föstudagur, ágúst 25, 2006

Yes I´m alive..... ;o)

Greinilega svolítið mikið að gera hjá mér....úff púff, tíminn flýgur frá manni og maður verður að vara sig að fara ekki framúr sjálfum sér - svo mikið er víst. Það er margt búið að daga mína drífa síðustu vikur!!

Ég hef.....
* Farið í innflutningspartý og tjúttið - surprise
** Lært fyrir próf og tekið próf - jíha jíha
*** Keypt mér miða á Eyvatónleika 1. sept - aha
**** Verið í vinnunni - eilífð og eintóm gleði
***** Borðað kökur enda eintóm afmæli - til hamingju öll
**** Lagt fyrir markaðsrannsókn fyrir BS - allt að gerast
*** Pantað tíma hjá miðli 31.ág - úhúhúhú
** Verið með vinunum og haft það kósý
* Skemmt mér yfir IKEA bækling

Já líf manns er orðið frekar skondið - líka frekar spes. Dræmar tilfinningar í gangi þar sem ég hef verið að hjálpa Evu frænku þar sem hún ætlar að yfirgefa mig til Dejlige Danmark á mánudaginn... verð sem sagt að panta miða sem fyrst!! Því er best að sletta ærlega úr klaufunum áður og því ætla ég að skunda í kveðjupartý hjá þeim skötuhjúum á laugardaginn.

Morgundagurinn er líka svolítill "kellingadagur" - saumaklúbbskonurnar hjá múttu ætla að kíkja á grænmetismarkað í Mosfelldalnum og ákváðum við dætur/tengdadætur að skella okkur með og svo beint í brunch hjá Ollunni ;o) Hljómar vel og hlakka ég til...aha þokkalega!!

Svo er "síðasta kvöldmáltíðin" skipulögð hjá okkur áður en að Eva, Sindri og Natalía skjótast í fluvvélina... sunnudagurinn verður því eins og eitt stórt ítalskt fjölskylduboð!

En þangað til næst kæru vinir - gleðilegan flöskudag

PS hef bætt við nokkrum myndum á myndasíðunni - endilega kommenta félagar - TAKK!!!!

Engin ummæli: