miðvikudagur, september 27, 2006

Lífið er lotterí...

Eða kannski svona hér um bil!! Vann allavegana 2700 kall í lottóinu um helgina - hehe það borgar sig að vera áskrifandi, eða ekki ;o)

Vinnumórallinn og fjörið hér niðri á Umferðastofu er frekar furðulegur þessa dagana, verið að þjálfa nýtt fólk í ýmsar stöður þar sem 18 manns af 21 á 1.hæðinni ætla að skella sér til Varsjá í nótt......guð hvað ég er fegin að vera ein af þeim, þetta verður eitthvað skrautlegt! Fór allavegana áðan að sækja gjaldeyri og vá hvað þetta eru furðulegir peningar - líður eins og ég sé með matador peninga....það væri bara óskandi að maður gæti notað þá IN REAL LIFE ;) munur ekki satt! Maður getur allavegana keypt sér öllara og svonna - svo er planið að kíkja í búðir ;o)

Svo er það bara flugvöllurinn í nótt, afmælið mitt og árshátíð á föstudag og tómlaus gleði í Miss World fíling í Varsjá á laugardag.... áætluð heimkoma svo á sunnudagskvöld - ekki sakna mín of mikið mínir kæru - ég mun samt sakna ykkar!!

…Sem sagt lífið á grænni grein – alveg að verða styttra í 30 ára afmælið mitt en það 20 ára…..bráðum verð ég VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR hehe og já…. Samt margt sem ég væri til í að geta breytt í fari mínu og lífi en það er víst ekki hægt stundum! Maður getur ekki verið perfect……þótt ég sé það nánst ;o)

Engin ummæli: