Fáránlega skemmtileg helgi!!!!!
Föstudagur …. Skellti mér með gellunum á Hárið í Austurbæ, og mikið rosalega var gaman. Mæli eindregið með þessari sýningu, allir á sprellanum og svona….. frekar gaman! Kíktum svo í gott chill í sveitina Hafnarfjörð til Heiðu þar sem mikið var spjallað, hlegið og svonna. Ég og Hanna skelltum okkur svo í byen sem fær mjög slaka dóma hjá mér þetta kvöld!!! GLÖTUÐ STEMMNING….. en fínt kvöld þrátt fyrir það.
Laugardagur ……. Þessi líka vel heppnaða óvissuferð dísanna þar sem við rúlluðum upp í Litlu kaffistofu og hittum allt hafurtaskið! Þaðan lá leið okkar á Geysi þar sem við gerðumst menningarlegri en allt og kíktum á fræðslusafn um gos, fórum í skjálftahermi……..en allt þetta átti eftir að nýtast okkur rosa vel! Kíktum svo með öllum túristunum á Strokk gjósa og drifum okkur svo á hestaleiguna Geysi, í magnaðan útreiðartúr í 19 stiga hita og sól. Urðum meira að segja módel fyrir fulla rútu af japönum sem eyddu filmunum óspart í okkur og hlógu mikið! Jon stóð sig eins og hetja en hann var að fara í 1. sinn á hestbak……. mögnuð ferð, renndum svo beinustu leið á Þingvelli þar sem við tók grill, skotbolti, ratleikur, spurningakeppni, actionary, drykkjuleikir, meiri drykkjuleikir og enn meiri drykkjuleikir ………… sem sagt bara gaman! Guðrún og Tinna fá heiðursverðlaun frá mér fyrir frábæra skipulagningu og hlakka til næstu sumarhátíðar!!! bara stuð
Sunnudagur....... Fólk vakið með ýmsum hætti. einhver útlenskur hjólreiðadúddi... vakti nokkra með því að ræskja sig heiftarlega og kalla hátt og skýrt ,,kunts" (veit ekki hvernig skrifað, en þið skiljið.....) Byrjun dags einkenndist af fremur þynnkukenndu lofti þar sem fólk skiptist á að liggja killiflatt úti, æla út í móa, sitja og spjalla eða bara pakka saman og fara! Ég, Gyða og Tinna vorum ofursprækar og skelltum okkur því í gönguferð í Almannagjá (enda brilliant veður).....
.... Þannig að í alla staði fín helgi, eftir að ég rúllaði í bæinn tók við eiturhress vinna og er hún enn
fimmtudagur, júlí 22, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli