Back to NORMAL.... eða svona eins nálægt því og hægt er ;o)
Vill byrja að segja Stella (22 ára) og Lalli (25 ára) innilega til hamingju með afmælið í dag ;o)
Ég gerði mér aldrei grein fyrir því að eitt stykki ritgerð – gæti ruglað mann eins mikið í ríminu eins og blessaða BS ritgerðin mín gerði...... Ekki laust við það að ég hafi staðið í persónuleikabreytingum, orðið hálf skrítinn og klikk, ekki samkvæm sjálfri mér og ég veit ekki hvað og hvað.... skondið nokk hvað STRESS og ofmikið TÖLVUGLÁP geti farið algjörlega með lítinn labbakút eins og mig! Þegar ég skilaði yndinu mínu í prentun fyrir 7 vikum síðar hefur Sellan smátt komið aftur – og treystið mér mæli ekki með 100% vinnu og setu við tölvu ca 16 tíma á dag ;o)
Loksins man ég hvernig lífið á að vera og hvernig maður á að njóta þess í botn. Mikilvægasti hluturinn til að rækta er samband sitt við VINI OG ÆTTINGJA! Því hef ég notið tímann vel í þá iðju – SVAKA GAMAN - og er litla jólabarnið farið að plana vel fram í tímann...
* Cocktailskvísu hittingur, þvílík veisla og æði hjá Anný á fimmtud– takk skvís
* US-stelpuhittingur, Austurlandahraðlestin með tilheyrandi slúðri, hlátri og fjöri á föstudag
* Kolaportsstemning á laugardag- ekki veitir af smá aukapening fyrir Glasgow ;o)
* Anna Lára bauð okkur svo í heimsókn og smá öldrykkju á laugardagskvöldið sem endaði í þvílíkum dansgír á Vegamótum, sem sagt mikið fjör á okkur J-Low, Sigrúnu, Önnu Láru, Möggu, Önnu Birnu, Gaua, Ingva, Jón Inga og fleiri góðum kandídötum.
* Sunnudagurinn var tekinn frekar rólega áður en ég kíkti með múttu í IKEA alltaf gaman að skoða í búið enda fer maður vonandi bráðum að fljúga úr hreiðrinu.....
* Aðalsteinn Ingi mætti svo í fyrsta matarboðið sitt í Álfalandið ásamt foreldrunum enda orðin svaka stór – 16 daga gamall.
* Sigrún Ósk kíkti svo í heimsókn og náðum við að sitja í nokkra klukkutíma og ræða helgina enda svolítið skondin verð ég að segja..
* Gærdagurinn var svo sjónvarspdagurinn ógurlegi – vá hvað er mikið skemmtó í sjónvarpinu...og ég er ekki beint TV-gellan. Elva náði samt að koma mér aðeins út úr húsi enda stelpuskjátan loksins búin í prófum, þvílíkt gaman að hitta hana loksins aftur.
* Í dag ætla ég svo með Söndrunni minni í bíó.... verð að sjá BÖRN áður en hún hættir í bíó á víst ekki að koma á video og því bara að fara í Háskólabíó... magnað eiginlega hef ekki farið þangað í bíó síðan ég byrjaði í HÍ enda vön að fara í fyrirlestra og fjör þar. - viltu koma með?????
*Fimmtudagurinn fer svo í Verzlógellu hitting – fáránlega langt síðan maður hefur hitt skvísurnar....
....og svo bara marg framundan, afmæli AJ, útlönd, matarboð, saumaklúbbur, jólaföndur, jólahlaðborð, jólaglögg, kaffihúsahittingur og og og og..... :o)
Lifið heil kæru vinir....ANNARS eru komnar nýjar myndir inn á myndasíðuna mína!! Kíkið á....Aðalstein Inga – http://public.fotki.com/Sella/fjor/
þriðjudagur, nóvember 14, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli