fimmtudagur, september 21, 2006

THE NEVER ENDING STORY......

Undanfarna daga hefur mér liðið eins og ,,Sella er ein í heiminum". Þvílíkt tilbreytingalaust líf sem maður á og það virðist sem september mánuður ætli aldri að taka enda..... en á mánudaginn 25. september er ég aftur orðin frjáls manneskja, get gert það sem ég vil, þegar ég vil....

Ef ég næ að klára þessa elsku....fyrsta barnið sem ég bý til (þetta er búið að vera fóstur í langan tíma - en það er að koma að fæðingu....jíha)

Ég ætla að halda frábæra útskriftarveislu, fara í árshátíðarferð með vinnunni til Póllands, halda afmælispartý þegar ég kem heim...Ég ætla að taka til heima, þrífa bílinn minn, versla fullt af dóti sem mig langar í, fara í vax, litun og plokkun og skella mér í ljós....langar svo í ljós.... ég ætla að sofa sofa sofa og síðast en ekki síst, fá mér nokkra kokteila í góðra vina hópi, alltof langt síðan ég hitti þá sem ég elska, dýrka og dái. Þá sem koma mér til að líða vel, hlægja og spauga, vera eins og ég er.... ég ætla að og dansa niður Laugarveginn, fara í Brunch með Önnu Jónu og Hrebbnu

....Komin tími til að hrista rassa svo ég æta að fara í líkamsræktina. Mig langar rosa til SPÁNAR, í sumarbústaðaferð og já ég ætla, ætla ég ætla ég ætla...

Allavegana smá blogg hérna frá mér svona til tilbreytingar - það er að koma að þessu :o)

Engin ummæli: