laugardagur, október 21, 2006

Við fáum flest aðeins eitt tækifæri í lífinu, eitt tækifæri til að kynna okkur, eitt tækifæri til að sanna okkur og eitt tækifæri til að standa okkur!! Sumir fá líka eitt tækifæri til að klúðra hlutunum... en það eru ekki margir!

Eitt andartak getur öllu skipt. Það getur ráðið úrslitum og haft áhrif á líf þitt um ókomna tíð. Hugsiði ykkur hvað eitt orð eitt hik eitt bros getur breytt miklu... það getur verið vendipunkturinn....

Kannski gott að fólk hugleiði þessi orð.... en þau las ég hjá yndislegri vinkonu minni og afmælisbarni Salóme - innilega til hamingju með afmælið ástin ;)

Það er spurning hvað maður ætlar sér að gera í lífinu - mennta sig, hlægja, brosa, vinna, stofna fjölskyldu, reka sig á, eiga peninga...og eiga þá ekki, búa erlendis og láta ævintýraþrána reika, mennta sig meira, eignast frábæran mann og nokkur börn.... en þetta mun ég eflaust gera allt saman og meira til - en hvar skal maður byrja??

Stórviðburður gerist í Háskólabíó á morgun/dag 21. okt því þá verð ég loksins VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR - teiti feiti á morgun enda tími til að fagna

....við tekur svo ljósmyndanámskeið frá m&p, utanlandsferð (bara eftir að ákveða stað og stund), vinna, vinna, vinna og umfram allt vera ég sjálf og láta mér líða vel. Áhugamálin eru óendanlega mörg bara spurning hvar maður byrjar og já ljósmyndirnar fá að ráða ríkjum...

NJÓTIÐ HELGARINNAR - sella sólargeisli!!

Engin ummæli: