Jóla jóla jólasnjór…..
Þá er maður byrjaður að baka fyrir jólin – bara smá…. Jólabarnið ég stalst til að þrífa gluggana heima, setja jólaseríur í þá alla, en passaði mig þó að kveikja ekki alveg strax svo nágrannarnir haldi ekki að við séum alveg kú kú :)
Þessi helgi var annars bara hin ágætasta verð ég að segja, Benný bauð mér í heimabakaða pizzu og skelltum við okkur svo í nammiát og X-Factor gláp hjá múttu&pabba Sigrúnar...eintóm gleði. Kolaportið átti svo hug minn og hjarta (eða allavegana hug minn) á laugardaginn þar sem ég ætla nú að reyna að sanka að mér pening fyrir útlandaferðina góðu.... bara 18 dagar í brottför!!
Anna Jóna bauð mér svo í fínt afmælisboð á laugardaginn, með snilldar veitingum, þar sem hvítt/rautt og bjór fékk að gleðja kverkarnar. Eftir storm og snjóbyl ákvað ég að skella mér heim....til hamingju með afmælið í dag ástin... Big 25 ;)
Sunnudagurinn var svo góður....því eins og flestir vita finnst mér rosanotalegt að vera nálægt fjölskyldunni minni, það er málið. My family er eins og ítölsk fjölskylda sem hangir alltaf saman, og það er krúttlegt en svona er það víst. Mamma ákvað að bjóða hele famelíunni í mat þar sem yngstu meðlimirnir voru heiðursgestir. Þetta var hálfgert ítalskt matarboð þar sem við sátum og borðuðum og spjölluðum lengi lengi áður en við settumst í betristofuna þar sem haldið var áfram að spjalla, skipuleggja jólakortagerð. Það var endalaust mikið af mat og hávaðinn á við góða tónleika!! Bara betra.. Mjög vel heppnað kvöld í alla staði, félagsskapurinn, maturinn og andrúmsloftið.
Í kvöld tekur við ljósmyndanámskeiðið margumtalaða sem m&p gáfu mér í afmælisgjöf...get ekki beðið... bless og bless – kv. Jólasnjór
mánudagur, nóvember 20, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli