fimmtudagur, september 23, 2004

ÉG VILDI AÐ ÉG VÆRI Í KENNARAVERKFALLI.....

Minnist þess þegar við fórum í kennaraverkfall í grunn-og framhaldsskóla.... þvílíkt og annað eins ljúfa líf. Áhyggjulaus vaknaði maður á morgnanna, hringdi í vini og fékk þá til að hanga með sér í Kringlunni, leigja videó, passaði litlu systkyni vina sinna eða hékk bara einhvers staðar og chillaði....

Ohh mig langar svo að fá aftur svona róleg móment, slappa af og vera áhyggjulaus unglingur. Er fólk ekki sammála mér.

Ekki það að ég skilji ekki að það sé kennaraverkfall, þessi laun mega alveg hækka slatta fyrir vinnuna sem kennarar vinna. Þetta er mjög vanmetin vinnustétt!!!

Engin ummæli: