Lægð og skýjað á köflum.
Það er alveg magnað hvernig maður getur einn góðan veðurdag, fengið nóg af sjálfum sér. Ég er einmitt komin með nett ógeð af letinni í mér og ýmislegt sem mætti betur fara hjá mér þessa dagana. Er meira að segja komin með það mikið ógeð að ég er alvarlega að fara að íhuga minn gang og skella mér til einkaþjálfara. Hætta að drekka eins og vitleysingur og taka lífinu með stökustu ró. Ekki verra að vera ekki að kyppa buxunum upp um sig svona rétt fyrir próf og já..... vera kannski búin að kaupa þær allar á fyrstu vikunum. Var líka að velta því fyrir mér..... er þessi síða orðin hugarástand mitt skrifað á blað, eða er einhver sem les ÞETTA?? |
fimmtudagur, nóvember 18, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli