föstudagur, nóvember 12, 2004

Allt að gerast þessa dagana.....

.... Já get nú ekki sagt annað en ég hlakka til FLÖSKUDAGSINS..... hörkufjör í gangi, þar sem um 115 manns eru að fara í vínsyndaferð í KBbanka. Ekki er verra að vita af því að ég er að fara í þetta líka svaðalega NESU REUNION fyrir ferðina á morgun þar sem við ætlum að slengja í okkur nokkrum köldum Breeezerum og kíkja á myndir ferðarinnar.

Annað hvort Soffía eða Alli ætla að bjóða okkur heim og kíkja á herlegheitin...... og eitt er víst annaðhvort verður maður að drekka rækilega til að höndla myndirnar eða einfaldlega halda fyrir augun..

Annar er brjálað að gera og dagskrá næstu daga er:
Föstudagur: djamm, djamm, djamm, smjörsleikt á kantinum í buffaloskóm með hvítlauksolíu í hárinu
Laugardagur: þynnka og vinna, vinna
Sunnudagur: verkefnavinna
Mánudagur: skil á verkefni í utanríkisverslun
Þriðjudagur: skila á 2 verkefnum í viðskiptaensku og próf, vinna um kvöldið
Miðvikudagur: skil á verkefni í markaðsfræði III
Fimmtudagur: kynning í utanríkisverslun og vinna
Föstudagur...... næsta helgi plan síðar!!!

Þangað til þá.... sjáumst hress,,,,, ekkert stress :o)

Engin ummæli: