þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Sögustund úr útlöndum nr. 4

Þá fer að koma að því...... mín er bara á leið upp á flugvöll. Seinustu dagar í Köben eru búnir að vera yndi. Bara rólegheit, sjónvarpsgláp, verslunarleiðangur og hangs.

Við Telma lágum í leti, pöntuðum pizzu, átum nammi og flödeboller....og kjöftuðum. Visa og debetkortin eru funheit í veskinu eftir ALLT erfiðið, og tími til að skella sér heim.

Heimkoma 22:10 á íslenskum tíma. Hlakka til að heyra og sjá ykkur.
Hilsen fra Copenhagen
Sella

Engin ummæli: