Það er komið að þessu......
Já ferðataskan fundin og best að byrja að pakka..... 9 tímar í flug og fullt sem ekki má gleyma, eins og góða skapið, myndavél, galaföt, fín föt, djamm föt, góða skó og GJALDEYRI. Er þetta ekki það sem þarf?? Vera ætlar að vera svo góð að skutla mér, Haffa og Gylfa út á flugvöll. Þurfum að vera komin þangað fyrir kl 6 út af tollstimpli á 12 Eldur Ís vodkaflöskum sem munu ferðast með okkur. Köben á morgun, Finnland á sunnudag og Eistland á mánudag. Reyni að setja inn línu á bloggið við tækifæri..... en engar áhyggjur það verður gaman. Góður hópur: 5 stelpur (ég, Sæunn, Soffía, Hjördís og Eygló) og 6 gaurar (Haffi, Gylfi, Jói, Stefnir, Andri og Teitur) Óskið mér bara góðrar ferðar og góðrar heimkomu..... OG JÁ ÉG SKAL DREKKA NOKKRA FYRIR YKKUR ;o) |
föstudagur, október 29, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli