mánudagur, október 18, 2004

Gleði, gleði og geðveik helgi búin.....

Flöskudagur: Mikið brallað, farið í vísindaferð í Haga ( Baug) þar sem við hlustuðum á skemmtilegan fyrirlestur og kepptumst svo í að slá drykkjumet Mastersnema í HR.... og verð nú bara að segja að okkur tókst mjög vel upp, kláruðum allt drykkjarhæft í húsinu, skelltum okkur svo á Hverfis þar sem Idolið var hresst og skemmtilegt.

Kvöldið einkenndist af DRYKKJU, DRYKKJU OG ENN MEIRI DRYKKJU... tókum röltið af Hverfis á Bingókvöld verkfræðinema..... vorum held ég aðeins og drukkin fyrir þá rólegu stemningu sem var þar, fórum á Prikið, Ara, Pravda, Hverfis, Celtic og já endaði á Prikinu og var eins og ,,Palli var einn í heiminum" að bíða eftir að elskulegasti bróðir í heimi skutlaði mér heim... Þrælfínt djamm og toppaði söngurinn okkar Hönnu og Veru allt á Celtic

Laugardagur: Yndislegasta litla ,,stormfríður" frænka mín Natalía Tinna 1.árs. Hörku afmælisveisla haldin hér heima.... en nei nei mín þurfti bara að skella sér í vinnuna og það til 01:30 á laugardagsnóttu, ekkert djamm eftir það, dagurinn einkenndist bara að svolítilli þoku og léttum strekkingi, ÞYNNKA Í HÁMARKI.

Sunnudagur: já há... föndurdagurinn mikli, fékk Sæunni og Soffíu í heimsókn þar sem við dróum upp liti, prentara, fullt af blöðum, saumavél, gull- og silfurpenna og byrjuðum á að föndra miða á líka þetta góða kvöld Karla- og kvennakvöld Tradition og Mágusar, eftir það var svo hörkustuð á stjórnarfundi Heimdallar og vinna fram eftir kvöldi..... já bara að skella á skemmtilegasti viðburður ársins..... ætlar þú að missa af honum

Nei held ekki, Tinna Sif, Vera, ég, Sigga og Jóhanna erum bókað að fara.... viltu koma með?

Engin ummæli: