fimmtudagur, október 27, 2005

Merkilegt nokk....

Seinustu 3 daga hafa yfir 150 manns heimsótt síduna mína og bara eitt comment koma svo!!

Annars er vikan búin ad vera algjört yndi. Mamma og pabbi komu til mín med heilaferdatösku af Íslandi á sunnudaginn. Fékk skyr, kristal og trópí í tonnavís, fullt af flatkökum og hangikjöti, graflax, hardfisk, nammi, meira nammi og endalaust meira af nammi!! Get líka lesid moggann, sédogh, vikuna, nýtt líf og fleira.... var meira en gáttud.

Vid höfdum annars alveg yndislegan tíma hér saman, ég sýndi teim öll skúmaskot í litlugötum BCN, versladi fullt, heimsótti Camp Nou (fyrir tá sem ekki vita er tad leikvangur Barcelona) skodudum Gaudí hluti og FYRST OG FREMST versludum frá okkur allt vit!! Jólagjafirnar komnar til íslands eftir + 50 kílóa farangur m&p til Íslands í dag..... he he - núna get ég byrjad á byrjunarreit í verslunum enda allt hafurtask mitt komid á klakann ;o)

Rosalega er nú gott samt ad hugga sér vid bjór, sangríu, á tapasbar, med raudvín og osta, fínan mat og girnilega eftirrétti.... strax farin ad sakna tess.

Jólafílingurinn kominn í mann, byrjud ad plana allt sem ég og Saló aetlum ad bralla hér í adventunni, jólakortaföndur og ekki verra ad fá íslenskan jóla CD med í pakkanum. fyrst og frems takka ég m&p fyrir yndislega daga hér og vildi ad tau vaeru hér enntá

....en vid tekur nýtt aevintýri! Á morgun er ég nefnilega ad fara med Salóme, Kidda og Fanney (afmaelisbarni í dag TIL HAMINGJU) í ROADTRIP UM SPÁN í 5 daga. Lönghelgi enda enn ein fiestan hér og tví aetlum vid ad fara til Alicante, Valencia, Benedorm og fleira fram á tridjudag.... lítur vel út. Endilega verid samt dugleg ad segja mér einhvad snidugt, sakna ykkur guys!!

sunnudagur, október 23, 2005

ESTE FIN DE SEMANA

Já helgin er búin að vera meira en skemmtileg – búnar að missa okkur í búðum og hitinn um 25° og sól. Soffía og Guðbjörg misstu sig meira en aðrir. Náði samt að bæta 2 skópörum í safnið ;o) og gallabuxum.

EL VIERNES já sjálfur afmælisdagur Salóme þá kíkti ég í skólann, rakst á viðbjóðinn sem reyndi að ræna veskinu mínu í metróinu og hitti svo stelpurnar í búðum, drifum okkur heim og skiptum um föt enda planið að kíkja á DJAMMIÐ.

Þvílíkur kjúklingaréttur m/mangósóstu ala Fanney og Kiddi og heit súkkulaðikaka með ís í eftirrétt. Svo við yrðum ekki þyrst teiguðum við 3 Lambrusco og 2 hvítvín með matnum og þegar við horfðum á ísl.Bachelorinn. Misstum okkur yfir Silvíu Nótt en ákváðum svo að drífa okkur á djammið.

Graziano ítölsk gömul ást hjá Soffíu sagði okkur að koma á GetBack svo við villtumst aðeins áður en að við fundum staðinn. Týndum Soffíu á staðnum svo ég,Salóme og Fanney tókum nokkrar góðar sveiflur á dansgólfinu og Kiddi að deyja úr leiðindum greyið enda fáránleg tónlist... Fórum út til að kíkja á annan stað, Soffía komin í hópinn svo við fórum á c/Paris (heimili S,K&F) enda ölla að pissa í okkur og gleymdum okkur í spjalli. Dreif mig samt heim um 06:00. Mjög skemmtilegt kvöld

EL SÁBADO var tekinn snemma enda ákveðið að fara í GranVia 2 moll hérna í BCN til að versla meira. Fengum ekki nóg svo við skelltum okkur niður á Passeig de Gracía til að skoða og kaupa meira. Förinni heitið á Carpe Diem veitingastað sem Patrick Kluivert fótboltastjarna átti Guðbjörg seinkaði borðinu til 21:00 svo við þutum heim, skiptum um föt og komum svo í þvílíkum gír niður á staðinn.

Staðurinn var ekkert smá flottur, niður á strönd og við stelpurnar 6 (ég,Saló, Soffía, Guðbjörg, Guðrún og Kolbrún) Maturinn var mjög skondinn ekki hægt að segja annað þar sem við fengum okkur allar kjúlla og fengum bara hálfan unga á diskinn, með 1/3 af kartöflu og skrauti..... vorum því bara fljótar að panta okkur Sangríu de cava con fresas y kiwi ekki djók hvað þetta var ógeðslega gott. Keyptum líka 7 könnur – já 7 könnur af Sangríu ekki hægt að segja annað en að við fundum á okkur, eftir þetta.

Gleymdum okkur aðeins og fyrr en varði sátum við bara með Sangríuna okkar á miðju dansgólfinu..... Fengum reikninginn 2* enda þjónustugellan frekar hrædd um að við ætluðum að sleppa að borga 320 evrurnar sem við skulduðum. Eftir matinn tókum við flipp á dansgólfinu, kíktum á staði með hræðilega tónlist á ströndinni, rugluðum í spænskum gaurum frá San Sebastian og töluðum um Silviu de noche, römbuðum á eitt flottasta hótelið í BCN og sáum Porsch, Ferrari og BMW fyrir framan .... en drifum okkur svo á Catwalk.

Catwalk er þrususkemmtistaður og kostaði 18 evrur inn + einn drykkur. Ákváðum ósjálfrátt að dansa frá okkur allt vit, sumir í hösslmútinu og þvílíkt gaman enda tónlist sem maður fýlar þarna – ekki techno. Soffía og Salóme skutust á karlaklósettið, var hennt út þar mjög fyndið og ákváðum við að fara að drulla okkur heim.

Eftir Catwalk röltuðum við eftir ströndinni, Guðbjörg á tánum enda að deyja í fótunum og vorum við að deyja úr hlátri þegar hún sat á einhverjum staur, Soffía að klæða hana í skónna og hún flaug á hausinn, þá leit þetta út eins og Soffía væri að riðlast á stígvélinu hennar –fáránlega fyndið. Við kvöddum svo Guðbjörgu og ákváðum að rölta af stað heim. Á miðri leið hittum við 6 breska stráka og eina breska stelpu sem við röltum og skemmtum okkur með meira en hálfa leiðina.

Þá vorum við búnar að ljúga af því að Silvía Nótt væri hálfsystir Jesicu Simpson, endalaus lygi og viti menn Soffía skírði mömmu þeirra Þuríði Ólafsdóttur (Rúrý).... Fengum sannleikann um Nick einn gaurinn að hann væri með fjórar geirvörtur. Kíktum á einhvern hverfisbar þarna í einn öl, Soffía fór á kostum sem þvílíkur lygari....Soffía talaði um sjónvarpsþáttinn ,,rassaríðari” í umsjón Hemma Gunn fyrir bretunum. Hélt á því mómenti að ég myndi deyja úr hlátri enda fátt eins fyndið og þetta. Lugum að þeim að setningin ,,já maður” – ,,hombre” væri ,,rassaríðari” í íslensku og voru þeir farnir að segja þetta nokkrum sinnum.
Sögurnar voru mun fleiri, best að segja ekki frá þeim ;o) og þeir ólmir í að koma til Íslands – ákváðum svo að drífa okkur heim í taxa enda klukkan orðin hálf átta og allar að deyja úr þreytu.

EL DOMINGO Já dagurinn í dag er búin að vera hrein leti, lærdómur og tiltekt enda mamma og pabbi að koma eftir klukkutíma eða svo.... get ekki beðið eftir að fá þau, segi meira frá lífi mínu þegar þau fara aftur heim á klakann.

föstudagur, október 21, 2005

FJÚDD FJÚDD...

Salóme samferdakona mín í BCN á afmaeli í dag, til lukku med daginn. Ekki nóg med tad er kaupóda kellan hún Soffía komin og bíst ég vid tví ad tad verdi verslad....

Allavegana skemmtileg helgi framundan, afmaeli í kvöld, út ad borda á morgun og kíkja í búdir og svo verdur eldad íslenskt laeri á sunnudag en um kvöldid koma svo mútta og pabbi... jibbý

Enntá styttist svo í ROADTRIPID, plan komid á tad og bara VIKA til stefnu - get ekki sagt annad en LÍFID ER YNDISLEGT - OG SKÓLI HVAD ER TAD?????

Ps. ég fae bland í poka úr NAMMILANDI á sunnudaginn :o)

þriðjudagur, október 18, 2005

BÚIN AD DETTA ÚT ÚR UMHEIMINUM VEGNA NETLEYSIS....

Já ég skrifa hérna frekar sjaldan vegna netleysis míns hér í Barcelona. Annars er ég bara spriklandi spraek hér og lífid gengur sinn vanagang.

SEINASTA VIKA
Einkenndist af mikilli rigningu - haldidi ekki bara ad restin af fellibylnum hafi komid til okkar og tad RIGNDI SKO... 4 dóu í Girona úr ,,rigningu" og tvílíkt bras var med metróid, turfti ad loka einhverjum stoppum tví sums stadar var vatnid 2,5 metrar í undergroundinu....Mér fannst tetta tó bara vera tíbísk íslensk rigning og var lítid vör vid tetta enda rigndi adallega á nóttunum.

Ég var frekar mikid í skólanum enda byrjud í nýjum kúrsi med fullt af Erasmus nemendum.... snilldar ítölum í bekk sem gera bara copy/paste eftir öllu og fannst bara gaman ad vera tarna tví tad var svo mikid af stelpum. SKONDID.

Byrjadi ad kaupa jólagjafir, til ad létta lífid fyrir mömmu og pabba sem koma á sunnudaginn... ég og Salóme fundum nýtt moll hér í Barcelona og viti menn núna erum vid búnar ad grafa upp ALLAR H&M búdir í BCN og nágrenni.... en heppilegt

...tví frá 28.okt til 1.nóv er löng helgi í skólanum og erum vid búin ad plana ROADTRIP med Kidda og Fanney nidur til Alicante, kannski med stoppi í Valencia, tar sem verdur tjúttad, trallad og verslad.... náum kannski einhverri sól tar líka.

Skellti mér annars í bíó hér á sunnudagskvöldid "Una vida por delante" eda "unfinished life" med J-Lo, Morgan Freeman og Robert Redford mjög fín afthreyging og god tilbreyting.

Annars er Soffía og Gudbjörg ad koma á fimmtudag, Salóme á svo afmaeli á föstudag svo helgin mun vera SUKK OG SVÍNARÍ.... en hvad er ad frétta af klakanum....tell me MISS YOU GUYS :(

ps.... myndir koma inn eftir smá -LOFA TVÍ!!

mánudagur, október 10, 2005

ENN EIN HELGIN BÚIN..

Alveg hreint fáránlegt hvad tíminn lídur hér í úglandinu. Ádur en ég veit af verd ég komin heim á klakann.

Helgin
Var hin fínasta. Aldís vinkona Salóme er í heimsókn svo vid brölludum mjög mikid. Urdum tessir líka fínu ferdamenn - getum alltaf fundid meira til ad sjá hér í nágrenninu/ villst svolítid og skemmt okkur svo ;o)

FÖSTUDAGURINN var mjög fínn, fór í stödupróf í einu fagi sem byrjar núna á fimmtudag - trítladi um baeinn og verlsadi smá. Eldudum svo 5 saman, jöpludum á ostum og drukkum 6 léttvínsflöskur. Óhaett ad segja ad ég var frekar glöd :o)
LAUGARDAGURINN Drifum okkur í Tourbus um Barcelona - vildum skoda meira. Lentum óvaent í Fiesta Major de Sarría sem er hverfi hérna. Brjálad flott allir í dreka- og djöflabúningum ad dansa út á götu. flugeldadansar og tvílíkt fjör. Aetludum ad sjá dansandi fossa en misstum af tví og lentum aftur í óvaentri fiestu!! Kvöldid var mjog chillad tar sem vid fórum á Tapasbar í Gracía, sátum tar heillengi og drukkum tónokkud af Sangríu... yndislegt hvad áfengi er ódýrt hér!
SUNNUDAGURINN var lítid gert annad en ad laera, kíkja í raektina... já sem er frásögu faerandi tví tegar ég var ad hjóla get ég horft út á strönd og viti menn- ALLSBERIR KARLMENN spriklandi tarna um... skondid nokk, bara komin nektarströnd tarna fyrir framan eda einhvad. Ég, Saló og Aldís eldudum okkur svo kjúlla og skruppum út í búd til ad kaupa nammi og sátum svo í kósý fíling ad horfa á DVD allt kvöldid.
MÁNUDAGURINN já lítid búid ad gerast í dag nema skóli - fae út úr stöduprófinu á eftir.... hehe gaman ad sjá. Gulla fraenka á afmaeli í dag 27 ára skvísa. Til hamingju Gulla mín.

Annars er Soffía ad koma í heimsókn tann 20.okt og M&P koma 23.okt tá verdur mikid gaman.... en verd ad tjóta - tími ad byrja hér ;o)

sunnudagur, október 09, 2005

... OG HÚN VAR SKÍRÐ!

Langaði til að óska Bryndísi Ösp litlu frænku minni (dóttur Tinnu og Óla) innilega til hamingju með fína, sæta og eðlilega íslenska nafnið sitt. Hlakka til að sjá þig ástin!!

fimmtudagur, október 06, 2005

Komst nú í hann krappann í Barcelona á thridjudag!!
....Haldið þið ekki bara að einhver VIBBI hafi reynt að ræna veskinu mínu í gær!

Já þannig er mál með vexti að ég var nýkomin í metróið á leið í rækina með Salóme, þegar ég var að reyna að loka veskinu mínu í sakleysi mínu inn í lestinni. Er víst með allskonar miða og drasl í tví ad tað var erfitt....

Loka því á endanum og smelli því í hliðarhólf á íþróttartöskunni og allt í góðu. Við hliðina á okkur sat spúkí maður, (minnti helst á Gísla Rúnar leikara í einhverju gervi sínu, nema bara af mexikönskum uppruna),sem ég tók strax eftir – hann stóð upp við næsta stopp, fór úr jakkanum og laumupúkaðist að standa fyrir aftan okkur. Ég hélt í töskuna mína og viti menn....

... Allt í einu finn ég einhvern halda í töskuna mína og renna rennilásnum upp – í fljótfærni SLÓ ÉG Á HENDINA Á KALLINUM og hann náði engu. Get svo svarið það að hjartað tók örara að slá og HEPPNIN greinilega með mér.

Allavegana gott að vera var um sig og passa dótið sitt – má kallast heppin að vera forvitin og spá rosalega í fólkið í kringum mig, bjargaðist í tetta sinn og LITLI LJÓTI KALLINN hélt áfram tómhentur þegar við fórum út til að fara í gymið!!

miðvikudagur, október 05, 2005

:) Ekki lengur bílaeigandi :)

Já minn yndislegi bródir hjálpadi mér og núna er SVARTA MAFÍAN komin í eigu einhvers - glöd í bragdi get ég borgad skattinn sem ég skulda og lifad adeins afslappadri hér í Barcelona... kannski madur fjárfesti í einhverju snidugu???

Tíminn líður hratt á gervihnattaröld....

Já svo sannarlega, strax búin að vera hér í Barce í 32 daga. Finnst eiginlega fáránlegt að ég sé búin að vera hér í mánuð, enda skólinn rétt að komast á skrið núna og mikið chill búið að einkenna dvöl mína hér í útlandinu.

Annars var afmælishelgin mín sú yndislegasta. Byrjaði í nettri afslöppun þar sem ég svaf út/sleppti skólanum og beið eftir að Salóme kláraði sinn. Skelltum okkur svo í eitt moll sem við vorum búnar að geyma þar til á afmælinu mínu... já ég veit ég er biluð;o) Versluðum eilítið og til að segja frá þá er ég byrjuð að huga að jólagjöfum, er svo mikið jólabarn að ég get misst mig í gleðinni. Fórum svo heim og buðum Fanneyju og Kidda sem Salóme býr hjá í mat, dýrindis kjúklingarétt með hrísgrjónum og sjálfsögðu LAMBRUCSO med... okkar aðaldrykkur hér – Sigga erum orðnar sötrarar. Bökuðum (a.k.a pakkakaka) jarðaberja ostaköku og súkkulaðibúðing, smelltum á kertum og héldum lítið sætt afmæli, fékk að blása og allt... Takk æðislega fyrir öll afmælissímtölin/sms/kveðjur...

Á föstudeginum héldum við áfram í ,,afmælisgírnum” enda 25° hiti og sól. Fórum því í ræktina, sleiktum sólina og keyptum okkur svo ís ;o) Svo var komið að stofnunarfundi ,,Föstudagsklúbbsins” en í honum er ég, Saló, F&K. Höfum ákveðið að borða saman öll föstudagskvöld (elda eða fara út) sötra eitthvað gott léttvín og horfa á íslenska bacehlorinn eða annað fyndið sjónvarpsefni. Fórum á pizzastað hjá Sagrada Familia og misstum okkur svo í sófanum heima með ís, áfengi og bachelorinn í beinni.

Laugardagurinn var sko góður – viti menn....fékk risastóran blómvönd heim frá mömmu, pabba, Jónasi og Tullu. Lyktarmikill og æðislegur.... Veðrið orðið betra og því meira en vinna að eyða seinustu dögunum við sundlaugarbakkann. Kiddi bauðst til að elda fyrir okkur Lasanga sem við þáðum, þannig að við fórum bara í ræktina og mættum beint í mat heim ;o)

Ég og Salóme gleymdum okkur aðeins á netinu – en ákváðum um 2 leytið að breyta stefnunni, klára Lambruscoið og kíkja í bæinn enda Ella komin í heimsókn frá Madrid. Skvísan stödd á Placa Reial og við þangað. Fundum reyndar ekki staðinn sem hún var á bara einhvern gaur Morane frá Kanarí sem vildi ólmur hjálpa okkur að finna hana, heillaðist að mér, vildi bara leiða mig og helst giftast. Hann spurði alla til vegar, en við ákvaðum bara að grínast svolítið í greyinu. Heyrðum íslensku á Römblunni og létum hann kalla á eftir liðinu ,,Ísland”,,rassgat” og ,,typpi” Einstakur íslenskur húmor og vorum við fljótar að komast í spjall þarna, SKONDIÐ NOKK svo ég segi sjálf frá....

Lentum við heldur betur í raunum á römblunni. Stóðum í sakleysi okkar að bíða eftir símtali frá Ellu þegar við sáum hóp af svörtum stelpum sem voru að selja sig. Forvitnu spæjararnir ég og Salóme í essinu okkar, sáum þær grípa í tillann á breskum gaurum, spyrja hvort þeir vildu tott eða einhvað meir og sáum tvo gaura kaupa sér kellur og hverfa í húsasund... bara fáránlegt að heyra samtölin og allt – Í BARCE GERIST ALLT. Vorum því ekki lengi að forða okkur svo fólk héldi nú ekki að við stunduðum sömu iðju.
Fundum loks Ellu og ótrúlegt en satt var hún með bróðir sínum frá Venezuela og 8 Íslendingum sem allir búa hér í Barce. Gaman að hitta svona marga í einu, allir á sama aldri og við. Spjölluðum ekkert smá mikið og tókum röltið upp Römbluna, nenntum ekki að kíkja á einhvern Techno stað svo við fórum bara með Ljósbrá (ein íslenska stelpan) í átt að næturstrætóunum.... skiptumst á númerum, því viti menn. Þær ætla að reyna að hóa saman íslenskar stelpur sem búa hér – og halda eitt ÍSLENSKT STELPUDJAMM hljómar ekki illa. Heimkoma mjög seint og byrjað að rigna.

Sunnudagurinn fór því bara í leti, lærdóm og chill. Fór ekkert út enda vibbaveður og var í náttbuxunum allann daginn. Salóme kom heim til mín og við elduðum og svo var bara haldið áfram að læra. Dugnaðurinn.... núna mun vikan einkennast af skóla/ leggja lokahönd á val á fögum og svo kemur Aldís vinkona hennar Salóme á fimmtudaginn þá verður aftur fjör.

....Fréttir frá mér koma síðar – og verið nú dugleg að kommenta hjá mér, svo ég viti nú hver er fylgjast með ævintýrum mínum.... endilega segið mér eitthvað merkilegt ef gerist hjá ykkur – þið vitið að ég er forvitin

mánudagur, október 03, 2005

Að rækta líkama og sál í HOMMAPARADÍS
Það er eflaust verið að velta því fyrir sér hvað ég á við..... þannig er mál með vexti að ég er byrjuð að hreyfa mig hérna í Barce og viti menn, ræktin er hommanýlenda svo mikið er víst. Ég og Salóme erum nánast einu kvenmennirnir sem komum inn í tækjasalinn og allsstaðar eru 2& 2 karlmenn saman að æfa – eða reyna ætti maður að segja. Mestur tími þeirra fer að daðra, klípa nett í hvorn annan og skríkja eitthvað. Óborganlegt – okkur líður bara eins og í BAÐHÚSINU enda ekkert nema kvenmenn að okkar mati í ræktinni.

Tónlistin þar segir líka meira en segja þarf..... í eyrum okkar ómar 80´s tónlist, Like a virgin, Hot stuff, Foot loose og fleiri góður slagara með Streets of Philadelfia í fararbroddi. já ræktin er einn stór nýr heimur fyrir mig snilld fyrir litlu forvitnu Selluna ;o)