miðvikudagur, júlí 22, 2009

Eigandi flugmiða frá CPH til KEF 7.ágúst 2009

Mikið er ég ánægð með kaupin mín á flugmiða til Íslands núna í ágúst. Keypti miða á morðfjár en ákvað því að vera líka þeim mun lengur heima. Lendi á föstudeginum um kl. 15:00 og bruna beint í sveitasæluna upp í bústað, síðan mun ég halda aftur heim á leið þann 15.september ;) Þannig að elskurnar mínar þið fáið að njóta mín í ágætan tíma að þessu sinni!

Hvað verður gert á þessum tíma er enn að mestu óráðið svo góðar hugmyndir eru vel þegnar :)

Knús í krús frá Köben

PS búin að bæta við nokkrum nýjum myndaalbúmum á síðuna hér til hlðar - ENJOY!!

mánudagur, júní 22, 2009

Veðurspáin næstu daga

Þetta er ekki slæmt ;) Sátum í Parken í dag og sóluðum okkur og spiluðum kubb...en á morgun ætlum við Gyða, Sigga og Rakel að skella okkur á Amager Strandpark og tana ógurlega. Ekki leiðinlegur tími að hafa gott veður og góða gesti....þar til næst - SÓLSKINSKVEÐJA ;O)

sunnudagur, júní 07, 2009

Góðir tímar framundan ;)

Jæja þá er maður búin að vera í aldeilis bloggfríi enda tala ég bara við sjálfa mig hérna eins og ég eigi lífið að leysa ;) Þriggja vikna dvöl mín á Ísland var æðisleg í alla staði en ég ekki frá því að ég hafi verið FREKAR ÞREYTT þegar ég kom til Köben aftur. Meðal þeirra hluta sem ég gerði á klakanum og voru ómissandi voru:

* Sumarbústaðaferð með mömmu og pabba
* Skoðaði nýjustu frænkuna mína hana Þorgerði Kristínu og dúllaðist með Aðalsteini Inga
* Fór í fjórar afmælisveislur - Kalli 15 ára, Gunnar Breki 2 ára, Sara Rós 4 ára og Laufey Dís 35 ára... takk fyrir mig
* Eurovision party * 2 hjá Önnu Láru og Gaua
* Sendi út markaðsrannsóknina fyrir mastersritgerðina
* Dúllaðist með múttunni minni
* Skellti mér í sveitaferð með leikskólanum hans Aðalsteins og Jónasi
* og fór á tjúttið með Önnu Jónunni minni

Algjör snilld og mikið meira sem ég gerði en það getur tekið endalausan tíma að telja það allt upp..

Það var svo sannarlega tekið vel á móti mér þegar ég mætti heim enda stelpurnar á neðri hæðinni búnar að plana party og því var mikið fjör fyrsta kvöldið ;) Eftir að ég kom svo aftur heim til RBG hefur ekki mikið verið gert annað en að læra, hitta leiðbeinandann og skrifa ritgerðina. Tókst reyndar að næla mér í ógeðishósta og hita svo ég lá í rúminu í nær viku.... en tók þó "frí" frá veikindum og skellti mér á Emiliönu Torrini tónleika sem voru ÆÐI!

en nú að góðu tíðindunum - því á miðvikudaginn eru Anna Lára og Anný að mæta á svæðið og ætla að heiðra mig með nærveru sinni í viku. Vá hvað ég hlakka til! Stella mætir svo á svæðið á miðvikudaginn 17. júní og náum við bókað að dandalast og chilla saman í tvo daga þar til hún fer aftur til London...næs líf ;) og síðast en ekki síðst ætlar Gyða Mjöll að chilla með okkur RBG-ingum í nokkuð marga daga....og Guðrún að koma frá Stokkhólmi og Dana/exDana/Svía Dísarhitting.

Vildi bara láta smá up-date hérna inn.... þangað til næst, verið þið hress og ekkert stress!!

miðvikudagur, maí 13, 2009

EUROVISION NÖRD og stolt af því ;o)


Iceland tólf stig - douze point - twelve points!

Mikið var stemningin góð heima hjá Önnu Láru og Gauja í kvöld þegar við sáum íslenska fánann koma síðastan upp á skjánum og vissum þá að við værum komin í The final í Eurovision....Við stóðum upp öskrandi af kæti og grey Andri Kári þeirra Helgu Bjarkar og Unnars horfði á okkur frekar skrítinn á svip enda ekki vanur að sjá öskrandi fólk út um allt ;)

En ég verð nú bara að segja Jóhanna Guðrún stóð sig svo sannarlega vel og þau öll. Umgjörðin var öll sú glæsilegasta og megum við vera stolt af þessum flutningi hennar fyrir okkar hönd... Núna er bara að fara undirbúa Eurovisionpartýið á laugardaginn - það verður sko stigakeppni með verðlaunum, fánar og tilheyrandi.....vá hvað verður gaman ;)

mánudagur, apríl 27, 2009

Lítil Jónasdóttir fædd

Jæja þá er biðin á enda.....fékk mjög svo ánægjulegt símtal til Danaveldis í kringum 07:20 í morgun þegar brósi tilkynnti mér það að ég væri búin að eignast litla frænku ;o)

Kom skvísan í heiminn kl. 04:12 í dag 27.apríl 2009 og er hún rúmir 15 merkur og 53 cm ;o)

Verð að láta eina mynd fylgja af skvísunni sem ég sá fésinu.... Enjoy


Núna hefst þá bara niðurtalning vegna heimkomu fyrir alvöru....vá hvað ég hlakka til að sjá skvísuna og knúsa flottasta stóra bróðirinn Aðalstein Inga ;)

INNILEGA TIL HAMINGJU ÁSTIRNAR MÍNAR - hlakka til að fá að passa yndislegu börnin ykkar við tækifæri - kveðja frá aðal föðursysturinni

fimmtudagur, apríl 23, 2009

ICELAND HERE I COME

Lét verða af því að bóka flug heim á klakann eftir 8 daga.....sem sagt kæru landsmenn ég lendi í Keflavík að kvöldi fimmtudagsins 30.apríl og mun heiðra ykkur með nærveru minni í slatta tíma ;)

Get ekki sagt annað en ég hlakka mikið til - og bíð spenntust eftir nýjasta fjölskyldumeðlimnum en Tulla átti von á lítilli skvísu í heiminn 21.apríl....en eins og fleiri í ættinni er hún ekkert sérstaklega stundvís og hefur því ákveðið að láta bíða eftir sér um óákveðin tíma ;)

Læt ykkur vita þegar ég er orðin stollt föðursystir

Þangað til næst, lifið heil ;)

þriðjudagur, apríl 21, 2009

Ábending til vegfarenda...

Hugsið ykkur vel um áður en þið snertið brunahana úti á götu. Ég og Sigga urðum nefnilega vitni að því að maður á fertugsaldri slengdi delanum á sér út og meig á brunahana hérna rétt við heimili okkar. Spes ég veit....en það sem meira er, hann var á röltinu með ca 5 ára gamalli dóttur sinni þegar hann ákvað að losa þvag á brunahanann.

Svona atvik gerðist nú bara um hábjartan dag á mjög víðfarinni götu - a.k.a bara rétt við Netto matvöruverslunina sem við verslum alltaf í.... SPES, GET EKKI SAGT MEIR!

sunnudagur, apríl 12, 2009

Gleðilega páska / God påske

Langaði til að byrja á því að óska öllum gleðilegra páska og vonast til að súkkulaðiátið sé í hámarki rétt í þessu ;) Héðan frá Danaveldi er allt fínt að frétta. Páskarnir hafa verið ÆÐISLEGIR í alla staði....veðrið er svo sannarlega að leika við okkur, búið að vera sól og hitinn í kringum 16 gráður.

Auk þess er ég búin að vera í mjög svo góðu yfirlæti hér og þar um Kaupmannahafnarsvæðið. Dagskrá síðustu daga hefur innihaldið fáránlega skemmtilega hluti eins og:

* Dönsk/íslensk Laxaveislu hjá Sibbu í tilefni afmælis Bergþórs, því var matarboðið að hluta til í gegnum Skype....til lukku frændi.
* Skírdagur var tileinkaður Kagså fjölskyldunni. Eldaði með Evu og co dýrindismáltíð, svo höfuðum við frænkur það huggulegt með hvítvíni, kertaljósum, Berglindi og gott spjall var tekið fram á nótt.
* Við nýttum veðrið vel á föstudaginn langa, skelltum okkur út í sólbað, kíktum í heimsókn á kolleginu og fórum svo allar stelpurnar út að spila kubb....vá hvað ég verð að kaupa mér svoleiðis. Endaði með léttan "brunasmekk" framan á mér eftur sólina. Um kvöldið eldaði Maggi svo dýrindis lasanga fyrir okkur eiginkonurnar ;)
* Laugardagurinn var svo tekinn fáránlega snemma, vöknuðum í gær um 7:30, bökuðum brauð, súkkulaðiköku og skelltum okkur svo í 14 tíma bíltúr með Gunna og Evu.
Áfangastaðir dagsins voru: 1) Møns Klint - Flottir kalkklettar á eyjunni Mön, þurftum að labba einar 994 tröppur til að sjá herlegheitin, en vel þess virði. Tókum líka þetta fína brunch á staðnum áður en við lögðum af stað í meiri leiðangur. 2) Keyrðum til Korsør sem er síðasti bærinn á Sjálandi. Rúntuðum þar um og kíktum á Lilly frænku Tótu sem býr þar í myllu. Magnað að koma þangað og "roofterresan" stóð algjörlega fyrir sínu. Sáum yfir stórabeltisbrúnna og svona....3) Keyrðum upp af Isbådmuseet til að skoða brúnna betur, fáránlegir steypuklumpar en gaman að skoða. 4) Keyrðum svo gengum sveitirnar í átt að Roskilde, þar sem við fengum okkur súkkulaðiköku og með því, tókum rúnt í bænum, kíktum á Dómkirkjuna og keyrðum svo upp á Roskilde Festivals område....forvitnilegt að sjá placeið þegar ekkert er þar. 5) Ákváðum svo að taka rúnt upp í Hillerød að Frederiksborg Slot, frekar töff kastali með sýki í kringum, en vegna sólseturs þá var okkur orðið frekar kalt og ákváðum því að keyra í átt til Kaupmannahafnar - sem sagt strandvejen, Dyrhavsbakken, og með rúnti að Óperuhúsinu.

Algjör snilldar dagur í alla staði....enduðum hann í góðum burger á Chilis um 22:30 og svo heim að hvíla okkur. TAKK FYRIR GÓÐAN BÍLTÚR Tóta, Maggi, Eva og Gunni....hlakka til að endurtaka þetta ;o)

* Í dag er svo páskaeggjadagurinn mikli, búin að opna eggið góða og fékk málsháttinn Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Mjög gaman að borða svona súkkulaði en eftir ofát ætlum við Tóta að skella okkur í Parken núna að sóla okkur. Eigið GLEÐILEGA PÁSKA ELSKURNAR....þangað til næst ;o) KNÚS Í KRÚS

þriðjudagur, mars 24, 2009

Back to normal life....

Jæja frekar langt síðan ég skrifaði hérna en well.... London var æði gæði í alla staði! Gerði allt sem mig langaði að gera, kíkti smá í búðir, matarmarkað, Seven Dials, Camden, stelpuferð í bíó, leikritið The Possibilities í skólanum hjá Stellu og svo var markmiði ferðarinnar náð.... hanga sem mest með Stellunni minni ;) Takk æðislega fyrir mig, bíð spennt eftir að vita þegar hún er búin að panta flug til Köben.

Eftir London ferðina tók við smá lærdóms og stefnumótarvinna fyrir ritgerðina mína, en daginn sem ég fór til London fann ég loksins leiðbeinanda svo ég varð víst að gera eitthvað bitastætt áður en ég hitti hann ;) Eftir mikla ritstíflu kom ég þó loksins einhverju á blað og hitti Per í síðustu viku - svo þetta er allt að gerast ;) bara erfitt að koma sér af stað...hlakka þegar ég er komin á flug!

Helgin síðasta var svo ÆÐISLEG Í ALLA STAÐI..... því mútta kom í heimsókn. Hún skellti sér í stutta Köben ferð með Gurrý og Ollu (mömmur Siggu og Ágústar Inga, fyrir þá sem ekki vita). Helgin var fullskipuð af skemmtilegum hlutum líkt og:

* út að borða á Reef 'n Beef
* Strawberry Daquiri og öl
* Búðarrölt
* Kósýheit og kaffihúsa stemning
* Matarboð hjá Ágústi Inga og Björgu (nautalundir og berneise klikkar aldrei)
* Heimsókn til Sibbu
* Kaupmannahafnar göngutúr
* Út að borða með Evu frænku og fjölskyldu
* og margt margt fleira!

Það var því leiðinlegt að kveðja trillurnar þrjár úti á flugvelli í gær - vonandi sé ég þær bara sem fyrst..... og núna er bara back to the normal life, lærdómur, skil til leiðbeinanda og hittingur með honum í næstu viku....en þangað til næst - hafið það gott elskurnar mínar ;o)

þriðjudagur, mars 03, 2009

London babyyyyyyy

Verð bara að tjá gleði mína á komandi tímum hjá mér....því á morgun er ég á leið til London að heimsækja Stellu vinkonu. Ég er 120% klár á því að Sellas&Stellas days in London klikka ekki, svo ég segi bara sé ykkur seinna elskurnar mínar, I will be back the 10th of March ;o)

Fleiri gleðifréttir, mútta er að koma í heimsókn frá tuttugasta til tuttugasta og fjórða....Þannig að það eru yndislegir tímar framundan....

Ég er líka tilbúin að gleðja ykkur lesendur góðir, hverjir sem þið nú eruð en ég setti 6 ný myndaalbúm inn á http://public.fotki.com/Sella

Kíkið og enjoy....

mánudagur, febrúar 23, 2009

Elska þessa daga....

Bollu-/Sprengi-/ og öskudagar eru dagar sem hafa ætíð verið í miklu uppáhaldi hjá mér, en hér í Danaveldi er einungis einn dagur fyrir þetta allt saman "Fastelavn" og hann var haldinn hátíðlega í gær. Að því tilefni ákváðum við Tóta að bjóða til ærlegs pre bolludagskaffis ;o)

Eins og okkur vinkonunum er einum lagið þá förum við alltaf aðeins fram úr sjálfum okkur og varð afrakstur bakstursins 93 vatnsdeigsbollur og tvö stór fléttubrauð. Til að flækja þetta aðeins meira voru bollurnar með mismunandi fyllingum og toppings, eða:

* Ekta vatnsdeigsbolla með súkkulaði topp, rjóma og jarðaberjasultu
** Bolla með hvítu súkkulaði, og súkkulaði rjóma
*** Bolla með suðusúkkulaði topp og karmellu rjóma,
**** Jarðaberjabolla, með bleikum glassúr og jarðaberjarjóma
***** Súkkulaðisjokk, bolla með suðusúkkulaði og rjóma sem samanstóð af Royal súkkulaðibúðing og rjóma....

Kaffiboðið var svo hrikalega skemmtilegt og mættu alls 20 gestir, 16 fullorðnir og 4 börn...og er alveg á hreinu að þetta verður endurtekið að ári!

þriðjudagur, febrúar 17, 2009

hummm......

Jæja 11 dögum eftir þetta blogg vantar mig enn leiðbeinanda, vinnu og einkunn úr prófi síðan í desember hvað er málið eiginlega með þessa blessuðu Dani??

- Ég er þó búin að setja inn þrjú ný myndaalbúm inn á public.fotki síðuna hérna til hliðar.....ENJOY;o)

sunnudagur, febrúar 08, 2009

Mig vantar....

..fullt af hlutum, líkt og:

* Leiðbeinanda fyrir mastersritgerðina mína - virðist ekkert ganga að finna einhvern

** Vinnu hérna í Kaupmannahöfn

*** Einkunn úr prófi sem ég tók 17. desember

** Ferð til að svala útlandaþrá minni

* og ......

Getur einhver hjálpað mér??

fimmtudagur, janúar 29, 2009

pirr, pirr, PIRRUDD!!!!

Ja hérna hér, ég get svo svarid tad! Ef tid hafid ekki áttad ykkur á tví tá toli ég engan veginn administrationid í CBS og furda mig hreinlega á tví hvenrig tessi skóli geti stundum starfad med teim hætti sem hann gerir!

En málid sem pirrar mig núna er bid eftir einkunum! Well o well. Ég sem sagt fór í próf 17.desember eda fyrir 43 døgum.... og er enn ad bída eftir einkunn. Madur er svo sem vanur bid eftir einkunum sídan í HÍ en tegar Aldís sagdi mér ad hún væri komin med einkunina sína á thridjudaginn fór ég ad ørvænta. Ég sendi teim email, en eins og ALLTAF í tessari stofnun er tølvupóstum ekki svarad svo ég tók mig til og hringdi ádan.

Hvad haldid tid?? Konan sem svaradi spurdi mig hvort ég hafi tekid prófid í stofu Sp107 eda Sp108 og ég játti tví. Tá sagdi hún: "Já tad vard einhver ruglingur og kennarinn var ad fá prófin í hendurnar í gær. Hann hefur tví 4 vikur til ad fara yfir prófid". HALLÓ....FOKKING FJÓRAR VIKUR, er ekki allt í lagi, tad eru nú tegar 2 dagar sídan adrir fengu einkunina sína og hún sagdi vid mig...vid ætlum samt ad reyna ad thrýsta á hann svo hann fari yfir tau innan TVEGGJA VIKNA!

Shit hvad ég er pirrud og vard bara ad deila tví med ykkur!!!!

fimmtudagur, janúar 22, 2009

OFBELDI Í GARD LØGREGLU..

..núna er tetta fulllangt gengid!! Ég er fullkomlega sammála tví ad fólk mótmæli, en tá verdur tad ad vera málefnalegt og fridsamlegt. Ég veit ekki hvenrig fólk heldur ad mótmæli beri árangur tegar: løgreglan er grýtt med gangstéttarhellum, skyri skvett á løgregluna, eggjum kastad í hana...auk þess sem ráðherrar frá sömu meðferð og einnig húsbyggingar á bord vid Althingíshúsid og Stjórnarrádid...

Í fyrsta lagi er løgreglan vid skyldustørf og ber fólki ad virda tad. Fólkid sem starfar í løgreglunni er líka "hinn almenni borgari" og get ég rétt ímyndad mér ad einhverrir tessara løgregluthjóna væru viljugir til ad mótmæla fridsamlega yfir ástandinu í thjódfélaginu í dag...en nei í stadinn standa teir vørd í vinnu sinni og midad vid fréttir dagsins endudu 7 løgreglumenn á spítala í nótt, misjafnlega særdir!!

Tetta gengur náttúrulega ekki...mótmælin eru gengin út í øfgar og tad fyrir løngu. Ég spyr bara hver er tilbúin til ad borga thrif á Althingishúsinu og Stjórnarrádi, fjármagna ný rúdukaup til ad skipta um tær rúdur sem nú hafa verid brotnar...tó ekki sé talad um bekkina og ruslatunnurnar sem stódu í midbænum en hafa nú verid notad sem eldividur hjá hálfvitum!!

Ekki meir í bili - vard bara ad tjá mig adeins!!!!

þriðjudagur, janúar 20, 2009

Merkisdagur í dag...

Já fyrir tær sakir ad í dag tekur vid embætti fertugasta og fjórda forseta Bandaríkjanna, bløkkumadurinn Barak Obama ;) Verd nú ad vidurkenna ad ég er mjøg spennt ad sjá hvernig honum tekst til, kannski ekki erfitt ad toppa fyrri forseta en Obama mun turfa ad vinna erfitt verk.

Sem dæmi má nefna hafa fulltrúar Ku Klux Klan hvatt studningsmenn sína til ad bera svørt sorgarbønd í tilefni dagsins - tid fyrirgefid en er ekki allt í lagi.

...en yfir í allt annad, medan um 4 milljónir manna flykkjast til Washington til ad hylla Barak Obama, flykkjast Íslendingar ad Althingishúsinu til ad mótmæla, en thingmenn eru ad hefja størf eftir um mánadar hlé.... bara ef madur fengi mánadar jólahlé ég segi ekki meir.

En lifid heil elskurnar mínar og sjáumst hress

PS...til gamans verdur tad ad fylgja ad hin merki madur Barak Obama er ørvhentur, sko einungist teir bestu eru tad hehe ;)

þriðjudagur, janúar 06, 2009

Nýjar myndir....

Já það er svo sannarlega satt, ótrulegt þó...en ég er búin að setja inn ný myndaalbúm inn á Fotki síðuna mína ÞESSA HÉR ;O)

Ég hef líka ákveðið að reyna að setja inn fleiri myndir sem fyrst svo endilega kommentið á þær eða segið mér eitthvað skemmtilegt í fréttum....einhver áramótaheit hjá liðinu???

fimmtudagur, janúar 01, 2009

HAPPY NEW YEAR EVERYBODY

Árið 2009 gengið í garð og verð bara að segja að þetta ár leggst vel í mig...Við famelían kvöddum árið með stæl og var algjör snilld að fylgjast með sprengjuóða lille mand í essinu sínu....spengja spengja hehe. Aðalsteinn var frekar glaður með allar sprengjurnar og litadýrðina. Í gær kíkti ég svo á nokkra góða staði, smellti kossi á Adda, Siggu og Co. Kíkti til bróður Bennýjar og vá hvað er alltaf gaman að hitta alla þar!!! Síðan brunuðum við Benný í partý til Tinnu frænku í Hafnarfjörð og þaðan í fjörugt partý hjá Bjarna og Robba.

Einstaklega gaman að hitta svona mikið af fólki á fyrstu mínútum nýs árs ;) Í kvöld er það svo hið árlega nýársboð saumasystra/tippavina og afkvæmabandsins en það er haldið í tuttugusta og annað skiptið núna á eftir.....því er ekki seinna vænna að hoppa í föt, gera sig ready og demba sér í fjörið ;o)

Lifið heil elskurnar og sjáumst hress og kát ;o)

GLEÐILEGT ÁR ALLIR SAMAN ;O)