Stjórnmál, vinnan og skólinn
Já djammið er ekki nóg hjá mér... Heimdallur er gríðarleg vinna en skemmtileg. Við höfum verið á fullu að undirbúa okkur fyrir komandi vetur. Komið er í gang fullt af áhugaverðum málefnahópum fyrir þá sem hafa áhuga. Sjálf hef ég komið mér í Borgarmálin, Mannréttindamál og Mennta-og menningarmálanefnd. Það er á mörgu að taka en vonandi gengur okkur vel..... með hjálp góðra einstaklinga. Var einmitt á góðum fundi með Vilhjálmi oddvita borgarstjórnar áðan....... kíkið bara á www.frelsi.is og sjáið dagskránna í vetur.!!!! bara gaman og gagnlegt
Helgina fór ég svo á SUS-þing á Selfossi. Þetta var málefnaþing þar sem málefnanefndir störfuðu og í lokin komu fram ályktanir og atkvæðagreiðsla um ákveðin málefni. Ég verð nú að segja fyrir mitt leiti var ég nú ekki sammála öllu......... en það er nú örugglega eðlilegt!! Allavegana mjög fróðlegt og skemmtilegt og ekki hægt að segja annað en að maður læri á þessu. Mætti þó reyna að ná dagskránni betur skipulagðari svo nafnið á þinginu verði ekki alltaf Sjúss-þing.
Vinnualkinn ég hef svo ákveðið að vinna öll þriðju- og fimmdagskvöld í vetur..... og aðra hvora helgi sem er kannski klikkun en það kemur í ljós. Kannski verður maður bara skipulagðari fyrir vikið. Bíð og vona..... skólinn kemur svo þess á milli!!!
fimmtudagur, september 09, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli