föstudagur, nóvember 10, 2006

Einn góður á FLÖSKUdegi.....

Stelpa spyr kærastann sinn um að koma heim til sín á föstudagskveldi og borða með foreldrum sínum. Þar sem þetta er nokkuð stór viðburður, þá tilkynnti stelpan kærastanum sínum að eftir matinn myndi hún vilja fara út og hafa samfarir í fyrsta sinn.

Jæja, strákurinn er himinlifandi, en hann hafði aldrei áður haft samfarir, svo hann gerir sér ferð til lyfjafræðings til að ná sér um nokkra smokka. Hann segir lyfjafræðingnum að þetta sé hans fyrsta skipti og lyfjafræðingurinn tekur sér klukkutíma í að fræða strákinn um allt sem
hann veit um smokka og samfarir.

Þegar kemur að því að panta, þá spyr lyfjafræðingurinn strákinn að því hversu marga smokka hann myndi vilja kaupa: 3 í pakka, 10 í pakka eða fjölskyldupakka. Strákurinn vildi gjarnan kaupa fjölskyldupakka því hann taldi að hann yrði frekar upptekinn, þetta væri fyrsta skiptið hans, o.s.frv.

Um kvöldið mætir strákurinn heima hjá foreldrum stelpunnar og kærastan tekur á móti honum. ,,Vá, ég er svo spennt fyrir því að þú hittir foreldra mína, komdu inn!". Strákurinn gengur inn og er vísað til borðs þar sem foreldrar stelpunnar eru sest niður. Strákurinn býðst skyndilega til að fara með borðbæn og hneigir höfuðið.

Mínútu seinna er strákurinn enn við bæn með höfuðið hneigt niður.
10 mínútur líða og ennþá örlar ekki á hreyfingu frá stráknum. Eftir 20 mínútur hallar stelpan sér að kærastanum sínum, sem enn virtist í djúpri bæn, og hvíslar að honum ,,Ekki vissi ég að þú værir trúaður!" Strákurinn snýr sér við og hvíslar til baka: ,,Ekki vissi ég að pabbi þinn væri lyfjafræðingur!!!"

segi bara "lets be careful out there" .... hill street blues - góða helgi kæru vinir og aldrei að vita nema maður sjái ykkur á tjúttinu um helgina...kannski við slettum úr klaufunum ;o)

Engin ummæli: