Gleði, gleði og geðveik helgi búin.....
Flöskudagur: Mikið brallað, farið í vísindaferð í Haga ( Baug) þar sem við hlustuðum á skemmtilegan fyrirlestur og kepptumst svo í að slá drykkjumet Mastersnema í HR.... og verð nú bara að segja að okkur tókst mjög vel upp, kláruðum allt drykkjarhæft í húsinu, skelltum okkur svo á Hverfis þar sem Idolið var hresst og skemmtilegt.
Kvöldið einkenndist af DRYKKJU, DRYKKJU OG ENN MEIRI DRYKKJU... tókum röltið af Hverfis á Bingókvöld verkfræðinema..... vorum held ég aðeins og drukkin fyrir þá rólegu stemningu sem var þar, fórum á Prikið, Ara, Pravda, Hverfis, Celtic og já endaði á Prikinu og var eins og ,,Palli var einn í heiminum" að bíða eftir að elskulegasti bróðir í heimi skutlaði mér heim... Þrælfínt djamm og toppaði söngurinn okkar Hönnu og Veru allt á Celtic
Laugardagur: Yndislegasta litla ,,stormfríður" frænka mín Natalía Tinna 1.árs. Hörku afmælisveisla haldin hér heima.... en nei nei mín þurfti bara að skella sér í vinnuna og það til 01:30 á laugardagsnóttu, ekkert djamm eftir það, dagurinn einkenndist bara að svolítilli þoku og léttum strekkingi, ÞYNNKA Í HÁMARKI.
Sunnudagur: já há... föndurdagurinn mikli, fékk Sæunni og Soffíu í heimsókn þar sem við dróum upp liti, prentara, fullt af blöðum, saumavél, gull- og silfurpenna og byrjuðum á að föndra miða á líka þetta góða kvöld Karla- og kvennakvöld Tradition og Mágusar, eftir það var svo hörkustuð á stjórnarfundi Heimdallar og vinna fram eftir kvöldi..... já bara að skella á skemmtilegasti viðburður ársins..... ætlar þú að missa af honum
Nei held ekki, Tinna Sif, Vera, ég, Sigga og Jóhanna erum bókað að fara.... viltu koma með?
mánudagur, október 18, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli