Hvenær kemur sá tími sem maður sættir sig við að sætta sig við hlutina eins og þeir eru – ekki eins og maður vill að þeir séu....
Eins og sumir vita þá hefur mér liðið betur andlega heldur en síðastliðinn mánuðinn eða svo....spurning afhverju? Kannski aðallega þar sem framkvæmdur var hlutur sem mér líkar miður vel við – og já er hreinlega mjög ósátt við ;o) en þýðir víst lítið að velta sér uppúr því og væla...bara horfa fram á veginn og vona að maður fái það sem maður VILL einn góðan veðurdag.... bara brosa framan í heiminn og njóta þess að vera til. Já það er bara að bíða og bíða – hehe
Ég er annars mjög hamingjusamur einstaklingur og mér líður ágætlega verð ég að segja ;o) Stórmerkilegur atburður gerðist í síðustu viku að mín einstaka fjölskylda stækkaði og stækkaði – já tveir magnaðir stubbalingar komnir í heiminn....hver öðrum fallegri – obb bobb bobb ;o)
Helgin var líka með eindæmum þægileg – frekar kósý að vera ferskur alla helgina, ekkert djamm bara bíóferð á Mýrina – þvílíkt góð mynd verð ég að segja og vá hvað maður verður að skella sér oftar í bíó....Knúsaðist með litlu frændsystkinunum, vann, spilaði Partý&Co með gellunum og rölti down town...... tvímælalaust ætla ég mér að gera meira af þessu enda er lífið meira en bara DRYKKJA og fillerý
Já maður er farin að virka eins og predikandi alkahólisti – síður en svo.... lífið leikur við mér ;o) vildi bara að allir hlutir væru jafn kátir...svo sem eitt lítið sms, lítil hringing eða já ég eiginlega veit það ekki - draumórar í gangi
Útlönd á næsta leyti vonandi, gera jólagjafakaupin og njóta lífsins..... gleði gleði gleði!!
mánudagur, október 30, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli