HAPPY THANKSGIVING – svolítið langt...en þess virði að lesa :o)
Í dag taka flestir bandaríkjamenn sér frí til að halda upp á Thanksgiving en þetta er gömul hefð síðan árið 1621 og kemur hún upprunalega frá Indíánum og Pílagrímum. Kalkúnninn er matreiddur út um allt – fjölskyldur og vinir hittast og rosa fjör….spurning um að taka upp ,,íslenska” þakkagjörðarhátíð?
Annars langar mig til að gefa fólki smá leiðarvísi um lífið….
• Hældu þremur manneskjum á dag
• Horfðu á sólina koma upp minnst einu sinni á ári
• Vertu fyrri til að heilsa
• Vertu umburðarlyndur gangvart sjálfum þér og örðum
• Lærðu þrjá brandara sem eru ekki dónalegir
• Drekktu kampavín án tilefnis
• Gefðu blóð
• Varðveittu leyndarmál
• Taktu fullt af myndum
• Gefðu aldrei neitt uppá bátinn, kraftaverkin gerast daglega
• Kauptu grænmeti af garðyrkjumönnum sem nota handskrifuð auglýsingarskilti
• Færðu ástvinum óvæntar gjafir
• Hættu að kenna örðum um, berðu ábyrgð á lífi þínu á öllum sviðum
• Njóttu fólks en ekki nota það
• Vertu hugrakkur þótt þú sért það ekki, enginn sér muninn
• Sýndu börnunum hlýju eftir að hafa skammað þau
• Gleymdu aldrei tímamótum í lífi þínu
• Líttu ekki á heilsuna sem sjálfgefinn hlut
• Veldu lífsförunaut af kostgæfni. Á þessari einu ákvörðun velta 90 hundraðshlutar af hamingju þinni eða vansæld
• Vertu stórhuga en njóttu samt hins smáa
• Lærðu að hlusta tækifærin láta oft lítið fyrir sér fara
• Vertu i skrautlegum nærfötum innan undir látlausum fötum
• Farðu til Barcelona og vertu túristi
• - Sviptu fólk aldrei voninni, kannski er hún það eina sem það á
• Stefndu að SNILLD, ekki fullkomleika
• Gefðu þér tíma til að finna ilminn af rósum
• Stefndu að snilld, ekki fullkomleika
• Eyddu ekki tíma þinum i að gera þeim til hæfis sem gagnrýna þig
• Forðastu neikvætt fólk
• Gefðu fólki annað tækifæri en ekki það þriðja
• Segðu aldrei upp starfi nema hafa annað i takinu
• Þú skalt meta fólk eftir því hvað það hefur stórt hjarta en ekki eftir buddunni
• Eyddu ekki tíma í að harma mistök í fortíðinni. Lærðu af þeim og haltu svo áfram
• Kauptu aldrei svangur inn í matinn
• Hældu fólki í viðurvist annarra
• Ef eitthver faðmar þig láttu þá hinn aðilann verða fyrri til að sleppa takinu
• Farðu varlega í að lána vinum þinum pening þú gætir misst hvoru tveggja
• Vertu hógvær, heilmiklu var komið i verk áður en þú fæddist
• Þegar þú hittir fólk i fyrsta skiptið varastu þá að spyrja það um starf, njóttu félagsskaparins án nokkurra merkimiða
• Gættu þin á þeim sem hafa engu að tapa
• Leggstu á bakið og horfðu á stjörnurnar
• Vanmettu aldrei hæfileika þinn til að breyta sjálfum þér
• Ofmettu aldrei hæfileika þinn til að breyta öðrum
• Lofaðu miklu og stattu við mikið
• Gott hjónaband byggist á tvennu, að finna þann rétta, að vera sú rétta
• Gerðu ekki ráð fyrir að lífið sé réttlátt
• Notaðu það sem mælikvarða á velgengni þina hvort þú býrð yfir sálarró, góða heilsu og ást
• Vendu þig af öfund, hún er uppspretta margs konar óhamingju
• Mundu að þeir sigra sem hinir nenntu ekki
• Þegar þú mætir i vinnuna á morgnanna láttu það þá verða þitt fyrsta verk að segja eitthvað uppörvandi
• Endurvektu gamla vináttu
• Lifðu lífinu þannig að grafaskrift þin gæti verið \"ég iðrast ekki neins\"
• Borðaðu aldrei síðustu kökusneiðina
• Vittu hvenær er best að þegja og hvenær er best að tala
• Heilög þrenning er hæfni, hvíld og kjarkur
• Þú skalt umgangast þá sem umgangast þig
• Prófaðu að gangrýna engan og ekkert og finndu hvernig það er
• Veldu fallegri leiðina þó hún sé lengri
• Sendu fullt af jólakortum
• Gleðst þú yfir velgengni annarra
• Gerðu lista yfir 25 atriði sem þú vilt upplifa áður en þú deyrð, vertu með hann i veskinu og skoðaðu hann oft....
• Vertu ekki dónalegur við þjóninn þó maturinn sé vondur, hann eldaði hann ekki
• Hafðu minnisbók og penna við náttborðið, bestu hugmyndirnar koma á nóttunni
• Vertu viðbúin, þú færð aldrei annað tækifæri til að koma vel fyrir við fyrstu sýn
• Láttu fólk njóta vafans
• Gerðu ekki sömu mistökin tvisvar
• Gifst þú aðeins af ást
• Mundu eftir öllu sem þú átt að vera þakklátur fyrir
Ja há þarna hafið þið það – HAPPY THANKSGIVING :o)
fimmtudagur, nóvember 23, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli