Úff púff það eru að koma jól :o) Mikið verður gaman
Verð nú bara að segja að ég hef sjaldan verið jafn tilbúin til að fá jólin bara strax í kvöld. Búin að kaupa allar jólagjafirnar og pakka þeim öllum inn (nema einni) það kemur. Jólakortin föndruð, skrifuð og farin í póst. Búin að baka jólakökur, kíkja til útlanda….sem nota bene var algjört æði. Við mútta versluðum af okkur bossann, kíkjtum á kaffihús í rólegheitunum og fengum okkur góða kokteila á kvöldin eftir góðan mat. Takk takk mútta :o)
Eva og famelía eru komin frá Köben til að hlýja hjarta mínu um jólin og höfum við frænkurnar náð að eyða svolítlum tíma saman….en aldrei of miklum. Laugardagskvöldið einkenndist af hvítvíni, bjór, ostum og góðum vinum – þvílíkt gaman og notalegt að fara ekki í bæinn í geðveikina. Núna er það bara að láta dekra svolítið við sig fyrir jólin, gera sig sæta og njóta þess að vera til en…..get ekki beðið eftir að….
- borða æðislegan hamborgarahrygg og með því
- fara í klippingu á þorláksmessu
- fá góðar gjafir
- horfa á jólamyndir í sjónvarpinu
- fara í jólaboð
- láta dekra við mig, fót-og handsnyrting, litun, plokkun og vax í vikunni
- spila
- sofa vel út
- kíkja á Bubba tónleika á Nasa á þorlák
- eyða tímanum með famelíunni og vinum
- lesa góða bók
- borða konfekt
- hafa það huggó með fjölskyldunni
- hitta stelpurnar í jólakokteil
- borða jólaísinn
- sofa
- og já bara HAFA ÞAÐ ROSA GOTT....
……..en kæru félagar ekki tapa ykkur í jólastressinu – sjáumst hress og kát :o)
mánudagur, desember 18, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli