miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Neyðarástand hjá Blóðbankanum

Fékk mail sent áðan þar sem tilkynnt var að Blóðbankinn væri að tæmast og því ríkti neyðarástand. Þrátt fyrir að maður hugsi alltaf "ÞAÐ KEMUR EKKERT FYRIR MIG" þá gæti nú alveg gerst að einhvern tímann á lífsleiðinni þyrfti ég að þyggja blóð....... því fór ég ásamt Söndru úr vinnunni niður á Barónstíg til að láta tékka hvort að ég væri gæðablóð.... sem betur fer var mikið af fólki komið til að gefa blóð og biðin því 45-50 mín. Við vorum beðnar til að koma aftur í næstu viku - þetta er allavegana fyrsta skref í góðgerðastarfsemi minni... því blóðbankinn má ekki tæmast, þá gæti ég og fullt af öðru fólki lent í vondum málum, við tökum sko enga sénsa á því er það nokkuð?.

Annað sem mér finnst mjög merkilegt - frekar skondið og skemmtilegt líka eru "dagur rauða nefsins" - svolítið krúttileg nef - Svona Rúdólf með rauðanefið, sem kostar bara 500 kall og er
til styrktar UNICEF... - best að fylgjast með söfnuninni núna 1. des

Annars er ég bara í jólafílingnum og hlakka til jólanna :o)

Engin ummæli: