mánudagur, febrúar 23, 2009

Elska þessa daga....

Bollu-/Sprengi-/ og öskudagar eru dagar sem hafa ætíð verið í miklu uppáhaldi hjá mér, en hér í Danaveldi er einungis einn dagur fyrir þetta allt saman "Fastelavn" og hann var haldinn hátíðlega í gær. Að því tilefni ákváðum við Tóta að bjóða til ærlegs pre bolludagskaffis ;o)

Eins og okkur vinkonunum er einum lagið þá förum við alltaf aðeins fram úr sjálfum okkur og varð afrakstur bakstursins 93 vatnsdeigsbollur og tvö stór fléttubrauð. Til að flækja þetta aðeins meira voru bollurnar með mismunandi fyllingum og toppings, eða:

* Ekta vatnsdeigsbolla með súkkulaði topp, rjóma og jarðaberjasultu
** Bolla með hvítu súkkulaði, og súkkulaði rjóma
*** Bolla með suðusúkkulaði topp og karmellu rjóma,
**** Jarðaberjabolla, með bleikum glassúr og jarðaberjarjóma
***** Súkkulaðisjokk, bolla með suðusúkkulaði og rjóma sem samanstóð af Royal súkkulaðibúðing og rjóma....

Kaffiboðið var svo hrikalega skemmtilegt og mættu alls 20 gestir, 16 fullorðnir og 4 börn...og er alveg á hreinu að þetta verður endurtekið að ári!

4 ummæli:

Stella sagði...

Sella, Sella, Sella þú ert engri lík!!!
Á morgun er pancake day hér í UK ég fór bara út í búð og keypti betty og ætla að blanda vatni út í á morgun og búa til Pönnsur...

Unknown sagði...

Hæ Sella mín, ég rakst á bloggið þitt í gegnum Ásu Björgu - bæti þér á listann hjá mér.

Talandi um sérstaka daga, þá er stutt í grilldagana í Parken fyrir okkur Austurbrúar-gengið :)

Sella sagði...

Já Ari minn get ekki beðið eftir Parken tímanum okkar, verðum að finna tíma fyrir grilldate um leið og veður leyfir....

Nafnlaus sagði...

Mmmmm..... vá ég hefði viljað vera í þessu bollukaffi!!! ;)
ásta maría