Magnaðir tónleikar í gær....
Tónleikarnir í höllinni þar sem Dilana, Storm Large og Toby komu fram með Magna og leynigestinum Josh Logan... Verð nú bara að segja þessir tónleikar voru SNILLLDDD. Þvílíkt sem var spilað - heilir fjórir klukkutímar af tónlist og það góðri tónlist. Á móti sól kom fram með Magna í byrjun, síðan tóku snillingarnir í HÚSBANDINU VIÐ.... þvílíkir listamenn hér á ferð.
Ekki hægt að segja annað en að lög eins og: Mother, Mother, Creep, Zombie, Dolphins Cry, Bohemian Rhapsody.... og tónlistamenn á borð við Stevie Wonder, U2, Niravana og Jimi Hendrix hafi vakið mikla lukku. Þvílíkt hægt að dilla sér og syngja hástöfum enda "lögin þeirra" og fullt af frumsömdu komu líka.
Í kvöld er það svo litlu jólin hjá Peppers - þriggja rétta máltíð, pakkarugl, malt og appelsín, óvæntur glaðningur og eintóm jólagleði með skvísunum níu.... bara muna eftir góða skapinu - pakkanum og jólasveinahúfunni!! - HEHE....þetta kvöld verður sko myndað fram og til baka :o) Svo tekur við jólahlaðborð í vinnunni á morgun með smá pre-party hjá Huga...sem sagt eintóm gleði.
Njótið helgarinnar félagar :o)
PS Lærdómsstraumar til þeirra sem þurfa...
föstudagur, desember 01, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli