desember hvað er málið eiginlega með þessa blessuðu Dani??

- Ég er þó búin að setja inn þrjú ný myndaalbúm inn á public.fotki síðuna hérna til hliðar.....ENJOY;o)

sunnudagur, febrúar 08, 2009

Mig vantar....

..fullt af hlutum, líkt og:

* Leiðbeinanda fyrir mastersritgerðina mína - virðist ekkert ganga að finna einhvern

** Vinnu hérna í Kaupmannahöfn

*** Einkunn úr prófi sem ég tók 17. desember

** Ferð til að svala útlandaþrá minni

* og ......

Getur einhver hjálpað mér??