mánudagur, september 11, 2006

...og tímanum líður!!

Eiginlega bara fáránlegt að hugsa til þess að í dag eru 5 ár liðin frá því að flogið var á turnana í New York... magnað alveg hreint. Man svo skýrt eftir því þegar ég og Gyða vorum eins og vitleysingar í Marbella á Spáni, kunnum varla stakt orð í spænsku og sáum í sjónvarpinu atvikið - þetta er eins og hafi gerst í gær....BUT nei ;o)

Hvað þá að það sé liðið ár frá því að ég fór til Barcelona sem skiptinemi, úff hvað mig langar að fara aftur út, gaman gaman hjá litlu senjoritunni mér þarna úti - hver veit nema maður skelli sér ef ég sé ódýrt far - hehe

....EN - THE TIME FLIES WHEN YOU´RE HAVING FUN ;O)

* Annars er maður búin að skila fræðilega hlutanum í ritgerðinni af sér og þvílíkur léttir, núna tekur bara við gagnavinnsla í SPSS og rumpa fram yndislegum niðurstöðum á könnuninni minni. Föstudagurinn fór því í yfirlestur með yndislegu móður minni sem prófarkalas hele klapped! Laugardagurinn var svo skemmtó - fór í heita pottinn til J-low og svo í bæinn með stelpunum. Var bílandi en stuðið var þvílíkt að mínar bestustu vinkonur héldu að ég væri drukkin...heheh gaman svona.

En well vinnan búin að við tekur date með tölvunni - have fun mínir kæru

Engin ummæli: