KYNÞOKKI....
Það ber ekki öllum saman um hvað kynþokki er - ég hef reyndar sterka skoðun á því og ekki breyttist hún eftir bióferð mína á Step up með Siggu í gær.....o mæ, drop dead fellow!! Úff, Greinilegt að tveir gaurar hafa bæst við "The elivator list" og eru það þessir karlmenn - VÁ
Kannski einfaldur smekkur en Wenthwort Miller úr Prison Break (t.v) og Channing Tatum úr Step up eru ó mæ god.
Allavegana þá er ritgerðin komin í vörslu skrifstofu Odda og stefnir allt í útskrift 21. október - þvílík tómlaus gleði!
Annars hef ég mikið verið að velta mér upp úr eigin vantaveltum síðastliðna daga - hvað gerir mann að því sem maður er, afhverju gerir maður eitt en ekki annað... hvað er það sem ræður því. Jú kannski hræðsla við að viðurkenna eitthvað í hræðslu við að fá skrítin svör til baka eða eitthvað álíka..
Eitt hef ég lært að það borgar sig að minnsta kosti ekki að ræða hlutina þegar drykkja hefur verið á mannskapnum - því svo greinilegt er að hlutirnir gleymast eða það er bara látið sem að hlutirnir hafi ekki gerst!! En engar áhyggjur ég er ekki hætt að drekka....
Varsjáferðin eftir 2 daga, afmælið mitt eftir 3 daga og svo partý heima 7. og 21. október....bara um að gera lifa lífinu og njóta! Takk elskurnar mínar fyrir að vera þið ;o)
Sella ,,hugsuður"
þriðjudagur, september 26, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli