fimmtudagur, desember 28, 2006

....Spenningur eða spenningur - við skvízurnar erum að fara á cocktailatjútt annaðkvöld og munum við skála í Cosmopolitan, Mojito og ,,gulum" og því ekki verra að velja þessa drykki, vonanst til að sjá sem flesta á tjúttinu annaðkvöld, verðum nú að hita virkilega upp fyrir áramótin og fagna þess að þetta er seinasti virki dagurinn á árinu er á morgun!!

Annars eru gamlárs enn frekar óráðið en NÝÁRS gleðin er meira en planlögð...vá hvað verður gaman. Nýárs klikkar aldrei, hlakka til að eyða tímanum með skvísunum mínum, ættingjum og vinum :o)

Jólin hafa verið meira en yndisleg í alla staði - tími í faðmi fjölskyldunnar, fallegar og miklar gjafir, mikill og góður matur, falleg jólakort, jólaboð á eftir öðru jólaboði, æðislegar gjafir takk fyrir mig - saumaklúbbur hjá Réttóskvísunum. Æði gæði að hitta útlandagellurnar svona rétt áður en að þær þjóta aftur til framandi landa. Plönuðum þó spilakvöld og kaffihúsaferð áður en stelpuskjáturnar fara!

....en þangað til, sjáumst í dansskónnum og í bros á vör annað kvöld!!
Sella Cosmo ;o)

PS... Hulda Sigmunds ástkæra vinkona mín og Davíð eignuðust litinn prins þann 26.des síðastl... innilega til hamingju kæru foreldrar, vonandi fæ ég að sjá prinsinn sem fyrst ;o)

Engin ummæli: