miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Hamingja er ekki happdrætti...

Maður getur verið frekar vitlaus stundum og haldið að grasið sé alltaf grænna hinum megin – en guði sé lof fær maður sjónina á ný og attar sig á hlutunum ;o) Vitlaus ekki satt - ég hef það hrikalega gott og ætla að halda áfram að hafa það þannig... Dagurinn í dag var fremur áhrifaríkur, keypti mér farmiða og hótel til Glasgow frá 8-12. desember. Þvílíkur dýrðartími framundan með múttu í útlandinu og því eins gott að kæla VISA kortið vel þangað til ;o)

Minnsta krúttið í fjölskyldunni er komið með nafn – Aðalsteinn Ingi – og er hann nú nútímabarn með meiru með heimasíðu!! Stoltir foreldrar hér á ferð með sæta síðu fyrir sætt barn ;o) Einnig er miðinn á Bubbatónleikana á NASA á þorláksmessu keyptur og tilhlökkunin farin að segja til sín.... guð hvað verður þægjó að vera ekki í prófum og stressi þessi jólin - því er jólaklúbburinn HÓ, HÓ Hó farin að skipuleggja skemmtilega atburði og skemmtun!! Annars er lífið bara þokkalegt - chill, kaffihúsaferðir, vinna og listasýning hjá Unni á Sólon í kvöld - bara gaman ;o)

Annars fékk ég skemmtilegt blað í hendurnar í gær og las það gaumgæfilega - Ísafold... það er mjög flott verð ég að segja með góðum viðtölum og skemmtilegum greinum. Eitt sem ég tók eftir og ákvað að hafa sem AÐALORÐ þessara færslu - LEIÐIN TIL HAMINGJU....

Rannsóknir hafa sýnt eftirfarandi:
- Peningar hafa lítil sem engin áhrif á hamingju einir og sér
- Óreglulegur lifnaður dregur úr hamingju
- Skyndilausnir við vanlíðan auka óhamingju


Rannsóknir hafa sýnt fram á að eftirfarandi hefur jákvæð tengsl við hamingju:
- Tilgangur með lífinu
- Sterk sjálfsmynd
- Heiðarleiki
- Hæfilegar kröfur
- Raunhæfar væntingar
- Innihaldsrík hamingja
- Jákvæð hugsun
- Að geta þegið ráð og aðstoð frá öðrum
- Að hlusta á aðra
- og síðast en ekki síst halda með heimaliðinu ;o)


Því segi ég bara hipp hipp húrra og lifið heil - njótum lífsins og lítum björtum augum á framtíðina!!

Engin ummæli: