fimmtudagur, ágúst 31, 2006


Á leið til miðils....

Þar sem flestir þekkja mig þá hef ég alltaf verið rosalega forvitin týpa - ekki verra að fá að vita þá eilítið um framtíðina eða jafnvel skondnar sögur úr fortíðinni sem fæstir vita. Því ætla ég að skella mér til Mæju miðils í Keflavík - vonandi kemur eitthvað forvitnilegt í ljós

Allavegana over and out...búhhhh hú hú hú

Morgun er svo útborgunardagur....jíha og Eyfa tónleikar í Borgarleikhúsinu - get ekki beðið það verður gaman

Laugardagurinn er svo Reunion í Versló - fáránlegt að það séu 5 ár síðan ég útskrifaðist, ég sem er enn 21. árs ;o)

þriðjudagur, ágúst 29, 2006

TÚLKUN TAKK FYRIR......

Játs fékk líka þessi stórskemmtilegu sms skilaboð frá OgVodafone á netinu frá ónafngreindum aðila.... frekar skondin sms verð ég að segja og hér með sæki ég eftir túlkun á þeim!! Hvað segið þið? Þetta voru fjögur stykki!

1) When a woman (me) loves another woman (you), beautiful magic happens....

2) ....but they will not understand such beautiful feminine love...

3) ...so we shall escape predjudice to the mediterrainian island Caril...

4) ...where woman can love woman and our marriage we4all seal!

.....já þið segið nokkuð - HVER SENDI MÉR OG HVAÐ ÞÝÐIR ÞETTA - forvitni í gangi ;o)

mánudagur, ágúst 28, 2006

Einn í morgunsárið ;o)


Kona ein var að steikja egg handa sínum heitt elskaða eiginmanni. Allt í einu ryðst bóndinn inn í eldhúsið. "Varlega varlega...! Settu meira smjör! Guð hjálpi mér...!

Þú ert að steikja Of mörg egg í einu. OF MÖRG! Snúðu þeim! SNÚÐU ÞEIM NÚNA!"
"Við þurfum meira Smjör. Guð minn góður! VIÐ ÞURFUM MEIRA SMJÖR!
Eggin munu festast!" "Varlega...VARLEGA! Ég sagði VARLEGA!

Þú hlustar aldrei á mig þegar þú eldar! ALDREI! Snúðu þeim! Drífðu þig! Ertu geggjuð! Ertu búin að tapa glórunni? Ekki gleyma að salta eggin. Þú gleymir alltaf að salta. Nota salt. NOTA SALT! S A L T!"
Konan horfði á hann og sagði. "Hvað er eiginlega að þér? Heldur þú virkilega að ég kunni ekki að steikja tvö egg?"

Eiginmaðurinn svaraði rólega, "Mig langaði bara að leyfa þér að finna hvernig mér líður þegar ég er með þig í bílnum."....

föstudagur, ágúst 25, 2006

Yes I´m alive..... ;o)

Greinilega svolítið mikið að gera hjá mér....úff púff, tíminn flýgur frá manni og maður verður að vara sig að fara ekki framúr sjálfum sér - svo mikið er víst. Það er margt búið að daga mína drífa síðustu vikur!!

Ég hef.....
* Farið í innflutningspartý og tjúttið - surprise
** Lært fyrir próf og tekið próf - jíha jíha
*** Keypt mér miða á Eyvatónleika 1. sept - aha
**** Verið í vinnunni - eilífð og eintóm gleði
***** Borðað kökur enda eintóm afmæli - til hamingju öll
**** Lagt fyrir markaðsrannsókn fyrir BS - allt að gerast
*** Pantað tíma hjá miðli 31.ág - úhúhúhú
** Verið með vinunum og haft það kósý
* Skemmt mér yfir IKEA bækling

Já líf manns er orðið frekar skondið - líka frekar spes. Dræmar tilfinningar í gangi þar sem ég hef verið að hjálpa Evu frænku þar sem hún ætlar að yfirgefa mig til Dejlige Danmark á mánudaginn... verð sem sagt að panta miða sem fyrst!! Því er best að sletta ærlega úr klaufunum áður og því ætla ég að skunda í kveðjupartý hjá þeim skötuhjúum á laugardaginn.

Morgundagurinn er líka svolítill "kellingadagur" - saumaklúbbskonurnar hjá múttu ætla að kíkja á grænmetismarkað í Mosfelldalnum og ákváðum við dætur/tengdadætur að skella okkur með og svo beint í brunch hjá Ollunni ;o) Hljómar vel og hlakka ég til...aha þokkalega!!

Svo er "síðasta kvöldmáltíðin" skipulögð hjá okkur áður en að Eva, Sindri og Natalía skjótast í fluvvélina... sunnudagurinn verður því eins og eitt stórt ítalskt fjölskylduboð!

En þangað til næst kæru vinir - gleðilegan flöskudag

PS hef bætt við nokkrum myndum á myndasíðunni - endilega kommenta félagar - TAKK!!!!

föstudagur, ágúst 18, 2006

Reykjavíkurborg á afmæli í dag og margir fleiri.... líka næstu daga

Stundum er hægt að gera vinnustaðarhrekk í tilefni afmæla. Í dag var gerður þvílíkur hrekkur, því blessaði Gunnar Geir er þrítugur í dag. Í ljósi þessarra tíðinda var skrifstofa hans þakin álpappír...ekki flott??



Afmælisbörn í dag og næstu daga... INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN.
17. ágúst - Davíð frændi
18. ágúst - Eva Ösp - 24 ára
18. ágúst - Hinrik - 25 ára
18. ágúst - Sigrún Ósk - 26 ára
18. ágúst - Gunnar Geir - 30 ára
19. ágúst - Sunneva Lind - 5 ára
20. ágúst - Elín Jóns - 25 ára
21. ágúst - múttan - 20++
21. ágúst - Heiðar - 27 ára

- Já þessi mánuður er greinilega mjög ánægju & afmælislegur....njótið daganna vel og lengi, ég mun gera það...annars bara gleðilegan flöskudag félagi!!

fimmtudagur, ágúst 17, 2006


Þá er komið að því....

Það sem hefur á daga mína drifið seinustu daga er voðalega lítið verð ég að segja.... sumarpróf eru EKKI SKEMMTILEG svo mikið er víst - krosslegg bara fingur og tær og vona að þetta séu seinustu prófin sem ég þarf að taka að sumri til...allavegana á þessu landi - Masterinn verður tekin í útlöndum takk!!

Fjármál 1 búið og vonandi gekk það bara eins og í sögu... Spænsk málfræði 1 og Menning þjóðlíf og saga rómversku afmeríku er í næstu viku. Blessuð BS. ritgerðin bankar svo hressilega á dyrnar en hugsunin um að vera í fyrsta skipti í próflausu jólafríi heldur mér vakandi.

Verslunarmannahelgina var annars mjög nice og seinasta helgi líka. Brúðkaupið hjá Erlen og Kidda var snilld - vá hvað var gaman...myndir koma seinna...en hér efst sjáið þig nokkur sýnishorn af myndum sem voru að líta dagsins ljós á myndasíðunni minni!! Það er skylda að commenta á myndirnar - HALLÓ COMMENTA muna það.... fleiri myndir koma svo síðar...

Hvað er annars að frétta af ykkur - komin spenna yfir Reunioni í Verzló 2. sept og svo fjárfesti ég í miða á Eyfa tónleika í Borgarleikhúsinu 1. sept... vá hvað verður gaman hjá mér Siggu, Sigrúnu og Jóhönnu, þetta heldur lífinu í mér næstu daga.

over and out í bili ;o)

föstudagur, ágúst 11, 2006

Í vinnuna eða fangelsið?

Í FANGELSI fær maður 3 fríar máltíðir á dag.
Í VINNUNNI fær maður pásu fyrir 1 máltíð-sem maður þarf að borga sjálfur

Í FANGELSI fær maður að fara fyrr út fyrir góða hegðun.
Í VINNUNNI fær maður meiri VINNU fyrir góða hegðun.

Í FANGELSI er maður sem opnar og lokar öllum hurðum fyrir mann
Í VINNUNNI þarftu að gera það sjálfurÍ FANGELSI má maður horfa á sjónvarpið og vera í tölvunni.

Í VINNUNNI þú verður rekinn.
Í FANGELSI fær maður sitt eigið klósett

Í VINNUNNI þarf maður að deila með öðrum.
Í FANGELSI mega vinir og vandamenn koma í heimsókn

Í VINNUNNI ekki sjéns í helvíti.
Í FANGELSI borga skattgreiðendur allt fyrir þig

Í VINNUNNI Þarftu í fyrsta lagi að borga til að koma þér í vinnuna, og svo er tekið 40% af þér í skatt....til þess að borga fyrir fangana!!

Fangaklefi er að meðali 2-4 fermetrum stærri en meðal skrifstofa á Íslandi!! Nú er bara að velja !

fimmtudagur, ágúst 03, 2006


Faðir vor.....

Bjór minn vor
þú sem ert í flösku
frelsist þinn tappi
tilkomi þín froða
freyði þínir humlar
svo í glasi sem í munni
svalaðu í dag mínum daglega þorsta
og skeyttu ei um vísaskuldir
svo og líka hjá þyrstunautum mínum
eigi leið þú oss á Astró
heldur ei á Nasa
því að þitt er valdið
gleðin og stuðið
að eilífu
Carlsberg